Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND - HVERNIG FRAMTÍÐ VILJUM VIÐ? Þróun á verði súráls og hrááls á alþjóðamarkaði árin 1997-99 - Hráál —---------------- 2.000 Bandaríkjadollarar 1.800 (Metal Bulletin, High Grade 99,7%,- í Official London Metal Exchange 0 ~p-rrr-r jan.1997 des.1997 " 11111" i des.1998 des.1999 HVAÐ vilja íslendingar að ísland verði á tuttugustu og fyrstu öldinni; verstöð, miðstöð fyrir orkufrekan - iðnað, ferðamannaparadís, þekking- arsetur eða jafnvel allt þetta og meira til? Sumir hafa haldið því fram að Is- land sé verstöð sem eigi sér fáa aðra möguleika nema þá að auka fjöl- breytni með því að virkja orkulindir og byggja upp orkufrekan iðnað. Betri vegir á milli virkjana og orku- vera muni síðan leiða til íjölgunar ferðamanna vegna bætts aðgengis á hálendinu. Að vísu er oft um það talað á há- tíðarstundum að mann- auðurinn skipti ís- lenska þjóð mestu en þetta virðist þó oft gleymast í erli dagsins. Að undanfömu hefur mikið verið rætt og skrifað um atvinnuupp- byggingu á lands- byggöinni. Umræðan hefur snúist um bygg- ingu Fljótsdalsvirkjun- ar án lögformlegs um- hverfismats og bygg- ingu álvers við Reyðarfjörð. Sumir telja að þessar fram- kvæmdir séu nauðsyn- legar til þess að koma í veg fyrir fólksflótta frá Austfjörðum, en aðrir telja að áhrif framkvæmdanna verði ekki nægjanlega mikil til þess að réttlætanlegt sé að setja Eyjabakka undir vatn. Ég mun ekki í þessari grein leggja mat á áhrif fram- kvæmda á Eyjabakka, en leyfi mér hins vegar að efast um skynsemi byggingar álvers við Reyðarfjörð á þeim forsendum sem nú er gengið út frá. Áform um byggingu álvers við Reyðarfjörð í Morgunblaðinu 1. febrúar sl. var haft eftir upplýsingafulltrúa Hydro Aluminium að fyrirtækið teldi sig ekki hafa burði til þess að eiga mikið j stærri hlut en 20-25%. Fyrirtækið hefur að markmiði að stórauka framboð á áli til viðskiptavina sinna í flestum heimsálfum og leitar Hydro Aluminium auðvitað hagkvæmustu leiða til þess að ná þessu markmiði. Hydro Aluminium leggur nú mikla áherslu á að vera í sem nánustum tengslum við endanlega notendur, því þar eru mestir möguleikar á að- greiningu frá keppinautum og virð- isaukinn því mestur. Petta er í góðu samræmi við um- mæli Jóns Sigurðssonar, fyrrver- andi forstjóra Járnblendifélagsins, en hann sagði á ráðstefnu í nóvem- ber að líklega yrði framlag Hydro fyrst og fremst í formi tækniþekk- - ingar. Islendingar yrðu að leggja til megnið af fjármagninu og líklega mundi álver við Reyðarfjörð síðan greiða Hydro Aluminium árlega tækniþóknun. Jón Sigurðsson taldi 3% af veltu á ári vera kunnuglega tölu eftir reynslu sína hjá Islenska járnblendifélaginu. Afleiðing þessa fyrirkomulags yrði að hagsmunir samstarfsaðila færu síður saman en ef báðir tækju svipaða áhættu. Hydro Aiuminium hefur frestað áformum um byggingu álvers á Trinidad þar sem því fylgir mun minni fjárhagsbyrði að vera minni- ' hlutaaðili í álveri á íslandi. Á Trin- idad hefði Hydro Aluminium orðið að fjárfesta fyrir 70 milljarða ís- lenskra króna í álveri með 240.000 tonna afkastagetu. Pó svo að Hydro verði minnihlutaaðili í álveri á Reyð- arfirði virðist sem Hydro Aluminium muni í raun stjórna álverinu eins og fyrirtækið væri eini eigandi þess. Hydro Aluminium mun annast sölu og markaðssetningu afurða álvers við Reyðarfjörð til viðskiptavina sinna, leggja til framleiðslutækni verksmiðjunnar og selja henni hrá- efni. Hráefnin eru tvö; súrál og raf- skaut. Væntanlega mun súrálið koma frá súrálsverksmiðju í Brasi- líu, sem Hydro Aluminium hefur nýlega fjárfest niu milljarða ís- lenskra króna í, en rafskautin frá verksmiðjum Hydro Aluminium í Árdal eða Sunndalspra. Álver við Reyðarfjörð verður því einangraður hlekkur í virðiskeðju sem Hydro Al- uminium stjórnar. Al- mennt er talið að virð- isauki sé mestur ann- ars vegar hjá þeim sem hafa aðgang að tak- markaðri auðlind og hins vegar hjá þeim sem hafa aðgang að mörkuðum fyrir tilbún- ar afurðir. Sá hlekkur sem íslenskir fjárfestar munu eiga í miðri virð- iskeðju Hydro Alumin- ium er því ekki líklegur til þess að gefa af sér verulega mikinn virðis- auka. Það virðist því skynsamlegt fyrir Hydro Aluminium að fjárfesta sem minnst í þessu framleiðsluþrepi ef aðrir eru bæði tilbúnir að taka á sig fjárhags- lega ábyrgð og gera langtímasamn- ing um kaup á hráefnum og sölu af- urða við Hydro Aiuminium. Á mynd 1 er sýnd þróun á verði súráls og hrááls á alþjóðamarkaði sl. þrjú ár, en í eitt tonn af áli fara tvö tonn af súráli. Frá ágúst 1997 og fram í febrúar 1999 lækkar verð á áli um 33% en verð á súráli lækkar aðeins um 24%. Frá því í febrúar 1999 og fram í febr- úar 2000 hækkar verð á áli um 47% en verð á súráli hækkar um 169%. Á árinu 1997 er verð á tonni af súráli 12,6% af verði á tonni af áli. Á árinu 1998 er hlutfallið 13,6% og á árinu 1999 er hlutfallið 16,8%. I upphafi ársins 1997 kostaði tonn af súráli 9,8% af verði eins tonns af áli en í upphafi ársins 2000 kostar tonn af súráli 23,9% af verði eins tonns af áli. Samstarf aðila með gagnstæða hagsmuni Fyrir eigendur álvers við Reyðar- fjörð eru aðstæður hagstæðar þegar verð á súráli er lágt en verð á áli er hátt. Árið 1997 hefði því verið þeim hagstætt. Óskastaða Hydro Alumin- ium varðandi álver við Reyðarfjörð er hins vegar sú að verð á súráli sé hátt og verð á áli lágt. Undanfarnir mánuðir hefðu því verið Hydro Al- uminium mjög hagstæðir. Erfitt er að sjá að samstarf aðila sem hafa svo gagnstæða hagsmuni geti farið vel saman. Ef það er hagkvæmt að reisa álver við Reyðarfjörð ættu Islend- ingar að gefa sér meiri tíma í undir- búning og reyna að finna erlenda fjárfestingaraðila sem hafa efni á að fjármagna og reka álver við Reyðar- fjörð án þess að Islendingar taki á sig megnið af áhættunni. Raforkuverð - hagsmunaárekstrar Gert er ráð fyrir því að íslenskir fjárfestar verði helstu eigendur ál- vers við Reyðarfjörð. Jafnvel er gert ráð fyrir því að íslenskir lífeyrissjóð- ir muni fjárfesta í álverinu. Þessir fjárfestar verða að bera mikið traust til hins norska fyrirtækis til þess að vera tilbúnir að leggja fram umtals- vert fé án þess að geta haft afger- andi áhrif á afkomu álversins. Rétt- lætanlegt er að einkaaðilar fjárfesti í því sem þeir hafa áhuga á og taki verulega áhættu. Vafasamara er að þeir sem eiga að tryggja örugga ávöxtun lífeyrissparnaðar geri slíkt hið sama. Mér létti að vísu við að fá þær upplýsingar frá mínum lífeyris- sjóði að ekki stæði til að festa minn lífeyrissparnað í álbræðslu þar sem sú fjárfesting væri allt of áhættusöm fyrir lífeyrissjóðinn. Ég vil hvetja þig, lesandi góður, til þess að afla þér upplýsinga um stefnu þíns sjóðs hvað þetta varðar. Ef núverandi áform um álver við íslendingar þurfa að taka sér tak og horfa langt fram í tímann, a.m.k. 50 ár, segir Ingjaldur Hannibals- son, til þess að meta þá valkosti sem unnt er að velja um. Reyðarfjörð ganga eftir munu for- svarsmenn álversins með einhverja lífeyrissjóði á bak við sig semja við forsvarsmenn Landsvirkjunar um raforkuverð til álvers við Reyðar- fjörð. Fulltrúum Landsvirkjunar, sem eru vörslumenn þjóðareignar, ber að reyna að fá eins hátt verð og mögulegt er. Fulltrúar álvers við Reyðarfjörð munu reyna að semja um eins lágt raforkuverð og mögu- legt er. Því er komin upp sú staða að vörslumenn þjóðareignar eiga að semja við vörslumenn lífeyrissparn- aðar hluta þjóðarinnar um raforku- verð. Hvort er líklegra að Lands- virkjun fái hærra verð í samningum við erlendan kaupanda eða í samn- ingum við fyrirtæki sem er að mestu í eigu íslendinga, þ.m.t. lífeyris- sjóða, og hafa auk þess verulegan pólitískan stuðning við áform sín? Þróun áliðnaðar á íslandi - brostnar væntingar Rétt er að rifja upp þróun áliðnað- ar á íslandi á undanfömum áratug- um. Upp úr 1980 tókst íslenskum stjórnvöldum að skaða ímynd ís- lands í augum erlendra fjárfesta verulega. Litlu munaði að ríkisstjórn íslands færi í mál við Alusuisse, eig- anda Álversins í Straumsvík, um álitaefni sem eðlilegt hefði verið að gera út um við samningaborð. Það tók mörg ár að bæta ímyndina að nýju þannig að erlendir fjárfestar höfnuðu ekki íslandi sem valkosti vegna pólitískrar áhættu. Undir lok níunda áratugarins fengu fjögur er- lend fyrirtæki forgang til þess að kanna hagkvæmni nýs álvers í Straumsvík (Austria Metall, Gráng- es, Hoogovens og Alusuisse). Alu- suisse hætti í hópnum og var Straumsvík þá ekki lengur inni í myndinni. Alumax kom í staðinn í hópinn sem hafði fengið heitið Atlantsál og varð niðurstaða hans að Keilisnes væri heppilegt fyrir álver. Á þessum tíma höfðu sex önnur fyr- irtæki samband við íslensk stjórn- völd og óskuðu eftir viðræðum um byggingu álvera á íslandi, meðal þeirra var Hydro Aluminium. Undir lok níunda áratugarins höfðu því mörg erlend álfyrirtæki sýnt áhuga á byggingu álvera á Islandi. Sum voru á forgangslista en önnur á bið- lista. Alkunna er að ekkert varð úr byggingu álvers á Keilisnesi þrátt fyrir að unnt hefði verið að semja um lágt raforkuverð vegna þess að raf- magn frá Blönduvirkjun var að mestu ónotað. Alusuisse ákvað hins vegar nokkrum árum síðar að stækka álver sitt í Straumsvík og Columbia Ventures byggði Norðurál á Grundartanga. Öll hin erlendu ál- fyrirtækin sem verið höfðu á for- gangslista og biðlista beindu sjónum sínum annað og ekkert varð úr fram- kvæmdum þeirra á Islandi. Verkefnafjárniögnun án ríkisábyrgðar Á árinu 1997 var sett fram mjög áhugaverð hugmynd um byggingu álvers. Stofnuð yrðu tvö sjálfstæð fyrirtæki með mismunandi eignar- aðild. Annað um álbræðslu og hitt um orkufyrirtæki til að reisa og reka virkjun fyrir álbræðsluna. Álbræðsl- an yrði í meirihlutaeigu Hydro Al- uminium og íslenskra fjárfesta, skráð á verðbréfaþingum á íslandi og í Noregi og um reksturinn yrði gerður stjórnunarsamningur við Hydro Aluminium. Orkufyrirtækið gæti orðið í eigu raforkufyrirtækja (t.d. Landsvirkjunar og Hydro En- ergi) og innlendra sem erlendra langtíma stofnanafjárfesta. Um rekstur orkufyrirtækisins yrði gerð- ur stjórnunarsamningur við Lands- virkjun. Ef þessi leið væri farin þyrfti orkufyrirtækið ekki ríkis- ábyrgð og fjármögnun beggja verk- efnanna byggði á mati á hagkvæmni verkefnisins í heild. Þessi hugmynd er mjög áhuga- verð en einhverra hluta vegna hefur henni verið ýtt út af borðinu. Sumir töldu að ef þessi leið yrði farin yrði Austurland nýlenda Hydro Alumin- ium. Ekki er ótrúlegt að Hydro Al- uminium hafi misst áhuga á þessari hugmynd þegar forsvarsmenn þess gerðu sér grein fyrir því að margir Islendingar eru hræddir við er- lendar fjárfestingar í landinu og vilja frekar taka á sig fjárhagslegar skuldbindingar heldur en að opna landið fyrir erlendum fjárfestum. Einnig kann það að hafa haft áhrif á stjórnendur Hydro Aluminium að búast mátti við andstöðu á Islandi vegna umhverfíssjónarmiða og að fjárfestingin væri ef til vill ekki svo hagkvæm. OECD hefur skipt atvinnugrein- um í flokka eftir hlut rannsókna og þróunar í veltu þeirra. Flestar at- vinnugreinar á Islandi falla undir lágtækni (t.d. matvælaiðnaður, hús- Ingjaldur Hannibalsson gagnaiðnaður og fataiðnaður) og nokkrar undir meðal-lágtækni (t.d. skipaiðnaður og áliðnaður). Aðeins örfá fyrirtæki eru með starfsemi, sem fellur undir meðal-hátækni (t.d. framleiðsla á rafeindabúnaði) en engin falla enn undir hátækni en undir hana falla t.d. flugvélaiðnaður, fjarskiptaiðnaður og lyfjaiðnaður. Á Islandi eru 99% af vöruútflutn- ingi í lágtækni og meðal-lágtækni í samanburði við 56% á Norðurlönd- um, 33% í Þýskalandi og 28% í Bandaríkjunum. Á Islandi fellur 98% af framleiðslu í lágtækni og meðal-lágtækni en 72% á Norður- löndum, 51% í Þýskalandi og 56% í Bandaríkjunum. Þau af ríkjum OECI), sem að þessu leyti líkjast mest Islandi eru Portúgal, Grikk- land og Nýja-Sjáland. í þessum löndum sem eru þó ekki eins mikil „lágtæknilönd11 og ísjand eru laun verulega lægri en á íslandi. ísland hefur því nokki-a sérstöðu meðal fá- mennra „lágtæknilanda". Laun eru svipuð og í mörgum af þróaðri OECD-ríkjum, en vægi lágtækni og meðal-lágtæknigreina er mun meira bæði í framleiðslu og vöruútflutn- ingi- Framleiðsla á lágtækniafurðum Almennt má gera ráð fyiir, að virðisauki af hátækni-framleiðslu sé meiri en af lágtækni-framleiðslu. Samkeppni er mun meiri í lágtækni- greinum þar sem eðli lágtækninnar er, að flestir geta stundað þær, m.a. þróunarlönd. Það býst því enginn við að land, sem byggir að mestu á lág- tækni bjóði þegnum sínum góð lífs- kjör. Island er að mörgu leyti undan- tekning vegna mikilla auðlinda og umtalsverðrar tæknivæðingar. Því er ástæða til að hafa áhyggjur af áframhaldandi vexti þar sem auð- lindir era takmarkaðar. Það ræður þó ef til vill úrslitum að mörg íslensk fyrirtæki hafa lagt áherslu á fjár- festingu í tækni. I mörgum tilvikum er verið að framleiða lágtækniafurð- ir með hátækniaðferðum. Með því móti lækkar framleiðslukostnaður og samkeppnishæfni batnar. Þetta er þó aðeins tímabundið ástand því fyrr eða síðar munu mörg þróunar- lönd taka þessa sömu tækni í notkun og vegna lægri tilkostnaðar þar munu þau ná betri samkeppnisstöðu. Álbræðsla á Reyðarfirði getur því verið samkeppnishæf í einhvern tíma ef þar er notuð fullkomnasta tækni til þess að framleiða ál, sem er meðal-lágtækniafurð. Það er þó lík- legt að samkeppnisstaðan versni eft- ir því sem álbræðslur í þróunarlönd- um taka sambærilega eða jafnvel betri tækni í notkun. Því þarf að kanna betur hvort unnt sé að skapa meiri virðisauka með þvi að leggja aukna áherslu á hátækni- og meðal- hátæknigreinar á íslandi. í Evrópu er ekki lengur talið hag- kvæmt að byggja upp nýjan orku- frekan iðnað. Þar er rafmagnsverð of hátt til þess að slíkur iðnaður sé samkeppnisfær. Þar er vilji til þess að nýta orkuna frekar í úrvinnslu sem skapar meiri virðisauka en frumvinnslan og getur þar með stað- ið undir hærri launum. Þó svo að ál- bræðsla á Islandi geti verið sam- keppnisfær, a.m.k. í einhvern tíma, er ekki þar með sagt að nýta eigi takmarkaðar orkulindir til uppbygg- ingar á lág- og meðal-lágtækniiðn- aði. Það gæti verið hagkvæmara að selja minni orku en til fyrirtækja sem skapa meiri virðisauka en ál- bræðsla gerir. Ekki eru það einungis orkulindirnar sem eru takmarkaðar. Það sama á við um fólk og fjármagn. Ákvörðun um eina framkvæmd get- ur komið í veg fyrir aðrar af þessum sökum. Orkufrekur iðnaður og fólksflótti í álbræðslum er mikill meirihluti starfa ætlaður ófaglærðum og fag- lærðum. Álbræðsla við Reyðarfjörð mun því ekki skapa nægjanlega mörg sérhæfð störf til þess að flótti fólks, sem aflað hefur sér sérhæfðr- ar þekkingar, stöðvist frá Austfjörð- um. Forsvarsmenn Hydro Alumin- ium hafa að vísu sagt að í álveri við Reyðarfjörð muni starfa vel þjálfað starfsfólk. I fiskvinnslu á Islandi starfar vel þjálfað starfsfólk. Störf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.