Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vinnufélagar harmi slegnir Morgunblaðið/Ágúst Rjúpur í húsagarði í Neskaupstað. Rjúpur í görðum Neskaupstað. Morgunblaðið. RJÚPUR hafa verið tíðir gestir í görðum bæjarbúa undanfarna vet- ur og í vetur virðast þær hafa verið fleiri en áður. Þær fara yfirleitt að koma í garð- ana eftir áramót og verður ekki annað sagt en að það sé skemmtileg tilbreyting að hafa þær hérna við hús. í NÍTJÁN manna rútunni, sem lenti í umferðarslysinu á Vestur- landsvegi á föstudagskvöld voru sex starfsmenn Úrvals-Útsýnar, sumir ásamt mökum og vinum. „Við erum harmi slegin,“ sagði Hörður Gunnarsson, forstjóri Úr- vals-Útsýnar, í samtali við Morg- unblaðið. „Eftir því sem ég best veit er okkar starfsfólk ekki alvar- lega slasað, sem betur fer, en þrír meiddust og þrír fengu mikið áfall. Ég veit að okkar fólk er í góðri um- sjón. Að sjálfsögðu þurfa þau sinn tíma til að jafna sig og þau fá þann tíma.“ Hörður sagði að fólkið væri með- al um 40 starfsmanna í innanlands- deild fyrirtækisins, sem starfar við innflutning erlendra ferðamanna, og sagðist ekki eiga von á að slysið hefði bein áhrif á starfsemi fyrir- tækisins. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær var rútan sem lenti í slys- inu önnur tveggja í samfloti að flytja 60 manna hóp starfsfólks ferðaskrifstofa í óvissuferð í Skagafjörð. Fjölmörgum úr aftari rútunni var veitt áfallahjálp. í sam- tölum Morgunblaðsins við starfs- fólk Sjúkrahúss Reykjavíkur kom fram að fólkið í hópnum hefði þekkst vel; þarna voru á ferð vinnufélagar, kollegar og viðskipta- félagar, sumir með maka og vini. Blaðberar hætta að inn- heimta áskriftargjöld MORGUNBLAÐIÐ hættir frá og með næstu mánaðamótum að inn- heimta áskriftargjöld með aðstoð blaðbera. Þess í stað geta áskrifendur valið um að greiða áskrift fyrir Morg- unblaðið með greiðslukorti eða beingreiðslu. Þannig verður inn- heimtan einfaldari og þægilegri fyrir áskrifendur. Um langan tíma hafa biaðberar Morgunblaðsins gegnt því starfi að innheimta áskriftir hjá stórum hópi áskrifenda. Öm Þórisson, áskriftar- stjóri Morgunblaðsins, segir að þessi hópur hafi minnkað með hveiju árinu enda rafræn viðskipti og korta- viðskipti orðin algeng. Fátíðara sé að áskrifendur hafi reiðufé á heimilum sínum og ljóst sé að þessi innheimtu- aðferð er bam síns tíma. Öm segir enga leið fyrir ópráttna aðila að kom- ast yfir greiðendauppiýsingar í þess- um nútímalegu innheimtuaðferðum og örugglega létti mörgum, eftir næstu mánaðamót, að vita af því að blaðberar hætta að vera á ferðinni að kvöldlagi með reiðufé. Hann segir að þrátt fyrir breyttar innheimtuaðferð- ir haldi blaðberar óskertum launum. Öm segir að áskrifendur geti með einu símtali í síma 800-6122 breytt greiðsluforminu í greiðslukort eða beingreiðslu. Eyðublað sem auðveld- ar útfyllingu nauðsynlegra upplýs- inga verður sent áskrifendum á næstu dögum. Engin beiðni um hluthafafund í FB A HALLDÓR Björnsson, varaformað- m- Framsýnar, segir ekki koma til greina að leggja fram beiðni af hálfu stjórnar lífeyrissjóðsins, um að hald- inn verði hluthafafundur í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins til þess að gera breytingar á nýkjörinni stjórn bankans. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Eyjólfur Sveinsson, varafor- maður bankaráðsins, að næðist ekki fljótlega sátt um þá menn sem valist hafa til forystu í bankanum, komi tii greina að skipta strax um menn. Hann sagði jafnframt að þeir hlut- hafar, sem stóðu að stjórnarkjörinu, myndu verða við beiðni lífeyrissjóð- anna tveggja ef þeir bæðu um hlut- hafafund til að gera breytingar á stjórninni. I samtali við Morgunblaðið sagðist Halldór vilja sem minnst um þessi mál tala. „En mér finnst þetta svo víðáttuvitlaust að ég tek því nú sem hverju öðru gríni, ef ég á að segja al- veg eins og er. Þetta vita menn sem eru í hlutafélögum, að það stendur sem kosið er á aðalfundum. Það er þá bara uppákoma, eða kannski misferli eða eitthvað slíkt sem kallar á að stjórnin segi af sér og að kjósa þurfi nýja stjórn. Ég hef aldrei látið mér detta í hug að þetta væri hægt. Beiðni um þetta verður ekki lögð fram, enda aldrei hvarflað að nokkr- um manni.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Maraþon- Biþlíulestur íÁrbæjar- kirkju ÆSKULÝÐSFÉLAG Árbæjar- kirkju stendur fyrir maraþon- Biblíulestri sem hófst í gær og lýkur kl. 11 í dag, sunnudag. Tiigangurinn er að safna fé til Hins íslenska biblíufélags til út- gáfu á barnabiblíu í stafrænu formi. Meðal þeirra sem veittu átakinu lið voru Kari Sigur- björnsson, Valgerður Sverrisdótt- ir, Árni Johnsen, Hjálmar Jóns- son o.fl. Flóabandalag og S A funda um helgina SAMNINGANEFNDIR Flóabanda- lagsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað síðustu daga og segir Halldór Björnsson, formaður Efling- ar, að viðræðumar séu á góðu róli. Viðræður stóðu yfir fram á föstudags- kvöld og síðan var þráðurinn tekinn upp aftur eftir hádegi í gær. „Við erum farin að ræða nánast alla þætti samningsins, þ.m.t. launaþátt- inn og menn hafa skipst á hugmynd- um, en við vorum auðvitað búin að setja fram okkar hugmyndir í desem- ber. Atvinnurekendur hafa verið að setja fram sín svör á móti okkur og við höfum verið að vinna fagvinnu með okkar hagfræðingum í að fara yf- ir þessar hugmyndir þeirra, hvað þær þýða o.s.frv." „Á góðu róli“ Halldór sagðist ekki geta metið stöðuna nákvæmlega á þessu stigi, en viðræðumar væru að hans mati á mjög góðu róli. „Maður getur ekkert séð fyrir endann á þeim, en það er í það minnsta verið að tala efnislega saman og það er auðvitað mikið mál. Það er farið beint í efni málanna og reynt að forðast miklar þrætubókar- listir. Þegar sérsamningamir eru að hluta til frá og sumir skemmra komn- ir, þá era þetta í sjálfu sér mjög ein- fóld mál til að ræða þau. Það ætti því að koma fljótlega í Ijós hvort við náum saman í þessu eða ekki.“ hefur aðdráttarafl ►í aðeins tveimur vötnum sitt hvorum megin á hnettinum finnst grænþörangurinn kúlu- skítur í stóram kúlum, í Japan, í Akanvatni og á Islandi í Mý- vatni. /22 Gagntekinn af starfinu ►Einar Olgeirsson hefur gripið í flest þau störf sem unnin eru á ís- lenskum hótelum og tekið þátt í að þróa ferðaþjónustu í landinu. /26 Vaxandi áhugi á vist- vænni ferðamennsku ►Viðskiptaviðtalið er við Sigurð Helgason og Ingiveigu Gunnars- dóttur hjá ferðaskrifstofunni Land- námu. /30 ► l-32 Áleiðis til Norðurpólsins ► Haraldur Örn Ólafsson, sem leggur senn af stað með Ingþóri Bjarnasyni áleiðis til Norðurpóls- ins, veltir fyrir sér hvað dragi kynslóð eftir kynslóð að þessum torsótta bletti. /1&2,4,6 Töfrandi samfélag ►Mike Handley, þulur, blaðamað- ur og leikari með meiru, sleit upp rætumar í bandarískum stórborg- um og settist að í Reykjavík. /6 Á heimskautajeppa í hitabaði ►íslenskir jöklajeppar hafa gert garðinn frægan víða, nú síðast í arabískri eyðimörk. /16 FERÐALÖG ► l-4 Sífellt fleiri í sólina ► Ódýr flugfargjöld virðast ekki hafa áhrif á sölu sólarlanda- ferða. /1 Forfallatrygging fyrir ferðalagið ►Dæmi um að ferðalangar tví- tryggi sig. /3 D BÍLAR ► l-4 Laglegri og stærri Nissan Almera ► Hér er ekki aðeins um endur- bætur eða andlitslyftingu á fyrri gerð að ræða heidur splunkunýjan bíl, þann fyrsta sem er algeriega hannaður í Evrópu og verður hann ekki til sölu á öðrum mörkuðum. /2 Reynsluakstur ► Stöðugar endurbætur gerðar á Ford Fiesta. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-24 l'stak semur við Streng ► ístak hf. velur Navision og veflausnir frá Streng hf. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l/W8/bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Keykjavíkurbréf 32 Skoðun 34 Minningar Viðhorf 37 37 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 í dag 50 Brids 50 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 18b Dægurtónlist 30b INNLENDAR FRÉTTIR; 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.