Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Árni Einarsson með græna kúluskítsgæludýrið sem honum var fært á hátiðinni í Japan. Kúluskíturinn hefur að- dráttarafl Ljósmyndir/Ami Einarsson I lok Marimohátiðarinnar í Japan heldur höfðinginn við hátiðlega at- höfn á eintrjánungi út á vatnið til að skila hinum dýrmæta kúluskít. í aðeins tveimur vötnum sitt hvorum megin á hnettinum fínnst grænþörungurínn kúluskítur í stórum kúlum, í Japan í Akan- vatni og á Islandi í Mývatni, þar sem hann er ein undirstaða lífríkisins. Frá 1921 er hann í Japan „sérstök náttúrugersemi“ og stranglega friðaður. Dr. Arni Einarsson líffræðingur kynntist í Japan, hvernig heilt hérað lifír á aðdráttarafli þessarar gersemi er dregur að yfir hálfa milljón gesta og stendur undir mikilli kúluskítshátíð ______og ferðamannaframleiðslu. Elín_____ Pálmadóttir fékk um það að heyra. Úti í vatninu er eyja með fræðasetri þar sem fólk getur skoðað kúluskít- inn í búri eða gegnum kapal í bcinni útsendingu frá vatnsbotninum. ÓTT dr. Ámi Einarsson, forstöðumaður Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, þekki vel til grænþörungsins Cladophora aega- gropila, sem þekur stór botnsvæði í vatninu, eru þessar grænu kúlur ekki jafn landsfrægar á Islandi og í Jap- an, þar sem hver maður á götu í Kyoto reyndist þeklqa marimo, eins og þessi þörungur heitir þar í landi. í heimsókn sinni þangað í október sl. hafði hann veðjað við plöntulífeðlis- fræðinginn og sérfræðinginn um grænþörunga þar, dr. Isamu Wak- ana. Japaninn sagði 90% Japana þekkja þennan sérstæða þörung, en Árni giskaði á 60%. Sem fyrr segir urðu svörin í óformlegri könnun á slíkri þekkingu ókunnugra á götu í Kyoto 100% jákvæð. Vildi fólk meira að segja fræðast meira af þeim þegar það vissi að þama fæm sérfræðingar um kúluskít frá einu vötnunum sem fóstra stóra kúluafbrigðið. Er stór- borgin Kyoto þó langt frá norðlægu eyjunni Hokkaido, þar sem þessi sjaldgæfi kúluskítur nær að vaxa upp í þessar stóru kúlur. Eini staðurinn sem það gerist fyrir utan Mývatn. En fræðumst íyrst hjá Áma ofur- lítið um kúluskítinn sem tekur á ís- landi nafn af því að þessir smágerðu grænu hnoðrar á reki í vatninu vildu setjast í netin hjá bændum, en í aug- um þeirra er flest sem kemur í netin og ekki er silungur einfaldlega skít- ur. Leifar kúluskíts hafa fundist í setlögum í Mývatni, jafnvel þeim sem fyrst mynduðust eftir að vatnið varð til fyrir 2.300 árum. Hefur verið hægt að fá um þetta vitneskju úr bor- kjömum. En það var ekki fyrr en á 16.-17. öld sem blómatími kúluskíts- ins hófst, er vatnið var orðið hæfilega grunnt til að nægileg birta bærist á botninn. Segir Arni að þess sjáist merki að sumar vinsælustu átuteg- undir vatnsins hafi þá aukist til muna. Nú þekur kúluskítur stór svæði í vatninu og er frumframleið- andi og afar þýðingarmikill hlekkur í lífsamfélaginu. Kúluskítsteppi á botninum er undirlag fyrir kísilþör- unga og er aðalbúsvæði vinsælla átu- tegunda sem em einkennandi fyrir Mývatn, m.a. ákveðinna mýfluguteg- unda og krabbadýra. Þá gegnir kúlu- skíturinn hlutverki í súrefnisbúskap vatnsins og loks má nefna að kúlu- skítur, þ.e. hið smágerða vaxtarform hans, er eftirsótt fæða andategunda og álfta. Kafendumar ná sjálfar í þessa litlu lausu hnoðra og allt sem í þeim er, sem liggur eins og laust kusk á botninum og buslendurnar sitja um þá þegar þá rekur á fjörur. En kúluskíturinn á sér fleiri vaxtar- form. Sá smágerði er hárfínir þör- ungaþræðir, hver um sig ein fruma að þykkt, sem greinast út frá miðju og kvíslast þannig að plantan mynd- ar flókinn vef. Þessi vefur er kær- komið undirlag fyrir kísilþömnga sem vaxa í miklum mæli í Mývatni, auk þess sem lífrænar setagnir safn- ast í þömngavefinn. Slíkur kúluskít- ur finnst á þó nokkmm stöðum í heiminum, fyrst og fremst í Evrópu og Austur-Ásíu á steinum eins og mosi og verður eins og breiða á botn- inum. Það afbrigði er í Mývatni. Get- ur kúluskítur einnig vaxið í Þing- vallavatni. En aðeins í tveimur vötnum í heiminum, á íslandi og í Japan, nær kúluskíturinn að vaxa upp í hinar sérstæðu stóra kúlur. Annars staðar virðast þær vera horfnar. Og í þess- ari grein höldum við okkur við þær og hvernig Japanir hafa kunnað að nýta aðdráttarafl þeirra fyrir ferða- menn, eins og komið verður að síðar. Ámi útskýrir að grænþörangur- inn kúluskítur hafl þrjú vaxtarform. í fyrsta lagi em það þessir lausu hnoðrar, eins og ló á stærð við fing- umögl, sem leggjast saman ef þeir era teknir upp, í öðra lagi er kúlu- skítur sem vex á neðri hlið steina líkt og mosi og þriðja vaxtarformið era þessar kúlur, 10-15 cm í þvermál og þéttar í sér, þannig að þær halda lag- inu þótt þær séu teknar upp úr vatn- inu. Fer eftir áram hve miídð er um þetta í Mývatni. Það sem helst er í samkeppni við kúluskítinn er hið svokallaða leirlos, svifþörangar í vatninu sem skyggja á birtuna og draga úr sólarljósinu við botninn. Þegar mikið er af þessu plöntusvifi, dregur úr framleiðslu kúluskíts. Að þessu era áraskipti, en kúluskíturinn á góða daga þegar vatnið er tært. Hann er sérstaklega aðlagaður daufri birtu og getur vaxið dýpra en flestar plöntur, en er samt háður birtunni eins og aðrar plöntur. Það var ekki fyrr en 1982 að rann- sóknamenn við Mývatn áttuðu sig á að stóra kúlumar, sem ekki virðast reka upp þótt þær hafi enga festu við botninn, era þarna í flekkjum. Menn vissu að þær voru til en datt ekki í hug að það væri í svona flekkjum þar sem kúlurnar liggja hlið við hlið. Síð- an hefur verið reynt að fylgjast með þessu og teknar loftmyndir þegar vatnið er tært. Daglegar kúluskítsfréttir til Japans Svo gerðist það í fyrrasumar að hingað kom óvænt japanskur plöntu- lífeðlisfræðingur, dr. Isamu Wakana. Hann hefur stundað rannsóknir á þessu í Japan í mörg ár, aðallega við Akanvatn á Hokkaido þar sem hann hefur m.a. rannsóknastofu. Hann gefur út metnaðarfullt tímarit um rannsóknir á kúluskít, sem heitir Marimo Research. Náttúrarann- sóknastöðin er með heimasíður um Mývatn á vefnum og þar hafði Isamu séð að þessar stóra kúluskítskúlur væra til í vatninu. Hingað hafði hann með sér allan útbúnað til að kafa og gera athuganir á þessu. Á hæla hans kom svo blaðamaður frá Lundúna- skrifstofu japanska stórblaðsins As- ahi Shimbun í Tókýó. Hann sendi fréttir heim jafnóðum og blaðið birti forsíðumynd af þeim Isamu og Har- aldi Ingvasyni líffræðingi, sem Árni hafði fengið til að koma honum til halds og trausts við rannsóknir í Mývatni þar sem hann er kafari. „Hann kom okkur algerlega í opna skjöldu," segir Ami, sem ekki kvaðst hafa vitað að þessar stóra kúlur væra til í Japan. En nú vísaði Japaninn honum á sínar vefsíður um kúluskít- inn í Japan. „Við urðum því báðir jafnhissa. Það kom í ljós að við höfum verið að velta fyrir okkur sömu hlut- unum og báðir tekið þátt í að þróa kúluskítinn sem ferðamálaefni. Við Mývatn höfðum við sett upp gestast- ofu fyrir Náttúraverndarráð í skól- anum í Reykjahlíð, þar sem kúluskít- urinn er eitt af aðalatriðunum. Má sjá hann þar í stóra keri, þar sem fólk getur komið, lyft honum upp úr vatn- inu, skoðað hann og þreifað á honum. Síðan höfðum við kúluskítskarl sem leiðir sýninguna á öllum leiðbein- ingaspjöldum og bendir á áhuga- verða hluti.“ Þennan karl teiknaði Sigríður Ásta dóttir Árna, sem var að læra myndlist. Mörg þúsund manns koma árlega í þessa gestastofu og kúluskíturinn hefur vakið talsverða athygli. Ekki síst hjá þeim Mývetn- ingum sem ekki þekktu hann fyrir. Kúluskíturinn er ekki friðaður hér, en aðspurður kveður Árni ástæðu til að gera það. Eins og við sjáum þetta núna sé það næstum borðliggjandi. Lýst sérstök náttúrugersemi í framhaldi af heimsókninni bauð japanski kúluskítssérfræðingurinn Arna Einarssyni í október sl. á hina árlegu kúluskítshátíð við Akanvatn á Hokkaido, þar sem hann m.a. flutti fyrirlestra. Raunar líka víðar í Jap- an. M.a. flutti hann fyrirlestur um ísland og kúluskítinn í 200 manna sal við háskólann í Sapporo og þótti dá- lítið heimilislegt þegar fyrsta spum- ingin eftir þennan hátíðlega fyrir- lestur, sem var eins og alltaf túlkaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.