Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson í síðustu umferð Flug- leiðamótsins fengu margir keppendur það verkefni að spila sex hjörtu í suður á þessar hendur: Norður * ÁG6 VÁKD105 * D * G964 Suður A KD7 v 843 * IÍG973 * AD Eftir opnun suðurs á einu grandi yfirfærir norð- ur í hjarta og því kemur það i hlut suðurs að stýra sókninni. Vestur spilar út smáum spaða og fyrsta spurningin er: Með hvaða spili á að taka slaginn? Það er nákvæmast að taka á ásinn og eiga þann- ig tvær innkomur heima á KD í spaða síðar. Trompið verður að skila sér, en sagnhafi vildi gjarnan losna við að svína í laufi, og það getur hann ef hægt er að búa til aukaslag á tígul. Sem sagt: Upp með spaða- ás og AK í hjarta teknir. Þá hendir austur spaða. Hvað nú? Jú, það blasir við að spila tíguldrottningu. Austur tekur með ás og skiptir yfir í smátt lauf. Þetta er óþægileg vörn, því nú verður að velja á milli laufsvíningar og þess að fría tígulinn. En auðvit- að er rökrétt að stinga upp laufás og treysta frekar á tígulinn, því líkur á 4-3 legu eru nokkru meiri en líkur á svíningu. Noj-ður * 4G6 v AKD105 * D * G964 Vestur Austur A 10842 A 953 v G962 v 7 ♦ 54 ♦ Á10862 * 1087 * K532 Suður A KD7 v 843 ♦ RG973 * AD En réttlætið sigrar ekki alltaf við spilaborðið og margir fóru niður eftir þessa þróun mála. „Fórstu niður á slemm- unni? spurðu sveitarfélag- arnir undrandi í uppgjör- inu, en þar hafði vestur spilað út laufi eða austur „gleymt" að skipta yfii' í lauf þegar hann var inni á tígulás. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbams þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavik Arnað heilla n A ÁRA afmæli. I dag, I U sunnudaginn 27. febrúar, verður sjötugur Jón Sigurðsson, fyrrv. fulltrúi á skrifstofu Ríkis- spítalanna, til heimilis í Fannborg 1, Kópavogi. Eiginkona hans er Dag- mar Guðmundsdóttir frá Ólafsvík. A A ÁRA afmæli. Á OU morgun, mánudag- inn 28. febrúar, verður Kolbrún Jóhanncsdóttir, Hátúni 12, Reykjavík, sextug. Kolbrún tekur á móti vinum og vanda- mönnum á heimili sínu, Hátúni 12, 5. hæð, á morg- un milli kl. 15.00 og 19.00. Jóhannes hefur aldrei tekið veikindaleyfi í þau 48 ár sem hann hefur unnið hjá okkur. /?/1 AKA atmæli. 1 dag, OU sunnudaginn 27. febrúar, verður sextugur Kjartan Siguijónsson, orgelleikari, Lundar- brekku 14, Kópavogi. Eiginkona hans er Berg- ljót S. Sveinsdóttir. Þau eru að heiman. SKÁK llmsjón llelgi Áss Grctarsson Svai-tur á leik Þessi staða kom upp á milli rússnesku stórmeistar- ana Sergei Ionov, hvítt, og A. Loginov á minningarmóti Petroffs sem lauk fyrir skömmu í Pétursborg, Rússlandi. 24. - Rxf4! Tætir upp hvítu kóngsstöðuna. 25. gxf4 - Dxf4 26. Da3 Erfitt er að benda á annan leik sem gefur færi á haldbærri vörn. 26. - Dg4+ 27. Khl - Df3+ 28.Kgl - Bh3 29. Dxf8+ - Kxf8 og hvítur gafst upp. Þarftu bæði að taka vinnuna og einkaritar- ann með þér heim? UOÐABROT ÚTLEGÐIN Eg á orðið einhvern veginn ekkert fdðurland, þó að fastar hafi um hjartað hnýtzt það ræktarband, minn sem tengdan huga hefur hauðri, mig sem ól, þar sem æskubrautir birti björtust vonarsól. Fóstran gekk mér aldrei alveg í þess móðurstað, það var eitthvað á sem skorti - ekki veit ég hvað. Og því hef eg arfí hennar aldrei vera sagzt. - Þó hefur einhver óviðkynning okkar milli lagzt. Enn um vornótt velli græna vermir sólskin Ijóst, ennþá lækir hverfast kringum hvelfdra hlíða brjóst, báran kveður eins og áður út við fjörusand. - En ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland. Stephan G. Stephansson. STJ ÖRIVUSPÁ eftir Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú leggurhart að þér til þess að öðiast skilning á sem fiestu. En hjartað þarf líka að fá að ráða. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Það er við engan að sakast nema sjálfan þig, ef það mál, sem þú berð svo mjög fyrir brjósti, gengur ekki upp. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra. Naut (20. apríl - 20. maí) Leggðu þig fram um að verða við óskum, sem á þínu færi er að uppfylla. Og þegar maður gefur,miklast maður ekki, heldur hefur það fyrir sjálfan sig._____________________ Tvíburar (21.maí-20.júní) AA Nú virðist þér skapast stund milli stríða og það er upplagt að nota hana til þess að auka við vitneskjuna. Góð bók er gulli betri í þeim efnum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú þarft a leira fleiri leiða til þess að tjá hug þinn. Líttu til barnanna, þau kunna svo vel að koma tilfinningum sínum á framfæri við aðra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ekki láta eigingimina ná tök- um á þér. Gott ráð gegn því er að gefa einhverjum hlut, sem þér er ekki sama um. En gakktu samt ekki of langt! Meyja (23. ágúst - 22. sept.) 4SÍfL Ekkert jafnast á við góða gönguferð út í náttúrunni. Þótt vetur ríki enn, er sól í sinni og það eina sem dugar er að klæða sig eftir aðstæð- Vog (23. sept. - 22. október) 414 Þótt löngunin sé að heltaka þig, þá sýndu dug og stattu gegn henni. Þú kemst líka að því að þessi hlutur er ekki eins eftirsóknarverður og sýnist. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Hreyfing er holl; svo drífðu þig af stað. Þú þarft eklri að þenja þig einhver ósköp, enda er bezt að fara hægt af stað og herða svo á með tímanum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Akv Nú þarftu að finna þér tóm til þess að koma hugmyndaflug- inu niður á blað, hvort heldur þú teiknar eð skrifar. Hleyptu öðrum ekki að þér. Steingeit „ (22. des. -19. janúar) Ekki láta sjálfsefann ná tök- um á þér. Þú hefur alla burði til þess að vinna þitt starf og leysa það vel af hendi. Það er bara að byrja strax. Vatnsberi (20.jan.r-18. febr.) CÉi Þér finnst þú eitthvað við- kvæmur gagnvart öðrum þessa dagana. Reyndu að herða upp hugann og ýta þessu frá þér. Gott er að hafa nóg að gera. Fiskar ^ (19. febrúar - 20. mars) Varastu að festast í einhverj- um lagakrókum. Farðu þér hægt, kynntu þér málin vand- lega og skrifaðu ekki undir neitt sem þú ert ekki hand- viss um. Stjömuspána á að iesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 51 NÝ sending Kjólar, dragtir sundbolir Hverfisgöhj 50 O Sími 551 5222 Hef opnað lækningastofu: Lækning, Lágmúla 5, 108 Reykjavík Tímapantanir eru í síma 533 3131 mánudaga-föstudaga frá kl. 9.00-17.00 Georg Steinþórsson, æðaskurðlæknir Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Sérgrein: Æðaskurðlækningar og almennar skurðlækningar Hef opnað lækningastofu: Lækning, Lágmúla 5, 108 Reykjavík Tímapantanir eru í síma 533 3131 mánudaga - föstudaga frá kl. 9.00-17.00 Hjörtur G. Gíslason, skurðlæknir Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Sérgrein: Almennar skurðlækningar og meltingarfæraskurðlækningar AUKIN EINBEITING MEÐ SJALFSDALEIÐSLU Námskeið/einkatímar sími 694 5494 Ný nániskeið hetjast 8. o« 21. mars Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójaftivægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Mánudagsspjall Á morgun í hverfinu vesturborginni Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða með viðtalstíma í hverfum borgarinnar næstu mánudaga. Á morgun verða Ásta Möller alþingismaður og Jóna Gróa Sigurðardóttir borgarfulltrúi í vesturborginni, Kaffi Reykjavík, kl. 17.15-19.15. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanír heyrast. Næsti mánudagsspjallfundur: Mánudagur 6. mars kl. 17.15-19.15 í Grafarvogi, Hverafold 1-3. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Reykjavlk www.xd.is sími 515 1700 sjAlfstæðisflokkurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.