Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 31 Græn ferða- mennska Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingiveig og Sigurður: Ákvörðunarstaðir eru sérvaldir með tilliti til nátt- úrufars og sérstakra náttúruundra. Leitast við að fara ótroðnar slóðir. Starfsemi Landnámu miðast við kenningar grænnar fcrðamennsku og lýsir sér á eftirfarandi hátt: ► Fyrirtækið er í 100 ára gömlu húsi í miðbæ Reykjavíkur þar sem boðið er upp á persónulega og hlýlega þjónustu við viðskiptavini. ► Hugað er að umhverfisvænum rekstri á skrifstofunni, svo sem endurvinnslu pappírs, umhverfis- vænum ræstivörum, notkun á klórfríum og endurunnum pappír í öll gögn. ► Fyrirtækið beinir viðskiptum til þjónustu- og afþreyingafyrirtækja sem láta sér annt um náttúru- og umhverfisvernd. ► Fyrirtækið veitir ráðgjöf til fyr- irtækja varðandi umhverfisvænan rekstur. ► Fjöldi farþega í ferðum er ein- skorðaður við ákveðið hámark. Fjöldaferðamennska er andstæð grænni ferðamennsku og fyrirtæk- ið mun því aldrei taka þátt í fram- boði leiguflugferða. ► Brottfarardagar eru miðaðir við að dreifa ferðamönnum um landið og forðast er að fara í fótspor ákváðum að sýna fólkinu þann hluta Reykjaness sem fáir koma til að sjá svo sem Hvalsnes og Sandgerði. Við nutum aðstoðar heimamanna og í roki og rigningu varð til mjög skemmtileg, fróðleg og eftirminnileg ferð sem var byggð á sögu, menn- ingu, náttúru og mannlífi svæðisins. Við sýndum fram á að hægt væri að nýta svæði sem ekki er hefðbundinn ferðamannastaður. Ferðin mæltist mjög vel fyrir og eftir hana hvöttu Flugleiðamenn mig óspart til að stofna ferðaskrifstofu." í tjaldi og trukk í níu mánuði Fljótlega eftir þetta leituðu þær til Atvinnuráðgjafar Reykjavíkurborg- ar til að fá ráðgjöf varðandi fyrir- tækjarekstur. Par starfaði þá Sig- urður Helgason. Ingiveig segist hafa nefnt við Sigurð að það sem þetta fyrirtæki vantaði væri einhver með viðskiptafræðimenntun. Hún hafi svo spurt hann hvort honum litist ekki vel á að vera sjálfur með. „Við hreinlega stálum honum,“ segir hún. „Mér fannst þetta mjög spenn- andi,“ segir Sigurður. „Eg er nefni- lega þannig að ég vil ekki átta mig á því á efri ái-urn að ég hafi ekki gert það sem mig langaði tll. Ég vil ekki sitja uppi með það að hugsa sífellt um hvað ég hefði átt að gera en gerði ekki. Mér finnst betra að stökkva og er alveg óhræddur þótt ekki gangi allt upp.“ Sigurður er víðförull maður sjálf- ur og segir að honum hafi fundist hugmyndafræði Ingiveigar mjög spennandi. „Svo vildi til að ég hafði einmitt skrifað ritgerð um vistvæna ferðamennsku í landafræðiáfanga þegar ég var í námi. Ég skildi hana því vel og var sammála henni. Auð- vitað fannst mér þetta líka mjög spennandi atvinnugrein svo ég ákvað að stökkva og byggja þetta upp með þeim.“ Ingiveig segir það líka hafa skipt miklu máli að Sigurður hafði ferðast mjög mikið miðað við aldur og þá til framandi landa. „Ég fór til dæmis í níu mánaða saf- ari-ferð í gegnum Afríku, um Mið- Austurlönd, Iran og endaði í Nepal,“ segir hann. „Ferðin vai' farin á veg- um breskrar ferðaskrifstofu og við ferðuðumst um í trukk, sváfum í tjöldum eða úti undir beru lofti og sáum sjálf um að kaupa í matinn af innfæddum og elda. Þetta var ákaf- lega dýrmæt reynsla þar sem ég lærði mikið inn á sjálfan mig og fannst ég verða sjálfstæðari fyrir vikið. Fólk sem fer í slíka ferð er ekki að hugsa um þægindi. Það bað- ar sig í köldu vatni og verður að þola að verða svolítið skítugt. Þetta var einstakur tími sem ég bý að alla ævi. Ég hugsaði um það á sínum tíma að ferðast um heiminn í nokkur ár. Mér fannst spennandi tilhugsun að ferð- ast, vinna síðan hluta úr ári og halda áætlunarferða annarra ferðaskrif- stofa. ► Sú regla er viðhöfð að skipta sem mest við heimamenn á því svæði sem ferðast er til. ► Reynt er að stuðla að snertingu og nálgun við náttúru, mannlíf menningu og sögu með metnaðar- fullum ferðalýsingum og þátttöku heimamanna. ► Öllum ferðamönnum á vegum fyrirtækisins eru afhent ferða- gögn með ítarlegum upplýsingum um náttúrufar og áherslur í um- hverfismálum viðkomandi lands og brýnt fyrir ferðamönnum að huga sérstaklega að góðri umgengni við náttúruna og láta sitt af hendi rakna til stuðnings heimamönnum. ► Leiðsögumenn og starfsmenn fyrirtækisins eru virkir í upp- byggingu ferða- og gæðaþjónustu og kröfur gerðar um sérþekkingu þeirra á sviði náttúru- og umhverf- ismála. ► Ákvarðanastaðir eru sérvaldir með tilliti til náttúrufars og sér- stakra náttúruundra og leitast er við að fara ótroðnar slóðir. svo áfram að ferðast. Hinn mögu- leikinn var að binda sig, fara í skóla og svo framvegis. Ég valdi þann kostinn enda hafði ég kynnst kon- unni minni í þessari ferð. Hún er kanadísk og ég elti hana til Kanada þar sem ég stundaði svo nám. Þar komst ég að því að kanadísk náttúra er sennilega sú alfallegasta í heimi. Við gerðum mikið af því að ferðast þar. Einnig fórum við til Costa Rica og fleiri staða á eigin vegum. Við er- um bæði með þessa ferðabakteríu en auðvitað ferðumst við minna eftir að börnin komu. Ég viðurkenni líka að eftir því sem árin færast yfir vill maður aðeins meiri þægindi í ferðun- um og tekur ekki eins mikla áhættu." Fjárfest í þekkingu og víðsýni Óhætt er að segja að þau Ingiveig og Sigurður hafi nánast ferðast um allan heiminn ef þau leggja saman. Sigurður segist þó sennilega hafa ferðast minnst um Evrópu og þótt undarlegt megi virðast hefur Ingi- veig ekki enn komið til Noregs og Ir- lands. En reynslu sína af því að ferð- ast um framandi lönd segja þau auðvelda sér að velja spennandi ferðastaði erlendis fyrir íslenska við- skiptavini Landnámu. Þau eru sammála um að margt fólk sé farið að leita að öðruvísi ferð- um en lengst af hefur verið boðið upp á. Þetta endurspeglast í verulegri aukningu á framboði sérferða hjá hinum ferðaskrifstofunum. Ferðir Landnámu hafa þó ákveðna sér- stöðu, sem felst m.a. í vali á áfanga- stöðum, stærð hópa og því að ferð- irnar eru byggðar upp í anda vistvænnar ferðamennsku. Litið er á slík ferðalög sem eins konar fjárfest- ingu í þekkingu og víðsýni. Margir vilja nú orðið frekar nota peningana sína til að kynnast framandi menn- ingu, náttúru og dýralífi, en að liggja á baðströnd og sleikja sólina. Tilbúnir ferðamannastaðir hafa alltaf verið til staðar þar sem heilu ferðamannaþorpin hafa risið utan um raunveruleg þorp þar sem flest- allir heimamenn hafa hrökklast af svæðinu vegna ágangs ferðamanna. Ingiveig nefnir að slíkt hafi til dæmis gerst á Penang-eyju í Malasíu. Með- fram endilangri ströndinni voru heillandi fiskimannaþorp þar sem fólkið undi glatt við sitt. Smám sam- an hrökklaðist það í burtu undan ferðamannastraumnum. Þarna stangast ferðamennskan á við líf heimamanna og þessi saga er alls ekki einsdæmi. Hún segir hugarfarið vera að breytast. Fólk vilji frekar koma inn í þorp þar sem þrífst eðlilegt mannlíf og heimamenn geta haldið sínu striki en að sjá ekkert annað en aðra ferða- menn á tilbúnum ferðamannastað. Auðvitað verði alltaf til sú tegund ferðamennsku. Það sé óskaplega notalegt að slaka á á baðströnd og láta sig engu varða hvað er að gerast í nánasta umhverfi enda sé óþægi- legt að horfast í augu við þá fátækt og eymd sem ríkir á mörgum fjöl- förnustu ferðamannastöðum í heimi. Bjartsýni á tímamótum „Við fengum strax frábærar und- irtektir frá erlendu ferðamálafólki og Islendingum sem vinna að ferða- málum erlendis. Þeim fannst fyrsti bæklingurinn okkar frábærlega unninn og á tungumáli sem þeim fannst með því betra sem þau höfðu séð í íslenskum ferðabæklingi. Það hvatti okkur áfram,“ segir Ingiveig. Sigurður bætir því við, að Flugleiðir í Bandaríkjunum hafi tekið þeim mjög vel strax í byrjun, enda henti sérhæfð ferðamennska af þessu tagi stórum hópi Bandaríkjamanna. Hin virtu bandarísku umhverfissamtök, Sierra Club, eru nú meðal viðskipta- vina Landnámu og koma fyrstu hóp- arnir frá þeim til Islands á þessu ári. „Nú, eftir þriggja ára starf, höfum við upplifað að fá smáhrós frá ís- lenskum starfsbræðrum okkar,“ segir Ingiveig. „Gagnrýnisraddirnar komu reyndar fyrst og fremst frá þeim sem ekki vissu út á hvað ferð- irnar okkar gengu. Nú hefur meira verið skrifað um þessa hlið ferða- þjónustunnar og sjálf hef ég haldið ótal fyrirlestra um vistvæna ferða- mennsku og þekking fólks á málinu er að aukast mikið.“ Þau Sigurður og Ingiveig eru sammála um að Landnáma hafi verið ákaflega heppin með samstarfsfólk. Leiðsögumennirnir séu bæði áhuga- samir og fróðir og nái vel til fólks. Þau eru bjartsýn á framtíðina og segja að nú standi Landnáma á ákveðnum tímamótum. Starfsemin hafi aukist það mikið að nú þurfi að fjölga starfsfólki og stækka húsnæð- ið. Mikil vinna sé nú að skila sér og fyrirtækið að öðlast almennari viður- kenningu. Þau segja að ætlunin hafi aldrei verið að Landnáma yrði hefð- bundin ferðaskrifstofa sem byði fjöldaferðir eða ódýrt leiguflug til vinsælla ferðamannastaða. Mark- miðið sé að bjóða upp á vandaðar sérferðir til áfangastaða sem Islend- ingum hefur ekki áður gefist kostur á að heimsækja. Stefnt sé að því að bjóða upp á a.m.k. einn nýjan áfangastað á hverju ári. Mikið er lagt í skipulag og undir- búning ferðanna, meðal annars með því að afhenda farþegum vandað upplýsingaefni. Áhersla er lögð á að allt sé innifalið í heildarverði ferð- anna; flugferðir, gisting, skoðunar- ferðir og flestar máltíðir. Þeim Ingi- veigu og Sigurði finnst greinilegt, miðað við undirtektir, að margir séu tilbúnir til að greiða hátt verð fyrir góða þjónustu, aukna þekkingu og víðsýni og síðast en ekki síst fyrir að upplifa óvenjuleg náttúrufyrirbrigði. Sífellt fleira fólk virðist því tilbúið að fara eftir einkunnarorðunum sem prentuð eru aftan á bæklingi Land- námu um ferðir á Islandi: Skiljið ekkert eftir nema fótspor ykkar. Takið ekkert nema myndir og ógleymanlegar minningar! Búnaðarbanki íslands hf Aðalfundur 2000 Súlnasal Hótel Sögu 11. mars kl. 14:00 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagðurfram. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillögurtil breytinga á samþykktum, ef borist hafa. 5. Kosning bankaráðs. 6. Kosning endurskoðanda. 7. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna. 8. Tillaga um framlag í menningar- og styrktarsjóð. 9. Önnur mál. (§) BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.