Morgunblaðið - 27.02.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 27.02.2000, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Góð mvndbond Októberhiminn / October Sky ★★★ Mannleg og hrífandi mynd sem lýsir vel draumum og þrám um að skipta máli, stíga skrefið fram á við og setja mark sitt á söguna. Rennur einkar ljúflega ígegn. Aparéttarhöldin / inherit the Wind ★★★V6 Framúrskarandi vandað réttar- drama þar sem tveir af meisturum kvikmyndasögunnar, Jack Lemmon og George C. Scott, fara hreinlega á kostum íbitastæðum hlutverkum. Prúðuleikarar úr geimnum / Mupp- ets from Space ★★% Hér mæta Prúðuleikararnir til leiks, ærslafullir og bráðfyndnir sem endranær. Dálítið verið að Holly- wood-væða gömlu góðu brúðurnar en á skemmtilegan hátt engu að síð- ur. Þjófar á nóttu / Thick as Thieves ★★★ Vönduð glæpasaga sett iram á ferskan og frumlegan máta. Með henni virðist áhugaverður leikstjóri, Scott Sanders, kominn fram á sjón- arsviðið. Alec Baldwin nýtur sín vel sem og aðrír leikarar. Notting Hill ★★% Meðalgóð ástarsaga sem á sér stað í hinu heillandi Notting Hill-hverfi í Lundúnum. Myndin nýtur sín í ein- stökum kómískum atriðum fremur en heildarfrásögninni. Hugh Grant er sömuleiðis nokkuð hæpinn. Tedrykkja með Mússólíní / Tea with Mussolini ★★★ ítalski leikstjórinn Franco Zeffir- elli hverfur aftur til æskuslóða sinna í þessarí hálf-sjálfsævisögulegu kvikmynd. Sálgreindu þetta/ Analyse This Matthew Broderick og Reese Witherspoon í hlutverkum sín- um í myndinni Framapot. ★★★ Fagmannleg og vel lukkuð grín- mynd þar sem flestir ef ekki allir standa fyrír sínu. Robert De Niro fær augljóslega kærkomið færí á að gera grín að klisjum sem hann hefur sjálfur átt þátt í að skapa. Verkefnið um nornina Blair/The Blair Witch Project ★★★ Endemis snjöll hugmynd að hryll- ingsmynd þar sem einfaldasta form óttans er þanið; óttinn við myrkríð og óvissuna. Stendur enn fyrir sínu þrátt fyrir að fjaðrafokinu sem í kríngum hana varhafí linnt. Sjóræningjar Kísildals/Pirates Of Silicon Valley ★★★ XJpphaf tölvurísanna Microsoft og Apple og valdabarátta þeirra Bill Gates og Steve Jobbs rakin á að- gcngilegan og skrambi skemmtileg- an máta. Noah Whyle er glerfínn sem Jobbs en Hall fer ekki eins vel með ríkasta mann í heimi. Farðu / Go ★★★ Frískleg glæpablandin gaman- mynd sem fer skemmtilega með hinn brotakennda frásagnarstíl sem Tar- antino gerði frægan um áríð. Frum- legog vel leikin ungdómsmynd. Skrifstofurými / Office Space ★★★ Fersk og bráðfyndin gamanmynd um þrúgandi veruleika vinnunnar á tímum markaðshyggju og stórfyrir- tækja. Fyrri helmingur myndarinn- ar tekur á þessu efni á snilldarlegan hátt en fer síðan útí aðra og ómerki- legri sálma. Hlauptu Lóla, hlauptu / Lola Rennt ★★★Jé Kvikmyndin um hlaupagikkinn Lólu þykir bera með sér ferska strauma í þýska kvikmyndagerð en hún hefur notið vinsælda víða um lönd. Myndin er nýstárleg, hröð og kraftmikil en þar er blandað saman ólíkri tækni til að ná fram sterkn' sjónrænni heild. Frumleg og vel heppnuð tilraun með möguleika myndmiðilsins. 3tilnefningár til óskarsverðlauna Tom Cruise fyrir besta 1< Hlaut LíUllbjormnn í Berlín sem besta myndin p.utidefson mclínda di|bn philip baker hall philip seymonr hoffman rickyjay julianne raoore john c. rcilly jason robards | .md inelora walters jerenty blaclanan william h. macy tom cnnse alfred molina V -1 é m wSm 'mm ** L mc í m ,v BP&i ' :' ’pt' 'ZÁ , ýcý/^i/ji B \ . Mookie ★★14 Létt og skemmtileg frönsk gaman- mynd sem fjallar um trúboða og at- vinnuboxara á flótta með talandi apa. Fótboltakappinn Eric Cantona er bráðskemmtilegur í hlutverki boxa- rans. Framapot / Election ★★★14 Það gerist alltof sjaldan að eins safaríkar myndh■ og þessi rekur á fjörurnar. Hárfínt og beitt handritið hittir beint í mark í meðferð leikara sem eru hver öðrum betri. Hvundagshetjan / The Jack Bull ★★★ Fullkomið dæmi um hinar vönd- uðu kapalsjónvarpsmyndir sem ver- ið er að framleiða um þessar mundir vestan hafs. Óveður aldarinnar / The Storm of the Century ★★★ Enn ein Stephen Kingsagan kvik- mynduð og er þessi vel yfír meðal- lagi góð. Það vh'ðist gefa góða raun að láta hann sjálfan skrifa handritið. Besta sjónvarpsmyndasyrpan sem gerð hefur verið eftir sögu Kings. Gunshy / Byssuragur ★★14 Góður leikur, sérstaklega hjá Michael Wincott, og gott handrit halda þessari hefðbundu glæpa- heimsmynd fyrir ofan meðallag. Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson MYNPBÖNP Hættulegur eiginmaður Sambandsslit (Break Up) Drama ★★ Leikstjóri: Paul Marcus. Handrit: Anne Amanda Opotowski. Aðal- hlutverk: Bridget Fonda, Kiefer Sutherland, Steven Weber, Penel- ope Ann Miller, Tippi Hedren, Hart Bochner. (101 mín) Bandaríkin. Myndform, 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. í PRÝÐILEGRI upphafssenu Sambandsslita sofa Jimmy Dade (Bridget Fonda) og eiginmaður hennar Frank (Hart Bochner) saman eins og ásf- angið par, en stuttu síðar er sú mynd af hjónabandinu eyði- lögð þegar Frank gengur í skrokk á Jimmy. Frank er drykkfelldur og al- gjör aumingi og lætur reiði sína bitna oftar en ekki á Jimmy, sem hefur eftir ítrekaðar barsmíðar Franks misst heyrnina. Einn daginn gengur Frank yfír strikið og Jimmy lendir á spítala meðvitundarlaus. Þegar hún rankai- við sér fréttir hún að Frank sé dauð- ur og hún liggi undir grun. En Jim- my finnst dauði Franks grunsamleg- ur og ákveður að rannsaka hann upp á eigin spýtur. Eftir prýðilega byrjun verður þessi mynd út í hverja klisjuna á fæt- ur annarri, það mætti segja að þetta sé lítil útgáfa af „Double Jeopardy“, sem reyndar er mun verri mynd. Það fær engin persóna að þróast nægi- lega mikið fyrir utan rannsóknar- lögreglumann sem leikin er af Steven Weber en hlutverk Webers er það bitastæðasta í myndinni því persóna hans er margræð og þarf að fást við margar erfiðar spurningar, sem verða til þess að hún er komin á allt annan stað en hún var í upphafi myndarinnar. Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.