Morgunblaðið - 27.02.2000, Side 38

Morgunblaðið - 27.02.2000, Side 38
38 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LEIFUR KRISTJÁNSSON, Tjarnargötu 14, Vogum, sem lést mánudaginn 21. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 29. febrúar kl. 13.30. Sigurveig Magnúsdóttir, Kristjana B. Leifsdóttir, Indriði Jóhannsson, Kristján H. Leifsson, María Hlíðberg Óskarsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HINRIK ANDRÉSSON frá Siglufirði, andaðist að morgni föstudagsins 25. febrúar. Margrét Pétursdóttir, Theodór Ottóson, Árný Elíasdóttir, Jón Andrjes Hinriksson, Brynja Gísladóttir, Ingibjörg Hinriksdóttir, Andrés Ragnarsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÁLL GUÐNASON, Austurströnd 12, Seltjarnarnesi, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudag- inn 20. febrúar, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 29. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barna- spítala Hringsins eða Krabbameinsfélagið. Paula Andrea Jónsdóttir, Guðni Bergþór Pálsson, Guðríður Tómasdóttir, Þór Elís Pálsson, Jóhanna Bernharðsdóttir, Lísa Pálsdóttir, Björgúlfur Egilsson, Rannveig Pálsdóttir, Juan Carlos Pardo Pardo og barnabörn. + Bróðir okkar, mágur, stjúpfaðir og fóstri, GUÐMUNDUR ÞÓRIR MAGNÚSSON fyrrv. sundlaugavörður, Grenimel 31, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 28. febrúar kl. 13.30. Magnús A. Magnússon, Margrét Vestmann, Valtýr E. Magnússon, Ritta Jensen, Gunnsteinn Magnússon, Hjördís Pétursdóttir, Einara Magnúsdóttir, Einar Ásgeirsson, Guðrún K. Þorsteinsdóttir, Elínborg J. Þorsteinsdóttir, Ólafur G. Þorsteinsson, Helgi Valdimarsson, Einar V. Magnússon. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför eiginkonu, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SOFFÍU BJÖRNSDÓTTUR, Skerjabraut 9, Seltjarnarnesi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bjarni Óiafsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Trond Haave, Anna Bettý Bjarnadóttir, Trond Ingebrigsten, Runólfur Bjarnason, Ragnheiður Helgadóttir og barnabörn. SOFFÍA BJÖRNSDÓTTIR + Soffía Björns- dóttir fæddist á Kleppjárnsstöðum í Hróarstungu í N- Múlasýslu 26. janúar 1936. Hún Iést á Reykjalundi 18. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Björn Árnason, f. 14.5. 1888, d. 8.5. 1962, og Anna Þuríð- ur Hallsdóttir, f. 25.4. 1895, d. 16.7. 1989. Soffía var yngst sjö systkina. Elst var Hallfríður, f. 23.7.1920, d. 27.8.1993; Guðlaug, f. 28.10. 1922; Oddur, f. 2.1. 1926; Gunnhildur, f. 5.1. 1928; Sveinn, f. 3.4.1930; og Gísli, f. 24.9.1933. Soffía giftist 25. maí 1958 eftir- lifandi eiginmanni sfnum Bjarna Ólafssyni, f. 9.1. 1935. Eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: Ingibjörg, f. 21.6. 1956, sambýlismað- ur hennar er Trond Haave og eru þau búsett í Ósló. Anna Bettý, f. 26.2. 1958, eiginmaður hennar er Trond Ingebrig- sten og eiga þau þijú börn og eru búsett í Larvik í Noregi. Runólfur, f. 20.9. 1962, eigin- kona hans er Ragn- heiður Helgadóttir og eiga þau tvö börn og eru búsett í Hafnar- firði. Útför Soffíu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu frá Seltjarn- arneskirkju 25. febrúar. Ég vil minnast móðui' minnar með örfáum orðum þótt erfitt sé þar sem hún var hrifin of fljótt á brott frá okkur. Þetta er mikið áfall fyrir okk- ur öll sem þekktum hana, ekki síst föður minn þar sem þau voru orðin tvö í heimili og byggðu því mikið hvort á öðru. Allir þeir sem þekktu móður mína vita hvaða manneskju hún hafði að geyma. Þrátt fyrir þau miklu og erifiðu veikindi sem hún átti við að stríða nánast alla sína ævi gafst hún aldrei upp. Móðir mín var einstaklega sterk og vönduð persóna sem hafði alltaf réttu svörin þegar á þurfti að halda, réttsýnni manneskju hef ég aldrei kynnst. Það var alltaf jafn gott að koma á Skerjabrautina til mömmu og pabba og fá kaffi og tilheyrandi. Þar voru alltaf allir velkomnir jafnt háir sem lágir. Ég man aldrei eftir því að móð- ir mín hafi gert mannamun á nokk- urn hátt, hvað þá talað illa um nokk- urn mann. Þetta var einn af þeim einstöku eiginleikum sem einkenndi hana. Ekki get ég kvatt móður mína nema minnast á austurferðirnar heim í Þórsnes til ömmu og afa þang- að sem við fórum á hverju sumri. Þar leið henni alltaf vel og lék við hvem sinn fingur þegar hún var komin heim á æskuslóðimar sem hún unni svoheitt. Ég á eftir að sakna móður minnar sárt eins og við öll sem þekktum hana, ég vil þakka henni af heilum hug allt sem hún hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina og vona að ég hafi lært eitthvað af öllu því sem hún hafði að gefa og mun ávallt minnast hennar með söknuði. Mamma, í sorg minni get ég hugg- að mig við að nú veit ég að þér líður vel og hefur verið tekið vel á móti þér hjá skapara þínum. Megi góður Guð geyma þig og varðveita um alla eilifð og styrkja föður minn í hans miklu sorg. Þinn einlægur sonur, Runólfur. Elsku mamma. Það var erfitt að vera langt í burtu þegar hringt var í okkur fostudagskvöldið 18. febrúar og okkur sagt að þú værir dáin. Yið gátum ekkert gert, bara beðið eftir næsta degi. Við komumst til þín á mánudegi. í huga okkar varst þú líka úti á flugvelli til þess að taka á móti okkur, brosandi og góð eins og alltaf. Það á eftir að taka sinn tíma að skilja að þú sért ekki hér og að við sjáum þig ekki framar. En hvar sem við lít- um í kringum okkur hér á Skerja- brautinni þá ert þú þar. Elsku mamma, við gætum skrifað og skrifað svo margt um þig . Allir sem hittu þig sáu hversu góð kona þú varst. Allir voru jafnir í þínum aug- um. Það verður erfitt að kveðja þig. Við vitum að þú varst orðin þreytt og að við megum ekki bara hugsa um okkur. Mamma, við þökkum þér fyrir allt. Þú átt alltaf eftir að vera með okkur þar til við hittumst aftur. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja lögð í jörð með himnaföðurvilja, leyst frá lífi nauða; ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. (M. Joch.) Guð blessi þig og styrki pabba okkar. Þínar dætur, Inga Lísa og Anna Bettý. Það er erfitt að koma orðum að innstu hugsunum sínum á stund sem þessari. Þú varst mér eins og móðir með þitt hlýja og opna viðmót. Hvemig þú tókst á móti mér með opnum örm- um, stráklingnum frá Noregi sem hafði orðið ástfanginn af Önnu Bettý dóttur þinni. Mér leið eins og synin- um sem kom heim eftir mörg ár úr útlegð. Þú dæmdir aldrei neinn, sama hver það var. Þegar við komum í frí til íslands var ekkert of gott fyrir fjölskyldu sem stækkaði ört. Heimili þitt var sem hjarta þitt, í því rúmaðist allt sem við þurftum og meira til. Þegar við Bjarni fómm í veiðitúr fórst þú alltaf á fætur að nóttu til til þess að smyrja nesti og hita kaffi. Ef við komum seint heim, beið okkar alltaf heitur matur. Að sjálfsögðu fylgdu alltaf nokkur vel valin orð og spumingar um hvemig ferðin hefði gengið. Kæra Soffía mín. Fjölskyldan var það sem þú lifðir fyrir, ef henni leið vel þá varstu ánægð. Þú snerist í kringum okkur til þess að okkur liði eins vel og hægt væri. Þó svo að þú værir sárþjáð af liðagigt þá kvartað- ir þú aldrei. Þú varst sönnun þess að kærleik- urinn sigrar allt, líka mótlæti. Kæra tengdamóðir. Það er óskilj- anlegt að þú skulir ekki vera með okkur lengur, finna fyrir hlýju þinni og hlusta á þína djúpu speki. Söknuðurinn er sár. Kæra Soffia við munum alltaf geyma þig innst í hjarta okkar og hugsun okkar verð- ur alltaf hjáþér. Takk fyrir allt og megir þú hvfla í friði. Síðasta kveðja á leiðinni frá þínum kæra tengdasyni, Trond. Soffía mágkona mín hefur verið kölluð úr þessu jarðlífi. Síðustu árin vora henni erfið. Hún var oft sárþjáð af liðagigt og þurfti stöðugt að vera undir læknishendi. Hún hafði geng- ist undir mjaðmaskiptaaðgerð í byrj- un febrúar og virtist það ganga að óskum og var Soffía komin til endur- hæfingar á Reykjalundi er hún lést þar skyndilega sl. föstudagskvöld. Ég hitti Soffíu fyrst fyrir 45 áram er hún lá á Landakoti þar sem hún kynntist bróður mínum. Þessi fal- lega unga stúlka var í svörtum kína- náttslopp með rauðri rós á bakinu og horfði ástföngnum augum á bróður minn. Fljótlega flutti hún heim til okkar og þar sem hún hafði verið á húsmæðraskóla kunni hún ýmsar kvenlegar dygðir, svo sem hannyrð- ir, matargerð og ýmislegt fleira, sem fimm ára barn heillaðist af. Sofíía var líka mjög músíkölsk, hafði gam- an að söng og kunni urmul allan af vísum og ljóðum. Hún var einnig mjög blíð og góð við okkur systurn- ar. Sumarið 1956 fæddist frumburð- urinn Inga Lísa, Anna Bettý tæpum tveimur árum seinna og síðan sonurinn Runólfur árið 1962. Sem sjómannskona þurfti Soffía að sjá um rekstur heimilisins og virtist það ekki vefjast fyrir henni enda mikill dugnaðarforkur og hamhleypa til allra verka meðan heilsan leyfði. Þau hjónin voru mjög samrýnd og fór fjölskyldan oftast á sumrin aust- ur á land í Þórsnes þar sem Soffía var uppalin. Þar dvöldu þau hjá Önnu móður Soffíu og Runólfi fóstra hennar. Eftir að Runólfur lést fækk- aði ferðunum en við tóku ferðir til Noregs til Önnu Bettýar og fjöl- skyldu. Fjölskyldan var ævinlega í öndvegi hjá Soffíu og Bjarna. Börnin þeirra og bamabörnin 5 vora þeirra mestu auðæfi. Að lokum vil ég minnst á hversu vel Soffía reyndist föður mínum, eft- ir að hann missti heilsuna, þau 8 ár sem hann lifði. Komu þá hennar bestu mannkostir fram, sem erfitt er að lýsa með orðum. Hafir þú ævin- lega bestu þakkir fyrir það og sam- fylgdina alla á lífsleiðinni. Bjarni söknuður þinn og bamanna er mikill. Megi algóður Guð styrkja ykkur. Hvfl í friði, kæra mágkona. Elísabet Benediktsdóttir. Ég ætla hér að kveðja elsku ömmu mína. Amma var ein af bestu per- sónum sem ég hef kynnst, hún var alltaf góð við mig og var yfírleitt góð við alla sem hún umgekkst. Það var alltaf gott og gaman að koma heim og hitta þig og afa. Ég á eftir að sakna elsku ömmu minnar mjög mikið eins og margir aðrir. Amma, ég veit að þú ert komin á góðan stað og liður miklu betur. Það huggar mig mjög að vita það. Ég vona að guð hjálpi afa, pabba og systram hans vegna þeirra mikla missis. Megi guð geyma þig og ég vona að þú hafir það gott þar sem þú ert. Þinn Helgi. Þegar fréttin kom þá held ég að við höfum ekki skilið það. Þetta var bláköld staðreynd. Persónulega held ég að ég eigi ekki eftir að skilja það, e.t.v. ekki fyrr en ég kem til Islands aftur og hún er þar ekki til að taka á móti okkur. Amma hefur alltaf verið þessi trausta og sterka persóna, sem lét velferð fjölskyldunnar ganga fyrir sinni eigin. Hún var kona sem tók því sem að höndum bar, gerði það besta úr öllu. Við efumst um að við eigum eftir Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.