Morgunblaðið - 13.07.1986, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 13.07.1986, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 55 Caballero, forsœtisráAherra lýðveldissinna 1936—1937 (lengst til hœgri) á vígstöðvunum. Franeo sigraði þar sem honum tókst að tryggja samstöðu ólíkra hópa hægri manna og aðstoð öxulríkjanna hafði mikil áhrif. Raunar má segja að stríðinu hafi ekki lokið 1939, því að skæruhernaði var haldið áfram næstu áratugi og að lokum birtist hann í baráttu ETA-hreyfingar, sem er ekki lokið. Nú er iýðræði á Spáni og hægri-jafnaðar- menn fara með völdin. Ein tilraun hægri- sinnaðra foringja í hernum til að kollvarpa lýðræðinu hefur verið brotin á bak aftur. Konungurinn hefur helgað sig því hlutverki að tryggja að þingbundin konungsstjórn haldi velli. Samið hefur verið um inngöngu Spánar í Evrópubandalagið og Norður- Atlantshafsbandalagið. Þróunin frá einræði til lýðræðis hefur verið friðsamleg og lýð- ræðið virðist hafa treyst sig í sessi. GH Fyrirrenn- arar Bítl- anna til íslands BRESKA hljómsveitin „Gerry and the Paeemakers" er væntan- leg til landsins í lok þessa mánaðar og mun hún koma fram á veitingahúsinu Broadway dag- ana 25. og 26. júlí næstkomandi. „Gerry and the Pacemakers" var fyrsta bítlahljómsveitin sem náði eyrum okkar Islendinga. Lagið „How do you do it“ hafði heyrst hér mánuðum saman áður en lög „The Beatles" bárust hingað. Astæðan var sú að þetta var fyrsta hljómsveitin frá Liverpool sem komst í efsta sæti breska vinsælda- iistans með iyrstu plötu sína í apríl 1963. Næstu tvær plötur hljóm- sveitarinnar komust líka í efsta sætið, „I like it“ og „You’ll never walk alone“. Hljómsveitin var þar með hin fyrsta í heiminum sem kom þremur fyrstu plötum sínum beint í efsta sæti breska vinsældalistans. Fyrsti umboðsmaður hljómsveit- arinnar var Brian Epstein, sá hinn sami og tók Bítlana upp á arma sína. „Gerry and the Pacemakers" áttu mörg lög á vinsældalistum allt til ársins 1967, er hljómsveitin var leyst upp í kjölfar dauða Brians Epstein. Gerry Marsden, höfuðpaur hljómsveitarinnar fékk þá sólóhlut- verk í söngleiknum „Charlie Girl“, sem naut mikilla vinsælda í Lon- don. Hann varð síðan vinsæll sjónvarpsmaður hjá Thames-sjón- varpinu. Arið 1973 ákvað Gerry að endur- reisa The Paceamakers og var þá haldið í hljómleikaför um heiminn. Gerry vann það sér til ágætis á síðasta ári að hljóðrita aftur lagið „You’ll never walk alone" og komst lagið aftur í fyrsta sæti breska list- ans. Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem einn söngvari slær aftur í gegn með sama laginu í tveimur mismun- andi hljóðritunum, og það með 22 ára millibili. Hljómsveitin hefur nú nýlega hljóðritað stóra plötu sem væntanleg er á markað innan skamms. (Úr frcttatílkynningu) Gerry and the Pacemakers. Höfuðpaurinn Gerry Marsden er í fremri röð til hægri. t Hugheilar þakkir flytjum við öllum ættingjum og vinum nær og fjær fyrir auðsýnda samúð vegna andláts elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Skaftahlfð 25, Reykjavík. Starfsfólki Hrafnistu í Reykjavik færum við innilegar þakkir, sér- staklega starfsstúlkum á A-gangi sem önnuðust hana af kærleika. Guðfinna Guðjónsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Sigurína F. Friðriksdóttir, Kristbergur Guðjónsson, Ásta Hulda Guðjónsdóttir, og barnabörn. Karl Jónsson, Kristin Bjarnadóttir, Valgerður Ármannsdóttir, Björn Guðmundsson léttum og litríkum skóm. HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.