Morgunblaðið - 13.07.1986, Page 54

Morgunblaðið - 13.07.1986, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 Franco hóf lokasókn til Madrid 26. marz og borgin gafst upp tveimur dögum síðar. Síðan féll Valencia og mótspyrna lýðveldis- sinna fjaraði út. Hinn 1. apríl lýsti Franco því yfir að borgarastríðinu væri lokið. Spánn var flakandi í sárum. Ofan á mik- ið mannfall bættust gífurlegar eyðileggingar og hungursneyð blasti við. Sérstakir dóm- stólar dæmdu hundruð lýðveldissinna til dauða. Landið hafði verið æfingasvæði hermanna Þjóðverja og ítala. Stríðið sýndi möguleika nýjustu hergagna, einkum flugvéla. Loft- árásimar á Guemica og Madrid virtust staðfesta kenningar um að vinna mætti sig- ur í styrjöld með geysihörðum loftárásum, þótt Madrid hefði haldið velli í 28 mánuði. Hitler og Mussolini tókst ekki að gera Franco að bandamanni sínum. Nokkrum mánuðum síðar hófst síðari heimsstyrjöldin og flest ríki Evrópu drógust inn í hana. Erlendu sjálfboðaliðamir, sem börðust með lýðveldissinnum, töldu borgarastríðið „heimsstyrjöld í smækkaðri mynd“, anga byltingarstríðs einræðis- og lýðræðisafla um heim allan. Sumir þeirra höfðu flúið ættjörð sína vegna yfirgangs einsræðis- og alræðis- afla. Miklu færri ákváðu að berjast með þjóðemissinnum og kirkjunni gegn trúleysi og kommúnisma, aðallega kaþólskir Irar eða Portúgalar. Aðrir hafa talið stríðið á Spáni sér- spænskt fyrirbrigði, afleiðingu stjómmála- þróunar, sem tók allt aðra stefnu á Spáni en annars staðar í Evrópu á öndverðri 19. öld. Til dæmis var Spánn eina land Vestur- Evrópu, þar sem algengt varð að herinn Spœnska Útlendingahersveitin sækir fram. Miaja hershöfðingi. Hermenn lýðveldissinna láta fyrirberast í fjöllunum. skipti sér af stjómmálum . Annars staðar í Evrópu snerust vinstrisinnar á sveif með sósíalisma eða marxisma, en á Spáni náði stjórnleysisstefna mestum vinsældum meðal verkamanna. Sömuleiðis er því haldið fram að pólitísk- ar en ekki hugmyndafræðilegar ástæður hafi búið á bak við afskipti annarra ríkja af ástandinu á Spáni, hvort heldur Þjóð- veija, ítala og Rússa eða Breta, Frakka og Bandaríkjamanna hins vegar. Áróður beggja aðila hefur verið villandi. Þjóðernissinnar felldu fleiri í stríðinu en vinstri menn, en þeir höfðu öflugra herlið. Ofbeldisverk lýðveldissinna í upphafi stríðsins vom ekki runnin undan rifjum kommúnista og lýðveldið var ekki „rautt" eða „bolsévískt", því að kommúnistar náðu ekki undirtökunum fyrr en síðar. Þjóðemis- sinnar, sem vinstrisinnar kölluðu „fasista", vom ekki þátttakendur í alþjóðlegu sam- særi heldur hægrisinnaðir byltingarmenn, sem vom sprottnir upp úr spænskum jarð- vegi. Gefðu sumrinu undir fótinn a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.