Morgunblaðið - 13.07.1986, Side 53

Morgunblaðið - 13.07.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 53 Biskaya-flói SKiPTING SPANAR 11 í JÚLÍ 1936 "i> Iwmmil lCÍKO! ]CUAK Baiérísku eyjarnar' CWDAD R£AL’\ALBACETt WRC/A WBLVA' Þjóðernissinnar Lýðveldissinnar Franco og Mola f Burgos. «8»? 1 iW » u - n i $ * * t ' * * r.V 4 TuRAO SQBRfe ESTASrt p /icp^1 /imsfl.OMR- W£cOAfceJV|RT|ftAf Alþýðuherinn á leið til vfgstöðvanna. Skiptar skoðanir voru um borgarastríðið á Spáni í Frakklandi og Bretlandi. Stjóm „alþýðufylkingarinnar“ í Frakklandi þorði ekki að styðja lýðveldissinna opinskátt af ótta við að hrinda af stað harðri stéttabar- áttu. Brezka stjómin hvatti aðrar ríkis- stjórnir til að skipta sér ekki af ástandinu. MADRID í HERKVÍ Eftir fyrstu bardagana í stríðinu tók við vígstöðvahemaður. Langvarandi bardagar geisuðu í Toledo. Her Francos leysti lið Jose Moscardo ofursta úr herkví í kalífakastalan- um Alcazar 27. september. Franco lagði mikið kapp á að ná Madrid. Þýzkar og ítalskar flugvélar hófu loftárásir á borgina 3. október og margir léttir ítal- skir brynvagnar sóttu þangað. Þjóðemis- sinnar sóttu yfir Manzanaraes-fljót, daginn eftir barizt var af hörku í háskólahverfinu í útjaðri Madrid og við konungshöllina. Stjórnin flúði til Valencia og allt óvopnfært fólk yfirgaf borgina. Stór hluti hennar var þá í rústum, en lýðveldissinnar vörðust hraustlega. Þar með var hafið umsátur um höfuðborgina, sem stóð í tvö ár og fjóra mánuði. Vöm Madrid var falin Jose Miaja hers- höfðingja og aðstoð Rússa átti mikinn þátt í því að lýðveldissinnum tókst að halda borg- inni. Stuðningur steypuflugvéla Rússa stuðlaði t.d. að því að árás tveggja ítalskra herfýlkja á borgina var hrundið við Guad- alajara í marz 1937 og að tilraun þeirra til að einangra borgina mistókst. í byijun apríl hóf Miaja gagnsókn og þjóðernissinnar urðu að hörfa. Samgöngu- leiðir miili norður- og suðurheija Francos komust í hættu og Franco réðst á lýðveldis- sinna, þar sem þeir voru veikastir fyrir, á norðurströndinni. ÁRÁSIN Á GUERNICA Franco sótti til Guernica, þar sem bask- neskir þjóðemissinnar höfðu myndað bráðabirgðastjórn. Þjóðvetjar gerðu ill- Manuel Azana forseti. Queipo de höfðingi. ræmda loftárás á Guemica 25. apríl og prófuðu eyðingarmátt nýjustu vopna sinna. Þremur dögum síðar sóttu hermenn Francos inn í rústir bæjarins. Stjóm Baska hörfaði frá Bilbao 18. júní og þjóðemissinnar tóku borgina eftir 80 daga umsátur. Þeir héldu áfram sókninni vestur á bóginn og tóku Santander 25. ágúst, með stuðningi ítala, og Gijon. Þá var allur Norðvestur-Spánn á valdi þeirra. Lýðveldissinnar fengu mikla samúð og aukinn stuðning vegna árásarinnar á Gu- emica, en áttu mjög í vök að veijast. Erlend ríki reyndu að takmarka átökin og á ráð- stefnu í London var komið á fót nefnd, sem átti að koma í veg fyrir utanaðkomandi afskipti. Alltaf var fyrir hendi hætta á ótakmörk- uðum afskiptum erlendra ríkja. Loftárás lýðveldissinna á þýzka orrustuskipið De- utschland við Ibiza maí 1937 leiddi til árásar þýzka flughersins á Almeria. Kaf- bátaárásir, sem sagt var að lýðveldissinnar hefðu gert á þýzka beitiskipið Leipzig“ undan Oran 15. og 18. júní, urðu til þess að Þjóðveijar og Italir neituðu að halda áfram að taka þátt í alþjóðlegu flotaeftirliti undan ströndum Spánar. Þegar ítalskir kafbátar sökktu nokkmm Uanlo hers- Juan Negrin, forsœtisráð- herra lýðveldissinna frá 1937. kaupskipum, sem fluttu birgðir til lýðveldis- sinna, var efnt til ráðstefnu í Nyon í Sviss. Þar var samþykkt að ráðizt skyldi á óþekkta kafbáta eða önnur skip, ef þau sæjust í spænskri landhelgi, og að aðstoð við báða deiluaðila á Spáni yrði takmörkuð. Kaf- ■ bátaaðgerðirnar hættu skyndilega, en fasistaríkin hættu ekki stuðningi sínum við Franco. Meðan þessu fór fram var þrátefli í stríðinu og næsta vetur króknuðu margir hermenn Francos úr kulda. Sóknaraðgerðir gátu ekki hafizt fyrr en í febrúar 1938. Franco sótti niður Ebrodal til Miðjarðarhafs við Vinaroz 15. apríl og einangraði Katal- óníu frá öðmm yfirráðasvæðum lýðveldis- sinna. Sókn til Barcelona stöðvaðist vegna harðvítugs viðnáms lýðveldissinna við Ebró- fljót. Aðeins 12-14 af 48 fylkjum landsins vor nú á valdi lýðveldissinna og þau vom þeirra stærst og fjölmennust, en þar var sægur af flóttamönnum. RÚSSAR HÆTTA Nú jukust áhrif kommúnista meðal lýð- veldissinna til muna. Largo Caballeros hafði tekið þá f stjómina í september 1936 og staða þeirra styrktist vegna þess að lýðveld- issinnar fengu mesta hemaðaraðstoð frá Rússum. Rússar sendu kommúnistum vopn sín og áhrif þeirra urðu því miklu meiri en fylgi þeirra sagði til um. Þetta olli deilum í herbúðum lýðveldissinna. Caballeros var settur af 17. maí 1937 og Juan Negrin tók við. Tíu dögum áður höfðu „syndikalistar" gert uppreisn. Sættir tókust, en í júní var trotzkyismi bannaður og trotzkyistar vom handteknir og myrtir hvar sem náðist í þá. í júlí 1938 reyndu lýðveldissinnar mikla gagnsókn við Ebró-fljót til að koma aftur á sambandi milli Katalóníu og annarra yfir- ráðasvæða sinna, en þeir urðu að hörfa eftir mannskæðustu orrustu stríðsins, sem kost- aði hvorn aðila um sig 40.000 menn. Síðan dró mjög úr mætti stjómarhermanna, þótt baráttuhugur þeirra væri enn mikill. Ástæð- an var fyrst og fremst sú að Stalín hætti íhlutun sinni sumarið 1938 vegna ástandsins í álfunni og lítils áhuga Breta og Frakka á samvinnu. Þannig var í raun og vem gert út um örlög stríðsins í Moskvu. Þjóðemissinnar efldust um allan helming og stjórnarherinn hætti að geta veitt þeim viðnám. Í desember 1938 sótti her Francos að Miðjarðarhafi fyrir norðan Valencia og lýðveldissinnar flúðu skipulagslaust til Barc- elona. LOKASÓKN í janúar 1939 hóf Franco sókn norður frá mynni Ebrófljóts, tók Barcelona með stuðningi ítala 26. janúar og náði undir sig allri Katalóníu á hálfum mánuði. Hermenn lýðveldissinna flúðu yfír landamærin til Frakklands, þar sem þeir vom afvopnaðir og settir í fangabúðir. Lýðveldissinnar veittu enn viðnám í Madrid og Valencia og á dreifðum svæðum á Austur-Spáni fram í marz, en málstaður þeirra virtist vonlaus og Bretar og Frakkar viðurkenndu Franco 27. febrúar. Innbyrðis deilur veiktu lýðveldissinna, ekki sízt eftir að kommúnistar gerðu uppreisn í Madrid 3. marz, þótt þeir væm fljótlega yfirbugaðir. K ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.