Morgunblaðið - 13.07.1986, Side 39

Morgunblaðið - 13.07.1986, Side 39
¥ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 39 Póstsendum SPORTVÓRUVERSLUN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstig 40. Á HORNIKLAPPARSIIGS OG GRETTISGÖTU Kostnaður við jarð- gangagerð mikill Atvinnumálanefnd Sameinaðs þings sendi þessa tillögu tii um- sagnar flölda aðila, sem fagþekk- ingu hafa á efni hennar. í umsögn fjárlaga- og hagsýslustofnunar kemur m.a. fram, efnislega eftir haft: Mikilvægt er að tillagan verði sett í samhengi við aðra vegagerð í landinu og fjárframlög til vega- gerðar í heild. Kostnaður við jarðgangagerð er enn mjög mikill, þrátt fyrir bætta tækni. Með hlið- sjón af stöðu vega í landinu og fjárframlaga til vegagerðar myndi jarðgangagerð í einhvetjum mæli geta komið niður á uppbyggingu og endurbótum á vegakerfinu, nema heildarframlög til vegamála verði stóraukin. Miðað við fjárlaga- gerð allra síðustu ára er svigrúm til aukinna framlaga ekki fyrir hendi — og ekki fyrirsjáanlegt allra næstu ár. Vegagerð ríkisins tekur í sinni umsögn undir þá meginhugmynd, sem tillagan geymir, að gerð skuli langtímaáætlun um jarðgangagerð, sem verði hluti af heildaráætlun til lengri tíma um vegaframkvæmdir í landinu. Hinsvegar er látið að því liggja, að sú mikla þörf fyrir endur- bætur í vegakerfi landsins, sem við blasi, geri það ekki óeðlilegt, að svo dýrar lausnir sem jarðgöng eru sitji nokkuð á hakanum. Eins og að framan segir var nið- urstaðan sú að tillagan gekk ekki til atkvæða í þinginu. Henni var vísað til ríkisstjómarinnar. Einn stijálbýlisþingmaður, Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.), sagði m.a. um þá málsmeðferð: „Við Vestfírðingar höfum forsætisráðherra og sam- gönguráðherra í þeirri ríkisstjóm sem nú situr og viljum ekki fyrir fram trúa því að það sé slæm máls- meðferð að vísa máli sem þessu til ríkisstjómarinnar." Getan ræður ferð Fámenn þjóð í stóru og stijálbýlu landi stendur að sjálfsögðu verr að vígi en milljónaþjóðir, t.d. Danir, sem byggja tiltölulega lítið land, hvað varðar þjóðvegagerð og aðrar framkvæmdir, sem spanna þurfa landið allt. Vegaframkvæmdir, það er var- anleg vegagerð, eru að vísu arðbærar framkvæmdir, á heildina litið, og skila kostnaði sínum furðu fljótt aftur í minna vegaviðhaldi (en á moldar- og malarvegum), minni benzíneyðslu, minni viðhaldskostn- aði og lengri endingu ökutækja. Skuldastaða þjóðarinnar út á við og íslenzka ríkisins bæði inn og út á við veldur því hinsvegar, að marg- ar framkvæmdir, sem eru æskileg- ar, verða að bíða um sinn, unz framkvæmdagetan vex. Þessvegna verður að velja og hafna þegar framkvæmdir í vegagerð eiga í hlut. Tillagan, sem hér um ræðir og vísað var til ríkisstjómarinnar, var holl ábending og íhugunarverð en heyr- ir engu að síður til morgundeginum. Forgangsverkefni í íslenzkri vega- gerð hlýtur hinsvegar að vera að koma „varanlegu" slitlagi á þá vegi sem mest umferð er um. En það sakar ekki að horfa lengra fram en til eins kjörtímabils. Kemuruppum lacöste þinn góða smekk! -herra GARÐURINN AÐALSTRÆTI9 S:12234 Quintessence Institute ÞAÐ ER AÐEINS EITTSEMGETUR UMBREYTT LÍFI ÞÍNUÁAÐEINS 6 DÖGUM . . . ÞÚ Þú getur sigrast á framtaksleysi, feimni og óöryggi. Þú getur eytt streitu, kvíða og eirðarleysi. Þú getur bætt heilsufar þitt, marksækni og árangur. Þú getur lært að stjórna eigin vitund og styrkt viljann. EK EM þjálfunin er 6 daga kvöld- námskeið sem byggir á nýjustu rannsóknum í tónlistarlækning- um, djúpslökun, sjálfs-dáleiðslu, draumastjórnun og beitingu ímyndunaraflsins. Asetningur EK EM þjá/funar- innar er að umbreyta hœfl/eika þinum til að upp/ifa liflð þannig að vandamál sem þú hefur verið að reyna að breyta eða hefur satt þig við hverfa i framvindu /ifsinssjá/fs. Skráning: Friöheimar, sími: 622305 kl. 14—18 daglega. Tíml: Sunnudags- og fimmtudagskvöld kl. 19.30—23.00. Byrjar sunnudag inn 20. júli. VerA: 3.600 (Slökunarkassetta innifalin). FRIÐHEIMAR m 8 3 Gódan daginn! V.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.