Morgunblaðið - 13.07.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.07.1986, Qupperneq 2
2_________ Bandaríkin MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 Verð á ferskum laxi lægra en nokkru sinni „VIÐ SELJUM lax frá Færeyjum og staðan í sölu á ferskum og frystum laxi er mjög erfið nú vegna mikils framboðs frá vestur- ströndinni. Verðið er það lægsta, sem verið hefur síðan innflutningur á iaxi hingað hófst 1981. Norðmenn eru með 90% af markaðnum fyrir ferskan lax hér. Þeir hafa ekki sameinazt í einum sölusamtök- um, heldur selja hver fyrir sig og það hefur valdið verulegri verðlækkun. Fyrir einu einu ári síðan var verð allt upp i rúinar 400 krónur á kíló, en nú er verðið aðeins um 290 krónur, að vísu misjafnt eftir stærð. Verðþróun til ársloka er óljós, en líklega hækkar verðið eitthvað aftur i haust,“ sagði Bjarti Mohr, sölumaður hjá Coldwater í samtali við Morgunblaðið. „Magnið er orðið svo mikið, að sé ekki um að ræða betri lax en þann norska eða að minnsta kosti jafn- góðan, er eins goit að gleyma þessu bara. Það er dýrt að framleiða lax- inn í Færeyjum og á íslandi. Þess vegna verðum við að framleiða betri lax en allir aðrir. Hér þýðir ekki að fara í verðstríð með laxinn, það verður að keppa um gæði. Þess vegna er skipulag á útflutn- ingi og sölu nauðsynlegt og ég er viss um, að það verður betra fyrir íslendinga,þegar þar að kemur, að selja í gegnum eitt eða tvö stór og þekkt fyrirtæki sem hafa getið sér orð fyrir sölu á mjög góðum fiski. Væri hægt að selja laxinn undir íslenzku vörumerki, er ég fullviss um, að það gæti gefíð hærra verð en ella. Kaupendur hér vilja örugg- lega hafa möguleiká á því að snúa sér til annarra en Norðmanna, svo fremi, sem gæði eru jöfn eða meiri," sagði Bjarti Mohr. 0' INNLENT Miklar bygginga- framkvæmdir á SkagastrÖnd Skagaitrönd. Morgunblaðið/Einar Falur MIKLAR byggingaframkvæmdir eru á Skagaströnd í sumar. Stjómsýsluhús í eigu nokkurra fyrirtækja rís upp á tvær hæðir. Dvalarheimili aldraðra verður gert fokhelt í haust en það er stórt hús á einni hæð með 11 íbúðum. Undir hluta hússins er kjallari þar sem fyrirhugað er að koma upp tóm- stundaaðstöðu fyrir fólkið sem í húsinu mun búa. Þá er að komast á lokastig fram- kvæmdir við stækkun frystihúss Hólaness h/f og endurbyggingu sundlaugarinnar. Einingahús rís hér á rúmri viku, 3—4 iðnaðarhús eru í byggingu og áfram er haldið framkvæmdum við nýju kirkjuna. Einnig stendur fyrir dyrum stækk- un á leikskólanum um helming. Þrátt fyrir allar þessar byggingar og að nú vanti smiði í vinnu, er vinnugleðin og vinnuhraðinn hvergi meiri en í kofabyggðinni hjá krökk- unum. Þar rísa hús af öllum gerðum á einni viku og eru svo rifín og endurbyggð í þeirri næstu. Það er Umf. Fram sem stendur fyrir leikjanámskeiði nú í sumar eins og undanfarin sumur en kofa- smíðamar eru einn þáttur nám- skeiðsins og sennilega sá vinsæl- asti. Annars er námskeiðið fjölbreytt að vanda með ferðalög- um, leikjum, íþróttum og uppákom- 46 hvalir hafa veiðst ÞRÁTT fyrir þokusama hvalvertíð, hafa veiðar gengið þokkalega og vinnsla vel, að sögn Kristjáns Lofts- sonar, forstjóra Hvals hf. Alls hafa veiðzt 46 hvalir, 42 langreyðar og 4 sandreyðar. Fyrirhugað er að veiða samtals 120 hvali, 80 lang- reyðar og 40 sandreyðar. um auk smíðanna. Um 60 krakkar sækja Ieikjanámskeiðið. Auk nám- skeiðsins er Fram með skólagarða þar sem um 40 krakkar eiga sér garð. I görðunum sínum rækta krakkamir kartöflur og algengasta grænmeti sem þau koma alsæl með heim á haustin. Nýkjörinn formaður Fram er Vilhelm Jónsson. ÓB. Þúsundir mílna á stultum JOE BOWEN, 43 ára Bandaríkjamaður, þekktur fyrir að ganga langar vegalengdir á stultum, kom hér við á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna en undanfamar tvær vikur hefur hann sýnt í Hol- landi og Belgíu. Bowen spókaði sig um á Austurvelli klæddur eins og „Sam frændi" þeirra Bandaríkjamanna en þannig klæddur ætlar hann að ganga 1000 mílna leið í haust (um 1600 km), frá Kentucky að Frels- isstyttunni í New York. 1980 gekk hann yfír þver Bandaríkin, um 4800 km, til styrktar líknarmálum. Hann er stofnandi alþjóðasamtaka stultugöngu- manna og þótti honum leitt að hafa ekki náð sambandi við neina stultugöngumenn hér á landi. Háskóli íslands: Stundakennsla verði minnkuð um tíu prósent „ÞAÐ HEFUR lengi verið Ijóst að Háskólanum stendur mjög fyrir þrifum hve Háskólabókasafnið er lélegt,“ sagði Eyjólfur Sveinsson formaður Stúdentaráðs í samtali við Morgunblaðið, en starfsnefnd um eflingu Háskólabókasafns segir m.a. í skýrslu, að í Háskólanum hafi þróast mjög óeðlilegir kennslu- hættir. „Háskólaráð skipaði því nefnd til að gera tillögur um hvemig mætti bæta safnið og er stefnt að því að það verði komið í viðunandi horf innan fjögurra ára, áður en það verður flutt í Þjóðarbókhlöðuna," sagði Eyjólfur. „Námið í Háskólanum þessi árin byggist einkum á fyrirlestrum og lestri kennslubóka í tengslum við þá. Nemendum gefast fá tækifæri til þess að vinna að sjálfstæðum verkefnum undir leiðsögn kennara," sagði Sveinbjöm Bjömsson forseti Raunvísindadeildar Háskólans, en hann átti sæti í starfsnefndinni. „Ástæðumar fyrir þessu em auðvit- að aðstöðuleysi fyrst og fremst og bókaskortur. í þeim deildum sem námið tekur 5 til 6 ár, vinna stúdentar að ein- hveiju leyti sjálfstætt síðustu eitt til tvö árin, en þar sem menn ljúka prófi eftir þijú ár, eins og algeng- ast er í raunvísindadeildinni, fá þeir litla sem enga reynslu af sjálf- stæðri vinnu. Það er ólíkt því sem tíðkast í flestum öðmm löndum, háskólanám er vissulega að miklum hluta sjálfsnám og því þykir eðlilegt að stór hluti þess sé fólginn í verk- efnum undir persónulegri hand- leiðslu kennara. Hér er ætlast til að menn ljúki tilteknum fjölda nám- skeiða á hveiju misseri og þeim fylgir tímasókn. Það er ekki óal- gengt að mönnum sé ætlað að sækja rúmlega 30 tíma á viku. Það gefur augaleið að þá gefst lítill tími til annarrar vinnu en þeirrar að undirbúa sig fyrir fyrirlestra og próf. Við lögðum til að á næstu ámm yrði stundakennsla minnkuð um tíu prósent til að mæta þeim kostnaði sem er af stórauknum bókakaupum, og bótum á aðstöðunni. Það þýðir að um fímm prósent verða skorin af kennslunni í heild. Ef vel á að vera þarf að þrefalda árleg bóka- kaup safnsins. Jafnframt stungum við uppá því að safnið fengi hátíða- sal Háskólans til afnota og eftir að ljóst var orðið að Háskólinn fengi hús Verslunarskóians til afnota, var það samþykkt. Til þess að sýna að full alvara er í þessum áformum og gera mönnum ljóst hvaða möguleika bætt bóka- safnsaðstaða gefur, verður nokkr- um deildum Háskólans boðið uppá það í haust að nýta sér sérstaka þjónustu safnsins. Fyrir þessar deildir yrðu þá keyptar bækur eftir þörfum og kennurunum gert kleift að sinna nemendum sínum á safn- inu. Ég held það sé býsna mikilvægt að Háskólabókasafnið reyni að að- laga sig sem fyrst að Þjóðarbók- hlöðunni, því það verður geysilegt stökk fram á við að komast þang- að. Þar er gert ráð fyrir að 800 manns geti nýtt sér lesaðstöðu sam- tfmis. A aðalsafni Háskólabóka- safnsins geta milli 15 og 20 stúdentar lesið í einu.“ Til þess að vinna að framkvæmd tillagna nefndarinnar var kosin stjórn Háskólabókasafnsins. í henni sitja þeir Erlendur Sveinsson og Sveinbjöm Bjömsson. Auk þeirra skipa stjómina Páll Skúlason pró- fessor í heimspeki og Ragnar Amason dósent í viðskiptafræði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.