Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í land með hólkinn Hafsteinn. Við megum ekki hræða líftóruna úr Nossurunum góði . . . Stórlaxa- þingí Aðaldal STÓRLAXARNIR gefa sig nú hver af öðrum og sannarlega eru þeir fleiri í ánum nú en um langt árabil. Tveir í hópi fjögurra stærstu laxa sumarsins veiddust í vikunni, sá stærsti 27 punda sem bandarískur veiðimaður veiddi í Presthyl í Laxá í Aðaldal á Háiry Mary númer sex. Á dögunum veiddist einmitt 26 punda hængur í sama hyl, einnig 24 og 22 punda fiskar í vikunni, þannig að ljóst er að mikið stór- laxaþing stendur þar yfir þessa dagana. Og á miðvikudagskvöldið veiddi Geir A. Gunnlaugsson 26 punda hæng í Klapparfljóti í Þverá í Borgarfirði. Það má því segja að Laxá í Aðaldal og Þverá hafi borið höfuð og herðar yfir aðrar ár landsins í sumar þegar höfðin- gjarnir eru annars vegar. Í Laxá hafa veiðst meðal annarra stórlaxa 27, 26 og 25 punda laxar og í Þverá 26 og 25 punda. Skáldsögu líkast Geir A. Gunnlaugsson veiddi 26 punda hænginn á svarta mík- rótúbu með þríkrók númer 14 og taumurinn var með 10 punda endaþoli. Engu að síður var Geir aðeins tuttugu mínútur að sigra laxinn sem var 106 sentímetrar og mjög leginn. Hefði trúlega ver- ið um 30 pund nýgenginn í ána. „Það var annaðhvort að taka á honum eða vera í marga klukku- tíma að glíma við hann. Ég er með góðar græjur, að vísu var flugan smá og taumurinn grann- ur, en ég er með diskabremsuhjól STÓRLAX og stoltur veiðimaður. Geir A. Gunnlaugsson með 26 punda hænginn úr Klapparfljóti í Þverá. sem gefur laxinum aldrei frið. Hann lét illa í byijun, fór víða um svæðið í miklum rokum og eyddi þannig strax kröftunum. Er hann hægði á sér tóku tækin fljótt sinn toll, enda var þetta mjög leginn lax og ekki eins úthaldsmikill og hann hefði verið nýr úr sjónum. Þá hefði ég trúlega verið mun lengur að eiga við hann,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. Klapparfljót er mikill og frægur stórlaxahylur og fleiri miklir boltar liggja þar um þessar mundir. Er Geir hafði dregið tröllið sitt á land fór annar veiðimaður af stað og setti í annan stórlax, örlítið minni, en missti laxinn. Smáskot í Miðfjarðará „Jæja, það komu sjö á land í morgun, þannig að myrkrið er ekki algert svartnætti. Þetta voru ekki lúsugir laxar, en nokkrir þeirra voru silfurbjartir í Miðfjarð- aránni. Svo voru legnir laxar úr Austuránni einnig í aflanum,“ sagði Böðvar Sigvaldason á Barði við Miðfjarðará í gær. Þá voru komnir 537 laxar á land. „Þetta hefur verið mjög þungt sumar, bæði miklu minna af laxi en æski- legt hefði verið, og svo vatnslaust að kalla, Vesturá og Núpsá hafa verið illveiðandi um langt skeið vegna þurrkanna. Þó er nokkur fískur í ánni og ef það rigndi al- mennilega myndi eflaust veiðast slatti," bætti Böðvar við. Hann gat þess einnig, að menn hefðu séð mikinn hængshöfðingja við Skara- staðabrú í Austurá efri. Það reyndu flestir við hann, en laxinn hefði ekki viljað taka. „Hann er gríðarstór, en svo virðist sem hann sé enn stærri en menn ætluðu. Hann hafði nefnilega tekið sér hrygnu sem mönnum sýndist vera um það bil 8 eða 9 pund. Svo veidd- ist hrygnan í gær og þá kom í ljós að hún var 15 pund. Það kemur vonandi í ljós síðar hvað hængur- inn er stór,“ bætti Böðvar við. í nýja laxastiganum í Kambsfossi er búnaður sem mælir lengd laxa sem um hann ganga. Samkvæmt honum eru þó nokkrir laxar þar efra á bilinu 100 til 110 sentí- metra langir. Betri útkoma í Gljúfurá Gljúfurá í Borgarfirði hefur gef- ið fleiri laxa en frá var greint í þessum þætti á dögunum. A há- degi fimmtudags voru komnir 123 laxar á land og veiðimenn sem þá voru að ljúka veiðum sáu laxa víða um ána. Áin hefur farið minnk- andi að undanförnu, en ætti ekki að minnka meiri í bili, því nú rign- ir af og til. Gljúfurá hefur verið itla nýtt allan síðari hluta ágúst og líkt horfir með september. Ætla mætti að tölur úr ánni væru mun hærri ef nýtingin hefði verið betri. Iþróttafélag fatlaðra í Reykjavík 20 ára Bylting á síðustu árum Arnór Pétursson Arnór segist enn muna vel eftir að- draganda þess að íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík var stofnað. „Stofnun félagsins er eitt af því fáa sem við kemur fötluðum sem er ekki komið frá þeim sjálfum. Þannig var að Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, var á trimmfundi erlendis og þar var bent á að það væri fleira en trimmið sem þyrfti að auka í heiminum og í framhaldi af því var skipuð þriggja manna nefnd til að und- irbúa stofnun félagsins. í henni áttu sæti, auk Sig- urðar, Guðmundur heit- inn Löve og Trausti hejt- inn Sigurlaugsson. Ég kom fljótlega inn í þetta og var kosinn formaður á stofnfundinum en hann sóttu um 40 manns sem þótti ágætt. Ég var formaður í tólf ár sam- fleytt, tók mér eins árs frí og var síðan formaður í eitt ár til viðbótar," segir Arnór. — Hvernig voru fyrstu árin? „Það var nú talsverður frum- býlisháttur á þessu í upphafi. Stjórnarmenn notuðu heimilið sem skrifstofu og síminn hjá þeim var notaður óspart í þágu félagsins en nú er öll aðstaða orðin mun betri og munar þar mestu um hið nýja íþróttahús okkar sem tekið var í notkun fyrir nokkrum árum. Konan mín orðaði þetta ansi skemmtilega um daginn. Þá kom hún niður í íþróttahús til mín, lítur í kring- um sig og segir svo: „Þetta er nú óskaplega mikill munur frá því við vorum með félagið uppi í hjónarúmi." Þetta er alveg rétt hjá henni og það varð í rauninni bylting með tilkomu hússins. Það sem hefur ráðið mestu um hversu vel hefur tekist til, bæði hjá ÍFR og íþróttahreyf- ingu fatlaðra um allt land, er sá skilningur sem fólkið í land- inu og ráðamenn þjóðarinnar hafa á mikilvægi íþrótta fyrir fatlaða. Þetta hefur gert okkur kleift að þjálfa og byggja upp íþróttamenn sem eru margfaldir ólympíu- og heimsmeistarar og þannig hafa fatlaðir íþrótta- menn komið íslandi kyrfilega á heims- kortið og verið mikil pg góð landkynning. íþróttahúsið var til dæmis byggt fyrir söfnunarfé og lögbundin fram- lög opinberra aðila og ég vil nota tækifærið a þessum tíma- mótum í sögu félagsins til að þakka öllum sem stutt hafa við bakið á félaginu í þessi tuttugu ár.“ — Hefur það mikla þýðingu fyrir fatlaða að geta stundað íþróttir? „Já, alveg gífurlega mikla þýðingu. Það hefur ekki bara sömu þýðingu og fyrir ófatlaða einstaklinga, það gefur fötluð- um miklu meira. Ég hef starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins í tvo áratugi, byijaði hér nokkr- um mánuðum eftir að ÍFR var stofnað, þannig að ég hef nokk- uð góðan samanburð. Ég gæti tekið einstaklinga með svipaða fötlun þar sem annar stundar ► ARNÓR Pétursson er fædd- ur í Kópavogi 14. nóvember 1949 og segist vera einn fárra Islendinga sem fæddir eru í Kópavoginum, nánar tiltekið í sumarbústað við Vatnsenda. Hann vill þó taka það skýrt fram, svo það valdi ekki nein- um misskilningi, að hann sé Skagamaður, en hann ólst upp á Akranesi. Iþróttafélag fatl- aðra í Reykjavík heldur í dag upp á 20 ára afmæli sitt en Arnór var fyrsti formaður fé- lagsins og gegndi því embætti í 13 ár. Hann er nú formaður hússtjórnar íþróttahúss fatl- aðra við Hátún 14. Eiginkona Arnórs er Áslaug Magnúsdóttir og eiga þau eina dóttur og „svo auðvitað félagið," eins og Árn- ór orðaði það. íþróttir en hinn ekki og ég get fullyrt að í 80-90% tilfella er sá sem stundar íþróttir miklu betur á sig kominn, bæði líkamlega og ekki síður andlega. Ég hef þar til samnanburðar fólk sem nú er um og kringum tvítugt og byijaði að æfa hjá félaginu sem börn og unglingar. íþrótt- irnar hafa gefið þessu fólki tækifæri til að ferðast og skoða sig um í heiminum, mikilvægt tækifæri sem annars hefði vart gefist. Sá sem er í íþróttum þarf mun minna á al- mannatryggingakerf- inu að halda og honum líður í flestum tilfell- um mun betur en hin- um, Þetta á einnig við um aðstandendur og ég vil endi- lega benda foreldrum og að- standendum fatlaðra einstakl- inga á að hafa samband við okkur eða eitthvert íþróttafélag fatlaðra því íþróttir eru fötluð- um mjög mikils virði.“ — Þið ætlið nð Imlda upp á 20 ára afmæli ÍFR í dag. Með hvaða hætti verður það gert? „Við verðum með mótttöku kl. 14 í Hátúni 14 og vil ég hvetja alla félagsmenn og vel- unnara félagsins að koma og heimsækja okkur í dag. í kvöld verður svo kvöldvaka hjá okkur og skemmtidagskrá þannig að við ætlum að gera okkur daga- mun af þessu tilefni,“ sagði Arnór Pétursson, fyrsti formað- ur íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. íþróttir eru fötluðum mik- ilvægar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.