Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27.ÁGÚST1994 25 MINNINGAR + Ingunn Jóhanna Tryggvadóttir fæddist á Asgarði á Þórshöfn 28. októ- ber 1944. Hún lést úr krabbameini 23. ágúst síðastliðinn að Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Hall- dórsdóttir frá Sval- barðsseli í Þistilfirði og Tryggvi Ólason Jónsson frá Læknis- stöðum. Ingunn var elst þriggja systra, næst var Sigurveig, f. 6.12. 1945, þá Freyja f. 4.3. 1957. Ingunn giftist Kristjáni Sigffús- syni frá Raufarhöfn, og eignuð- ust þau þrjú börn: Helenu f. 31.7. 1963, gift Sigurði Þórðar- syni byggingarmeistara frá Reykjavík og eiga þau þijú börn, Kristján Inga f. 11.1. 1989, Gróu f. 30.8.1990 og Ing- unni f. 27.6. 1993 og búa þau í Reykjavík. Sigfús f. 11.10.1966, í sambúð með Lilju Ólafsdóttur frá Þórshöfn og eiga þau einn son Tryggva Stein f. 16.3.1993. Yngstur var Tryggvi f. 30.7. 1971 og dáinn 10.4. 1990. Ing- unn bjó á Þórshöfn og starfaði lengst hjá Hraðfrystistöð Þórs- hafnar sem verkakona og sinnti jafnframt trúnaðarstörfum hjá Verkalýðsfélagi Þórshafnar. Ingunn verður jarðsungin frá Sauðaneskirkju í dag. VIÐ - HÖFUM nú kvatt ástkæra móður okkar hinstu kveðju. Enda þótt aðdragandinn hafi verið langur þá er maður aldrei undir það búinn að missa svo náinn ástvin á þennan skelfilega hátt. Móðir okkar hafði háð baráttu við illvígan sjúkdóm í nær þijú ár, þegar kraftur hennar var á þrotum og hún gaf sig á vald Drottni sínum. Setur mann þá alveg hljóðan um sinn, þegar svo krafmikil kona sem hún var er hrifin á brott um aldur fram. En í raun var þetta ekki fyrsta bar- átta hennar við illvíg- an sjúkdóm því þegar hún veiktist, um ára- mótin 1991-1992, var aðeins liðið um eitt og hálft ár frá því hún hafði háð mikla bar- áttu með ynsta syni sínum, Tryggva, en það hafði tekið 10 mánuði frá því hans veikindi upp- götvuðust, og orðið að lúta í lægra haldi og sjá á bak honum yfir móð- una miklu, svo ungum og lifsglöðum dreng sem hann var, fram á síðustu stundu. Trúði hún aldrei öðru en hann myndi sigrast á sínum veik- indum, sem hann var alltaf staðráð- inn í að gera. Á hveiju sem gekk þá kvartaði hann aldrei. Átti móðir okkar mjög erfítt með að sætta sig við þennan mikla missi, sem og við systkinin. Þótti okkur sem stórt skarð hefði verið höggvið í okkar litlu fjölskyldu þannig að þegar uppgötvast síðan mein, hjá móður okkar svo stuttu síðar, þá fannst okkur nóg um hversu mikið ætti að leggja á hana og fjölskylduna. En þrátt fyrir fyrri reynslu þá var hún móðir okkar alveg ótrúlega sterk og dugleg í sinni erfiðu bar- áttu. Hún ætlaði sér að sigrast á þessu hvernig sem allt færi, og var hún staðráðin í að ná bata alveg fram á síðustu stundu. Það þarf þó ekki að tíunda þann dugnað og kraft sem móðir okkar hafði þvi það var ekki hennar háttur, svo lítillát og hógvær sem hún var. Þeir sem þekktu hana vissu að henni féll aldr- ei verk úr hendi, svo iðjusöm og vandvirk var hún að með einsdæm- um má telja; Alveg fram á síðustu vikur veikinda sinna sat hún og saumaði út af mikilli natni og vand- virkni og sjá má af þeim verkum hve mjög henni var annt um að allt væri sem nákvæmast og best unnið. Svo maður tali nú ekki um heim- ili hennar sem var alltaf opið okkur systkinunum eftir að við fórum. að heiman og eignuðumst okkar eigin heimili, þar voru allir hlutir í röð og reglu og aldrei skorti neitt. Þar gátum við komið og dvalið sjálf og síðar með börnin okkar lítil og ver- ið undir verndarvæng mömmu því það var alltaf jafngott að koma heim, og fá smá tilsögn með barna- uppeldið og hvernig ætti að koma reglu á börnin. Alltaf hafði amma tíma til að „dedúa“ við litlu barna- börnin sín þó hún væri kannski dauðþreytt að koma úr vinnu, svo ekki sé talað um að matbúa ein- hveija dýrindis máltíð handa þeim, eins og henni einni var lagið. Ekki vantaði heldur að hún var tilbúin til að aðstoða á allan hátt þegar á þurfti að halda, t.d. að koma suður til Reykjavíkur og taka við heimili og barnabörnum þegar við skrupp- um í smáfri út fyrir landsteinana. Og ekki vantaði að þá voru allir hlutir í röð og reglu þegar heim var komið. Meira að segja í síðsta skipti, sem ég þurfti að fara á fæðingar- deildina, í júní í fyrra, þá var mamma orðin töluvert veik, vildi hún endilega koma og sjá um heim- ilið á meðan. Af mörgu er að taka og eflaust margt sem maður vildi sagt hafa og gleymir. Við munum ævinlega vera þakklát og búa að því að hafa fengið að kynnast svo yndislegri konu, móður og ömmu. Stórt er spurt en fátt um svör þegar gripið er svona inn í líf okkar sem áttum hana að. Viljum við trúa því að þeim sem er kippt út í blóma lífsins sé ætlað eitthvað annað og æðra hlutverk á næsta tilverustigi. Og er það huggun okkar gegn þessum mikla harmi að elskulegur bróðir okkar mun taka á móti móður okk- ar opnum örmum við hið gullna hlið. Til minningar um elskulega móð- ur okkar, þú munt alltaf eiga sér- stakan stað í hjörtum okkar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Helena Kristjándóttir, Sigfús Kristjánsson og fjölskyldur. Á uppvaxtarárum sínum bjó Inga, eins og hún var ætíð kölluð, með foreldrum sínum á Læknisstöð- um og Þórshöfn og bjó þar síðan alla tíð. Eftir almenna skólagöngu á Þórshöfn, fór Inga í Kvennaskól- ann á Blönduósi. Arið 1962 stofn- uðu Inga og Kristján heimili sitt á Þórshöfn og giftust síðan árið 1966. Inga vann oftast nær utan heimilis og lengst af í frystihúsinu, ásamt því að ala upp þijú börn og sinna húsmóðurstörfunum. Kristján hefur hins vegar stundað sjóinn lengst af og verið á bátum gerðum út frá Þórshöfn. Ég kynntist Ingu árið 1974 er ég varð kaupfélagsstjóri á Þórs- höfn. Ein af okkar fyrstu kynnum urðu er hún bankaði á skrifstofudyr mínar og bað um vinnu fyrir systur sína sem þá var í vinnu fyrir sunn- an. Ekki datt mér í hug á þeirri stundu að þessi sterkbyggða og ákveðna kona ætti eftir að verða mágkona mín tveimur árum síðar. Inga var afskaplega dugleg til allra verka og myndarleg húsmóðir. Heimili þeirra hjóna ber vitni um sérstaka snyrtimennsku og hrein- leika þar sem allt er fágað og hreint. Einu gilti þó að á fyrstu búskapar- árum þeirra hjóna hafi verið búið í mismunandi íbúðum og á stundum við þröngan húsakost. Árið 1975 fluttu Inga og Kristján í sitt eigið einbýlishús að Hálsvegi 5 og hafa búið þar síðan. Mikill samgangur var á milli heimila okkar er við bjuggum fyrir norðan, fyrst á Þórshöfn og síðan á Kópaskeri. Til Ingu og Kristjáns var gott að koma og sérstaklega gott samband var milli þeirra systra allra. Er við Freyja fluttum suður urðu heimsóknirnar færri af skiljan- legum ástæðum en oftar var talað saman í síma. Árið 1989 veiktist Tryggvi sonur þeirra af hvítblæði og dró sá sjúk- dómur hann til bana innan eins árs frá þeim tíma er hann veiktist. Að missa son sinn 19 ára gamlan, full- an af krafti og lífsorku er vart hægt að lýsa með einföldum orðum. Sonarmissirinn og sú sorg sem því fylgdi markaði djúp og nær ólækn- andi sár í hjörtu Ingunnar og Krist- jáns. Þessi sár voru engan veginn gróin er annað áfallið reið yfir. Síðla árs 1991 veiktist Inga og fáeinum vikum síðar gekkst hún undir mikla skurðaðgerð á höfði. Lengi vel var ástæða til bjartsýni, en krabbinn náði yfirhöndinni að lokum. Það er erfitt að skilja hver sé tilgangur „hins hæsta höfuðsmiðs himins og jarðar“ að taka í burtu fólk í blóma lífsins, fólk sem á eftir að lifa og láta svo margt gott af sér leiða. Og á hinn bóginn er einnig erfitt að skilja hversu mikið er lagt á herðar þeirra sem verða fyrir slíkum missi. Én ég trúi að Guð almáttug- ur ætli hveijum og einum sitt ákveðna hiutverk á jörðinni og að tilvist okkar hér sé einungis ferill í enn frekari þróun á leið okkar til frekari fullkomnunar. Kristján minn, ég og fjölskylda mín biðjum Guð almáttugan að styðja þig og styrkja í sorg þinni og börnum þínum, Helenu og Sig- fúsi og fjölskyldum þeirra biðjum við einnig Guðs blessunar. Olafur Friðriksson. INGUNN JÓHANNA TR YGG VADÓTTIR + Magðalena Guð- laugsdóttir var fædd 6. september 1902 að Efri- Brunná í Saur- bæjarhreppi í Dala- sýslu. Hún lést á Hólmavík 22. ágúst siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðlaugur Guð- mundsson, bóndi þar og síðar á Bakka og Kletti í Geirdal, og kona hans Sigurlína Guð- mundsdóttir, bónda og sjómanns á Drangsnesi. Magðalena tók Ijósmæðrapróf frá Ljósmæðraskóla íslands 27. júní 1925. Hún var ljósmóðir í Bæjarhreppsumdæmi 1925- 1929,1938, 1948-1952, Óspaks- eyrar- og Fellsströnd, ásamt annarri 1932-1940 og 1946- 1953 og Staðarhreppsumdæmi í V.-Hún 1948-1950. 20. októ- ber 1928 giftist hún Magnúsi MÁGKONA mín, Magðalena Guð- laugsdóttir, Magga á Þambárvöll- um eins og hún var að jafnaði nefnd meðal ættingja og vina, andaðist 22. þ.m. í hárri elli, nær 92ja ára gömul. Um nokkurra ára bil hafði hún kennt sjúkleika, sem smátt og smátt sigraði líkamsþróttinn, en ágætu minni og andlegri heilsu hélt hún til síðustu stundar. Helst hefði hún viljað eiga síðustu stundirnar heima á heimili sínu, sem var henni svo kært, enda naut hún þar frábærrar umönnunar eiginmanns síns og búfræðingi og bónda á Þambár- völlum, f. 18. júní 1905, Krisljánssyni bónda Helgasonar og konu hans Ástu M. Ólafsdóttur frá Þórustöðum. Magðalena og Magnús eignuðust þijú böm. Þau eru: Erla, f. 14. janúar 1931, búsett __ á Þambárvöllum, Ás- geir, f. 18. júlí 1932, bifreiðasljóri Ak- ureyri, kvæntur Sigr-íði Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn, og Sigrún, f. 20. okt. 1941, kaupfélagsstjóri á Óspakseyri, gift Sveini Ey- steinssyni, bónda á Þambárvöll- um og eiga þau fjögur börn. Útför Magðalenu verður gerð frá Hómavíkurkirkju í dag. Jarðsett verður í heimagrafreit að Þambárvöllum. Erlu dóttur þeirra, sem annaðist móður sína af mikilli alúð og sá um heimilið. En þegar ekki voru tök á að veita henni þá hjúkrun heima, sem hún þurfti, fór hún á Sjúkra- húsið á Hólmavík og var þar síð- ustu þijár vikurnar og andaðist þar. Tíu ára að aldri kom Magga á heimili foreldra minna eftir að hafa misst móður sína og ólst þar upp. Yngri bróðir hennar, Leó, kom um svipað leyti til ömmu sinnar og seinni manns hennar, Skúla Guð- mundssonar, en hann var föður- bróðir þeirra systkinanna. Þótt búin væru talin tvö, var sem eitt heimili væri og hver vann sem best hann mátti að heill og velgengni þessa litla samfélags. Þar áttu þau systk- inin sín æsku- og unglingsár í hópi annarra unglinga á svipuðu reki, og jafnan var mannmargt og þröng- býlt. Þurfti því hver að taka tillit til annars. í sumar, þegar ég hitti Möggu í síðasta sinn, spurði hún mig: „Manstu eftir því að nokkurn tíma væri ósætti á milli okkar krakkanna, er leiddi til vandræða?" Auðvitað minntist ég þess ekki, slíkt þekktist ekki enda umgengnishætt- ir fullorðna fólksins fyrirmyndin. Skipulegt skólahald fyrir börn og unglinga var ekki i sveitinni á þessum tíma og byggðist fræðsla þessara unglinga á því sem heimilin gátu veitt, en auk þess voru fengn- ir heimiliskennarar flesta vetur og völdust til þess hinir ágætustu menn. Um tvítugsaldur fór Magðalena til Sauðárkróks og var þar vetrar- tíma að læra fatasaum. Varð það henni hagnýt kunnátta á langri ævi og marga flíkina saumaði hún og handbragðið leyndi sér ekki. Magðalena var mikil hannyrðakona og bera margir fagrir munir því vitni, heklaðir eða pijónaðir, sem hún hefur gefið vinum og vanda- mönnum. Frm á síðustu vikur sat hún við pijón eða hekl þegar þraut- ir linuðust. Haustið 1924 hélt Magðalena til Reykjavíkur og var þar við nám í ljósmæðrafræði undir handleiðslu Guðmundar Björnssonar, landlækn- is, og ágætra ljósmæðra. Að námi loknu réðst hún sem ljósmóðir í Bæjarhreppsumdæmi og gegndi því starfi um árabil, auk þess bæði í Staðarhreppsumdæmi í V-Húnavatnssýslu og Bitru- og Fellshreppsumdæmi í Strandasýslu. Magðalena var mjög fær ljós- móðir og átti láni að fagna í starfi sínu og vinsældum sængurkvenna, MAGÐALENA GUÐLA UGSDÓTTIR sem margar bundust henni ævi- langri vináttu. Henni var starfið hugleikið og leyfi ég mér að vitna í minnmgar hennar, er hún skrifar í ritið íslenskar ljósmæður: „Ljósmóðurstarfið er erfitt og ábyrgðarmikið, en það er líka dásamlegt að fínna, að verið er að vinna gott verk og ósjaldan að bjarga mannslífum. Þetta starf getur ekki annað en hrært við öllu því hlýjasta og besta í hveiju konuhjarta." Árið 1928 giftist Magðalena Magnúsi bróður mínum og hófu þau það ár búskap á Þambárvöllum á móti foreldrum okkar. Bættist þá við húsmóðurstarf á annasömu heimili og mun þá oft hafa verið erfitt að komast að heiman meðan börnin voru ung, en hún naut þess að tvíbýli var á jörðinni og öll sú hjálp, sem unnt var að inna af hendi, var fúslega veitt. Gestrisin voru þau hjón, Magða- lena og Magnús, og nutu maigir þess, enda jörðin í þjóðbraut. Áttu margir erindi við ljósmóðurina og mann hennar, sem gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Reynt var hvers manns vandræði að leysa. En ljúfastar eru mér minningarn- ar um Magðalenu sem eldri uppeld- issystur er jafnan vék að mér góðu og sendi mér oft falleg kort og gjaf- ir þegar hún var fjarverandi við nám eða störf á yngri árum. Og síðan endurtók vináttan sig við börnin mín og barnabörnin, sum dvöldu þar sumarlangt og áttu þar góðu atlæti að fagna. Og ánægjulegar eru minningarnar um heimsóknir okkar hjóna með alla fjölskylduna, hversu hjartanlega var alltaf tekið á móti okkur og ekkert til sparað að við nytum heimsóknarinnar sem best. Fyrir þetta og allt elskulegt þakka ég, þegar langri samfylgd er lokið. Bróður mínum og börnum hans vottum við Sólveig og fjölskylda okkar innilega samúð. Ólafur H. Kristjánsson. Látin _er hún Magga á Þambár- völlum. Ég var svo lánsöm a_ð kynn- ast Magðalenu sem barn. Ég fékk að fara í sveitina nokkur sumur til þeirra merkishjóna, Magðalenu Guð- laugsdóttur og Magnúsar Kristjáns- sonar á Þambárvöllum. Þar var gott að vera. Innan um öll dýrin og þá miklu heimilishlýju sem þar er. Eg mun búa að dvöl minni hjá heimilis- fólkinu, þeim Möggu, Magnúsi, Ás- geiri, Erlu og Sigrúnu alla mína ævi. Svo mikil var hlýjan, einlægnin, tryggðin og myndarskapurinn í hvi- vetna hjá þeim öllum. Þetta er eitt besta vegarnesti sem lítill stelpu- hnokki getur fengið með sér út í framtíðina, lífsins ólgu sjó. Margar ljúfar minningar á ég í hjarta mínu um Möggu og hennar fjölskyldu. Fagrar minningar sem ég mun alltaf geyma. Ég vil að lokum þakka Möggu hjartanlega fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og gefið mér í gegnum lífíð. Ég votta eiginmanni hennar, Magnúsi Kristjánssyni, svo og börnum hennar og bamabömum mína innilegustu samúð. Guð geymi Magðalenu okkar um alla eilífð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigríður Brynjúlfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.