Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 1
56 SIÐUR LESBOK/C 193. TBL. 82. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS í áætluninni er kveðið á um að Serbar haldi helmingi Bosníu, en þeir hafa nú 70% landsins á sínu valdi. Þótt það kunni að hljóma mótsagnakennt telja Bosníu-Ser- bar að með því að hafna friðará- ætluninni séu þeir að afstýra því að ríki þeirra þurfi að heyja stríð þegar fram líða stundir. Þeir segja áætlunina kveða á um að landi þeirra verði skipt í þrjú ótengd svæði, auk þess sem landræmur, sem tengja eiga yfirráðasvæði þeirra við Serbíu og Króatíu, verði svo mjóar að ógjömingur verði að veija þær. Þá telja þeir það svik við þá, sem hafa fallið í stríðinu, að ganga að slíkum skilmálum. Hindra fjárstuðn- ing ESB við Albana Aþenu, Tirana. Reuter. GRÍSKA stjórnin vísar nú þúsundum ólöglegra verkamanna frá Alban- íu á brott daglega og hyggst hindra að Albanir fái sem svarar 1.200 milljóna króna fjárstuðning frá Evrópusambandinu sem þeim hafði verið heitið. Eru stjórnvöld í Aþenu með þessu að þrýsta á um að fímm menn úr gríska minnihlutanum í Albaníu verði látnir lausir en þeir eru fyrir rétti í Tirana, sakaðir um njósnir fyrir Grikkland. Reuter Tímamótaskurðaðgerð BRESKIR skurðlæknar tengja hér dælu, knúna rafhlöðu, við hjarta manns, sem var dauövona af völdum hjartasjúkdóms. Aðgerðin þykir marka timamót í sögu læknavisindanna, dælan er talin gefa hjartasjúklingum nýja von og gæti jafnvel gert hjartaígræðslur óþarfar. Ný tegund hjartaaðgerða/16 Mennirnir eru félagar í Omona, samtökum gríska minnihlutans í Albaníu. Voru þeir handteknir í apríl er tveir albanskir hermenn féllu í árás sem gerð var á búðir nýliða skammt frá grísku landa- mærunum. Grikkir hafa í mörg ár sakað albönsk stjórnvöld um að mismuna minnihlutanum en vísa því á bug að ræða mál fimmmenn- inganna, krefjast þess að þeir verði strax látnir lausir. Albanir segja að um 2.000 manns hafi verið reknir frá Grikklandi sl. fimmtudag. Nokkur hundruð alb- anskir verkamenn hafa að jafnaði verið reknir frá Grikklandi á dag síðustu árin en mennirnir laumast inn í landið í leit að vinnu. „Um 20.000 hefur verið vísað á brott frá því í byijun ágúst. „Það er mun meira en venjulega," sagði talsmað- ur grísku lögreglunnar i gær. Gera fé upptækt Fréttastofan ATA í Albaníu sagði á fimmtudag að gríska lögreglan léti ekki brottrekstur nægja heldur gerði ennfremur peninga fólksins upptæka til þess að auka þrýsting- inn. Um 350.000 Albanir eru taldir búa og starfa í Grikklandi og senda þeir flestir ættingjum sínum í heima- landinu hluta teknanna en Albanía er eitt fátækasta land álfunnar. Þótt margir séu nú reknir úr landi er talið að álíka margir laumist yfir landamærin og fækki því ólöglegum, albönskum verkamönnum í Grikk- landi lítið eða ekkert. viðræðna KÚBVERSK börn úr röðum flóttafólks seðja hungrið um borð í bandaríska strandgæsluskipinu Gallatin í gær. The New York Times hvatti til þess í gær að Bandaríkjastjórn hæfi viðræður við Fídel Kastró Kúbuleiðtoga um öll deilumál ríkjanna, ekki aðeins flóttamannavandann. Háttsettir demókratar á þingi gagnrýndu stefnu Bills Clintons forseta, sögðu að ekkert vit væri í að beita áfram viðskiptabanni gegn Kúbu og neita að ræða samskipti land- anna, rétt eins og kalda stríðið geisaði enn. Með því væri aðeins verið að auka þjáningar kúb- versks almennings. ----» ♦ ♦--- Zaire Ofbeldið eykst enn Genf. Reuter. OFBELDINU linnir ekki í flótta- mannabúðum í Zaire en í gær hófu hútúar i búðunum leit að „njósnur- um“ Frelsishers Rúanda, skæruliða- samtökum tútsa. Var sagt frá því að kona af hútúættbálkinum hefði verið grýtt til bana í Muzunga-búð- unum, þar sem hún var sökuð um að vera njósnari tútsa. Þá björguðu hjálparstarfsmenn móður með tvö börn sín, þriggja manna fjölskyldu og einum manni, naumlega undan æstum múg. Var móðirin barin illa, en hún var sökuð um að njósna fyrir tútsa. Þá var manninum og fjölskyldunni bjargað á síðustu stundu, en hópur fólks hugðist taka hann af lífi án dóms og laga. ■ Fjandskapur/16 Bosníu-Serbar Friðar- áætlun kolfelld? Trnovo. The Daily Telegraph. BÚIST er við að Bosníu-Serbar hafni nýjustu áætluninni um frið í Bosníu með miklum meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæði sem fram fer í dag og á morgun. Sáralítill stuðningur Talað er um að 900.000 Serbar greiði atkvæði um áætlunina, en margir telja þá tölu of háa þar sem margir hafa flúið svæðið. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hefur spáð því að áætluninni verði hafnað með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða þótt þjóðir heims hafi lagt hart að þeim að sam- þykkja hana. Sáralítill stuðningur er sagður við áætlunina meðal Bosníu-Serba og sumir ganga svo langt að segja að óþarfi verði að telja atkvæðin. Telja sig afstýra stríði Reuter Grikkir herða róðurinn gegn stjórnvöldum í Tirana Hvatt til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.