Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 23 MORGUNBLAÐIÐ Fékk hjálp lækningamiðils ELLÝ H. Gunnarsdóttir fékk hjálp hjá lækningamiðli vegna dóttur sinnar, Hallgerðar, sem er floga- veik eftir að læknar höfðu gert allt sem þeir gátu. Hallgerður fæddist mikið þroskaheft og hefur verið greind með innan við 20% eðlilegs þroska. Hallgerður fékk allt að 20 flogaveikiköst á sólar- hring þegar verst lét. Hún var tæplega 7 ára gömul og vó 18 kíló. Ellý segist efast um að Hallgerður hefði lifað nema nokkra mánuði til viðbótar með sama áframhaldi. Ellý sá auglýsingu frá lækninga- miðli og fór til hans í nokkur skipti. Hann kenndi henni að leggja hend- ur yfir Hallgerði á kvöldin þegar hún væri sofnuð. EHý segir að henni hafi engu verið lofað um árangur og hún hafi í raun verið vantrúuð þegar hún leitaði til mið- ilsins en eins og ástand Hallgerðar var orðið var hún tilbúin til að reyna hvað sem var. Hún byrjaði að leggja hendur yfir höfuð dóttur sinnar þegar hún var ennþá á spítalanum en án þess að láta lækna vita. Fljótlega fór að draga úr köstunum og á nokkr- um vikum hættu þau alveg. Hall- gerður hefur ekki fengið floga- veikikast síðan í desember 1992. Hallgerður fær ennþá floga- veikilyf en skammturinn hefur ver- ið minnkaður. Ellý segir að yf- irleitt sé miðað við að tvö ár líði án krampa áður en lyfjagjöf sé alveg hætt. Eftir því sem Ellý segir hefur ekki verið hægt að rekja bata Hall- gerðar til lyfjagjafar eða annarrar læknismeðferðar og segist hún þess fullviss að hann sé tilkominn fyrir milligöngu lækningamiðils- ins. Þá vill hún benda á að ekki sé hægt að útskýra batann með sjálfs- sefjun, eins og hefur verið sagt um þá sem telja sig hafa fundið fyrir bata á samkomu Bennys Hinns. „Þarna er um að ræða barn sem hefur engan skilning á hvað er að gerast og getur ekki haft nein áhrif á Iíðan sína,“ segir Ellý að lokum. Dæmum ekki Miðill kosmískra krafta Verði þmn vilji Boston. Morgunblaðið. BENNY HINN hefur átt fádæma velgengni að fagna í predikunarstóln- um. Sjálfur hefur hann sagt að aðeins Billy Graham fái meiri aðsókn og hermt er að kirkjan hans velti um 15 milljónum Bandaríkjadollara ár- lega (rúmum einum milljarði ÍSK). En Hinn á sér ekki aðeins aðdáend- ur. Trúarmáttur hans hefur verið dreginn í efa og þekking hans á heil- agri ritningu þykir ekki upp á marga fiska. Benny Hinn hefur gengið í gegnum ýmis tímabil. Lækningasamkomur hans hafa verið ofsafengnar, hann hefur lagt hendur yfir fólk þannig að það hrundi í gólfið eða látið gesti sína hníga í yfirlið með því að veifa jakka sínum. Þess á milli hefur hann verið íhaldssamari í framkomu og látið nægja að tala um lækningamátt bænarinnar. Hann er 41 árs og hefur predikað allt frá árinu 1976. Skrifar metsölubækur í upphafi predikunarferils síns for- dæmdi hann klerka, sem kreistu fé úr fátækum en síðar eggjaði hann fólk til að gefa af vanefnum í guðs- þjónustum sínum með fyrirheitum um ríkulegar rentur. Sjálfur þarf Hinn ekki að kvarta undan vanefnum. Hann býr í 685 þúsund dollara (tæp- lega 48 millj. kr.) húsi skammt frá Orlando, ekur um á Jagúar og hefur að talið er 115 þúsund dollara (um 8 millj. kr.) í árstekjur og eru þá ótald- ar tekjur af bókum hans. Þeirra á meðal er bókin „Góðan daginn, heil- agur andi“, sem fyrir ári hafði selst í einni milljón eintaka. í grein í dag- blaðinu Orlandó Sentinel um Hinn var hún sögð ein helsta kristilega met- sölubók sögunnar. Bakaði ostakökn Hinn fæddist í ísrael og er af grísku og armensku foreldri. Þar segir hann Guð hafa birst sér fyrst um 11 ára aldur. Hann fluttist til Toronto í Kanada og bjó þar þangað til hann fluttist til Bandaríkjanna árið 1979. Um svipað leyti kynntist hann konu sinni, Suzanne. Eitt sinn var hann að fljúga til Orlando að hitta hana. Biður hann þá Guð að láta hana segj- ast hafa bakað sér ostaköku ef hann í raun eigi að ganga að eiga hana. „Ég hef bakað handa þér ostaköku," var það fyrsta sem Suzanne sagði á flugvellinum og þurfti Hinn þá ekki frekari vitnanna við. Kirkja Hinns er í Orlando. Þar tek- ur hann upp daglega sjónvarpsþætti Benny Hinn kveðst lækna þúsundir í krossferðum og segir Adam hafa flogið Evander Holyfield og einu sinni í mánuði fer hann í svokallaðar lækningakrossferðir, sem laða að allt að 28 þúsund manns í hvert skipti. Kveðst Hinn geta veitt allt að þúsund manns lækningu í einni slíkri ferð og hefur hann reynt að færa sönnur á einstök kraftaverk í bókum sínum. Ýmsir hafa þó orðið til að bera brigður á og segja heimild- um ýmist ábótavant eða vafa undir- orpið að lækning hafi orðið fyrir hans tilstilli. Dagblaðið Fort Lauderdale Sun-Sentinel í Flórída bað hann að senda gögn til stuðnings meintum kraftaverkum án árangurs. En kraftaverk Hinns eru ekki ókeypis. Fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, Evander Holyfield, segist hafa fengið lækn- ingu við hjartakrankleika á samkomu hjá Benny Hinn. Hjartagallinn kom í ljós eftir að Hoiyfield tapaði heims- meistaratitlinum til Michaels Moorers 22. apríl sl. Fjórum dögum síðar til- kynnti Holyfield að hann væri hættur keppni. I júlí fór hann á samkomu hjá Hinn í Fíladelfíu. Meðan á samkomunni stóð féll hann þrisvar á sviðið og sagði að hann hefði fundið hita í bijóstinu þegar Hinn snerti hann. Síðar féllst Holyfield á að greiða Hinn 265 þús- und Bandaríkjadali (rúmar 18 milljón- ir ísl. króna) til að standa straum af kostnaði við samkomuherferð Hinns. .. að útbýta andlegri blásýru“ „Benny hefur verið að útbýta and- legri blásýru í risaskömmtum,“ sagði Hank Hanegraaff, forseti Kristilegu rannsóknarstofnunarinnar í Kalifor- níu, í viðtali við Sun-Sentinel. Hanegraaff gagnrýndi Hinn ásamt fleiri predikurum í bókinni „Kristin- dómur í vanda“, sem út kom á síð- asta ári. Hann skoðaði gögn um þtjú kraftaverk og sagði þau lítt sannfær- andi. Einkum gagnrýndi hann þó guð- fræðikenningar Hinns, sem hann sagði grafa undan kristindóminum. Vitnaði Hanegraaff til þess að Hinn hefði eitt sinn sagt að Guð hefði gert Adam æðri öllum dýrum því hann hefði get- að flogið. Þá hélt hann því fram að allir sem trúa, hafi verið skapaðir í ímynd Jesú og séu því í raun „litlir guðir“. Hinn spáði því einnig að allir hommar myndu verða eldi að bráð á árunum 1994 og 1995 og sagði að það myndi rústa bandarísku þjóðinni ef kona yrði forseti hennar. Mesta áfall Hinns kom hins vegar á síðasta ári þegar fjallað var um söfnuð hans í sjónvarpsþættinum Inside Edition. Maður á vegum þátt- arins laumaði sér inn á trúarsamkomu og þóttist vera lamaður af völdum heilaskaða. Á samkomunni lét hann sem hann læknaðist og var atvikið sýnt í þætti Hinns um öll Bandaríkin. Eftir að greint var frá því að mað- urinn hefði verið alheill frá upphafi hafa starfsmenn Hinns vandsð val sitt á þeim, sem fá að fara ipp á svið, og nú er hringt í lækna viðkom- andi áður en kraftaverkunum er sjón- varpað. Hinn hefur sagt að gagnrýni hafi mannbætandi áhrif á sig, en hann hefur misst þolinmæðina þegar gagn- rýnendur hafa gerst of háværir og eitt sinn sagði hann: „Stundum vildi ég óska þess að Guð gæfi mér heil- ags-anda-vélbyssu. Þá gæti ég dritað í hausinn á ykkur." Heimildir: • The Reformation of Benny Hinn eftir James D. Davis í Fort Lauderdale Sun- Sentinel 22. ágiist 1993. • The Rev. Benny Hinn - Miracle Crusade Leader í Orlando Sentinel 7. febrúar 1993. • Book Has Few Kind Words for Benny Hinn í Orlando Sentinel 1. maí 1993. • The Power and the Glory eftir Mike Thom- as í Orlando Sentinel 24. nóvember 1991. Læknaðist af mígreni og bakverkjum SÓLVEIG Haraldsdóttir, 15 ára stúlka frá Raufarhöfn, fékk bata á samkomunni hjá Benny Hinn. Hún hefur verið með mígreni og bakverki frá því hún var 12 ára gömul. Hún segist vera búin að fara til ótal lækna og þeir hafi ekki gert neitt annað en að gefa henni mismunandi lyf sem ekkert hafi hjálpað og hafi hún því hætt að taka þau fyrir u.þ.b. ári. Sól- veig segist hafa fengið mígren- köst misoft, stundum einu sinni á dag, stundum einu sinni í viku. Bakverknum hafi hún fundið fyr- ir í einhvern tíma á hverjum degi en mislengi þó. Sólveig segir að hún hafi fund- ið fyrir minnkandi verk í bakinu fljótlega eftir að samkoman hófst. „Eg fann hita og titring og allt í einu fór ég að gráta,“ segir hún. Sólveig fór síðan upp á svið til Hinns. Sólveig segir að Hinn hafi komið við sig eins og hann væri að biðja í hljóði og þá fannst henni eins og væri að líða yfir sig og hún datt í gólfið en hélt þó fullri meðvitund allan tím- ann. Henni fannst eins og hún lyftist upp frá gólfinu, svo stóð hún upp. „Verkurinn hvarf eiginlega niðri í sal fyrst, svo þegar ég vaknaði morguninn eftir var hann alveg horfinn og ég hef ekki fundið fyrir honum síðan,“ segir Sólveig. Boston. Morgunblaðið. SJÓNVARPSKLERKAR og krafta- verkaprédikarar njóta ekki mikillar virðingar meðal hefðbundinna kirkju- stofnana í Bandaríkjunum. Þótt kirkjuleiðtogar virðist ekki vilja ganga svo langt að fordæma þá sem lofa blindum sjón og láta halta ganga, kin- oka þeir sér einnig við að lýsa yfir velþóknun sinni. „Við metum hvorki, dæmum né gagnrýnum,“ sagði dr. Fran Burnford, talsmaður hinnar Evangelísk lútersku kirkju Bandaríkjanna, sem hefur rúm- an helming lúterstrúarmanna hér vestan hafs innan sinna vébanda, eða um 5,5 milljónir manna. Hún bætti því við að bæn fyrir lækningu væri „ekki til að lækna ákveðinn kvilla, heldur biðja þess að verði guðs vilji“. Jerald Jaorsz, sem tilheyrir öðrum lúterskum söfnuði, kvað kirkju sína ekki taka opinbera afstöðu til málefna af .þessu tagi. „Slíkt látum við einstökum prestum eftir,“ sagði Jaorsz, sem er aðstoðar- stjórnandi nefndar um guðfræði og Bandarískar kirkj- ur láta sjónvarps- klerka óáreitta kirkjuleg samskipti í næststærstu lút- ersku kirkjunni í Bandaríkjunum. „í opinberum guðfræðiskjölum okkar er tilvist trúarlækningar eftirlátin dóm- greind hvers og eins. Kraftaverk áttu sér stað á tímum Bibiíunnar, en við fullyrðum ekki að geta til að fram- kvæma þau hafi verið látin fram ganga til okkar tíma. Á hinn bóginn viljum við ekki hengja okkur í kreddur." Katólska kirkjan neitar ekki heldur lækningamætti trúarinnar, en fer þó mjög varlega í sakirnar þegar slík mál ber á góma. Séra Joseph T. Nolan, sem kennir guðfræði við Boston College, vísaði til Lourdes í Frakklandi og sagði að þar gerðust atburðir, sem jafna mætti við kraftaverk. „Hins vegar var Jesús fyrst og fremst kennari, en ekki kraftaverka- maður,“ sagði Nolan. „Það er ekkert loforð um að öllum bænum verði svar- að. Guð starfar innan ramma síns sköpunarverks og það er hvorki að finna mikla samkennd né stuðning við sjónvarpsklerka innan katólsku kirkj- unnar." Nolan sagði að oft reyndist „lækn- ingin“ hverfa er frá liði. Vitnaði hann þar til rannsóknar, sem gerð var á viðfangsefnum Kathryn nokkurrar Kuhlman. Hún kom reglulega fram í bandarísku sjónvarpi fyrir um tuttugu árum og hóf mál sitt alltaf með orðun- um: „Ég trúi á kraftaverk." Læknar fylgdust með fólki, sem hafði „lækn- ast“ hjá Kuhlman og yfirleitt tóku gömlu kvillarnir sig upp á ný. Þess má geta að Kuhlman þessi var lærimeistari Hinns og ákvað hann að stofna sjálfur söfnuð þegar hún dó fyrir um 20 árum. Það er helst að baptistar hafi til- hneigingu til að viðurkenna störf sjón- varpsklerka en fáir eru reiðubúnir til að veita þeim formlegan gæðastimpil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.