Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ .X + Ingibjörg Gunn- laugsdóttir, Neskinn 2, Stykkishólmi, var fædd á Bakka í Víðidal í V-Húna- vatnssýslu 7. júní 1922. Hún lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi að kvöldi 16. ágústs síðastliðins. Ingi- björg var dóttir hjónanna Onnu Teitsdóttur hús- móður og Gunn- laugs Auðuns Jó- hannessonar bónda á Bakka. Ingibjörg var elst níu systkina en eitt þeirra dó í frum- bernsku. Eftirlifandi systkini Ingibjargar eru Jóhanna, f. 1924, bóndi í Móbergi, Rauðas- andi; Björn Teitur, f. 1926, hús- gagnasmiður, Reykjavík; Jó- hannes, f. 1929, bensínaf- greiðslumaður, Reykjavík; El- isabet f. 1932, húsmóðir, Reykjavík; Aðalheiður Rósa, f. 1934, starfsmaður á Keldum; Egill f. 1936, dýralæknir, Hvammstanga; og Ragnar, f. 1941, bóndi á Bakka. Ingibjörg stundaði nám við Kennaraskóla íslands frá 1940-1943. Hún var kennari árin 1943-1950 í Vest- mannaeyjum og Bakkafirði og í Stykkishólmi frá 1946. Þann 27. mars 1948 giftist Ingibjörg eftirlifandi eiginmanni sínum, Arna Helgasyni, f. 14. mars 1914, sýsluskrifara og síðar stöðvarstjóra Pósts og síma í Stykkishólmi. Foreldrar Árna ÞAÐ kom mér ekki á óvart þegar Halldór frændi minn tilkynnti mér andlát móður sinnar. Hún hafði lengi háð, þolinmóð og æðrulaus, baráttu við sjúkdóminn illskeytta. Inga var elst af okkur, níu systk- inum á Bakka og fannst mér hún alltaf vera sjálfkjörin foringi okkar og deila fljótt ábyrgð með foreldr- um okkar. Þegar við systkinin fór- um að dreifast vítt og breitt, hafði hún stöðugt samband við okkur öll, með bréfum og símtölum og tengdi okkur þannig saman. Fyrir þetta erum við innilega þakklát og finnst okkur nú skarð fyrir skildi. Ung að árum ákvað Inga að hafa frelsarann sem fararstjóra á lífsleið sinni og þegar hún kynntist og giftist honum Árna, fékk hún góðan ferðafélaga. Þau Inga og Arni voru sérlega gestrisin hjón, þess nutum við Helga alltaf þegar við heimsóttum þau með barnahóp- inn. Börnin þeirra öll eru lýsandi dæmi um gott uppeldi og gott for- dæmi foreldranna. Lítið atvik frá bernskuárunum er mér minnisstætt. Á næsta bæ voru Vilborg Árna- dóttir húsmóðir og Helgi Þorláksson verslunarmaður á Eskifirði. Börn Ingibjargar og Árna eru fjögur: Gunnlaugur Auð- unn, f. 1. júlí 1950, framkvæmdastjóri í Stykkishólmi, kvæntur Sigrúnu Valtýsdóttur kenn- ara og eiga þau tvö börn; Árna Hólmar, f. 1981 og Kristínu Ingu, f. 1983. Sig- rún á auk þess son, Valtý Frey, f. 1972. Halldór, f. 18. mars 1953, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneyti, kvæntur Onnu Björgu Eyjólfsdóttur hjúkrun- arfræðingi og eiga þau tvær dætur; Ingibjörgu Jónu f. 1987 og Karenu Evu f. 1989. Helgi, f. 9. ágúst 1955, skólastjóri Rimaskóla i Reykjavík, kvænt- ur Aðalbjörgu Jónasdóttur meinatækni og BA í íslensku. Börn þeirra eru Jón Árni, f. 1981, Jónas Örn, f. 1985 og Sig- ríður Björg, f. 1992. Vilborg Anna, f. 8. nóvember 1958, sjúkraliði í Reykjavík, gift Jóni Trausta Jónssyni húsasmiða- meistara og eiga þau tvö börn; Hákon Arnar, f. 1991, og Ingi- björgu Hrönn, f. 1993. Ingi- björg var húsmóðir eftir að hún hætti kennslu en var póstaf- greiðslumaður í Stykkishólmi frá 1966-1985. Útför Ingi- bjargar fer fram frá Stykkis- hólmskirkju í dag. ólst upp stúlka, einhveijum árum eldri en Inga, en samt innan við fermingaraldur. Hún var í heim- sókn sem oftar. Inga var alltaf ræðin, og nú berst það í tal þeirra á milli að stúlkan kunni ekki faðir- vorið. Þetta fannst Ingu algjörlega óviðunandi, úr þessu þurfti hún að bæta. Hófst nú kennslustund úti í fjárhúsunum á Bakka. En þrátt fyrir mikinn áhuga og þolinmæði Ingu við fræðsluna, entist tíminn ekki til viðunandi árangurs. Inga tók þá til þess ráðs að hlaupa heim í bæ til þess að sækja pappírsmiða og blýantsstubb. Svo páraði hún niður þessa bæn bænanna, sem vegarnesti handa vinkonu sinni. Þetta litla atvik finnst mér dæmi- gert um hugsunarhátt Ingu, allt hennar líf. Á skilnaðarstundu þökkum við Helga og börnin okkar alla um- hyggjusemina í gegnum tíðina. Árna, börnum og fjölskyldum þeirra vottum við innilega samúð. Björn. Nú er elsku Ingibjörg amma far- in til Guðs þar sem henni líður ör- ugglega vel. Þó svo að við séum ekki gömul höfum við fengið að njóta svo mikils kærleika frá ömmu. Þótt hún væri oft mikið veik fylgdist hún alltaf vel með ömmubörnunum sínum og varð svo glöð þegar hún hitti þau. Við vorum hjá afa og ömmu í Stykkishólmi á jólunum og þá var nú gaman þegar litlar hendur fengu að hjálpa til við að taka upp alla pakkana og gleðj- ast yfir innihaldinu. Við viljum þakka Guði fyrir að hafa gefíð okkur svona góða ömmu og geym- um minninguna um hana alla tíð. Lífs um braut mig leiðir Jesús, Líknin hans og náð mér skín, Gegnum lífið, gegnum dauðánn, Guðs að stól, þar ljós ei dvín. (Jón Jónsson.) Kærar kveðjur til Ingibjargar ömmu. Hákon Arnar og Ingibjörg Hrönn. Eg man eftir því þegar ég var lítill hvað það var alltaf gaman að koma í Hólminn og hvað það var góð tilfínning að sjá rauða húsið blasa við þar sem amma beið með opinn faðminn í móttökunefndinni. Alltaf þegar við komum var amma tilbúin með máltíð, heimabakað flatbrauð og kökur eins og henni var einni lagið. I Stykkishólmi hafði ég alltaf nóg fyrir stafni og fékk hrós hjá ömmu þegar ég var að hjálpa henni við að rækta garðinn eða baka eitthvað ljúffengt fyrir okkur eða alla þá gesti sem amma tók á móti. Það sem einkenndi ömmu mína var það hvað hún var alltaf róleg, blíðleg, hlýleg, og brosmild og vildi allt láta eftir mér. Hún skammaði mann aldrei, gagnrýndi mann aldr- ei og t.d. þegar maður var að spila við hana, þá leyfði hún manni allt- af að vinna og gaf sér mikinn tíma með okkur bræðrunum og var í stuttu máli eins og ömmur geta bestar orðið. Fyrir rúmlega tveimur árum uppgötvaðist að amma var með krabbamein í ristlinum. Fyrst þegar maður frétti það þá hélt maður í vonina að hún gæti læknast og gerði sér ekki grein fyrir hvað þetta var alvarlegt. Amma tók þessu hetjulega og var tilbúin að takast á við veikindin. Hún sagði það sjálf að hún hefði þó fengið að lifa í 70 góð ár. Síðustu vikurnar hrakaði heilsu hennar ört, en samt fann maður alltaf þegar maður kom í heimsókn, sömu góðu hlýju strau- mana frá henni. Eg vil nota tæki- færið og þakka öllum sem hugsuðu um ömmu, sérstaklega systrunum á spítalanum í Stykkishólmi, en síðast en ekki síst Önnu frænku minni fyrir frábæra ást og um- hyggju sem hún sýndi ömmu síðan hún veiktist. Ég veit að amma er nú komin í höfn þar sem engir sjúk- dómar finnast. Við bræðurnir mun- um alltaf geyma ömmu í minning- unni og ég er þakklátur Guði fyrir allt sem hún gaf mér. Jón Árni. Elsku Ingibjörg, ég vil af alhug þakka þér fyrir kærleiksríka vin- áttu og elsku sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. í blóiiiiislii'cylin^tiui \ iö öll Ixkilirri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, síini 19090 Elsku Árni minn, Gunnlaugur, Halldór, Helgi, Anna og íjölskyld- ur. Góður Guð blessi ykkur og gefí ykkur styrk í sorg ykkar og sökn- uði. Lilja Rósa Olafsdóttir, Þorvaldur Benediktsson, Hjördís Þorsteinsdóttir, Sigríður Svafarsdóttir og fjölskyldur. Víðidalur — Breiðifjörður. Það er ákveðið samræmi milli þessara örnefna, ekki einungis í merkingu heldur og í hljómi. Rímorðin kallast á og yfir hvelfist óendanlegur him- inn. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir átti æskuvor sitt í Víðidal en starfsdag- urinn heilladtjúgi var unninn við Breiðaíjörð þar sem kvöld eru feg- urri en á flestum stöðum öðrum. Svo vildi til fyrir rúmum þrem áratugum að ég kynntist vel ágæt- um manni sem hafði ungur verið kennari norður í Víðidal. Hann minntist stundum á þann þátt ævi sinnar. Eitt nafn nefndi hann þá jafnan öðrum oftar, nafn Ingu frá Bakka. Hún hafði verið slíkur fyrir- myndarnemandi að aðrir hurfu í skuggann þegar hennar var minnst. Ég hef aldrei efast um að ummæli kennarans gamla um Ingi- björgu Gunnlaugsdóttur hafa verið sönn. Greind hennar og dugnaður, samviskusemi, ljúflyndi og hóg- værð hljóta að hafa gert hana að þeim fyrirmyndarnemanda sem hvern góðan kennara dreymir um að eiga að lærisveini. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir lauk kennaranámi 1943. Örlögin höguðu því svo að þrem árum síðar réðst hún sem kennari til Stykkishólms. Þar hafði Eskfirðingurinn Árni Helgason átt heima um skeið og gegndi starfi sýsluskrifara. Er ekki að orðlengja það að með þeim Ingi- björgu og Árna tókust góðar ástir og gengu þau í hjónaband 1948. Heimili þeirra stóð ætíð í Stykkis- hólmi, smekklegt og fagurt en umfram allt hlýlegt. Gat raunar ekki annað orðið enda speglaði andinn, sem þar ríkti, mannkosti Ingibjargar. Hjónin voru gestrisin með afbrigðum. Geysimargt fólk hefur þegið af þeim þeina og öllum verið tekið tveim höndum. Skipti þá litlu hvort á ferð voru æðstu menn þjóðarinnar eða vinafáir ein- stæðingar. Ingibjörgu Gunnlaugs- dóttur var sá sannleikur hugstæður að sjálfur Kristur mætir okkur í hinum minnsta bróður en verald- legar vegtyllur eru aumasti hé- gómi. Sjálf var Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir háttprýðin og hlédrægnin holdi klæddar. Fátt var fjær henni en sú athyglissýki sem geisar nú eins og faraldur í skjóli grunnhygg- ins og framasjúks fjölmiðlafólks. Og þó var eftir henni tekið. Ekki vegna þess að hún tranaði sér fram í sviðsljós í tíma og ótíma heldur vegna hins að hvar sem hún fór bar hún með sér heilindi og gæsku. Hún var góð kona, gegnheil og sönn. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir var afar vel verki farin. Allt virtist leika í höndum hennar. Hún vann án þess að erfiða. Æðrulaus var hún jafnan. Þó að í mörg horn væri að líta haggaðist hún hvergi. Utan heimilisstarfa vann hún af áhuga, trúmennsku og dugnaði að kristin- dóms- og bindindismálum. Styrkur hennar fólst í þeirri rósemi og því trausti sem um er ritað í helgri bók. Mikil gæfa var það okkur hjón- um að eignast þau Ingibjörgu og Árna að vinum. Bæði voru þau greind, skopvís og skemmtileg en ólík á ýmsan hátt, hann fjörugur, fijór og fljóthuga, hún íhugul, kyrrlát og staðföst. Á _ siglingu þeirra um tímans haf var Árni segl- ið, sem knúði fleyið fram, en Ingi- björg kjölfestan sem öllu hélt í réttu horfí. Áldrei fór milli mála hver var leiðarsteinninn sem eftir var stýrt. Það var Kristur sjálfur, krossfestur og upprisinn. Þess vegna var gleði þeirra sönn, alúðin ósvikin, lifið heilt. Það var einnig gman að fá að fylgjast með börnum þeirra frá t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HERDÍS HJÖRLEIFSDÓTTIR, Hátúni 29, Keflavík, andaðist í Landspítalanum þann 25. ágúst sl. Stefán Ólafsson, Ellen Guðrún Stefánsdóttir, Birgir Rafn Jóhannesson, Hjörleifur Stefánsson, Sigríður Ásdfs Guðmundsdóttir, Stefán Stefánsson, Sigríður Sólveig Ólafsdóttir, Arnar Thor Stefánsson og barnabörn. t Bróðir okkar, SKÚLI ÓLAFSSON THEÓDÓRS, andaðist á Hrafnistu 25. ágúst. Bergþór Ólafsson, Sigríður Siemsen. INGŒJÖRG GUNNLA UGSDÓTTIR fyrstu æviárum til dagsins í dag, sjá hvernig gott uppeldi og fagurt fordæmi bar ríkulegan ávöxt er þau uxu úr grasi. Þegar Ingibjörg Gunnlaugsdóttir hverfur úr Víðidal og frá Breiða- firði í ódáinslönd herra síns og frelsara horfum við á eftir sönnum vini sem aldrei brást. Þó að löngum væri langt á milli okkar var eins og böndin, sem tengdu, yrðu sterk- ari með hvetju árinu sem leið. Gott var að heyra í henni í síma, enn betra þó að hitta hana að máli, skemmtilega, skilningsríka og milda. Þá voru fagnaðarfundir. Við minnumst þeirra allra með heitri þökk fyrir að hafa átt vináttu konu sem komst nær því að vera vamm- laus en flestir aðrir sem við höfum kynnst. Vini okkar, Árna Helgasyni, og öðrum ástvinum vottum við inni- lega samúð og biðjum þeim allrar blessunar. Blessuð veri minning Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Hvíli hún í friði. Ólafur Haukur Árnason. Látin er mikil öðlingskona, Ingi- björg Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Stykkishólmi. Löngu og erfíðu sjúkdómsstríði er lokið, stríði sem Ingibjörg tók með einstöku æðru- leysi og hugrekki. Hún gekk ung í Kennaraskóla íslands og útskrifaðist sem kennari árið 1943. Síðan kenndi hún börn- um og unglingum, fyrst í Vest- mannaeyjum, en síðar á Bakkafírði og í Stykkishólmi. Þeir sem þekkja kennara þá sem komu frá Kennara- skóla Islands á fyrra helmingi þess- arar aldar vita hve margir þeirra hafa innt af höndum mikil og heilla- dijúg störf við fræðslu og uppeldi æskulýðsins. Þessir kennarar unnu af alúð og samviskusemi, oft við hin erfiðustu skilyrði, án þess að spyija um laun fyrir erfiði sitt; störfuðu af gleði og ósérhlífni og veittu nemendum sínum ómetan- legan undirbúning fyrir frekara nám síðar á lífsleiðinni. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er ein þessara kennara sem lagt hafa sinn dijúga skerf til uppeldis æskulýðs þessarar þjóðar. Ingibjörg kynntist eftirlifandi manni sínum einmitt er hún stund- aði kennslustörf í Stykkishólmi. Það vildi svo til að þangað hafði einnig komið til atvinnu nokkrum árum áður austan frá Eskifirði ungur maður að nafni Árni Helga- son. Fyrstu árin starfaði Árni sem sýsluskrifari og var þá oft settur sýslumaður í Snæfells- og Hnappa- dalssýslu. Árið 1954 var hann ráð- inn umdæmisstjóri pósts og síma í Stykkishólmi og gegndi því starfí um þriggja áratuga skeið uns hann lét af því fyrir aldurs sakir. Árni er jafnan hrókur alls fagnaðar og þjóðkunnur maður fyrir blaðaskrif sín og fréttapistla í Morgunblaðinu og Ríkisútvarpinu. Þau Ingibjörg og Árni felldu hugi saman og gengu í hjónaband árið 1948. Hafa þau síðan átt heima í Stykkishólmi alla tíð. í sínu nýja heimkynni eignuðust þau fljótt marga vini. Árni er skjótur til orðs og æðis og lætur sér ekkert óvið- komandi sem verða má samferða: fólki hans til hjálpar og heilla. í því efni og mörgum öðrum voru þau hjónin því harla vel samhuga. Og gestrisni þeirra beggja hefur líka verið einstök. Árna er umhug- að að ræða mörg áhugamál við vini sína og kunningja og gat hann þá verið harla fljótur að bjóða mönnum heim til sín fyrirvara- laust. Hann þekkti sína góðu konu sem tók sífellt við getunum af hinni sömu höfðingslund og jafnaðar- geði. Ingibjörg vann síðar við af- greiðslustörf í pósthúsinu í Stykkis- hólmi og rækti þau störf af sömu samviskusemi sem einkenndi alla hennar framkomu. En aðal-vett- vangur starfa hennar var þó á hinu myndarlega heimili þeirra Árna í Hólminum. Þar var hún óspör á krafta sína við að veita gestum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.