Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 33 BREF TIL BLAÐSINS Verðhækkun olíufélaganna hefur lítil áhrif á ríkissjóð MIRIAM BAT JOSEF Að virkja innsæi með teiknun. Fjögurra daga námskeið á Snæfetlsnesi. Ferðaþjónusta bænda, sími 623640/42/43. Frá Friðríki Sophussyni: Á FORSÍÐU Viðskiptablaðsins, sem út kom á miðvikudag er því haldið fram að ríkið hagnist um 250 m.kr. vegna nýlegrar hækk- unar olíufélaganna á bensínverði um tvær krónur á hvern lítra. Þannig er látið að því liggja að olíufélögin sjálf fái einungis 60 aura í sinn vasa af þessari hækk- un, en afgangurinn 1,40 krónur, renni til ríkisins. Á þetta er einnig minnst í leiðara DV á fimmtudag. Þessar staðhæfingar í fréttinni eru alrangar og nauðsynlegt að reyna að leiðrétta þetta sem fyrst. „Ríkið“ hefur þrenns konar tekjur af bensínsölu. í fyrsta lagi er lagt vörugjald (hlutfallslegt) á inn- flutningsverð á bensíni. I öðru lagi er sérstakt krónutölugjald lagt á hvern á lítra sem rennur til vega- Um álagningu og inn- heimtu tryggingagjalds Frá Birni Hermannssyni: ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja, að vanskil á gjöldum til opinberra aðila (ríkis og sveitarfé- laga) eru innheimt eftir ákveðnum reglum, sem ákvarðaðar eru í lög- um um viðkomandi gjöld. Það er einnig mörgum kunnugt, að þurfi að beita þvingunarúrræðum við þessa innheimtu, er gjaldið fljótt að safna utan á sig kostnaði, sem vex með hveiju nýju innheimtu- stigi. Á þetta er jafnan bent í auglýsingum og bréfum til gjald- enda, en því miður oft með litlum árangri. Á síðustu dögum hafa verið að berast til innheimtumanna ríkis- sjóðs álagningar á marga gjald- endur á svonefndu trygginga- gjaldi. Þetta er eitt af þeim gjöld- um, sem margir gjaldendur eiga afar erfitt með að átta sig á. Mér þykir því rétt að vekja athygli á þessu sérstaklega, ef verða mætti einhveijum til leiðbeiningar, eða til þess að forða sómakærum gjaldendum frá því að lenda í van- skilum og vanskilainnheimtu með öllu því óhagræði sem því er óhjá- kvæmilega samfara. Um þetta efni gilda lög nr. 113. frá 1990. Samkvæmt þeim eru allir launagreiðendur gjaldskyldir, ennfremur þeir sem vinna við eig- in atvinnurekstur eða stunda sjálf- stæða starfsemi. Til þessa síðast talda hóps teljast fjölmargir ein- staklingar í þjóðfélaginu, sem þiggja greiðslur fyrir störf án þess að vera beinir launþegar. Til þeirra geta t.d. talist blaðamenn, þýðend- ur, fyrirlesarar og fjölmargar aðr- ar stéttir sem stunda störf sín sjálfstætt og fá greitt fyrir einstök viðvik. Um gjald þetta er það annars að segja, að gjaldandi skal ótil- kvaddur greiða gjaldið til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykja- vík tollstjóra. Álagningu gjaldsins annast skattyfirvöld hvert í sínu umdæmi. Þau senda út álagn- ingarseðla. Til þeirra ber að beina kærum eða kvörtunum vegna álagningarinnar og þau ein geta breytt eða fellt niður álögð gjöld. Innheimtumaður hefur ekkert um þann þátt mála að segja. Þegar að innheimtu kemur er ekki óalgengt að menn telji sig ekkert vita um þessi gjöld, aldrei fengið neina tilkynningu um álagningu og draga jafnvel í efa að þeim beri yfirleitt að greiða skuldina, hvað þá kostnaðarþætti sem hún hefur safnað utan á sig, bæði dráttarvexti og fjárnáms- kostnað. Ég vil því ráðleggja þeim sem í þessari aðstöðu eru, að athuga sinn gang, skyldur sínar og rétt- indi áður en í óefni er komið. BJÖRN HERMANNSSON, tollstjóri. Frá Jóhanni Þorvaldssyni: AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags íslands er nú haldinn á Kirkjubæjarklaustri. Þetta, sem hér fer á eftir, er það, sem ég vildi hafa sagt við fundarmenn, ef ég hefði getað þegið boð þeirra. En raunar vildi ég segja þetta við alla íslendinga, eldri og yngri, og því bið ég Morgunblaðið fyrir þessa kveðju: Hér sé Guð í bæinn og sælt veri fólkið. Fulltrúar, félagsstjórn og allir góðir gestir. Þið eruð stödd að Kirkjubæjarklaustri, þeim forn- helga rammíslenska stað. Þar eld- ur þrumar undir, ísbreiða hér efra og brimaldan kyssir strönd. Já, mála. í þriðja lagi er virðisauka- skattur sem lagður er á endanlegt söluverð. Sé til einföldunar gert ráð fyrir því að hækkun bensínverðs hafi áhrif á eftirspurn (sem er þó um- deilanlegt) hefur sú ákvörðun olíu- félaganna að hækka söluverð um tvær krónur hvorki áhrif á tekjur ríkisins af vörugjaldi á innflutn- ingsverð né af krónutölugjaldinu. Þá er einungis virðisaukaskatt- urinn eftir. Þessi tveggja króna hækkun olíufélaganna þýðir að ef bensínsala helst óbreytt aukast tekjur ríkisins vegna virðisauka- skatts af bensínsölu um 70 m.kr. miðað við heilt ár. Á móti vegur að neytendur verða að draga úr öðrum útgjöldum sem þessu nem- ur, væntanlega mest öðrum neysluútgjöldum, því að tekjur heimilana breytast jú ekki. Má því gera ráð fýrir að tekjuauki ríkisins af virðisaukaskatti verði lítill sem enginn þegar upp er staðið. Niðurstaðan er því sú að nýleg verðhækkun olíufélaganna á bens- íni hafi sáralítil áhrif á tekjur ríkis- sjóðs. Ég vona að þetta skýri málið. FRIÐRIK SOPHUSSON íjármálaráðherra Gagnasafn Morgimbiaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Minningarsjóóur Helgu Jónsdóttur og Sigurlida Kristjánssonar Styrkir til náms í verkf ræði og raunvísindum Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, aug- lýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum íverkfræði- og raunvísindagreinum og hafa þeir einkum verið veittir þeim, sem lagt hafa stund á framhaldsnám í þessum greinum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sam- skiptasviðs Háskóla íslands og ber jafnframt að skila umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Fyrirhugað að tilkynna úthlutun í byrjun nóvember. Bréf til skógræktarmanna þetta er ísland og það elskum vér alla vora daga. Svo mælir til ykk- ar rammíslenskur stafkarl frá norðurslóðum, sem gjarnan vildi sitja hjá ykkur nú. Holdið er lúið og neitar að ferðast en andinn flýgur um allar íslenskar jarðir og hann er hjá ykkur og hvíslar að ykkur: Þið eruð styrkur stafur í varðsveit íslenskrar náttúru. ís- lenska gróðurbeltið, íslenska líf- beltið á landi verðið þið að veija, styrkja, bæta og stækka. Það er stórt og göfugt hlutverk sem þið verðið að vinna. Það þarf sam- vinnu og samstarf, ekki sérhyggju og sundrung. Ekki auðhyggju og stundar afrakstur, heldur framtíð- ar sýn fijálsrar þjóðar með fullan umráðarétt yfir auðlindum lands- ins og lífbelti sjávar 200 mílur út frá strönd eða lengra. Sé ég í anda þá árin líða ætt- jörð okkar í fögrum litklæðum gerðum úr lífríki jarðar smáu og stóru. Það er framtíð lands og ís- lensku þjóðarinnar. Heill og hamingja fylgi ykkur og störfum ykkar. Þetta skal vera „vökudraumur og veruleiki" alla vora daga. Kveðja og hvöt til allra íslendinga. Vatnsveita Reykjavíbur býður landsmenn velfeomna til Gvendarbrunna Sunnudaginn 28. ágúst milli klukkan 10 og 16, er almenningi boðið að kynnast Vatnsveitu Reykjavíkur og vatnstöku kalda vatnsins í Heiðmörk. Til sýnis verður dælustöðin í Gvendarbrunnum ásamt ýmsum munum sem tengjast störfum og sögu vatnsveitunnar. Meðal annars má nefna tölvuvætt landupplýsingakerfi, hönnun unna í tölvu, vaktkerfi vatnsveitunnar o.fl. Verk lista- manna sem þátt tóku í samkeppni um vatnslistaverk sem reisa á í Laugardalnum verða einnig til sýnis. Gestum gefst kostur á að ganga frá Gvendarbrunnahúsi að Jaðri. Á þeirri leið er einn af vatnsgeymum vatnsveitunnar og má sjá vatnið í honum tært og hreint, auk þess eru dælustöðvar á Jaðar- og Gvendarbrunnasvæði. I Jaðri bíða gesta veitingar. Gestir eru beðnir um að leggja bifreiðum sínum á merkt bílastæði í Rauðhólum. Tíðar strætisvagnaferðir verða frá bifreiðastæðunum að Gvendarbrunnahúsi, að Jaðri og aftur að bifreiðastæðunum. Vatnsveita Reykjavíkur JÓHANN ÞORVALDSSON, Skálahlíð, Siglufirði. Blab allra landsmanna! kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.