Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 19 LISTIR Hallgrímskirkia Síðustu org- eltónleikar sumarsins KATALIN Lörincz, organisti Akranesskirkju, leikur á síðustu tónleikunum í sumar í orgeltón- leikaröðinni Sumarkvöld við orgel- ið í Hallgrímskirkju sunnudaginn 28. ágúst kl. 20.30. Efnisskrá Katalinar má skipta í þrennt. Fyrst er það þýsk róman- tík: Pílagrímakórinn eftir Richard Wagner í orgelútgáfu Franz Liszt og Zur Trauung eftir Liszt. Full- trúar þýskrar barokktónlistar eru sálmforleikurinn 0, Mensch beiw- ein dein Sunde gross eftir Johann Sebastian Bach og Konsert í a- moll eftir Vivaldi/Bach. Síðasti hlutinn er síðan frönsk rómantík. Eftir César Franck leikur Katalin Elevation, eftir Louis Vierne hljóma Carillon des Westminster en þar er byggt á hinu þekkta stefi kirkjuklukkna Westminster en það má einnig heyra í Hall- grímskirkju. Þá er Riverie eftir Joseph Bonnet og síðasta verkið á tónleikunum er Finale nr. 6, op. 21 eftir Cesar Franck. Katalin Lörencz Katalin er fædd í Ungveijalandi árið 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá tónmenntaskóla í heimalandi sínu árið 1976 og organistaprófi árið 1977. Árið 1973 sigraði hún í keppni í orgelleik í Flórens á ítal- íu og fékk í framhaldi af því tæki- færi til að stunda nám hjá Fern- ando Germani í Róm. Hún innrit- aðist í tónlistarháskólann í Búda- pest 1976 og lauk þaðan burtfar- arprófi sem tónskáld, kennari og einleikari árið 1982. Hún var org- anisti við Buda-söfnuðinn í Búda- pest frá 1977. Frá 1990 kenndi hún einnig við tónlistarháskólann í Búdapest. Frá nóvember 1993 hefur Katalin verið organisti við Akraneskirkju. Hún hefur komið fram á orgeltónleikum í Ungveija- landi og í mörgum löndum Evrópu en einnig í Austurlöndum fjær. -----»-■»-♦--- Nýlistasafnið Stutt tilrauna- myndverk NOKKRAR kvikmyndir eftir Karolu Schlegelmilch verða sýndar í Nýlistasafninu sunnudaginn 28. ágúst kl. 22.30. Karola er mynd- listar- og kvikmyndagerðarkona frá Berlín. Jafnhliða öðrum listm- iðlum hefur hún nú um fimm ára skeið unnið að gerð kvikmynda. Kvikmyndir hennar eru stutt til- rauna myndverk unnin á 16 mm fiimu og falla í flokk kvikmynda sem lítið sjást hér á landi „experi- mental film“. Stuttmyndir hennar hafa verið sýndar á fjölmörgum kvikmynda- hátíðum og nýjasta mynd hennar Vom Sterneschneutzen vann tvenn alþjóðleg verðlaun. í Nýlistasafn- inu mun hún sýna fjórar af sínum þekktustu kvikmyndum en þær voru áður sýndar í Háskólabíó í sl. viku. Karola hefur dvalið sem gesta- listamaður í Listamiðstöðinni í Straumi síðastliðna fjóra mánuði en hún er einnig með sýningu á ljósmyndaverkum sínum í sýning- arsalnum Portið í Hafnarfirði. Sýningin stendur til 28. ágúst og er opin daglega frá kl. 14.00- 18.00. Vertu með - draumurinn gæti orðið að veruleika! tmldnr /. mmiimtr t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.