Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 17 ÉRLENT Hálf öld frá frelsun Parísar PARÍS var uppljómuð af flugeldum aðfaranótt föstudags, og hér skreyta þeir ráðhús borgarinn- ar. Tilefnið var að hálf öld var liðin síðan borgin var frelsuð undan hernámi nasista. Mörg hundr- uð þúsund Parísarbúa dönsuðu á götum úti, Concorde-torgið var þéttskipað og lýst upp með rauð- um, hvítum og bláum flóðljósum, litunum í franska fánanum. Ásakanir um smygl á geislavirkum efnum frá Rússlandi Reynt að spilla samskipt- um Rússa og Þjóðverja? Moskvu. Bonn. Reuter. ASAKANIR Vesturlanda um að plútoni, sem nothæft er í kjam- orkuvopn, hafi verið smyglað frá Rússlandi, eru tilraun til að spilla samskiptum Rússa og Þjóðverja, að mati Sergejs Stepashíns, yfir- manns gagnnjósna Rússa. I viðtali við sjónvarpsstöð Samveldisins sagði Stepashín að eftirlit með þeim stöðum þar sem geislavirk efni væru geymd, væri nægilega strangt til að útiloka stuld á þeim. Stepashín sagði ákveðin öfl í Rússlandi, Þýskalandi og öðrum löndum, vera andvíg efnahags- og stjórnmálatengslum landanna Rússar segja eftir- litið nógu strangt til að útiloka stuld tveggja. Það ætti ekki síst við um persónuleg samskipti Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands og Borísar Jeltsín, Rússlandsforseta, sem Stepashín sagði vinsamleg, jafnvel góð . Smygl ekki sett á svið Leiðtogi þýskra Sósíaldemó- krata (SPD), Rudolf Scharping, dró í gær til baka ásakanir aðstoð- armanns síns þess efnis að þýska stjórnin hefði sett á svið smygl á plútoníumi, sem komið var upp um fyrir skömmu. Scharping neitaði að svara hvort hann tryði ásökun- um aðstoðarmannsins, sagði að- eins að enn væri mörgu ósvarað um lögregluaðgerðina, sem varð til þess að upp komst um smyglið. Þá lýstu Hvít-Rússar því yfir í gær að þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir að smygl á geislavirkum efnum tengdist landinu, en Hvít- Rússar framleiða ekki plútoníum. Öldungadeild Bandaríkjaþings sam- þykkir hegningarlög Einn mikilvæg- asti sigur Clint- ons í embætti Washington. Reuter. FRUMVARP Bills Clintons, Bandaríkjaforseta, til nýrra hegningarlaga var samþykkt í öldungadeild þingsins á fimmtudagskvöld með 61 at- kvæði gegn 38, og verður því að lögum. Sex þingmenn repúblikana, og 55 menn demókrata greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 60 at- kvæði þurfti til að frumvarpið yrði samþykkt. Einn demókrati og 38 repúblikanar voru andvígir. Samþykktin er einn mesti sigur sem Clint- on hefur unnið í embættistíð sinni, en mikill hnekkir fyrir félag skot- vopnaeigenda, sem voru andvígir frumvarpinu, vegna þess að í því er kveðið á um bann við sölu á 19 hálfsjálfvirkum skotvopnum. Fulltrúadeild þingsins samþykkti frumvarpið á sunnudaginn, og á mánudag kom það til umræðu í öldungadeildinni. Repúblikanar höfðu síðan þá reynt að ná fram atkvæðagreiðslu um breytingatil- lögur sínar við frumvarpið. Vildu þeir skera niður útgjöld og herða ákvæði um hegningar. En odda- maður meirihluta demókrata í deild- inni, George Mitchell, setti þeim stólinn fyrir dymar. Fleiri lögregluþjónar í yfirlýsingu frá forsetanum sagði að lögin myndu auka öryggi fólks allstaðar í Bandaríkjunum, og sú eining sem ríkt hefði milli beggja flokka um samþykktina hlyti að vekja með þjóðinni von um að stjórnmálamennirnir sem hún hefði kosið væru starfi sínu vaxnir. Oddamaður repúblikana, Bob Dole, sagðist harma að sér hefði mistekist, sem leiðtoga, að sameina þingmenn flokksins gegn frumvarp- inu. Auk bannsins við skotvopnunum er í lögunum kveðið á um aukin útgjöld til löggæslu, svo fjölga megi lögregluþjónum um eitt hundrað þúsund á næstu fimm árum; byggja fleiri fangelsi og gera ráðstafanir til þess að fyrirbyggja glæpi. Þá er kveðið á um, að þeir sem hafa þrisvar framið alvarlega glæpi skuli dæmdir í ævilangt fangelsi. Tefur heilbrigðisumbætur Sá tími, sem afgreiðsla frum- varpsins hefur tekið, hefur tafið framgang endurbóta sem forsetinn vill gera í heilbrigðismálum, og eru demókratar þeirra skoðunar að þær tafir hafi verið hið eiginlega mark- mið repúblikana með því að þæfa málin í umræðum um hegningarlög- in. -----» ♦ ♦----- ESB-aðild Svía Stuðnings- menn í meiri- hluta Stokkhólmi. Reuter. STUÐNINGSMENN aðildar Sví- þjóðar að Evrópusambandinu, ESB, eru nú ívið fleiri en andstæðingarn- ir, ef marka má nýja skoðanakönn- un Gallups. Er þetta í fyrsta sinn í marga mánuði sem andstaðan hefur ekki yfirhöndina. Könnunin birtist í gær í dagblað- inu Expressen. Samkvæmt henni eru 40% aðspurðra hlynnt aðild en 37% á móti. 23% sögðust ekki enn hafa gert upp hug sinn. Þjóðarat- kvæði um aðildarsamning Svía við sambandið verður 13. nóvember nk. og tveim vikum síðar kjósa Norð- menn um aðild. Friðarumleitanir á Norður-írlandi „Sögulegt tæki- færiu til staðar Belfast. Reuter. FÉLAGAR í sendinefnd nokkurra Bandaríkjamanna af írskum uppruna ræddu við fulltrúa Sinn Fein, hins pólitíska arms írska lýðveldishersins, IRA, í gær um horfur á friði á Norð- ur-írlandi og sögðu viðræðurnar hafa verið mjög gagnlegar. Mennirnir vilja að IRA lýsi yfir vopnahléi í barátt- unni við bresk yfirvöld í héraðinu. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, var einnig bjartsýnn eftir fundinn og sagði að nú væru „sögulegt tæki- færi“ til að koma á friði í héraðinu. Bandaríkjamenn af írskum upp- runa eru tugir milljóna og margir áhugasamir um málefni N-írlands. Auk stjómmálamanna eru í nefndinni verkalýðsleiðtogar og fjármálamenn. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hét því áður en hann var kjörinn að beita sér fyrir samningum milli breskra stjóm- valda og fulltrúa kaþólikka á N- írlandi en nefndin er þó ekki á vegum stjómvalda í Washington. Lengi hefur verið á kreiki orðróm- ur um að IRA-samtökin, sem skipuð eru kaþólikkum, hygðust boða ein- hliða vopnahlé í 25 ára baráttu sinni við breska herliðið á Norður-írlandi. Stjórnir jafnt írlands sem Bretlands hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um málamiðlun í deilum N-íra en setja sem skilyrði fyrir viðræðum við Sinn Fein að IRA bindi fyrst enda á hermdarverk sín. Auðveldara að berjast? Sagt er að IRA telji nú að með vopnahléi gæti tekist að auka veg Sinn Fein, sem fengið hefur lítið fylgi í almennum kosningum, og þannig verði hægt að þvinga stjómvöld Breta og íra til að taka meira tillit til krafna IRA við samninga um framtíðarskip- an mála í héraðinu. IRA vill að N- írland, sem nú er hluti breska kon- ungsríkisins, sameinist Irlandi. Einn nefndarmannanna sex, út- gefandinn Niall O’Dowd, sagði IRA í einlægni leita að leið út úr átökun- um og stutt væri í að lausn fyndist á deilunum. „Þetta er ekki auðvelt verkefni og kannski er miklu erfíðara fyrir samtök af þessu tagi að semja um frið en heyja stríð“, sagði hann í viðtali við breska útvarpið, BBC. Höfum opnað stórglæsilega verslun á 1. Itæð í Borgarkringlunni. Nældu þér í opnunar- og kynningartilboð á frábærum vörum NECESSITY. Hiá okkur færð bu heitustu fötjn Ótrúlegt úrval, Verðdæmi: REPEAT BASIC CUT gallabuxur........................ kr. 2.990,- REPEAT ROUCH CUT gailabuxur ........................ kr. 3.490,- T-bolir............................................ frá kr. 490,- Leggings.............................................frá kr. 990,- MONA blússur.........................................frá kr. 2.490,- Peysur...............................................frá kr. 2.490,- CHA*CHA kjólac.......................................frá kr. 3.490,- Úlpur og jakkar.................................... frá kr. 3.690,- CHA'CHA víðar buxuti................................ kr. 2.490,- o.fl., o.fl., o.fl., o.fl. í dag sýna Módel '79 það heitasta í haustlínu NECESSITY og nemendur úr Dansskóla Auðar Haralds koma og skemmta gestum og gangandi. & ar p NECESSITY — HEITT CHi ODYRT ,cha*cha - days of image clothing“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.