Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur bróðir okkar og mágur, ÓLAFUR ÓLAFSSON vélstjóri, Snælandi 5, andaðist í Vífilsstaðaspítala 25. ágúst. Ásta Ó. Beck, Gyða Ólafsdóttir, Gunnar H. Ólafsson, Ása Yngvarsdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, EIRÍKUR KRISTÓFERSSON fyrrverandi skipherra, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Bergljót Eiríksdóttir, Jakobína S. Sigurðardóttir, Eiríkur Eiríksson, Sigrfður Aðalsteinsdóttir og aðrir aðstandendur. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR (Gógó) hárgreiðslumeistari, Austurbrún 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Emilfa Jónsdóttir, Björn Ágúst Einarsson, Einar H. Björnsson, Helga Björnsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, systur og dóttur, BRYNHILDAR SIGURÐARDÓTTUR kennara, Urðarstíg 4. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Ólafur Þórðarson, Þórður Ólafsson, Þorvarður Ólafsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Helga Sigurðardóttir. Soffía Jónsdóttir, Sigurður Þorvarðarson, t Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, sonar, föður og tengdaföður, HÓLMSTEINS GUÐMUNDSSONAR, Traðarlandi 18, Bolungarvik. Þóra Hallsdóttir, Guðmundur Rósmundsson, Lilja Ólafsdóttir, Ari Hólmsteinsson, Kristfn Ósk Jónasdóttir, Jenný Hólmsteinsdóttir, Birgir Gilbertsson, Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföð- ur, afa og langafa, JÓNS ÓLASONAR frá Skógum. Sigrfður Guðmundsdóttir, Árný Jónsdóttir, Vilhelm Steinarsson, Árni Þór Jónsson, Gunnþóra S. Jónsdóttir, Óli Guðmundur Jónsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Kristveig Árnadóttir, Gunnar Indriðason, Katrfn Árnadóttir, Yngvi Jónsson, Gunnar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, VALBORGAR JÓNSDÓTTUR, Lækjargötu 7, Akureyri. Jóngeir Magnússon, Hafdís Pétursdóttir, Karl Fr. Magnússon, Karolína Stefánsdóttir, Ragnheiður Magnúsdóttir, Steindór Hermannsson, Þorgrímur Magnússon, Ragna Þórarinsdóttir, Svava Maggý Magnúsdóttir, Unnsteinn Steinþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ASTA KRISTIN DAVIÐSDOTTIR + Ásta Kristín Davíðsdóttir fæddist 1. september 1912 að Litlu-Þúfu í Miklaholts- hreppi. Hún lést 11. ágúst síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 19. ágúst. ELSKU „Ástamma" okkar, þú munt alltaf skipa stóran sess í hjarta okkar og eiga ást okkar. Þar sem við búum í Noregi gátum við ekki hitt þig mjög oft en það varst þú sem yið söknuðum og elsk- uðum mest á íslandi. Er við komum til landsins vildum við alltaf hitta þig fyrst. Þú varst alltaf svo góð og hlý og vildir allt fyrir okkur gera. Ein minning lifir þó skýrast með mér. Þetta var er ég var pínu- lítil og við bjuggum í Kópavogi. Árla morguns, áður en mamma vaknaði, dreif ég mig á fætur, klæddi mig sjálf. Árangurinn var ekki mjög góður, sitt hvor sokkur- inn og öfug peysan. í langferð var lagt upp í til þess að heimsækja ömmu og fá hjá henni kakósúpu. Oft hefur þú sagt mér frá þessu síðan. Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að laga svona kakó- súpu en aldrei verður hún eins góð og hjá þér því þú hefur örugglega notað hluta af sjálfri þér í elda- mennskuna. Ég man líka vel eftir því er Ásta frænka kom með fyrsta hestinn sinn til þín. Við lögðumst á eitt og reyndum mikið til að fá þig á bak. Áð lokum tókst það en varði ekki lengi. Þú rúllaðir af baki og við veltumst um af hlátri. Þú varst dálítill prakkari í þér og það þótti okkur barnabörnunum stór kostur. Elsku „Ástamma" þú varst svo góð og skemmtileg. Það er mjög sárt að þú skulir vera farin en við Svandís lifum með minning- arnar. Við munum aldrei gleyma þér. Guð geymi þig. Astarkveðja frá Ingu og Svandísi í Noregi. Ásta var amma hennar Höllu vinkonu minnar og þannig þekkti ég hana. Hún var fjörug og glað- sinna kona og ósínk á að deila með okkur ungu stúlkunum lífsreynslu sinni, góðri jafnt sem slæmri. Þær voru ófáar stundirnar sem við Halla eyddum á unglingsárun- um í Fannborginni hjá Ástu, enda bæði stutt að fara eftir skóla og við ætíð velkomnar. Hvort við spil- uðum Homafjarðarmanna, kjöftuð- um eða bara horfðum á sjónvarpið skipti ekki máli, hjá Ástu var alltaf gott að vera, enda lá nærri að maður ætti annað heimili hjá henni. Eftir að við Halla uxum úr grasi og Ásta flutti á Hrafnistu hitti ég hana ekki oft. Það var þó síðast fyrir mánuði sem ég fór með Höllu að heimsækja hana. Hún var þá orðin ósköp lúin og hefur því sjálf- sagt orðið hvíldinni fegin. I nútímasamfélagi okkar er það ekki oft sem manni gefst tækifæri til að umgangast sér svo eldra fólk sem Ásta var og verður hún því alltaf einstök í mínum huga. Að leiðarlokum kann ég Ástu bestu þökk fyrir gestrisnina. Megi hún hvíla í friði. Glóey Finnsdóttir. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs unnusta míns, sonar okkar, tengdasonar, bróður, mágs og barnabarns, SÆMUNDAR BJÖRNSSONAR, Ránarbraut 9, Vík, til heimilis að Leikskálum, Dalasýslu. Kristfn G. Ólafsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Nanna Hjaltadóttir, Matthías Björnsson, Ingi Már Björnsson, Jóna Þórðardóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Björn Sæmundsson, Ólafur Guðjónsson, Hafdís Þorvaldsdóttir, Matthfas Einarsson, Sæmundur Björnsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföð- ur, bróður, afa og langafa, SIGURJÓNS ILLUGASONAR, Höfðagrund 9, Akranesi. Gunnar Jón Sigurjónsson, Kristný Pétursdóttir, Leopold H. Sigurðsson, Sigurlaug R. Sævarsdóttir, Einar B. ísleifsson, Eydís Rut Gunnarsdóttir, Þorsteinn Benonýsson, Sævar Jón Gunnarsson, Guðmundur G. Guðmundsson og barnabarnabörn. ROYAL GREENLAND A/S LEITAR AÐ Framleiðsluforstjóra STAÐAN: Forstjóri framleiðsludeildar ber, í samvinnu við samsteypustjómina, ábyrgð á allri framleiðslu í landi á Grænlandi. Ábyrgðarsvið nær til hráefnisúthlutunar til verksmiðjanna, lestun fullunninnar vöru, eftirlit með rekstri og skýrslugerð, fjárhagsáætlunargerð og framleiðsluskipulagningu og tæknilegu viðhaldi. Þetta er krefjandi starf í mjög öflugu, alþjóðlegu fyrirtæki. Reikna má með þó nokkrum ferðalögum, aðallega innan Grænlands. Ráðningarkjör munu samsvara kröfunum. Ráðningart/mi eins fljótt og hægt er. Búseta f Nuuk f Grænlandi. FRAMLEIÐSLUDEILDIN: Framleiðsludeildin sér um alla framleiðslu f landi, á Grænlandi, og er framleiðslusvæðinu skipt í 5 landsvæði með alls 60 framleiðslustöðum. 900 manns starfa í deildinni og veltan er 800 milljónir dkr. Aðalframleiðsluhráefnið er rækjur, en einnig er framleitt úr ýmsum fisktegundum, s.s. lúðu, þorski o.fl. KRÖFUR: Mikil reynsla innan fiskiðnaðar. Góðir samstarfshæfileikar ásamt góðum viðskiptahæfileikum og -skilningi. Gott skynbragð á tækni- og fjárhagsmálum. Þarf að tala eitt skandinavískt tungumál og ensku. Aldur: 30—50 ár. Umsóknir, sem farið verður með sem trúnaðarmál, sendist f sfðasta lagi 15. september 1994 til: Management Strategy & Search v/Ejvind Skov Bjergevej 17A, DK-5600 FSborg, Sími: 90 45 62 61 75 75, og er þar einnig hægt að fá nánari upplýsingar. RoyalGreenland' Hjá Royal GreenlandA/S starfa ca 3.000 manns við, framleiðslu og sölu á grœnlenskri gœðavöru fyrir heimsmarkað. Samsteypan á í dag togaraflota með 8 togveiðiskipum svo og 16 nýtískulegar verksmiðjur í Grœnlandi og 2 verksmiðjur og stöð til urriðaeldis í Danmörku o hefur útibú í Englandi, Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, Japan og á Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.