Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR List í Spektarhúsi MYNPLIST Málvcrk SAMSÝNING í SPEKTAR- HÚSI SEX MYNDLISTARMENN Opið kl. 14-18 alla daga nema mánu- daga. Aðgangur ókeypis. NÝTT listhús hefur verið opnað á Vesturgötu 17, og hefur hlotið hið óvenjulega nafn Spektarhús, sem vísar jafnt til rósemdar og visku. Raunar var þarna fyrir nokkrum árum sýningarsalur, með nafnið Listhús, en hann varð að víkja fyrir annarri starfsemi. Sjálf salarkynnin eru mjög vistleg og vel fallin til sýningahalds, en rekstur sýningarsala er hinn þráláti höfuðverkur, sem ber flesta ofurliði fýrr eða síðar. Hér kemur til smæð þjóðfélagsins og hið mikla umrót sem hefur einkennt það á undan- gengnum árum. Þó er það von mín að hinu metnaðargjama og vel menntaða unga fólki, sem er nýir eigendur salarins, takist að jarð- tengja hann í vitund fólks. Listmálarafélagið tengdist L.ist- húsi, sem og öðrum listrænum fram- kvæmdum í húsinu, og fyrsta sýning í enduropnuðum salarkynnunum minnir sterklega á þá staðreynd, því Qórir af sex sýnendum eru stofnend- ur félagsins, þ.e. Einar Hákonarson, Elías B. Halldórsson, Jóhannes Jó- hannesson og Kjartan Guðjónsson. En svo hafa menn styrkt liðið með tveim nafnkenndum listakonum, Björgn Þorsteinsdóttur og Guðrúnu Kristjánsdóttur. Allir sanna þessir listamenn stöðu sína og styrk, án þess að myndlistar- verkin segi okkur mikil ný tíðindi, og óspektir á myndfleti eru hér víðs fjarri. Þannig byggjast myndir Bjargar Þorsteinsdóttur á vel þekkt- um táknum úr myndheimi hennar, en að þessu sinni minna málverkin ekki svo lítið á vefi fyrir hina mjúku efniskennd, og Einar Hákonarson er með verk sem minna sterklega á það sem hann sýndi í Hafnarborg fyrr á árinu. Helst má sjá breytingar í verkum Elíasar B. Halldórssonar og hinir græntóna dúkar hans eru verðir allrar athygli, einkum „Tungl- björt nótt“ (9) og „Tindrar í augum“ (12). Guðrún Kristjánsdóttir hefur komið sér upp sérstæðum stíl, sem er í tengslum við útlínur sjónhrings- ins, og hér var það málverkið „Form í landi" (17) sem einna helst höfðaði til mín fyrir áleitna efniskennd litar- ins og jafnvægi myndbyggingarinn- ar. En rauða ræman efst til vinstri virðist þó hafa giska lítinn tilgang. Þeir félagar úr Septembersýn- ingahópnum Kjartan Guðjónsson og Jóhannes Jóhannesson spila á þá liti og form, sem þeim eru eiginlegir, og myndir þeirra eru auðþekkjanleg- ar í langri fjarlægð, sem kemur helst fram í myndunum „Refill" (10), eft- ir Kjartan, og „Flug“ (4), eftir Jó- hannes. Listrýnirinn freistast til að draga þá ályktun, að í raun sé sjöundi sýnandinn í húsakynnunum, sem jafnframt er hinn alltyfirgnæf- andi senuþjófur, og er það sjálft gólfteppið sem er einstaklega frá- hrindandi og óaðlaðandi. Telur hann það mjög misráðið að opna hinn ágæta sal áður en hér var ráðin bót á. Möguleikarnir eru margir og jafn- vel ódýrt trégólf hefði lyft sýning- unni í mun hærri hæðir. Ég vakti athygli á þessu á sínum tíma, og ýmsir sem ég hef hitt á förnum vegi hafa að fyrra bragði vikið að þessu í sambandi við téða sýningu. Á staðnum er innrömmunarverk- stæði og er ekki að efa að það sé í hæsta gæðaflokki, því eigendurnir eru útlærðir í forvörslu málverka og mönnum stendur einnig til boða að nýta þá þekkingu þeirra. Bragi Ásgeirsson. Akranes Kristinn Sig- mundsson með tónleika KRISTINN Sigmundsson og Jón- as Ingimundarson halda tónleika í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi 29. ágúst kl. 20.30. Á tón- leikunum flytja þeir íslensk og erlend lög og aríur af ýmsu tagi. Kristinn Sigmundsson var búsettur í Þýska- landi frá árinu 1989 til síðustu ára- móta. Hann hefur undanfarið verið tíður gestur í erlendum óperuhúsum, svo sem Wiesbaden, Stuttgart, Köln, Hamborg, Dresden, Dusseldorf, Barcelona, Genf, Flórens, Stokk- hólmi og París svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur tekið þátt í hljóðritunum með þekktum hijómsveitum, svo sem Drottningarhljómsveitinni sænsku, Hljómsveit átjándu aldarinnar og Sinfóníuhljómsveit Berlínar. Á næst- unni mun hann syngja eitt af aðal- hlutverkunum í óperunni Selda brúð- urin eftir Smetana í Genf og hlut- verk Mefistolesar í Fordæming Fásts eftir Berlioz í París en nýverið undir- ritaði hann samning við Scala-Óper- una í Mílanó en þar mun hann syngja eitt af burðarhlutverkunum í Rínar- gulli Wagners. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 759. þáttur Mas og þras Vandlega þurfum við að gæta hins sígilda, sagnsterka stíls góðrar íslensku. Hann lærum við líklega best af íslendingasögun- um. En nú dynur á okkur nafn- orðahröngl það sem enskumæl- andi menn temja sér og þeir mega að sjálfsögðu hafa mín vegna. Oft les ég og heyri þá ensku sem ég ímynda mér að sé falleg. En ég ætla aðeins að taka dæmi um það sem ég vildi sagt hafa. Bíll er sagður góður m.a. „vegna lágrar bilanatíðni". Þama er engin sögn en þrjú nafnyrði, lýsingarorðið lágur og tvö eigin- leg nafnorð sem annað bítur í sporð hins: bilun og tíðni. Hið síðara er tiltölulega ungt nýyrði fyrir erlenda orðið „frekvens“. Væri ekki áhrifameira í aug- lýsingu að segja um bflinn: Bilar sjaldan, heldur en flatneskjuna „vegna lágrar bilanatíðni"? Próf- ið þið bara. Og úr því að talið barst að auglýsingum: Við bætum ekki gæði. Þau eru góð í sjálfum sér og heita þess vegna gæði. Við „bætum því ekki gæði þjón- ustunnar", en þjónustuna sjálfa gætum við bætt og jafnvel reynt að auka gæðin. Við skulum um- fram allt ekki gleyma því, að quality í ensku (lat. qualitas) merkir einkum eiginleikar, eðli. Geta félög smitast af veiru- sjúkdómi? Þessa er spurt vegna þess að þráfaldlega er talað um að svo og svo margir einstakling- ar hafi smitast af þessu eða hinu. Voru það ekki menn sem smituð- ust? Var það ekki svo einfalt? Vingjarnleg skýring á öllu þessu einstaklingstali væri ef til vill sú, að menn væru að reyna að forð- ast aðilaæðið. Þar er nýjasta „snilliyrðið" valdaaðilar. Mjög lítil þörf nýyrðis er á þessum stað, eða hafa menn gleymt orðum eins og valdsmenn, yfirvöld, valdhafar, stjórnendur, yfir- menn og höfðingjar? Yfirmönnum er því vant, undirsátamir hnýsa grannt eftir því sem fyrir augun ber. Auðnæmast þó hið vonda er. Hvað höfðingjamir hafast að, hinir meina sér leyfist það. (Pass. 22,10.) ★ Og þá tekur Ömólfur Thorlac- ius við, okkur til fróðleiks og menntunar: „Kæri Gísli! Það eru víst fleiri en frelsarinn sem ganga á vatni. Farfuglarnir bregða líka fyrir sig betri fætin- um á leið yfir hafið, ef marka má Framsókn, blað Framsóknar- félags Grindavíkur, en leiðari annars tölublaðs þess, er út kom fyrir kosningar til bæja- og sveitastjórna nú í ár, hefst á þess- um orðum: „Vorboðinn ljúfi er genginn í garð“. Frumgerð ljóðsins sem vitnað er í, eins og hún er birt í Skýring- um og skrám, fjórða bindi heild- arútgáfu af ritum Jónasar Hall- grímssonar í ritstjóm Hauks Hannessonar, Páls Valssonar og Sveins Yngva Egilssonar, er svona: Söngvarinn ljúfí, fuglinn trúr sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í lágan dal að kveða kvæðin þín, heilsaðu einkum ef að fyrir ber engil með húfu og grænan skúf í peysu; þröstur minn góður! það er stúlkan mín. Sjálfsagt er lokagerð ljóðsins í heild betri, en léttir hefði það orðið leiðarahöfundi og okkur framsóknarmönnum öðmm ef Jónas hefði leyft litnum á skúfn- um í peysu stúlkunnar að halda sér. Svo ég bregði nú fyrir mig nútímamáli þá tek ég ógeðslega undir geðvonskutal ykkar mál- farsráðunauta ríkisútvarpsins um þessa tíma- og ótímabæru aðila. Nýlega mátti í Tímanum, að mig minnir í fyrirsögn á bak- síðu, lesa um „samkeppnisaðila“. Einu sinni hétu þeir keppinautar. Einnig tek ég undir það að Is- lendingar, búsettir og staddir (staðsettir, svo aftur sé brúkað nútímamál) hérlendis, geta ekki sótt landið heim, eins og ferða- málafrömuðir („aðilar ferða- mannaiðnaðar?") hvetja okkur til að gera. Látum þetta nægja um heim- sóknir vorboðans ljúfa og heima- manna hingað til lands. Miklu er til - kostað að gera auglýsingar sem best úr garði, allt þar til kemur að málfarinu. Þá er eins og féð sé á þrotum. Nýjung í farsímakerfi Pósts og síma er til dæmis auglýst svona aftan á Sjónvarpsvísi Stöðvar tvö, sem mér sýnist að sé fjórða útbreiddasta rit landsins (á eftir Símaskránni, Morgunblaðinu og Biblíunni): „Þeir sem vilja nota farsímann í frítíma sínum . . . býðst nú að greiða lægra stofn- og ársfjórðungsgjald . . .“ Og nánari upplýsingar eru veittar hjá söluaðilum farsíma. Hvers vegna ekki seljenduml Get ég krafið kaupanda farsíma um nán- ari upplýsingar? Hann er væntan- lega aðili að sölunni, rétt eins og Póstur og sími og umboðsmenn (,,umboðsaðilar?“) stofnunarinn- ar. („Der skal to til“, er sagt að íslenskur mektarmaður hafi svar- að konu sinni danskri þegar hún tilkynnti að ófögur dóttir þeirra (sem að sjálfsögðu tók svipinn úr móðurætt) þyrfti að giftast.) Er til of mikils ætlast að stofn- un sem veltir milljónum hafí ráð á því að koma auglýsingum frá sér málvillu- og ambögulaust? Og ber auglýsingastofa enga ábyrgð á því lesmáli sem lagt er til grundvallar dýrri uppsetningu, litgreiningu o.s.frv.? Ég bara meina það, svo ég grípi enn til nútímamáls. I fréttum Ríkisútvarps var þetta lesið að kvöldi 4. júlí: „Litlu mátti muna að ekki yrði stór- tjón...“ Mér sýnist að þetta sé „ekki óvitlaust". Margt hefur breyst við hrun kommúnismans fyrir austan, en varla kompásinn. Samt ræddi einn af ráðherrunum í nítján-nítj- án 9. júlí um ástandið „í löndum fyrrum Austur-Evrópu". Lifðu heill." ★ Vilfríður vestan kvað: Hún Marsibil Meyvantsen skundar við Myglaða-Kobba til fundar svo langt frá því tæk og svo logandi stæk, að það hnerruðu að henni hundar. P.s. Umsjónarmaður verður að játa að hann skildi illa orðið „flott-rollsveiðar“ við fyrstu sýn. Listasafn Signijóns Ólafssonar Þijú tónverk fyrir fiðlu og píanó NICHOLAS Milton fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleik- ari leika í Listasafni Siguijóns Ólafs- sonar þriðjudaginn 30. ágúst nk. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og á efnisskrá eru eftirtalin verk: Vorsónatan eftir Ludwig van Beet- hoven, Sónanta fyrir fiðlu og píanó eftir Claude Debussy og Rapsódía nr. 1 fyrir fiðlu og píanó eftir Béla Bartok. Nicholas Milton Ástralsk-franski fiðluleikarinn Nicholas Milton stundaði tónlist- arnám við Sydney Conservatorium og Victorian College of the Arts. Hann kom til Bandaríkjanna árið 1987 sem gestanemi í boði Michigan State University og lauk masters- námi þar árið 1989. Nicholas hefur unnið til fjölmargra verðlauna m.a. gullverðlaun í Sleider fiðlukeppninni 1989, Naumburg Scholarship (1991) frá Juilliard tónlistarskólanum og Felix Salzer Technique of Music Award (1994) frá Mannes College of Music í New York. Nicholas hefur komið fram víða á einleiks- og kammertónleikum m.a. í Weill hljómleikasalnum í Camegie Hall og Avery Fischer Hall í Loncoln Center listamiðstöðinni í New York. Nichol- as stundar nú doktorsnám í fíðluleik við City University of New York en starfar að auki við Mannes College of Music og New York Chamber Symphony. Nína Margrét Grímsdóttir Nína Margrét Grímsdóttir stund- aði tónlistamám við Tónmenntaskól- ann og Tónlistarskólann í Reykjavík. Að loknu einleikaraprófí stundaði hún framhaldsnám við City Univers- ity í London og Mannes College of Music í New York. Nína Margét hefur komið víða fram sem einleik- ari og í samleik. Hún hefur enn frem- ur skrifað greinar um íslenska píanó- tónlist og um gildi tónlistar fyrir þroska tilfínninga og vitsmuna. Nína Margrét hlaut styrk á síðasti ári úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen og úr sjóði Helenu Rubinstein. Hún stundar nú doktorsnám í píanóleik við City University of New York og vinnur meðal annars að rannsóknum um þróun píanóleiks á íslandi auk þess að starfa við Bloomingdale tón- listarskólann í New York. Nicholas og Nína Margrét hafa starfað saman í eitt ár og komið víða fram á New York svæðinu. Þau hafa verið ráðin sem starfandi dúó (artist-duo-in- residence) við Bloomingdale tónlist- arskólann í New York. Kammertónleikum lokið Kirkjubæjarklaustri - Árlegir kammertónleikar fóru fram á Kirkjubæjarklaustri um helgina. Það voru tónlistarmennirnir Bryndís Halla Gylfadóttir, Edda Eriendsdóttir, Einar Jóhannes- son, Einar Steen-Nökleberg, Geir Inge Lotsberg, Helga Þórarins- dóttir og Þóra Einarsdóttir, sem fluttu tónverkin. Góð aðsókn var að tónleikunum, því um 250 manns hlýddu á þá. Menningar- málanefnd Skaftárhrepps stend- ur að þessum tónleikum í sam- vinnu við Eddu Erlendsdóttur, píanóleikara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.