Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ pltrgmttMaliil STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavik. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ;.ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- ístofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. BATI í SJÓNMÁLI ÞJÓÐHAGSSTOFNUN spáði því í marzmánuði að lands- framleiðsla myndi dragast saman um 1% á líðandi ári. Endurskoðuð spá í júnímánuði leiddi líkur að því að lands- framleiðslan stæði í stað frá fyrra ári. Fyrir fáeinum dögum sagði forstjóri Þjóðhagsstofnunar í viðtali við Morgunblaðið, að flest benti til þess að það yrði einhver hagvöxtur á ár- inu. Þessar spár spegla hægan efnahagsbata í þjóðarbú- skapnum. Batinn hefur einnig sagt til sín í skánandi afkomu ríkis- sjóðs. Fjármálaráðuneytið hafði gert ráð fyrir 5,8 milljarða króna halla í rekstri ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Gjöld umfram tekjur urðu hins vegar 4,7 milljarðar króna, eða rúmum milljarði minni. Skárri afkoma skýrist einkum af því að tekjur ríkissjóðs urðu 1,4 milljörðum króna meiri á tímabilinu en búizt var við. Tekjuaukinn var að stærstum hluta í hærri tekju- og virðisaukasköttum frá atvinnulífinu. Spár um atvinnuleysi á árinu 1994 vísa og til sömu átt- ar. Spáð var 5,5% atvinnuleysi í marz, 5,2% í júlí og allt niður í 4,7% atvinnuleysi á ársgrundvelli í ágúst. Reyndar fækk- aði atvinnuleysisdögum í júlí síðastliðnum um 25.000 frá því í júní, m.a. vegna sérstakra átaksverkefna og vaxandi vinnu- framboðs í einstökum atvinnugreinum. Það munar um minna í ljósi þess að greiddar atvinnuleysisbætur námu 2.550 m.kr. á árinu 1993, sem svarar til um 600 m.kr. bótagreiðslna fyrir hvert prósentustig í atvinnuleysi að mati Ríkisendur- skoðunar. Þróunin í viðskiptum við umheiminn hefur og gengið okk- ur í haginn síðustu misserin og er óumdeilt batatákn. Jafn- vægi náðist í viðskiptum við útlönd árið 1993, í fyrsta sinn um árabil. Á seinni hluta liðins árs og fyrri hluta Iíðandi árs náðist í fyrsta sinn á síðustu 25 árum jákvæður viðskipta- jöfnuður í 12 mánuði samfellt. Raunar hefur viðskiptajöfnuð- ur einungis orðið jákvæður sjö sinnum frá lokum síðari heims- styrjaldar. Halli á viðskiptajöfnuði á drjúgan hlut að erlendri skulda- söfnun okkar síðustu áratugi. Árið 1992 nam þessi halli 12 milljörðum króna, eða 3,1% af Iandsframleiðslu. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 1993 nam afgangur á viðskipta- jöfnuði hins vegar rúmlega 300 m.kr. eða 0,1% af landsfram- leiðslu. Vöruskiptajöfnuðurinn 1992 var jákvæður um 12,3 milljarða króna. Þjónustujöfnuðurinn var einnig jákvæður, að vaxtagreiðslum undanskildum, um 2,4 milljarða króna. Á móti þessum afgangi í vöru- og þjónustuviðskiptum var halli á vaxtajöfnuði 14,4 milljarðar króna. Það er því gleðiefni að í kjölfar batnandi viðskiptajöfnuðar síðustu misseri lækkuðu hreinar erlendar skuldir landsmanna á fyrri hluta þessa árs um einn og hálfan milljarð króna, að því er fram kom í fréttaviðtali Ríkisútvarpsins við Jakob Gunnlaugsson hjá Seðlabankanum, sem fjallaði um jákvæðan viðskiptajöfnuð og minnkandi erlendar skuldir. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar spáir í viðtali við Morgunblað- ið á dögunum þriggja milljarða afgangi á viðskiptajöfnuði líðandi árs, sem er umtalsverð breyting til hins betra. Þess- ar spár um hægan hagvöxt á líðandi ári, minnkandi atvinnu- leysi, vaxandi tekjur ríkissjóðs af umsvifum í atvinnulífinu og jákvæðan viðskiptajöfnuð, benda til þess að þjóðarbúskap- urinn sé að komast í jafnvægi á nýjan leik. Rétt er þó að undirstrika að batinn er á ýmsan hátt sýnd veiði en ekki gefin. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar lagði áherzlu á það í við- talinu að við „séum síður en svo að tala um einhvern góðær- issprett. Efnahagslífinu miðar í rétta átt eins og víða ann- ars staðar. Þetta er svona í takt við það sem er að gerast í öðrum löndum ... Við erum að tala um hægan bata eftir stöðnunartímabil." Ástæður batans eru af ýmsum toga. í fyrsta lagi áhrif frá efnahagsbata í umheiminum. í annan stað stefnir í meiri afla af fjarmiðum en gert var ráð fyrir. í þriðja lagi er vöxt- ur á ýmsum öðrum sviðum, svo sem í ferðaþjónustu. Jafn- framt virðast útflutnings- og samkeppnisgreinar hafa sótt í sig veðrið. Enginn vafi er á því að lægri vextir, lægri skatt- ar á atvinnulífið og nánast engin verðbólga hafa greitt götu batans - og eru hornsteinar hans. Þessi bati vex hins vegar ekki úr grasi ef við skekkjum undirstöður hans með ótíma- bærri eyðslu sem þjóð og einstaklingar. Það þarf að hlúa að batanum með áframhaldandi stöðugleika. Nú varðar mestu að greiða niður erlendar skuldir, vinda ofan af ríkis- sjóðshallanum og styrkja rekstrar- og samkeppnisstöðu at- vinnuvega okkar. Að því þurfa öll ábyrg þjóðfélagsöfl að hyggja; ekki sízt aðilar vinnumarkaðarins og fjárlagasmiðir. KAPLAKRIKA-SAMKOMAN Múgsefjun eða kraftaverk? Samkoma bandaríska puedikarans Bennys Hinns sl. sunnudag í Hafnarfirði hefur vakið athygli og umtal. Aðferðir Hinns eru þó um- deildar. Gréta Lngþórsdóttír fékk álit nokk- urra manna á samkomum eins og þeirri sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði. íslandi mun alvarlegri en þær sem fram fóru í Kaplakrika. „Hinar verstu eru þær ef starfsemin skaðar augljós- lega viðkomandi. I öðru lagi ef fjár- hagur hans er lagður í rúst vegna þess hve meðferðin er dýr. í þriðja lagi þegar fólki er beint frá hefð- bundnum lækningum sem vitað er að geri gagn, t.d. þegar því er sagt að taka ekki lyf.“ Matthías telur ólíklegt að nokkuð af þessu eigi við í tilviki Bennys Hinns. Hægt að skýra „kraftaverkin" Asamkomu Hinns var mikil tónlist, söngur og bæn. Eftir predikun bað Hinn fólk í salnum, sem teldi sig hafa fundið fyrir lækningu að koma upp. Þar tók hann suma þeirra upp á svið, lagði yfir þá hendur og bað fyr- ir þeim. Að sögn Eiríks Sigurbjörns- sonar, sjónvarpsstjóra Ómega, sem stóð fyrir komu Hinns til íslands, telja margir sig hafa hlotið bata á samkom- unni en fæstir þeirra vilja tala um það víð fjölmiðla fyrr en þeir hafi fengið staðfestingu læknis á batanum, en Hinn hvatti fólk eindregið til þess. Gerir ekki athugasemdir við samkomuna Biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, segir að hvorki hann né Þjóðkirkj- an sem slík geri nokkrar athugasemd- ir við samkomuna í Kaplakrika frekar en annað samkomu- og guðsþjónústuhald á vegum kristilegra hreyfínga og samtaka. „Hins vegar hygg ég að við mundum ekki beita okkur fyrir slíkum samkomum né vænta þess, að þær væru haldnar í kirkjum okkar,“ segir Ólafur. „En um leið og ég segi þetta, geri ég mér grein fyrir því, að allt annað en hiklaust samþykki við þessari að- ferð til boðunar, virðist vera túlkað af þeim, sem að slíku standa, sem árás og jafnvel einkenni trúleysis. Þykir mér það mjög miður, ef ekki er hægt að hafa sínar efasemdir um þetta sem annað, án þess að fordómar gjósi upp.“ Efasemdir um varanleika Ólafur segist fagna einlæglega ef einhverjir hafi öðlast bata við að sækja hina margnefndu samkomu. „Mínar efasemdir hafa aðeins snúist um var- anleika batans, sem aðeins læknir getur staðfest, og þá kvíða vegna þess, að einhveijir verði fyrir svo mikl- um vonbrigðum, öðlist þeir ekki bata, að það komi niður á trú þeirra. Áðspurður um það hversu mikið frelsi prestar innan Þjóðkirkjunnar hafi til þess að gangast fyrir eða hýsa samkomur líkt og Kaplakrika-sam- komuna, segir Ólafur að prestar beri ábyrgð á því helgihaldi sem fram fari í þeim kirkjum sem þeir þjóni. „Þeim er treyst til þess að hafa það ævinlega fyrir augum, ef meta þarf utanaðkom- andi beiðni, að Jesús sagði sjálfur, að hús Guðs skyldi vera bænahús. Hvorki biskup né aðrir kirkjuleiðtogar gefa út fyrirmæli um bænahegðun krist- inna manna. En eðlilegast er að leita til uppsprettunnar, sem er Jesús Krist- ur og lesa fyrirmælin, sem hann gefur um bænahald og skráð eru í guðspjöll- unum. Og Faðir vorið er vitanlega sú perla, sem aðrar bænir kristinna manna hljóta að taka mið af.“ Ekki hentar öllum hið sama „Ekki hentar öllum hið sama í trú og trúartjáningu. Það eru vitanlega margir, sem ekki fá trú sinni og trúar- þörf svalað hjá okkur í Þjóðkirkjunni. En sé leitað að Jesú og þess eins, að finna samsvörun í kirkju við þeirri þrá, þá er svarið fyrir flesta að finna í Þjóðkirkjunni. En finni fólk Guð sinn frekar á samkomum annarra trúar- samfélaga, þá er ég síðastur manna til að átelja slíkt. En vitanlega eigum við í Þjóðkirkjunni að leitast við að gera eins vel og við megnum og hjálpa sem fiestum. Guð er ekki svo smár að hann sé aðeins að finna við ákveðnar kringum- stæður eða lúti forskrift manna. Opin- berun hans í Jesú Kristi sýnir kærleik- ann að verki og höfðar til samstöðu manna^ með fullum skilningi," segir herra Ólafur Skúlason. Til fólk með náðargáfu Sr. Karl Sigurbjörnsson, sóknar- prestur í Hallgrímskirkju, segist hafa vara á sér gagnvart samkomum eins og þeirri í Kaplakrika. „Kristin trú er trú á kraftaverk, það er enginn vafi á því, og kristin trú er trú á mátt þess guðs sem heyrir bænir. Líf- ið allt er kraftaverk, hver lækning er kraftaverk og þegar lífið sigrar það sem ógnar því þá er það krafta- verk, hvernig svo sem það gerist. Ég er líka sannfærður um að til er fólk sem hefur náðargáfu lækning- arinnar. Við þekkjum vitnisburð fólks sem hefur orðið fyrir undursamlegum lækningum fyrir meðalgöngu slíkra einstaklinga. Við þekkjum frásögur guðspjallanna af Jesú, lækningum hans og kraftaverkum. Það sem er áberandi varðandi þær frásagnir er að lækningar hans eru alltaf viðbrögð við neyðarópum. Þær eru aldrei í aug- lýsingaskyni, Jesús hafnar öllu slíku." Sjálfsupphafning og múgsefjun „Þegar kraftaverk eru falboðin, eins og mér virðist af auglýsingum af þess- ari samkomu, þá eigum við að hafa vara á okkur. Það er vara- samt að búa yfir náðargáfu, hætta fylgir öllu valdi. Það eru peningarnir, sjálfsupp- hafningin og múgsefjunin. Og einmitt á svona samkom- um, þar sem stefnt er saman gífurlegum fjölda fólks með miklar væntingar, þar er hættan fyrir hendi. Það er allur þessi hávaði, öll þessi sterka einbeiting. Hún er til þess að skapa sefjun þar sem fólk missir dóm- greindina og sjónar á því hvað er raun- verulegt og hvað ekki. Það lætur teyma sig í hvað sem er. Þetta þekkja sjónvarpspredikarar og ýmsir aðrir áróðursmenn. En hvort þarna hafa orðið lækning- ar og hvort Guð getur notað þetta til að hjálpa einhveijum það getur vel verið. Eg vil ekki fella neinn dóm yfir því en það kvikna ákveðin varúðarljós í mínum huga gagnvart þessu. Þetta er eitthvað sem leiðir fólk í vímu. Því líður kannski vel í þeirri vímu meðan hún varir en ég held að hún sé ekk- ert sem hefur góð áhrif til lengri tíma,“ segir sr. Karl. Strangt til tekið skottulækningar Matthías Halldórsson aðstoðarland- læknir segir að þótt strangt til tekið sé hér um skottulækningar að ræða samkvæmt lögum þá vilji hann ekki gera of mikið úr því. Hann segir ýmsar skottulækningar stundaðar á Um þá sem telja sig hafa hlotið bata á samkomu Hinns segir Matthí- as: „Það er ekkert nýtt að það sé sam- band á milli líkamiegra, andlegra og félagslegra þátta í heilbrigði og hver þessara þátta hefur áhrif á hina. En á samkomu sem þessari verða engin kraftaverk eins og þau að lamaður gangi eða blindir fái sýn ef fötlunin er af völdum vefrænna sjúkdóma. Hins vegar getur fólk í undantekningartil- vikum fengið sömu einkenni af andleg- um orsökum. Það gæti skýrt þau örfáu tilviki þar sem haldið er fram að krafta- verk hafi orðið. Fólki getur liðið vel í einhvern tíma, vegna trúarlegrar upp- lifunar eða annars, og þá finnur það kannski minna fyrir sársauka. Það er ekkert yfirnáttúrulegt við það.“ Vilja eiga góð samskipti Hafliði Kristinsson, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, seg- ir að hinum fijálsu söfnuðum sé í mun að vera í góðum samskiptum við Þjóð- kirkjuna en honum finnist sérkenni- legt þegar leiðandi menn innan henn- ar eins og Geir Waage, formaður Prestafélags íslands, séu að tala um annarlegar kenndir í sambandi við samkomu Bennys Hinns, peninga og annað. „Benny Hinn borgar mikið með sér. Samskot eru alltaf tekin hjá þess- um ftjálsu söfnuðum, þannig er okkar starf rekið og það er eðlilegur fram- gangsmáti en það er alltaf ókeypis aðgangur. Munurinn á þessu og öðrum óhefðbundnum lækningum er líka sá að þetta er ókeypis. Við erum að biðja fyrir fólki alla daga, við tökum á móti mörgum bænarefnum á dag og aldrei dettur okkur í hug að taka fyr- ir slíka þjónustu," segir Hafliði. Hafliði segist spyija sig hvað kirkj- an vilji og hvaða skoðun hún hafi á þessu. „Það er talað um að prestar eigi að biðja fyrir sjúkum en hvaða for- sendur þurfa menn að gefa sér? Ekki biðja þeir vegna þess að þeir hafi tryggingu frekar en við. Þeir biðja vegna þess að þeir trúa orði Guðs og biðja í trú og það er einmitt það sem var gert þarna.“ Hvaða andi stýrir gjörðum Þj óðkirkj unnar? Hafliði segist ósáttur við hvernig Geir Waage leggi út af Biblíutexta til að gagnrýna samkomu Hinns. „Bibl- ían segir okkur hvernig við eigum að reyna andana: „Þér elskaðir, trúið ekki sérhveijum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn.“ fl. Jóhannesar bréf 4.1.] En þessu er svarað: „Af þessu getið þér þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem játar, að Jesús sé Kristur kominn í holdi, er frá Guði.“ Biblían segir okkur hvernig við eigum að reyna andana og ef við berum þessa sam- komu við þennan texta sem Geir Waage leggur út af þá held ég að allir sem þarna voru geti staðfest að andi Guðs var þar yfir því þarna var Jesús Kristur játaður. Og ef þetta er ekki sá andi sem þjóðkirkjan boðar eða lifir í þá hljótum við að spyija á móti hvaða andi stýri hennar verkum og gjörðum?“ Kristin trú er trú á kraftaverk Ekki hentar öllum hið sama í trúariðkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.