Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 9 Vatnasport á Hafravatni KYNNING á vatnaíþróttum verður laugardaginn 27. ágúst á Hafra- vatni, sem liggur milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Á Vatnasporti ’94 gefst fólki tækifæri til að kynna sér sjóskíði, hnébretti, seglbretti, kajak og kanó- róður. Gestum gefst kostur á að prófa ýmsar tegundir vatnaíþrótta en uppákoman stendur frá kl. 12-16. ♦ ♦ ♦---- Kynning á sjón- um og lífríkinu REYKJAVÍKURHÖFN stendur fyrir kynningum á sjónum í höfn- inni og lífríki hennar. Kynningar verða á laugardag og sunnudag kl. 11, 13 og 15 við sælífskerin á Mið- bakka. í stóru tjaldi verður markaður með sjávarfang á laugardag kl. 10 til 16 og á sunnudag kl. 11 til 17. Þar verða einnig bækur kynntar um sjóinn og sjávarrétti og eyðu- blöð fyrir léttan spurningaleik um dýrin í kerunum. FRÉTTIR Skátadagar í Árbæjarsafni SKÁTASAMBAND Reykajvík- ur stendur fyrir dagskrá í Vær- ingjaskálanum í Árbæjarsafni sunnudaginn 28. ágúst frá kl. 13-18. Kl. 13 verða þrauta- brautir og tjaldbúð sett upp og kl. 14 hefst ratleikur um safn- svæðið. Kl. 16 messar sr. Helga Soffía Konráðsdóttir í gömlu safnkirkjunni. Dagksránni lýk- ur með varðeldi og söng kl. 17. Fengist verður við skógerð, út- skurð og lummubakstur í Árbæ, auk þess sem danski eldsmiður- inn Thomas Norgaard verður við störf í smiðjunni. Gullsmiður verður í Suðurgötu 7, prentari prentar í Miðhúsi og heitt verð- ur á könnunni við Nýlendu. Eft- ir hádegi leikur Karl Jónatans- son á harmoniku og heitt verður á könnunni í Dillonshúsi. Allir eru velkomnir og rétt er að minna á að nú fer sumar- starfinu á Árbæjarsafni brátt að ljúka. HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 LIÐ S.V.R. Frá vinstri efri röð: Ólafur J. Einarsson, liðsstjóri, Kristján Kjartansson, dómari, Kristján Jónsson, Norðurlandameist- ari og Konráð Kristjánsson, dómari. Neðri röð f.v.: Kjartan Pálm- arsson, Steindór Steinþórsson, Björg Guðmundsdóttir, Hörður Tómasson, dómari, Guðjón Andrésson og Þórarinn Söbeck. Foreldrar halda landsfund FYRSTI landsfundur foreldra grunnskólabarna verður haldinn að Reykholti í Borgarnesi nú um helg- ina. Fundurinn er haldinn á vegum samtakanna Heimili og skóli. Á fundinum verður meðal annars rædd ný menntastefna og fyrirhug- aðar breytingar á skólastarfi en dagskráin verður að öðru leyti snið- in fyrir alla fjölskylduna. Þátttak- endur eru 120, bæði fullorðnir og börn. Landsfundurinn hefst á laugar- dagsmorgun kl. 9 og lýkur um miðj- an dag á sunnudag. Norðurlanda- meistari í strætóakstri N ORÐURL AND AMÓT vagn- stjóra var haldið í Ósló laugar- daginn 20. ágúst sl. í einstakl- ingskeppni varð Kristján Jónsson í fyrsta sæti af þijátíu keppend- um og þar með Norðurlanda- meistari en þann titil vinna ís- lendingar nú annað árið í röð. íslensku vagnstjórarnir lentu í öðru sæti á eftir Finnum og hlutu því silfurverðlaun, Svíar voru næstir þar á eftir. Norðmenn og Danir urðu í neðsta sæti. Nýtt frá Frakklandi: Samkvæmispils og jakkar TBMy^x s: 622230 OpiS virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 MaxMara marínarjn^ldi Haustsendingin er komin! Cpið ídag 10-14. i _______Mari__________ Hverfisgötu 52 - 101 Reykjavík - Sími 91 -62 28 62 mmA og enn bætist við . . ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.