Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 27 beina og vinna fjölskyldu sinni allt það gagn sem hún mátti. Börnin hennar fjögur hafa líka sýnt það að sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni. Þau hafa verið alin upp við þá hugsjón að hafa í heiðri fomar dyggðir, heiðarleika, vandvirkni, reglusemi og kristna trú. Oft lýsti Ingibjörg fyrir bömum sínum og tengdabömum æskuheimili sínu á Bakka í Víðidal. Þá kom greinilega fram hve vænt henni hafði þótt um foreldra sína og einnig hitt, á óbein- an hátt, hve natin hún hafði verið að hjálpa heilsuveilli móður sinni. Með sanni má segja að hennar eig- in börn hafi endurgoldið þetta, því að þau hafa sýnt henni ómetanlega umhyggju í erfiðum veikindum. Þegar á reyndi var hin einlæga guðstrú, sem hún hafði þegið við móðurkné og í sambúðinni við eiginmann sinn, mesti styrkur hennar og allrar fjölskyldunnar. Við hjónin erum svo lánsöm að hafa tengst þeim Ingibjörgu og Árna fjölskylduböndum og eignast trygga vináttu þeirra. Margs höf- um við að minnast frá samvistum við þau og margar ánægjustundir að þakka. Við vitum að stórt skarð er fyrir skildi hjá ástvinum Ingi- bjargar, eiginmanni, bömum, tengdabörnum og bamabömum. En þau eiga líka margt að þakka og mikil huggun má það vera að hugsa til hennar sem var svo fóm- fús, trúuð og æðrulaus, svo fræð- andi og hjartahlý. Ollum sem hana þekktu er skylt að tileinka sér þess- ar hugsjónir hennar og flytja hin góðu viðhorf hennar fram á veginn. Sigríður og Jónas. Laugardaginn 27. ágúst verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju sómakonan Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir, Neskinn 2, Stykkishólmi. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu misserin og naut því hjúkrunar á St. Fransiskusspítalan- um, þar sem hún lést 16. ágúst sl. Kynni okkar Ingibjargar hófust þegar ég fluttist til Stykkishólms. Þessi prúða og trausta kona starf- aði þá við hlið eiginmanns síns, Árna Helgasonar póstmeistara í Stykkishólmi. Kynntist ég henni sem starfsmanni á Pósthúsinu en ekki síður á heimili hennar á efri hæðinni, en íbúð póstmeistara er í sama húsi. Vinátta mín við Árna og Ingibjörgu leiddi til þess að ég var þar tíður gestur, því Árna þótti gott að geta kallað í menn upp af Pósthúsinu eftir viðskipti þar til að ræða dægurmálin, og tók Ingibjörg oft þátt í því spjalli. A slíkum stund- um, í stofunni þeirra Árna og Ingi- bjargar, kom glöggt fram hve vel Ingibjörg fylgdist með og hversu ákveðin og einörð hún var í skoðun- um þrátt fyrir hógværðina. Ingibjörg var virk í félagslífí bæjarins, einkum í Kvenfélaginu, en einnig í safnaðarstarfí og í stúk- unni, en þau hjónin helguðu stúku- starfinu krafta sína seint og snemma. Er þáttur Ingibjargar í öflugu stúkustarfi í Hólminum ekki svo lítill, enda stóð heimili þeirra jafnan opið fyrir því starfí öllu. Ingibjörg var kennari að mennt og stundaði hún kennslu fýrstu árin í Hólminum. Eftir að bömin fjögur fæddust helgaði hún heimil- inu krafta sína, en Árni treysti mjög á konu sína varðandi alla þætti fjölskyldulífsins. Oft hefur Árni talað um það við mig, hversu þakklátur hann sé fyrir að hafa notið þess að eignast Ingibjörgu að eiginkonu og hversu mikils virði sterk fjölskyldubönd eru, ekki síst þegar árin færast yfir. í minningunni verður Ingibjörg farsæll og traustur samferðamaður sem vildi leggja samfélaginu til krafta sína. Hún hlaut virðingu og þakklæti þeirra sem þekktu hana. Ég og fjölskylda mín minnumst Ingibjargar með þakklæti í huga og sendum Árna og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Sturla Böðvarsson. GUÐLA UG JONSDOTTIR INGIMANN HANSEN + Guðlaug Jóns- dóttir Ingimann Hansen fæddist 8. júní 1914 að Brekk- um í Holtum. Hún lést í Kaupmanna- höfn þann 19. ágmst 1994. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Jónína Þorsteinsdóttir að Sumarliðabæ í Holt- um. Þau áttu sjö börn, þijá drengi og fjórar stúlkur. Eftirlifandi eru fjögur systkini: Þorgerður, Guðrún, Jóhanna og Aðalsteinn, þau búa í Reykjavík. Guðlaug er gift Mikael Hansen og eiga þau tvo syni. Eldri er Thorstein, Iækn- ir, kona hans er Óla og eiga þau einn son, Óla. Þau búa í Arósum. Yngri sonur Guðlaug- ar og Mikaels er Anker Jón, læknir. Kona hans er María og þeirra dóttir Lerke. Þau búa í Kaupmannahöfn. Börn hans af fyrra hjónabandi eru Tómas og Nína. Guðlaug verður jarð- sungin frá kirkju Hans Tausen í Kaupmannahöfn í dag. LÁTIN er vinkona mín, Guðlaug Jónsdóttir Ingimann Hansen, í Kaupmannahöfn. Hún fæddist að Brekkum í Holtum en flutti tveggja ára að Sumarliðabæ, sem er ættar- setrið. Hún vann í húsmennsku hjá Katrínu og Jóni að Einlandi, Grindavík og víðar. Vann í físki í Ytri- Njarðvík og þar kynnt- ust Lauga og Inga, mamma mín. Og þegar ég þurfti að fara til Danmerkur á spítala leitaði mamma til Laugu, þar sem ég var sendur einn. Þetta var árið 1955. Þá var langt til Danmerkur eða á milli fimm og sex tíma flug. Hún tók á móti mér og það sem meira var, hún heimsótti mig á hverjum degi í tvo mánuði. Hún hjólaði í gegnum þvera Kaupmannahöfn, ég held að það hafi tekið tvær klukkustundir fram og til baka. Svona voru okkar fýrstu kynni og þau voru mér mik- ils virði. Þá var ég aðeins fimmtán ára og mállaus á danska tungu. Af hverju var Lauga í Danmörku? Hún vann við saumaskap hjá frú Mörtu á Laugavegi 20 árið 1937, þá kom löngunin til að læra meira. Hún fór til Kaupmannahafnar 1939 til að læra að sníða og saumaskap á fatnaði. Hún ætlaði að vera í tvö ár en þau urðu fleiri. Stríðið kom og flestir íslendingar fóru heim með Petsamó, en ástin hélt í Laugu og hún fór ekki til íslands. Sá heppni hét Mikael og er danskur með glettni og húmor eins og hann er bestur. Mikael gaf mér innsýn í danskt þjóðlíf með því að útskýra fyrir mér danskt spaug. Ávextir þessarar ástar þeirra eru tveir synir, Thorstein og Anker Jón, INGOLFUR FREYR GUÐNASON + Ingólfur Freyr Guðnason frá Drangshlíðardal fæddist 15. janúar 1994. Hann lést 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðni Úlfar Ing- ólfsson og Magða- lena Karlotta Jóns- dóttir. Útför Ing- ólfs fer fram frá Eyvindarhóla- kirkju í dag. HANN elsku litli Ing- ólfur Freyr okkar er dáinn. Þessi bjarti yndislegi drengur, sem kom í heiminn fyrir aðeins sjö mánuðum. Það er alltaf tilefni eftirvæntingar og ánægju þegar von er á litlu bami, en það var okkur sérstakt ánægju- efni í hans tilfelli þar sem fjölgunar var einnig að vænta hjá okkur. Þeir fæddust síðan sinn hvom dag- inn, Ingólfur Freyr og Guðfínnur. Gmnlaus um það hvað framtíðin átti eftir að bera í skauti sér, fómm við að gera okkur hugmyndir um framtíðina og allt það sem þeir systkinasynimir ættu eftir að bralla saman. Þó fljótlega kæmi í ljós að Ingólfur Freyr væri ekki vel hraust- ur, þá gmnaði engan að veikindi hans væm eins alvarlegs eðlis og síðar kom í ljós. Það var því mikið reiðarslag þegar hann var greindur með alvarlegan hjarta- og æða- galla. Þá var hann orðinn tæpra þriggja mánaða, viku eftir að þeir voru skírðir saman frændurnir. Þá fóm í hönd erfiðir tímar og hetjuleg barátta hans fyrir lífinu. Hann fór til London ásamt foreldmm sínum um miðjan apríl. Þá var gert við hjartagallann og var sú aðgerð bæði löng og ströng. Meðan þau voru úti, biðum við hér heima milli vonar og ótta því um tíma var mjög tvísýnt um líf hans. Hann hafði þó betur í baráttunni og eins og fyrir kraftaverk tók hann ótrúlegum báðir lærðir læknar, og fjögur barnaböm sem hún fylgdist náið með. Það var aldrei komið til Kaup- mannahafnar öðmvísi en að koma í heimsókn á íslandsbryggju að ísa- fjördgate 7. Ég kom fyrst í heim- sókn eftir sjúkrahúsvistina þegar ég var pottastrákur á Gullfossi. Ég hélt áfram að koma í heimsókn þegar ég var í húsgagnaviðskiptum og á sýningum sem var einu sinni á ári. Svo kom að því að ég kom í heimsókn til þeirra með konu mér við hlið og hún Erla heillaðist af þeim hjónum, Laugu og Mikael. Það var tekið á móti okkur eins og þjóð- höfðingjum. Hún Lauga varð áttatíu ára þann framfömm á stuttum tíma. Hann kom síðan aftur til íslands að fimm vikum liðnum. Mikið óskaplega vorum við hamingjusöm að endurheimta hann. Það var þó vitað að hann þyrfti að fara aftur út til London seinna í sum- ar þegar hann hefði jafnað sig betur og náð meiri þroska. Eftir heimkomuna þurfti hann að vera í súrefni og var því bundinn á spítalanum. Það eru ógleymanlegar stundir þegar við fómm að heimsækja hann, hvemig hann tók á móti manni með fallega bjarta brosinu sínu. Guðfínnur fékk sérstakar mót- tökur, hann baðaði þá út öllum öngum, faðmaði hann og skríkti af ánægju. Þennan tíma sem hann var á spítalanum hér heima náði hann ótrúlegum þroska. Ef ekki hefði verið súrefnisslangan sem alltaf var tengd við hann, hefði maður getað ímyndað sér að hann væri alheil- brigður. Hann var alltaf brosandi, svo skýr og virtist líða vel. Því freistaðist maður til að gera sér bjartar vonir um framtíðina. Þegar hann fór út til aðgerðar nú í ágúst vorum við næstum viss um að fá að sjá hann fljótlega aftur, kátan og hressan. En þær vonir bmgðust og nú er þessi litli sólargeisli, sem lýst hefur upp tilveru okkar um stund, horfínn sjónum okkar. Sökn- uðurinn er sár en minningin um hann mun lifa og hann mun alltaf skipa sérstakan sess í hjörtum okk- ar. Elsku Guðni, Lena, Dísa Bogga, Iálja Dögg og Árný Rún. Þið hafíð öll sýnt einstakan dugnað í gegnum þessa þolraun en við vitum að þið emð líka ríkari eftir. Við biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa á þessari sorgarstundu. Guðrún Þórey, Þorgeir og Guðfinnur. 8. júní síðastliðinn. Það sást ekki á henni þar sem hún tók á móti 25-30 manns og sá um allt sjálf en naut hjálpar tveggja systra sinna, sem voru komnar til að halda upp á þessi tímamót með henni. Lauga, þú varst svo ung á sál og hafðir svo mikið að gefa öðram. Þú varst á ferðinni til að hjálpa þér yngra fólki, þú hafðir svo mikinn kraft. Að kynnast þér var gæfa mín og einnig að sitja í eldhúsinu hjá þér og ræða um allt milli him- ins og jarðar. Þar sat ég í síðasta sinn með þér, Lauga, vandamönn- um og vinum á áttatíu ára afmæl- inu þínu. Það var dásamleg stund. Þá var talað um að við mundum sjást að sex vikum liðnum sem ekki varð. Að eiga svona vini er stórkost- legt. Við Erla sendum, Mikael, sonum, barnabömum, systkinum og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Sigurður Már. ROSA B. SVEINSDÓTTIR + Rósa Bjarney Sveinsdóttir fæddist að Grundar- landi í Unadal í Skagafjarðarsýslu 13. mars 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 17. ág- úst síðastliðinn. For- eldar hennar voru Guðlaug Bjarna- dóttir frá Lækj- armóti í Svarfaðar- dal í Eyjafjarðasýslu og Sveinn Sig- mundsson frá Grundarlandi í Unadal. Rósa átti fimm systk- ini: Guðrúnu, Önnu, Jónu, Guð- jón og Pál. Anna lést i ágúst, aðeins nokkrum dögum á eftir systur sinni, Rósu. Eftirlifandi eiginmaður Rósu er Gunnar Stefánsson, fæddur 15. október 1911, frá Skugga- björgum í Deildard- al í Skagafjarðar- sýslu. Þau eignuð- ust sjö börn. Þau eru Þóra, Sverrir, Guðlaug, _ Loftur, Stefán, Ásdís og Jóna Rósa. Öll kom- ust þau upp nema Jóna Rósa sem dó aðeins eins árs að aldri. Rósa og Gunn- ar áttu allan sinn búskap heima á Hofsósi. Rósa og Gunnar eiga 19 barnaböm og 20 barnabarnabörn. Útför Rósu fer fram frá Ilofsóskirkju í dag. ENDURMINNINGAR leita sterkt fram þegar hugsað er til baka þau 34 ár sem við áttum samleið. Þau hjón komu oft suður til að gera sér glaðan dag. Rósa vann ávallt mik- ið, var dugleg og samviskusöm. Því var gott að leita sér hvíldar, hitta fólkið sitt og eiga saman gleði- stundir. Þá var margt sér til gam- ans gert, dansað og farið í leikhús. Á slíkum stundum bundust vináttu- bönd sem aldrei rofnuðu. Kringum Rósu var aldrei nein lognmolla, hún varð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og vera fremst í flokki, sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Síðustu ár sín þurfti Rósa lengst af að dvelja á sjúkrahúsi. Þar kom að hún fékk hvíldina 17. ágúst síð- astliðinn. Mig langar að þakka henni samfylgdina og kveð hana með þessum ljóðlínum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðlaug Jóhannsdóttir. t Systir okkar og mágkona, INGIGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR frá Vatnsleysu, Jörfabakka 22, lést í Borgarspítalanum 25. ágúst. Steingerður Þorsteinsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Ólöf Brynjólfsdóttir, Einar Geir Þorsteinsson, Ingveldur B. Stefánsdóttir, Kolbeinn Þorsteinsson, Erla Sigurðardóttir, Bragi Þorsteinsson, Halla Bjarnadóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir, Halldór Vilhjálmsson, Viðar Þorsteinsson, Guðrún Gestsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY ÞORVARÐARDÓTTIR KOLBEINS, Túngötu 31, Reykjavík, sem lést í Borgarspítalanum 12. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að láta Minningarsjóð Þorgeröar Þorvarðardóttur njóta þess (sími 30565 og 34233). Kristjón Kolbeins, Ingibjörg S. Kolbeins, Eyjólfur Kolbeins, Margrét Kolbeins og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.