Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 15
 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Skyr upp á gamla mátann í ÁRARAÐIR hafa viðskiptavinir verslunarinnar Hetjólfs í Skipholti getað fengið skyrið sitt upp á gamla mátann, pakkað óhrært inn í sér- stakan smjörpappír. Skyrið sem kemur í tíu kílóa kössum til verslun- arinnar er selt í hálfs kílós pakkn- ingum og kostar þá 90 krónur. Sumir vilja ekki sjá skyrið sitt öðru- vísi, segja allt annað bragð af því úr plastdollunum. Ekki vitum við til að fleiri versl- anir bjóði skyr á þennan hátt hér á höfuðborgarsvæðinu en á Akur- eyri fæst KEA-skyrið í svipuðum pakkningum nánast allstaðar. Til stóð að breyta til og setja KEA-skyrið í plastdósir en Akur- eyringar voru ekki á því að fá gamla góða skyrið sitt í plastdollum og mótmæltu af krafti. KEA-menn urðu við óskum neytenda og buðu skyrið áfram í smjörpappír. EIGENDUR Nýju efnalaugarinnar eru frá vinstri þau Sverr- ir Einarsson, Katrín Jónsdóttir, ísak V. Jóhannsson og Guð- ríður Inga Sigurjónsdóttir. Umhverfisvæn efnalaug OPNUÐ hefur verið umhverf- isvæn efnalaug við Ármúla 30 í Reykjavík, Nýja efnalaugin. Fyr- irtækið hreinsar og þvær allar gerðir af taui fyrir heimili og fyrirtæki. M.a. er boðið upp á hreinsun á svefnpokum og tjöld- um. Nýja efnalaugin hefur yfir að ráða þvottavél frá Wascator sem er sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi, og starfar með lokuðu kerfi, að því er segir í fréttatil- kynningu. Vélin eimar perklór eftir hvem þvott þannig að engin mengun kemur frá henni út í andrúmsloftið. Leysir hún af hólmi svokallaðar „Carbon“ vélar sem verða bannaðar frá og með áramótum 1995. í henni má hreinsa flest viðkvæm efni eins og t.d. leður, rúskinn, gardínur og fleiri viðkvæm efni. Einnig er hægt að þvo tjaldhimna og fleiri efni sem þarf að vatnsveija eftir þvott. Ferðatöskur í Þorpinu HÆGT er að gera góð kaup á ferðatöskum í Þorpinu í Borg- arkringlunni þessa dagana. Töskurnar eru framleiddar í Kína fyrir bresk- an markað og eru allar frá sama fyrirtæki, Premi- er. Þær eru á hjólum og úr polyester-strigaefni og því mjúkar og léttar. Töskurnar fást í sex gerðum og er hver gerð í 4 til 6 stærðum. Töskurnar kosta 2.500 kr,- 4.900 kr. en verðið fer eftir stærðum og gerðum. Gott verð er einnig á svokallaðri flug- 'freyjutösku sem er á hjólum og með toggrind. Nú stendur yfir út- sala á töskunum og er 10% afslátt- ur á þeim. Skjalatöskur fást fyrir um 4.890 kr. og bakpokar sem eru hentugir í skólann eru frá 990 kr. Leikskólatöskur fást fyrir 550 kr. Morgunblaðið/Þorkell GOTT verð er á töskum í Þorpinu. LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 15 Guðbjörg hjá versluninni Her- jólfi að pakka inn skyri. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Staðarval í Vogum. Verslunin Staðarval í eigin húsnæði Vogum - VERSLUNIN Staðarval fluttist nýverið í nýtt eigið húsnæði á horni Iðndals og Vatnsleysu- strandarvegar. Nýja húsnæðið er hæð og ris, verslun á hæðinni á 130 fm og skrifstofa og lager í risinu. Bygging verslunarhússins tók þijá mánuði að sögn Ómars Jónssonar, eins eigenda Staðarvals, og var byggingarfyrirtækið Virki sf. aðal- verktaki við framkvæmdina. SÓLSKÁLAR Sólstofur Svalahýsi Rennihuröir Rennigluggar Fellihurðir Útihurðir o.m.fl. m Ekkert viðhald íslensk framleiðsla Gluggar Garöhus«. Dalvegi 2A, Kópavogi, Sími 44300 Sýning um helgina! Opið frá kl. 13-17 HÁSKÓLIÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN KVÖLDNÁMSKEIÐ FYRIR ALMENNING Námskeiðin eru öllum opin Gargantúi og Pantagrúll - sögur Francois Rabelais um hina góðgjörnu og vitru risa, fímmtud. 20. okt.-24. nóv. (6x). Leiðb.: Dr. Torfi H. Tulinius, dósent við HÍ. Verð: 7.200 kr. Siðfræði lífs og dauða, mánud. 10. okt.-28. nóv. (8x). Leiðb.: Vilhjálmur Ámason, dósent við HÍ. Verð: 8.000 kr. Gluggað í efnisskrá Sinfóníunnar, fyrirlestrar og tónleikar þriðjud. og fimmtud. 18. okt. - 10. nóv. (8x). Leiðb.: Hákon Leifsson, tónskáld. Verð: 5.800 kr. fyrirlestrar. (Afsláttarkort á tónleika SÍ). Sjálfstæðisbaráttan og upphaf nútímans á íslandi, fimmtud. 6. okt. - 10. nóv. (6x). Leiðb.: Guðmundur Hálfdanarson, dósent HÍ. Verð 7.200 kr. Expressjónisminn - tjáning sjálfsins í myndlist 20. aldar, mánud. 10. okt.- 28. nóv. (8x). Leiðb.: Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur. Verð 8.000 kr. Grettissaga, þriðjud. og fimmtud. 4. okt. - 8. des. (2 hópar lOx). Leiðbeinandi: Jón Böðvarsson cand. mag. Verð: 8.800 kr. Mexíkó í fortíð og nútíð, þriðjud. 4. okt. - 6. des. (lOx). Umsjón: SigríðurGuðmundsdóttir, leikhúsfr. Verð: 8.800. kr. Júdit og Hólófernes - um apókrýfu bækurnar og áhrif þeirra á listir, þriðjud. 4. okt. - 6. des. (lOx). Umsjón: Sr. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Verð: 8.800 kr. Heimsmynd nútímans - kenningar um upphaf og þróun alheimsins, miðvikud. 26. okt. - 30. nóv. (6x). Leiðb.: Stjameðlisfræðingamir Gunnlaugur Bjömsson og Einar H. Guðmundsson. Verð: 7.200 kr. Myndasögur - saga, form, greining, miðviud. 9—30. nóv. (4x). Leiðb.: Þorri Hringsson, myndlistarm. Verð 3.800 kr. Byggingarlist eftirstríðsáranna - stefnur og hugmyndafræði, þriðjud. 4.-25. nóv. (4x). Leiðb.: Pétur H. Ármannsson arkitekt. Verð 3.800 kr. Kjötkveðjuhátíðin í Ríó - þankar um umhverfis- mál og nýja heimssýn, miðvikud. 5. okt. - 16. nóv. (7x). Leiðb.: María Hildur Maack, líffr., Sigrún Helgadóttir, náttúrufr., og Einar Valur Ingimundarson umhver- fisverkfr. Verð: 7.600 kr. ítalska, 30. okt. - 19. nóv. Byrjendanámsk.: 45 st. Verð: 18.000 kr. Framhald I: 27 st. Verð. 10.500 kr. Frainhald II: 18 st. Verð 8.500 kr. Leiðb.: Roberto Tartaglione, Studio di Italiano í Róm. Skráning í móttöku Tæknigarðs í síma 694940. Nánari upplýsingar í símum 694923,694924 og 694925. FUUBÚIN 486 TÖtVA • 99.900 STADGREITT • TÍMAHÓTAVERÐ! KfH Mitac borð- eða turntölva, 486SX-25,4MB minni, 256KB flýtiminni, 831MB skjáhraðall, 214MB diskur, 3.5" drif, 14" litaskjár, DOS, Windows og mús skiphoiti 50c - Sími 620222 0PIÐ LAUGARDAG 10-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.