Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsmálaráðherra Heimildir um greiðsluaðlögun verði rýmkaðar RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að tillögu Guðmundar Áma Stefánssonar félagsmálaráðherra að skipuð verði nefnd fulltrúa þriggja ráðuneyta til að semja frumvarp til laga sem veiti fólki sem á í greiðsluerfiðleikum aukið svigrúm til að endurskipuleggja fjármál sín. Guðmundur Ámi sagði að ákvörð- un um að leggja fmmvarpið fram hefði verið tekin í framhaldi af skýrslu sem nefnd fyrrv. félagsmálaráðherra skilaði í maí sl. um greiðsluaðlögun. Bræla á loðnumiðum BRÆLA er á loðnumiðunum um 60 sjómílur undan Grænlandi skammt sunnan Scoresbysunds og aðeins þrír bátar voru á miðunum í gær. Þórshamar GK landaði í gær um 400 tonnum á Bolungarvík og þar er nú allt þróarrými á þrotum. Ingvi Rafn Albertsson skipstjóri á Þórshamri sagði að loðnan væri að færa sig aðeins austur á bóg- inn. Frekar erfítt væri að eiga við hana en þó væru farnar að fínnast betri torfur. Afli Þórshamars fékkst í fímm köstum. „Líklega verður bræla þarna á miðunum næstu tvo daga því hann spáir austanátt," sagði Ingvi Rafn. Það er því ekki að búast við mikilli loðnuveiði næstu tvo dagana að minnsta kosti. Ingvi Rafn segir loðnuna afar stóra og fallega. -----♦------- Utför Ei- ríks Kristó- ferssonar ÚTFÖR Eiríks Kristóferssonar, fyrrum skipherra, verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík þriðju- daginn 30. ágúst næstkomandi klukkan 15. Utförin fer fram á vegum ríkisins. Eiríkur, sem var skipherra hjá Landhelgisgæslunni í tæpa fjóra áratugi og átti þátt í björgun 640 skipa um ævina, lést hinn 16. ágúst síðastliðinn 102 ára að aldri. Sagði hann að í gildandi lögum væru ýmis úrræði m.a. um greiðslu- stöðvun og nauðasamninga en reynslan hefði verið sú að þessum úrræðum hefði ekki verið beitt. „Þessi nýja lagasetning á miða að því að rýmka þessar heimildir. Ég held að í mörgum tilfellum hefði verið hægt að forða gjaldþrotum og eignaupptöku bæði til hagsbóta fyrir þá einstaklinga sem hlut eiga að máli og ekki síður fyrir þá sem eiga kröfur á viðkomandi einstaklinga," sagði félagsmálaráðherra. Hann sagði að með lagasetningunni yrðu þó ekki opnaðar allar gáttir þannig að skuldarar gætu farið fram á bjarg- brúnina. Morgunoiaoio/bigurour Aoaisieinsaun 270 hreindýr felld HREINDÝRAVEIÐITÍMINN er nú hálfnaður og hafa 270 dýr veiðst af 740, en það er mun meira en búið var að veiða á sama tíma í fyrra. Eitthvað hefur veiðst á öllum veiðisvæðum þó, mest á svæði 2, sem er milli Jökulsár á Dal og Grímsár. Þar hafa veiðst 170 dýr af 315 sem leyft er að veiða þar. Á myndinni er Sveinn Jónsson við stóran tarf, er hann skaut á Múla í Fljótsdal skammt innan við Folavatn. Heilbrigðisráðherra um spítalana Hef ekki enn fengið skýringar á hallanum „ÉG VIL fá skýringu á því hvemig á því standi að rekstur spítalanna fer svo mikið fram úr heimildum. Eg hef ekki fengið hana ennþá. Um mitt þetta ár voru veittar þær upplýsingar að rekstur Borgarspítalans yrði í góðu lagi á seinni hluta ársins," sagði Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra um hallarekstur ríkisspítala og Borgarspítala. Borgarspítali tók við bráðavöktum bráðavöktunum af Landakotsspítala af Landakotsspítala samkvæmt samningi við stjórnvöld þegar breyt- ingar voru gerðar á rekstri Landa- kotsspítala. „Ég hef heyrt nefnt sem ástæðu að Borgarspítali hafi farið svo mikið fram úr heimildum vegna þess að kostnaður við bráðavaktir hafí reynst meiri en gert var ráð fyrir. Við því er það að segja að Borgar- spítali tók að sér bráðavaktirnar samkvæmt kostnaðarmati sem hann lagði sjálfur fram. Forsvarsmenn Landspítalans sögðu við mig á þess- um tíma að spítalinn gæti tekið við án þess að það kostaði nokkrar við- bótar fjárveitingar,“ sagði Sighvat- ur. Hann segir að treysti Landspítali sér enn til að taka að sér bráðavakt- irnar án þess að greiðslur komi fyr- ir hljóti það að vekja spurningar. Forgangsröðun lengi tíðkast „Ég verð að fá svör við svona spumingum áður en lengra er haldið og ég hef farið fram á þau. Ég vil fá þau sem allra fyrst þvi okkur ligg- ur á að fara að taka ákvarðanir um hvernig við tökum á vandamálum þessara spítala. Við viljum vita hvort hluti vandans stafi af þvi að stjórn- endur stofnananna hafí tekið ákvörðun um að hefjast handa um einhverja þjónustu sem ekki hafí verið fjárveiting fyrir. Við erum í því núna að láta skoða mjög ná- kvæmlega kostnaðarvandamál Borgarspítalans," sagði Sighvatur. Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, hef- ur lýst því yfír að taka þurfi póli- tiska ákvörðun um frekari forgangs- röðun innan heilbrigðiskerfisins en tfðkast hafi fram til þessa. Heilbrigð- isráðherra segir að forgangsröðun hafí lengi tíðkast í heilbrigðiskerfinu og áður en sú umræða geti hafíst um frekari forgangsröðun þurfí að fást svör við fyrrgreindum spurning- Slysið við Deildar- tungnhver Konan enn í lífshættu GUÐMUNDUR Guðmarsson, stjórnarformaður Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar, segist munu taka öryggismál við Deildartungu- hver til umræðu á næsta fundi í stjórn hitaveitunnar. Spænsk kona brenndist mikið er hún féll í hverinn á fimmtudag og í gær lá hún enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Konan stóð uppi á um 3,4 metra háum steyptum kanti þegar hún féll i hverinn, en hún var á ferð ásamt tveimur öðrum konum. Að sögn Ingunnar Vilhjálmsdótt- ur læknis á gjörgæsludeild Land- spítala eru brunasár konunnar um- fangsmikil og djúp en líðan hennar er eftir atvikum. Ingunn sagði að konan væri enn í hættu og gætu liðið 5-6 dagar frá brunanum uns bráðasta hættan liði hjá og unnt yrði að átta sig nánar á afleiðingum slyssins. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar um peningamagn í ár samanborið við í fyrra Þróun peningamagnsins skapar ekki þensluhættu PENINGAMAGN er nú aðeins hálfu prósenti meira en á sama tíma í fyrra en framfærsluvísitala hefur hækkað sama tímabil um 1,6% að því er fram kemur í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að ekki sé annað að merkja en að þetta sé í viðunandi samræmi við þróun verðlags og það séu aðrir þættir en peningamagnið sem muni vega þyngra hvað varði þróun verðlags, einkum hvernig fjárlagagerðinni reiði af og hvernig takist til um gerð nýrra kjarasamninga. Í Hagvísunum segir að sterkt samband sé að jafnaði milli pen- ingamagns í umferð og verðbólgu, einkum þegar til lengri tíma sé lit- ið, en ýmsar aðstæður geti leitt af sér talsverðar sveiflur þegar til skemmri tíma sé litið. Snemma í vor óx peningamagn í umferð tíma- bundið en síðan hefur dregið úr. Þórður sagði að peningamagn breyttist af ýmsum ástæðum í skamman tíma með öðrum hætti en verðlagsþróun og þær ályktanir sem menn hefðu dregið af mikilli aukningu peningamagns í umferð í vor hefðu ekki reynst á rökum reistar hvað varðaði það að verð- bólga færi nauðsynlega vaxandi í kjölfarið. Að vísu væri mjög um- deilt hversu mikil tímatöf væri á milli aukningar peningamagns og verðlagsþróunar. Aukning peninga- magns í vor hefði að verulega leyti verið af tímabundnum ástæðum. Þannig hefði útflutningur verið gíf- urlega mikill fyrstu mánuði ársins, meðal annars vegna loðnufrysting- ar. ur „Miðað við þá þróun peninga- magns sem hefur orðið á þessu ári sýnist mér tæplega vera tilefni til þess að draga þá ályktun að þenslu- hætta stafí af peningamagnsþróun- f . Viðskiptajöfnudur haffsteeð tvöáríröð inni,“ sagði Þórður. I Hagvísunum kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir að viðskiptajöfn- uður verði hagstæður um þrjá millj- arða króna í ár. Það er annað árið í röð sem viðskiptajöfnuðurinn er hagstæður en hann var hagstæður um 150 milljónir króna í fyrra. Við- skiptajöfnuðurinn hefur ekki verið hagstæður tvö ár í röð síðan á sjö- unda áratugnum. Síðast var hann hagstæður 1986 og þar áður árið 1978. í Hagvísunum segir að ástæður þessara umskipta megi rekja til mikils samdráttar í inn- flutningi árin 1992 og 1993 og aukningar útflutnings í fyrra og á þessu ári. Engar varúðarmerkingar Guðmundur Guðmarsson, sem tók sæti í stjórn HAB í vor, segist ekki kunna skýringar á því að eng- ar varúðarmerkingar séu við hvera- svæðið, sem er í umsjá Hitaveitunn- ar. Frágangur hverasvæðisins hafí verið í samræmi við kröfur náttúru- vemdarráðs og lögð áhersla á að sem minnst sjónmengun yrði af mannvirkjum. Hverasvæðið sjálft sé afgirt og fyrrnefndur kantur skilji að göngu- stíg og það svæði þar sem vatn renni um. Þá sé við svæðið skilti á fjórum tungumálum með lýsingu á svæðinu þar sem m.a. sé getið um hita vatnsins en hins vegar sé ekki um aðrar viðvaranir eða varúðar- ráðstafanir að ræða. Guðmundur sagði að brýnt væri fyrir hópum ferðamanna sem kæmu á svæðið hvaða hætta gæti verið á ferðum. Guðmundur sagðist í samtali við Morgunblaðið { gær svo nýlega hafa frétt af slysinu að sér væri enn ekki fyllilega ljóst á hvaða við- brögð það kallaði en sagði einsýnt að öryggismál við Deildartunguhver yrðu rædd á næsta fundi stjórnar Hitaveitunnar og jafnvel kæmi til greina að kalla saman fund vegna málsins. _ ■ö V:' 4 I i M I í i ; æ i " í i N i i í I t I ■i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.