Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 21 Milljarða skattsvik? Bréf til borgarstjórans - og annarra gæslumanna almannahagsmuna ÞÆR ERU kunnari en frá þurfi að segja, þungu áhyggjurnar sem ráðamenn ýmsir hafa lýst af þeim millj- arða skattsvikum, sem þeir segja að eigi sér stað í þjóðfélaginu. Stundum virðast þær áhyggjur þó meiri í orði en á borði. Verka- mannafélagið Dags- brún hefur lagt trúnað á að hér fylgdi hugur máli, en hefur óneitan- lega orðið fýrir nokkr- um vonbrigðum í ljósi þeirrar reynslu sem fé- lagið hefur öðlast. Verkamannafélagið Dagsbrún hefur að undanförnu lagt sig fram um að ná samvinnu við þá ráðamenn, sem hér eiga líklega hvað mestra hags- muna (fjármuna) að gæta. Árangur- inn af þeirri viðleitni er enn sem komið er næsta rýr. Það má öllum ljóst vera hvað mikið hagsmunamál hér um ræðir, ekki bara skattayfir- valda heldur og ekki síður hins al- menna launamanns. Tilefni þessa bréfkoms er að í því vaxandi atvinnuleysi, sem lands- menn hafa búið við undanfarin miss- eri og mest hefur bitnað á ófaglærðu verkafólki, ekki síst félögum í Dags- brún, hefur komið í ljóst að fjöldi fólks nýtur ekki félagsréttinda sök- um þess að ekki hefur verið greitt af því til sjóða félagsins. Okkur grunar raunar að svo muni vera í fleiri stéttarfélögum. Flest þetta fólk hefur stundað vinnu hjá ýmsum fyr- irtækjum, sem m.a. eru verktakar hjá borg og ríki, og haldið hefur verið eftir að launum þess gjöldum, sem skila ber til stéttarfélaganna og sjóða þeirra, auk skatta sem skila ber til ríkissjóðs. Skilum á þessum gjöldum er stórlega ábótavant. Við höfum ítrekað leitað liðsinnis borgaryfirvalda, bæði núverandi borgarstjóra og einnig ýmissa ann- arra í þjónustu borgarinnar. Liðsinn- is hefur einnig verið leitað hjá félags- málaráðherra, ríkisskattstjóra og Lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Fram- sóknar í viðleitni okkar við að ná til þessara fyrirtækja og innheimta hjá þeim lögboðin og samningsbundin gjöld. Við höfum boðið þessum opin- beru aðilum upp á samvinnu um þetta verkefni þar sem við höfum viljað leggja fram vinnu við verkefn- ið eða stofna til samstarfshóps, sem hefði aðgang að nauðsynlegum upp- lýsingum sem auðveldað gæti verk- ið. Auk þessa höfum við haft sam- band við fjölmargar stofnanir aðrar eins og t.d. Vinnuveitendasamband íslands, Samtök iðnaðarins, við- skiptaráðuneytið o.fl. Þegar þessi vinna og árangurinn af henni er skoðaður þá sjáum við að árangurinn er lítill, án þess þó að hann sé tíund- aður hér. En stór spurnign vaknar við þessa árangurslitlu skoðun; hafa þeir sem sinna eiga þessu verkefni gefíst uppl Það liggur í augum uppi að ríkið og sveitarfélag eins Reykjavíkur- borg, eru einhveijir stærstu vinnu- kaupendur í landinu. Á vegum þess- ara aðila fara einnig fram flest og stærst útboð á verkum. Við val á verktökum ætti því af hálfu þessara aðila að gæta mikillar vandfýsi þar sem tekið tillit til forsögu þessara fyrirtækja og þeirra sem eru í for- svari eða eigendur. Þess eru dæmi að fyrirtæki, sem ekki hafa lokið verkum á vegum hins opinbera, ekki staðið við verkskilmála og jafnvel farið á hausinn fá úthlutað nýjum verkefnum ýmist undir sama nafni og/eða undir nýju heiti, undir stjórn sömu forsvarsmanna. Þó nokkuð af fyrirtækjum er að vinna verkefni sem njóta styrkja eða íjárveitinga úr atvinnu- leysissjóði. Illa er fylgst með því hvort þeir sem ráðnir eru til fyrirtækja sem njóta styrkja eða fjár- veitinga úr atvinnuleys- istryggingasjóði séu teknir af listum vinn- umiðlana og hvort þeir séu ráðnir eftir gildandi lágmarkstöxtum. Einn- ig hvort afdreginni staðgreiðslu eða líf- eyrissjóðsiðgjaldi sé skilað til viðeigandi sjóða. Til er líka gjald sem heitir trygginga- gjald og er greiðsla atvinnurekanda til sjóða samfélagsins og tryggir launþega hjá almannatrygginga- kerfinu og atvinnuleysistrygginga- sjóði. Þetta'gjald veit launþegi al- mennt ekki um. Hann fær hins veg- ar að kynnast því ef það hefur ekki skilað sér, þegar hann þarf að njóta aðstoðar samfélagsins, hvort sem hann er sjúkur eða atvinnulaus. í kringum 1920 voru sett lög, sem m.a. hefta launþegann í að teita upplýsinga hjá Ríkisskattstjóra um hvort umræddu tryggingagjaldi hafi Hægt er að benda á stóra vinnustaði, sem gera út á peninga úr borgarsjóði og/eða at- vinnuleysistrygginga- sjóði, segir Kristján Hoffmann, en ráða síð- an fólk sem „undirverk- taka“ — og reka fyrir- varalaust, ef það mót- mælir því ráðningar- formi. verið skilað, en það eru lög um upp- lýsingaleynd. Hveija er þessum lög- um ætlað að vernda? Ekki verður hér fjölyrt meira um þetta mál að sinni, en hægt er að tína fram nöfn fyrirtækja sem skila ekki gjöldum dregnum af launþeg- um, staðgreiðslu skatta og því síður tryggingagjaldi, hægt er að nefna fyrirtæki sem ráða til sín atvinnu- lausa og bjóða þeim 300 til 350 kr. á tímann og þá allt meðtalið, orlof, veikindadagar og annað. Hægt er að benda á stóra vinnustaði, sem gera út á peninga úr borgarsjóði og atvinnul ay sistry ggingasj óði, pen- inga sem ætlað er að skapa tíma- bundið atvinnu fyrir þá sem lengi hafa verið atvinnulausir, en ráða síð- an þetta sama fólk sem undirverk- taka og reka fyrirvaralaust ef það mótmælir því ráðningarformi. Ástæða er til að gera þessum málum fyllri skil og kann það að verða gert síðar. Það fer eftir viðbrögðum við þessu bréfi. Við höfum þegar ritað borgarstjóranum í Reykjavík tvö bréf um þessi mál. Enn hefur ekk- ert svar borist eða viðbrögð komið fram. Fleiri af þeim aðilum sem tald- ir hafa verið upp í grein þessari ættu að hafa brennandi áhuga fyrir málinu. Hvað dvelur „Orminn langa“? Höfundur er starfsmaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Kristján Hoffmann Guðmundi Gunnars- syni svarað í MORGUNBLAÐ- INU í gær birtist grein eftir Guðmund Gunn- arsson formann Raf- iðnaðarsambands ís- lands þar sem hann spyr mig ákveðinna spurninga varðandi byggingu íþróttahallar sem mér er bæði ljúft og skylt að svara. í greininni gætir reyndar nokkurs misskilnings á stöðu og þróun málsins sem ekki verður hjá komist að leiðrétta. í fyrsta lagi gaf nú- verandi borgarstjóri ekkert kosningaloforð um byggingu íþróttahallar í Reykja- vík fyrir HM ’95. Ég lýsti því hins vegar yfir, rétt eins og oddviti Sjálf- stæðisflokksins, Árni Sigfússon, að ég væri reiðubúin til að skoða hug- myndir sem þá voru uppi frá Elect- rolux — og síðar fleiri aðilum — um að byggja yfir gervigrasið í Laugar- dal mannvirki sem gæti hýst HM ’95 og myndi kosta u.þ.b. 155 milljónir króna. Þetta hef ég skoðað algerlega svikalaust. Nánari athugun hefur hins vegar leitt í ljós að kostnaður við byggingu af þessu tagi, þ.e. dúk- hús, yrði ekki undir 470 milljónum króna. En það höfðu fleiri áhuga á þessu verki en Electrolux og töldu sig geta boðið þetta mannvirki á sambæri- legu verði. Til að allir sætu við sama borð var Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen fengin til að taka saman skýrslu um öll þau lauslegu tilboð sem borgaryfirvöldum höfðu þá bor- ist og niðurstaða hennar var í stuttu máli sú „að eina skynsamlega leiðin til að koma upp aðstöðu í Laugardal fyrir HM ’95 með 7.000 áhorfendum, sé að byggja bráðabirgðahús við Laugardalshöllina, sem síðar verði fundið annað hlutverk". Áætlað var að slíkt mannvirki myndi kosta um 300 m.kr. og þar af væri kostnaður sem ekki nýttist annars staðar um 170 m.kr. Þessum kosti vísuðu borg- aryfirvöld strax á bug. Að frumkvæði tæknimanna borg- arinnar var aftur á móti ákveðið að skoða þann möguleika að byggja fyrsta áfanga að fjölnota íþróttahúsi austan Laugardalshallar sem þeir töldu gerlegt að reisa á þeim tíma sem til stefnu var ef hafíst væri handa þegar í byijun ágúst. Kostn- aðaráætlun vegna þessa hljóðaði upp á 540 milljónir króna. Þessi upphæð er af þeirri stærðargráðu að ekki kom til greina að borgaryfirvöld stæðu ein að þessari framkvæmd. Þetta yrði að vera sameiginlegt átak margra aðila sem tækju sameigin- lega ábyrgð á fjármögnun og bygg- ingarframkvæmdum. Á fundi borg- arráðs þann 19. júlí var því einróma samþykkt að borgaryf- irvöld væru réiðubúin til að veija allt að 270 m.kr. til slíkrar bygg- ingar „að því tilskildu að Handknattleikssam- band íslands geti tryggt þátttöku ríkis- valdsins og annarra aðila vegna byggingar- innar með samsvarandi fjárframlagi“. Eins og Guðmundur veit væntanlega höfn- uðu ráðherrar ríkis- stjómarinnar algerlega allri þátttöku ríkisins en buðust til að lána ÍSÍ virðisaukaskattinn vegna framkvæmdarinnar í allt að fimm ár. Höfnun þeirra byggðist á því að þeir töldu að ríkið hefði keypt sig frá 300 milljóna króna skuldbind- ingu í þessu máli með því að greiða HSÍ 20 milljónir árið 1991. Þegar þetta lá fyrir sá ég engar forsendur fyrir framhaldi þessa máls og þann 26. júlí kynnti ég borgarráði þá niðurstöðu mína að fallið yrði frá frekari áformum um byggingu fjöi- nota íþróttahúss að sinni. Borgarráð féllst á þessa niðurstöðu og fól mér að kynna hana fyrir forsvarsmönn- um íþróttahreyfíngarinnar sem ég og gerði. Þar með var málinu í raun og veru lokið af hálfu borgaryfirvalda. Ástæða þess að málið var tekið upp aftur var sú að umboðsmaður Electrolux hér á landi lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum að fyrirtækið vildi reisa slíkt mannvirki upp á sitt eindæmi og á eigin ábyrgð. Borgar- yfírvöld sáu ekki ástæðu til að setja þeim stólinn fyrir dymar og þar af leiðandi sendum við Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sameiginlegt bréf til umboðsmanns Electrolux þann 27. júlí og óskuðum „að gefnu tilefni eftir skriflegri staðfestingu frá Electrolux að fyrirtækið sé reiðu- búið til að reisa fyrir eigið fé og á eigin áhættu, fjölnota íþróttahús, sem uppfylli byggingarskilmála borgarinnar, en án skuldbindingar af hálfu Reykjavíkurborgar eða íþróttahreyfingarinnar um leigu og/eða rekstur“. Við þessu kom jákvætt svar fyrst bréflega og síðar á fundi sem hald- inn var með fulltrúum fyrirtækisins. Það sem fyrirtækið fór einungis fram á var að vita hvort mannvirkið yrði notað af Reykjavíkurborg og íþróttahreyfingunni og þá hversu mikið. Hugmyndin um að Electrolux gerði kaupleigusamning um húsið við borgina kom upp á síðari stigum og hefur þegar verið hafnað. Eftir stóð þá aðeins að fá úr því skorið hvort fyrri hugmyndir Electrolux um að eiga og bera ábyrgð á þessu húsi stæðu eða ekki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Án efa mun fjölnota íþróttahús rísa við Laugardalshöllina áður en langt um líður, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og vitnar til stefnuskrár R-listans. í gær barst borgaryfirvöldum svo bréf frá Electrolux þar sem segir að fyrirtækið sé tilbúið til að „fjár- magna fyrir Reykjavíkurborg" þetta verkefni t.d. í gegnum kaupleigu- samning. Þá segir jafnframt í bréf- inu að hvað varði rekstur hússins þá geti fyrirtækið ekki séð um þann þátt málsins. Reykjavíkurborg verði að bera ábyrgð á rekstri hússins, viðhaldi o.fl. I raun má segja að þarna sé komið svar við því bréfí sem ég og forseti ÍSÍ sendum um- boðsmanni Electrolux þann 27. júlí sl. Svarið er þess eðlis að ég sé ekki ástæðu til að halda áfram frekari viðræðum um málið. Það er engum blöðum um það að fletta að bygging fjölnota íþrótta- húss í vetur á vegum innlendra að- ila hefði verið mikill hvalreki fyrir byggingariðnaðinn í borginni. En eins og fyrr segir hefði þurft sameig- inlegt átak margra aðila til að svo hefði mátt verða. Það er hvorki eðli- legt né sanngjörn krafa á hendur borgaryfirvöldum að þau leggi ein til þennan hvalreka. Eins og málum er nú háttað stendur það þó fyrst og fremst upp á ráðherra í ríkis- stjórninni að efna fögur fyrirheit í þeim efnum sem gefín voru í tengsl- um við kjarasamninga í vor — og í hita kosningabaráttunnar — um að flýta vegaframkvæmdum á höfuð- borgarsvæðinu með sérstökum fjár- framlögum. Án efa mun fjölnota íþróttahús rísa við Laugardalshöllina áður en langt um líður. í stefnuskrá Reykja- víkurlistans segir m.a. um það mál að „hafinn verði undirbúningur að byggingu húss sem rúmar knatt- spyrnuvöll. Einnig má nota aðstöð- una til sýningarhalds sem mikil þörf er á í borginni“. Það má hins vegar öllum ljóst vera að þetta mál var og er ekki forgangsmál Reykjavíkurlist- ans. Við vildum samt sem áður ekki að óathuguðu máli hafna því að ráð- ast í byggingu fjölnota íþróttahúss sem hægt væri að nota fyrir HM ’95 ef á því væri skynsamlegur flötur. Hann hefur ekki fundist þrátt fyrir að miklum tíma, vinnu og áhuga hafí verið eytt í þetta mál. Allt frá upphafi hefur það legið fyrir að borgin væri ekki tilbúin til að leggja hálfan milljarð í þetta mannvirki og við það situr. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.