Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLE8MT Reuter HÚTÚAR í flóttamannabúðum í Zaire á leið heim til Rúanda. Hjálparstarfsmenn segja marga telja að ofbeldið í búðunum miði að því að koma í veg fyrir að fólk snúi aftur til síns heima. Erlendir hjálparstarfsmenn í Rúanda reyna að tryggja öryggi sitt Fjandskapur í garð Breta og Bandaríkjamanna Bukavu. Reuter. HJÁLPARSTARFSMENN í búðum fyrir land- flótta Rúandamenn sögðust í gær hafa neyðst til að gera varðúðarráðstafanir gegn þeim flótta- mönnum sem þeir ættu að vera að aðstoða en nánast hefur ríkt stríðsástand í borginni Goma undanfama daga. Starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), sem urðu að yfirgefa flóttamannabúð- ir nærri Bukavu á fimmtudag, sneru aftur í gær. Fögnuðu talsmenn Flóttamannahjálpar SÞ þeirri ákvörðun að fjölga eftirlitsmönnum SÞ með mann- réttindum í Rúanda í 150 en þeir eru nú 26. Hjálparstarfsmenn í Zaire segja að ógnanir ungra hútúa, þjófnaðir og aðgerðarleysi her- manna frá Zaire geri þeim illmögulegt að starfa. Á fimmtudag var handsprengju haldið að hálsi írsks hjálparstarfsmanns og töldu þeir sem það gerðu að hann væri Bandaríkjamaður. Fjand- skapur í garð Bandaríkjamanna og Breta hefur aukist mjög, þar sem talið er að þeir styðji ná- grannaríkið Úganda sem hefur veitt Frelsisher Rúanda, sem aðallega er skipaður tútsum, stuðn- ing. Hrópað er „viðorðsmenn, vitorðsmenn" að breskum og bandarískum blaðamönnum og menn vopnaðir sveðjum stugga hvað eftir annað við ljósmyndurum. Híndra heimför Að sögn Kris Janowski, starfsmanns Flótta- mannahjálpar SÞ, finnst mörgum hútúum að þeir séu að ósekju sagðir ábyrgir fyrir fjölda- morðum á tútsum og að þeir hafi tapað stríðinu við frelsisher tútsa vegna vopnasölubanns sem sett var á landið. Segir Janowski að margir telji að hútúar beiti ofbeldi til að koma i veg fyrir að fólk snúi aftur til Rúanda. Margir hútú- menn hafi átt stóran þátt í morðunum á tútsum og óttist að verða sóttir til saka, jafnvel teknir af lífi snúi þeir aftur. Þá vilji hútúar að stjórn tútsa taki við sviðinni jörð og mannlausum sveit- um. Að sögn talsmanna matvæladreifingar SÞ hafa verið gerðar öryggisráðstafanir fyrir hjálp- arstarfsmenn. Gæta þeir þess að vera í stöðugu talstöðvarsambandi og láta ævinlega vita þurfi þeir að fara á milli búða. Ný tegund hjartaaðgerða BRESKIR skurðlæknar hafa brotið blað í sögn læknavísind- anna, með því að tengja dælu, knúða rafhlöðu, við hjarta 62 ára gamals manns, sem var dauðvona af völdum hjartasjúk- dóms. Læknar á Papwort- hsjúkrahúsinu í Cambridge sögðu í gær að tækið, sem er á stærð við mannshönd, gæfi hjartasjúklingum nýja von, og gæti jafnvel gert hjartaígræðsl- ur óþarfar. Aðgerðin var framkvæmd á miðvikudag og tók fjóra tíma. Að sögn læknanna hefur sjúkl- ingurinn það gott, er „glaðvak- andi og í góðu formi.“ Þeir vænta þess að hann muni lifa góðu lífi eftir aðgerðina og geti tekið ugp tiltölulega eðli- Iega háttu. Á teikningunni má sjá, að tækinu er komið fyrir innan á kviðvegg sjúklings og tengt við hjartað í honum. Þetta er einföld rafmagnsdæla sem er ætlað að taka að mestu við hlutverki þess hluta hjartans sem dælir blóðinu. Tækið er frábrugðið gerfihjörtum sem grædd hafa verið í fólk, að því leyti að hjarta sjúklingsins er ekki numið á brott. Tækið, sem kostar um 4 milljón- ir króna, er framleitt af banda- rísku fyrirtæki. Það hefur áður verið notað til bráðabirgða, allt að einu ári, af sjúklingum sem beðið hafa eftir hjarta til ígræðslu. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem tækið er sett í sjúkling sem framtíðarráð- stöfun gegn hjartabilun. Lækn- ar sögðust vænta þess að dælan myndi reynast áhrifaríkari en hjartaígræðsla. Vilja að- gerðir gegn Pak- istan INDVERJAR lýstu því yfir á fimmtudag að þeir hygðust fá ríki heims til að standa með sér að aðgerðum gegn Pakis- tönum. Ástæðan er sú að fyrr- um forsætisráðherra Pakist- ans, Nawaz Sharif, hefur sagt að Pakistanar ráði yfir kjarn- orkusprengju en utanríkisráð- herra landsins, Assef Ahmad Ali, neitaði þessu. Sagði Ali að Indveijar gætu síst allra mót- mælt kjamorkuógnun, þar sem þeir framleiddu sjálfir plúton að vild. Hætta á klofn- ingi fyrir bí BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti sagði í gær að ekki væri lengur hætta á því að Rússland klofnaði en margir Rússar hafa talið hættu á því sökum eija á milli stjórnarinnar í Moskvu og stjómvalda í héruðunum. Jelts- ín sagði hins vegar að nauðsyn- legt væri að semja áætlun um samskipti héraðsstjórna við stjórnvöld í Moskvu. Prins í lið skæruliða SKÆRULIÐASAMTÖKIN Rauðu kmerarnir sögðu í gær að kambódíski prinsinn Noro- dom Chrakrapong hefði gengið til liðs við þá. Prinsinn gerði misheppnaða tilraun til valda- ráns í Phnom Penh í sfðasta mánuði en hann er sonur kon- ungs Kambódíu, Norodoms Si- hanouks, og hálfbróðir forsæt- isráðherrans, Norodoms Rana- riddh. Múslimar skjóta á ferðamenn ÖFGASINNAÐIR múslimar skutu í gær spænskan dreng og særðu föður hans lífshætt- lega í suðurhluta Egyptalands. Móðir drengsins, einn Spánveiji til viðbótar og egypskur leið- sögumaður særðust í árásinni. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að múslimar gerðu síðast árás á ferðamenn en aðeins tvær vikur era þar til ráðstefna SÞ um mannfjölda og þróun verður haldin í Kaíró. Er talið að þessi árás kunni að auka ótta manna um öryggi ráðstefnugesta. Mannræn- ingjar nást LÖGREGLAN í Moskvu hefur ráðið að niðurlögum 30 manna glæpahrings, sem sérhæfði sig í mannránum. Glæpamennirn- ir, sem eru frá Georgíu, ein- beittu sér að kaupsýslumönn- um. Lögreglu tókst að hafa hendur í hári þeirra eftir að yfirmanni auglýsingastofu tókst að sleppa úr klóm ræn- ingjanna, sem höfðu krafist sem svarar tæpra 13 milljóna fyrir lausn hans. I I i I | 1 \ l B ! í L {. 1 í ; ! í t í l ! I í I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.