Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni TME't' SAY THAT BORDER COLLIES ARE GOOP D0G5, 7-30 IF YOl) PON T ' MJNP SOMEONE 5TARINGATY0U ALLTHETIME.. Ef ég eignast einhvern það er sagt að skoskir fjárhundar Ef þér er sama hvort tímann hund, er ég ekki séu góðir... einhver sé alltaf að viss um hvaða tegund ég stara á þig ... myndi fá mér... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 * I kjölfar Nordisk forum: Til hamingju íslenskar konur MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að koma á framfæri eftirfarandi orðsendingu frá Guðmundi Árna Stefánssyni félagsmála- og jafnrétt- ismálaráðherra til þeirra sem ávarp- aðar eru í fyrirsögninni: Til hamingju íslenskar konur! Þið voruð sómi íslensku þjóðarinn- ar á Nordisk Forum í Finnlandi. Ekki eingöngu voruð einna fjöl- mennasti hópurinn, heldur var eftir ykkur tekið fyrir lifandi og kraft- mikla þátttöku ykkar í hinni fjöl- breytilegu dagskrá sem var uppi á borðum á þessari ráðstefnu. Það að að vera karlmaður á ráð- stefnu sem þessari og aukinheldur ráðherra jafnréttismála, var upplifun sem ég hefði ekki viljað vera án. Auðvitað var málflutningurinn held- ur einsleitur — hvernig hefði öðru- vísi átt að vera. Við karlamir vorum ekki beinlínis skammaðir — en okkur var sagður sannleikurinn umbúða- laust. Og hann er þvi miður sá — hvort sem okkur öllum líkar betur eða verr — að ennþá eigum við tals- vert langt í land með raunverulegt jafnrétti kynjanna. En þrátt fyrir allt miðar okkur í rétta átt. Um það held ég að flestir séu sammála. Margt bar á góma á hinum fjöl- mörgu fundum í Finnlandi sem haldnir voru á Nordisk Fomm. Ekki ætla ég að rekja það hér. Hitt vil ég þó nefna, vegna neikvæðrar og að sumu leyti undarlegrar umræðu á íslandi í undanfara ráðstefnunnar og einnig á meðan á henni stóð, að þessi ráðstefna stóð svo aldeilis und- ir nafni sem lifandi umræðuvett- vangur um stöðu konunnar í nor- rænu samfélagi og ekki síður hitt hvernig jafnréttismálin em svo sann- arlega óijúfanlegur hiuti að hinni eilífu samfélagslegu umræðu. Nei, það vom ekki bara sérfræð- ingar — félagsfræðingar — pólitík- usar — sem vom á Nordisk Foram. Það var einmitt málið. Fjórtán þús- und konur og þar af um íjórtán hundruð íslenskar, sköpuðu einmitt hina nauðsynlegu breidd umræðunn- ar og umhverfisins sem var og er svo nauðsynleg. Þama vom konur úr grasrótinni. Mæður, dætur, ömmur, langömmur, verkakonur, fræðikonur og svo framvegis og framvegis. Þarna var bókstaflega þverskurður íslensku kvenþjóðarinnar. Ég ætla engu um það að spá hver verður mælanlegur árangur af Nor- disk Fomm. Það verður tíminn að leiða í ljós í ljósi framhaldandi um- ræðu. Þar erum við karlamir ekki stikkfrí. Því umfram allt verðum við karlmenn líka að takast á við jafn- réttismálin — eins og konurnar og ræða verkefnin og vandamálin í botn. Það var ógleymanleg upplifun að vera með á Nordisk Forum. Auðvitað hélt íslenski jafnréttisráðherrann ræðu og sem formaður norrænu ráð- herranefndarinnar stjómaði hann formlegum fundi hennar. En það var ekki meginmálið, því þrátt fyrir stuttan stans og marga formlega fundi sem jafnréttisráðherra, þá var jafnframt ekki hægt að komast hjá því að finna þennan andans kraft sem var svo sýnilegur og geislaði af meðal íslensku kvennanna í starfi og leik í hinni fjölbreyttu dagskrá ráðstefnunnar. íslensku konurnar sýndu og sönn- uðu að þær þurfa ekki og vilja ekki afsaka hlutskipti sitt í norrænu sam- félagi. Það var um þær talað með virðingu og aðdáun og þótt við ís- lendingar kunnum að standa að baki frændþjóðum okkar á hinum Norð- urlöndunum hvað ýmsa þætti varð- ar, þá var öllum ljóst að konumar frá íslandi vom ekkert plat. Þær vom þarna í Finnlandi til að láta sjá sig og í sér heyra. Og það gerðu þær. Ég veit að minnsta kosti að þær þúsundir — kvenna og karla — sem hlustuðu og lifðu þá stund þegar íslenski kvennakórinn — formlega 60 konur en þama hundmðum sam- an — gengu fylktu liði og sungu „sofðu unga ástin mín“ með kerti í hendi meðfram ánni í Turku, munu seint gleyma þeirri stund. Svo hátíð- leg og falleg sem hún var. Þá var ég aldeilis stoltur af þvi að vera frá íslandi. Það hefðu allir verið. Til hamingju íslenskar konur. Þið sem vomð á Nordisk Forum. Og ekki síður allar hinar. GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.