Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 44
TVÖFALDUR1. vinningur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Rennt fyrir fisk við Hafnarborg ÞAÐ virðist gilda einu hvort íslendingar eru við Svalbarða, í Smugunni eða við Hafnarborg, alls staðar eru þeir við fiskveiðar. Þessir ungu Hafnfirðingar láta síðastnefnda staðinn duga í bili, en engum sögum fer af aflabrögðum. Vafalaust eiga þeir þó eftir að leggja undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar frekara lið þegar fram líða stundir. Búnaðarfélag og Stéttarsam- band sameinað Flúðum. Morgunblaðið. ÞING Stéttarsambands bænda samþykkti í gærkvöld, með 50 at- kvæðum gegn, tillögu um að sam- eina Búnaðarfélag íslands og Stétt- arsamband bænda um áramótin. Fyrr um kvöldið samþykkti Búnað- arþing sameininguna með 22 at- kvæðum gegn einu. Óverulegar breytingar voru gerð- ar á upphaflegu tillögunum sem lágu fyrir fundunum, en þó var samþykkt að fjölga fulltrúum á nýtt búnaðarþing úr 36 í 39. Fulltrúar á Stéttarsambands- fundinum og á Búnaðarþingi lýstu óánægju með ýmislegt í drögum að skipulagi og samþykktum nýrra búnaðarsamtaka. Margir töldu drögin illa unnin og að rétt væri að fresta afgreiðslunni og gefa sér Iengri tíma til að vinna að málinu. Aðrir vöruðu eindregið við frestun og sögðu það þýða uppgjöf. Búið væri að ræða einföldun félagskerfis bænda í fjölda ára og ný yrði þetta mál ekki dregið lengur. Það yrði hneisa fýrir forystumenn bænda ef þeir gæfust upp nú. Hlutverk og staða búgreinafélaganna Megindeiluefnið var hlutverk og staða búgreinafélaganna. Menn voru sammála um að skýr verka- skipting þurfi að vera á milli nýrra samtaka og búgreinafélaganna, en það vefst hins vegar fyrir bændum að skýra þessa verkaskiptingu. Ýmsir bentu á að fulltrúum bú- greinafélaganna hefði verið haldið utan við samningaviðræðumar um stofnun nýrra samtaka og því væru þau hornreka í því nýja skipulagi sem verið væri að búa til. ■ Óánægja með óvissu/6 Afgreiðslu fjárlagafrumvarps að mestu lokið í ríkisstjórn Ríkisútgjöld skorin niður um 3-4 milljarða króna Engir sjúklingaskattar eða ný þjón- ustugjöld, segir heilbrigðisráðherra NEFND fjögurra ráðherra hefur náð samkomulagi um niðurskurð og spamaðaraðgerðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs og voru tillögur henn- ar til umræðu á ríkistjórnarfundi í gær. Hefur ríkisstjómin að mestu leyti lokið frágangi á gjaldahlið framvarpsins og verða tillögurnar kynnt- ar á þingflokksfundum ríkisstjórnarflokkanna á mánudaginn. Er svo stefnt að því að ríkisstjórnin afgreiði gjaldahlið fjárlagaframvarpsins á þriðjudag en þá hefjist jafnframt umræða um tekjuhlið framvarpsins. Morgunblaðið/Kristinn RÁÐHERRARNIR Ólafur G. Einarsson og Sighvatur Björgvinsson ganga á ríkissljórnarfund um fjárlagafrumvarpið í gærmorgun. Stefnumótun stjórnvalda Orkugjald vegna raf- orkusölu um sæstreng Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hláturgas hjálpar tor- færuköppum GLAÐLOFT, Iofttegundin N02 sem notuð er á skurð- og tann- læknastofum til að róa sjúklinga, er einnig notuð af torfæruköpp- um. í dag er lokaslagurinn um íslandsmeistaratitilinn í torfæru í Grindavík og þrír ökumenn eiga möguleika á titlinum. Þeir ásamt fleiri keppendum nota glaðloft til að ná betri árangri. Glaðlofts- kútar eru tengdir vélum jepp- anna og fyrir þrautir er skrúfað frá þeim. Glaðloftið eða hlátur- gasið, eins og sumir kalla það, eykur sprengikraft vélanna til muna þegar gefið er inn, og hest- öflin aukast um 100-300 eftir búnaði vélanna. Haraldur Pét- ursson hampar hér glaðloftskút, sem hann vonar að hjálpi sér í titilsókninni gegn Einari Gunn- laugssyni og Gísla G. Jónssyni, núverandi meistara. Halli undir 9 milljörðum Stefnt er að því að rekstrar- halli framvarpsins verði undir 9 milljörðum kr. samanborið við 9,6 milljarða á fjárlögum yfirstand- andi árs. Er við það miðað að heildarútgjöld ríkissjóðs á næsta ári verði ekki hærri en útgjöld fjár- laga yfirstandandi árs en þau voru áætluð tæpir 114 milljarðar kr. Hins vegar bendir allt til þess að útgjöldin á þessu ári verði 2-3 milljörðum kr. meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Tekist hefur að skera niður ýtrustu útgjaldaóskir ráðuneytanna um 9-10 milljarða króna en skv. upplýsingum Morg- unblaðsins er raunveralegur niður- skurður ríkisútgjalda á bilinu 3-4 milljarðar kr. Tekist á við sér- fræðingakostnaðinn í útgjaldafrekasta ráðuneytinu, heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu, munu útgjöld aukast milli ára frá fjárlögum þessa árs, sem er óhjákvæmilegt, m.a. vegna fjölgunar ellilífeyrisþega, að sögn Sighvats Björgvinssonar heil- brigðisráðherra. Ekkert hefur hins vegar verið talað um heilsukort, sjúklingaskatta eða hækkun gjalda á heilsugæslustöðvum, að sögn Sighvats og er ekki gert ráð fyrir aukinni þjónustugjaldtöku í heilbrigðiskerfínu frá því sem áður hefur verið ákveðið. Hins vegar verður reynt að ná fram sparnaði með hagræðingu og tekist verður á við sérfræðingakostnaðinn. Krafa um hagræðingu „Þetta eru mjög margar tillög- ur, sem koma víða niður og horfa til sparnaðar. Það munu allir finna fyrir því en það er skylda okkar að taka fyrsta skrefið niður á við til að draga verulega úr ríkissjóðs- hallanum," sagði Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra. Gerð verður krafa um hagræðingu innan ríkis- kerfisins og verður engin stofnun þar undanskilin. Skattkerfisbreytingar sem Al- þingi hefur ákveðið valda ríkissjóði umtalsverðu tekjutapi á næsta ári en á móti vegur að horfur eru á bata í efnahagslífinu á næsta ári og því muni skatttekjur ríkissjóðs aukast sem því nemur og gott betur á næsta ári vegna aukinna veltuáhrifa. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Sighvats Björgvinssonar iðnaðarráðherra um orkugjald við beina sölu á raforku til útflutnings um sæstreng. Að sögn Sighvats felur sam- þykktin í sér að mörkuð verði sú stefna í viðræðum við erlenda aðila um hugsanlega raforkusölu um sæstreng, að raforkan verði seld á hærra verði en ef um orkusölu hér innanlands væri að ræða. Var iðn- aðarráðherra falið að vinna áfram að tillögugerð um hvaða virðisauka rikið áskildi sér við raforkusölu úr landi. Sighvatur sagði mjög þýðingar- mikið að þessi stefnumörkun lægi fyrir því menn væru þegar farnir að ræða þessi mál við aðila í Þýska- landi, Hollandi og Skotlandi. „Það er nauðsynlegt að gera mönnum strax í upphafi grein fyrir því að þeir fá ekki raforku héðan á kostn- aðarverði,“ sagði Sighvatur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.