Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Harður árekstur HARÐUR árekstur varð á Eyja- fjarðarbraut eystri seint í fyrra- kvöld. Fjórir slösuðust og bifreið- arnar tvær eru báðar taldar ónýtar. Óhappið varð við afleggjann upp að bænum Eyrarlandi. Bifreiðarn- ar óku báðar í suður, inn Eyja- fjörð. Ökumaður þeirrar sem á undan var ætlaði að beygja upp áðurnefndan afleggjara, en þá vildi ekki betur til en svo að hinn var að fara fram úr. Tveir farþegar í öðrum bílnum og báðir ökumenn- imir voru fluttir á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Talið var að þeir hefðu hlotið háls- og höfuð- meiðsli, en þau munu ekki hafa verið alvarleg. Bílarnir eru báðir taldir ónýtir. Fyrirlestur í Háskólanum DR. ADRIAN Bell flytur fyrirlest- ur við Háskólan á Akureyri nk. mánudagskvöld, 29. ágúst, sem nefnist „Ljótir andarungar eða fagrir svanir? Litlir sveitaskólar í nútíma samfélagi." { frétt frá Háskólanum kemur fram að Dr. Bell er kennari við Opna háskólann í Bretlandi og Háskólann í Austur Anglíu. Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á smáum skólum í sveitum og hefur ritað um þá tvær bækur og fræði- legar ritgerðir. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 á mánudagskvöldið, í stofu 24 í aðal- byggingu Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti. EIGNAHÖLLIN FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 20 68 OO 57 Sérbýli - einbýli Árbæjarhverfi. Raðh. á einni hæð v. Hraunbæ rúml. 150 fm. Sólstofa. Góð lán áhv. Eignaskipti. Einb. og parhús innan eii- iðaáa, t.d. við Ásvallagötu og Sporðagrunn. Eignask. mögul. Vogatunga - eldrib. Neðri sérh. 85 fm + 25 fm geymslur. Nýtt húsn. m. góðum innr. Allt sér. Laus. Ekkert áhv. Hæðargarður. 97 fm efri sérhæð í Smáíbúðahverfi. Leyfi til að lyfta þaki. Gott parket á stofum. Nýl. eldhinnr., nýl. gler. Laus. Lyklar á skrifst. 2ja-4ra herb. íbúðir Vesturbær. 2ja herb. íb. á 2. hæð með bílskýli. Laus. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Gnoðarvogur. 3ja herb. góð íb. Nýstands. Laus. Góð lán áhv. Þingholtin - miðbær. 74 fm 3ja herb. falleg íb. í gamla stílnum á 3. hæð í vel byggðu steinhúsi. Ennfremur stúdíóíb. á sömu hæð. Eignask. mögul. Bakkar - Mjóddin. Mjög góðar 3ja og 4ra herb. íb. Lausar. Lægsta fm-verð sem þekkist. Útsýni. Góð staðs. Atvinnuhúsnæði Vantar þjónustuhúsn. ( miðbæ (póstnr. 101 og 105). Meiga þarfnast standsetningar. Bráðvantar flestar gerð- ir eigna á söluskrá, vegna ótrúlega margra fyrirspurna. Sigurður S. Wiium, sölustjóri. Mikill afli á land í Grímsey í sumar Grímsey - Talsverður afli hefur borist á land í Grímsey í sumar og atvinnuástand verið mjög gott. All- ir unglingar í eynni, sem fara burtu í skóla á vetuma, fengu t.d. vinnu í sumar, og talsvert hefur verið um aðkomumenn í vinnu. Garðar Ólason, sem sér um fisk- verkun á vegum Jóns Ásbjörnsson- ar í eynni, segir búið að vera mjög gott fiskirí á línu mestan hluta sum- ars, en frekar tregt á handfæri. „Það hefur ekki verið nema rjátl á færin. Það er hending ef menn fá eitt til eitt og hálft tonn á færin,“ sagði hann. Fjórtán starfsmenn hafa verið í vinnu hjá fiskverkun Jóns Ásbjörns- sonar í Grímsey í sumar. Þess má geta að síðan Jón byijaði með fisk- verkun í Grímsey í fyrravetur, hefur fyrirtæki hans tekið á móti 700-800 tonnum. Þorsteinn Orri hjá Fiskverkun KEA í Grímsey segir fyrirtækið hafa tekið á móti fiski frá um það bil 20 bátum, þar af er um helming- ur landbátar af Eyjafjarðarsvæðinu. Fiskverkun KEA hefur fengið 7-12 tonn af físki í húsið á dag upp á síðkastið. Þar er aðeins einn starfs- maður, því allur afli sem KEA tek- ur á móti er sendur inn í Hrísey til vinnslu. Atvinnuástand í eynni er nú mjög gott, sem fyrr segir, og það þakka menn ekki síst framtaki Jóns Ás- bjömssonar, vegna þess að fiskur- inn sem KEA tekur á móti, er ekki unninn í eynni. Talsvert hefur verið um aðkomumenn í vinnu í Grímsey í sumar, þar sem heimamenn anna ekki öllum störfum sem í boði eru. Margir drengir frá Húsavík eru nú við störf á staðnum, þannig að segja má að eyjan sé hálfgerð Húsvík- inganýlenda um þessar mundir. Morgunblaðið/Björn Gíslason Aflaklær landa í Hrísey ÞRJÁTÍU ára afmælismót Sjóstangveiðifélags Akur- eyrar hófst í gærmorgun og lýkur í dag. Haldið var frá Dalvík snemma dags og landað í Hrísey seinni partinn. Á myndinni eru keppendur að koma fiskin- um frá borði í eynni. Eftir að allir voru búnir að koma fiski sínum í land, var siegið upp heljarinnar grillveisiu í Hrísey áður en keppendur fóru til baka með ferjunni. Keppni heldur áfram í dag; haidið verður út frá Dalvík kl. 7 árdegis og komið að landi á ný kl. 14. Keppendur eru ríflega 100 og er mótið eitt þeirra sem gefa stig í keppninni um Islandsmeist- aratitilinn og raunar það síðasta á þessu ári, þannig að úrslit í keppninni ráðast í dag. Lokahóf stang- veiðimanna verður í kvöld á Hótel KEA á Akureyri og þar verða veitt verðlaun fyrir sigur í mótinu auk þess sem ísiandsmeistarar verða krýndir. 91 LARUSÞ.VALDIMARSS0N.framkvæmdastjori L I I J Vfc I U / V KRISTJAM KRISTJAMSSON, loggiltur fasteignasali Messur Til sýnis og sölu m.a. eigna: Sérhæð við Safamýri - bílskúr 6 herb. efri hæð 144,5 fm. Allt sér. Sólrík. Suðursv. Bílskúr 27,6 fm. Úrvalsstaður. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Glæsilegar sérhæðir - eignaskipti Skammt frá Vesturbæjarskóla 5 herb. sérhæðir. Eignaskipti möguleg. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Hveragerði - einbh. - eignaskipti Gott timburh. ein hæð, um 120 fm. 4 svefnh. Rúmg. stofa. Bílskúr með geymslu, 30 fm. Skipti möguleg á minni eign á höfuðborgarsvæöinu. 40 ára húsnæðislán kr. 5,0 millj. Á útsýnisstað í Selási 3ja herb. ný íb. é 5. hæð í lyftuh. Mikið útsýni. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Skammt frá Landspítalanum Mikið endurn. 3ja herb. jarðh. við Eiríksgötu. 40ára húsnlán kr. 3,1 millj. Glæsileg endaíb. á góðu verði Rúmg. og sólrík 4ra herb. íb. á 1. hæð 108,6 fm. Nýtt eldhús. Sér- hiti. Tvennar svalir. Herb. í kj. m. snyrtingu. Verð aðeins kr. 7,8 millj. Árbær - Selás Akureyrarprestakall Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 11. Prest- ur séra Birgir Snæbjörnsson. Messað verður að Hlíð kl. 16. Prestur séra Gunnlaugur Garðars- son. Kaþólska kirkjan Messur verða í kaþólsku kirkj- unni á Akureyri í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun á sama tíma. Hvítasunnukirkjan í kvöld kl. 20.30 verður sam- koma í umsjá ungs fólks í Hvíta- sunnukirkjunni. Á morgun, sunnu- dag, kl. 20 verður vakningasam- koma. Samskot verða tekin til starfsins. Á miðvikudaginn, 31. ágúst, kl. 20 verður biblíulestur og bænasamkoma. Þurfum að útvega gott raðhús eða einbhús með rúmg. bílsk. Helst í Vesturborginni 5 herb. íb. eða íbúðarhæð óskast á Högum eða Melum. Má þarfn. endurbóta. Einbýlishús eöa raðhús í nágr. Vesturbæjaskóla. Ennfremur óskast góð 3ja herb. íb. Rétt eign greidd við samning. Hjálpræðisherinn Á morgun, sunnudag, kl. 20 verður Hjálpræðissamkoma að Hvannavöllum 10. Mikil lofgjörð við undirleik Óskars Einarsssonar. Miriam Óskarsdóttir talar. • • • Opið i dag kl. 10-14. Margskona makaskipti. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGHASALAH LAUGWEGM8 SÍMAR 21150-21370 Munkaþverárkirkja 150 ára afmælis Munkaþverár- kirkju verður minnst á morgun, sunnudag, með messu kl. 14. Herra Ólafur Skúlason, biskup yfir íslandi, predikar. Listasumar ’94 Verk afhjúpað í Lystigarðinum Afmælis- dagur Akur- eyrarbæjar er á mánu- dag og þá verður afhjúpað verk eftir Margréti Jónsdóttur, leirlistakonu í Lystigarðinum. Verkið, sem er lítil laug, til- einkar hún barnfóstrum á Akureyri fyrr og nú og er þeim sérstaklega boðið að vera við afhjúpunina. Dagskráin hefst kl. 17 og við athöfnina flytur Hólmfríð- ur Benediktsdóttir nokkur lög við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Einnig leikur blásarakvintett fyrir gesti. í tilefni afmælisins eru öll söfn bæjarins opin og er að- gangur ókeypis. Mánudagur- inn er einnig síðasti sýningar- dagur á sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Deiglunni og Jóns Laxdal í Listasafninu. Píanótónleikar Eddu Erlendsdóttur Annað kvöld kl. 20.30 verða einleiks- tónaleikar með Eddu Erlends- dóttur píanóleik- ara í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju. Edda er fædd í Reykjavík og stundaði þar nám við _tón- listarskólann, m.a. hjá Árna Kristjánssyni. Hún lauk ein- leikaraprófi árið 1973 en hafði ári fyrr lokið píanókennara- prófi. Edda hlaut franskan styrk til náms við Tónlistar- skólann í París og lauk prófi þaðan árið 1978. í frétt frá Listasumri kemur fram að Edda hefur haldið fjöl- marga tónleika í fiestum lönd- um Evrópu, Sovétríkjunum fyrrverandi og Bandaríkjun- um. Hún hafi auk þess tekið þátt í tónlistarhátíðum víða um heim. Hún hélt síðast einleiks- tónleika í London í júní í tilefni íslenskrar menningarhátíðar þar. Á íslandi hefur Edda hald- ið fjölda tónleika, m.a. með Sinfóníuhljómsveit íslands. Hún hefur einnig verið virkur þátttakandi í Kammertónlist og átt frumkvæði að kammer- tónleikum á Kirkjubæjar- klaustri sem nú eru orðnir ár- legur viðburður. Auk þess að gera upptökur fyrir hljóðvarp og sjónvarp hefur Edda leikið inn á hljómplötur og geisla- diska m.a. verk eftir C.P-E. Bach og Edvard Grieg. Edda er nú búsett í París og hefur síðastliðin ellefu ár kennt við Tónlistarháskólann í Lyon. Myndlistasýning í dag opnar á Café Karólínu sýning á verkum Þjóðverjans Clas P. Köster. Á árunum 1988 til 91 dvaldi hann mikið á ís- landi og stundaði meðal annars nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1990-91. Vor- ið 1991 hóf Clas nám við Freie Kunst-Studien í Ottersberg í Þýskalandi þar sem hann nam listþjálfun og kennslufræði. Með því námi hefur hann hald- ið námskeið í teikningu. Dansleikur í kvöld verður Listasumar dansað út en þá leika Páll Óskar Hjálmtýsson og Millj- ónamæringarnir fyrir dansi í danshúsinu 1929. Á miðnætti verður flugeldasýning en síðan heldur fjörið áfram inni í 1929. Auk Milljónamæringanna leik- ur akureyrska hljómsveitin Hunang fyrir dansi. Edda Erlendsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.