Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ L . Hvað viltu borga mik- ið fyrir skóladótið? VIÐ upphaf skólaárs eru töluverð útgjöld hjá foreldrum því oft þarf að kaupa nýjar flíkur, skó og skólavörur. Guð- björg R. Guðmunds- dóttir gerði lauslega könnun á því hvað kost- aði að kaupa alklæðnað á barnið og skóladót. SUMSTAÐAR stóðu útsölur enn sl. þriðjudag og miðvikudag, í Be- netton var vetrarfatnaður á börn ekki kominn fram í búð, lokað var hjá Bangsa því verið var að taka upp vörur en hjá Englabörnum, Stjömum, Krökkum, Lipurtá, Hag- kaup og ýmsum fleiri verslunum var þegar farið að selja haustvör- urnar. Pennaveski frá 200 krónum upp 13.000 krónur Úrvalið er mikið bæði af fatnaði og sjálfu skóladótinu. Það er t.d. hægt að fá ódýr plastpennaveski á 99 krónur í Hagkaup en auðvelt að kaupa síðan vandaðra veski á annað þúsund krónur og þá fylgir iðulega nauðsynlegt innihald vesk- isins, litir, blýantar o.s.frv. Verðið fylgir oftast gæðum þegar penna- veski eru annars vegar. Auk bóka- búða hafa verslanir á við Bónus boðið upp á pennaveski og annað smádót og þar á bæ fást hörð plast- pennaveski með innihaldi á 379 kr. Skólatöskuúrvalið er mikið. Hagkaup er með tilboð á hörðum töskum fyrir yngstu krakkana á 1.995 krónur en annars eru hörðu töskurnar þar frá 2.620 krónum og upp í 6.337 krónur. Þegar þær kosta á sjöunda þúsund eru þær með allskonar aukapokum og hólf- um, stækkanlegar og með nest- isboxi. í Pennanum kosta Scout- töskumar 6.971 krónu en þar fæst líka úrval af öðrum töskum. Þegar börnin fara að leggja þess- um hörðu töskum taka bakpokar og hliðartöskur við. Bakpokarnir kosta frá þúsund krónum og ef töskurnar eru vandaðar og úr leðri eða mikið í þær lagt kosta þær frá fimm þúsundum og allt upp í á annan tug þúsunda. Fjölbreytt úrval af barnafatnaði Það sama á við um fatnaðinn og skólatöskurnar, verð er mismun- andi og úrvalið fjölbreytt. Yfirleitt er barnafatnaðurinn fallegur en þó misjafnlega vandaður. Það var ekki algengt að rekast á barnafatnað úr gerviefnum en þó voru sumar peysumar í Hagkaup úr 100% akrýl. Úlpur er að fá frá um ijögur þúsund krónum og það þarf ekki að leita lengi til að fara yfir tíu í MATREIÐSLUBÓKINNI Grænt og gómsætt eru m.a. uppskriftir að sósum með og án mjöls. Til að gera sósu án mjöls eru soðnir 3 desilítrar af víni, soði og bragðefn- um þar til aðeins fáeinar matskeið- ar eru eftir af vökva. Sósuna má þykkja með matskeið af ijóma. Þetta er tímafrek og vandasöm aðferð en sósan verður léttari og bragðbetri, segir í bókinni. Bent er á að ef smjör og ijómi Morgunblaðið/Árni Sæberg í versluninni Stjörnum fund- um við föt í skólann á sex ára snáða: úlpa 5.790 krónur húfa 890 krónur peysa 2.480 krónur buxur 1.950 krónur sokkar 295 krónur Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ MÁ gera reyfarakaup á útsölum og hér er hluti af fötum á 10 ára dreng sem hafa verið keypt á árinu en geymd til haustsins: tvennar buxur í Hagkaup 989 kr. og 398 kr. bómullarpeysa í Hagkaup á 698 kr. fóðraðir vetrarskór frá Stein- ari Waage á 1.495 krónur íþróttaskór frá Steinari Wa- age á 1.495 krónur úlpa keypt á útsölu í Engla- börnum á 3.500 krónur 10 pör hvítir bómullarsokkar 270 kr. í Rúmfatalager Alls 8.845 kr. og buxurnar eru tvennar, tvenn pör af skóm og 10 pör af sokkum. þúsund krónumar. Fólk þarf lík- lega að gefa sér góðan tíma vilji það bera saman verð og gæði og reyna að gera sem hagstæðust kaup. Reyfarakaup á útsölum Þeir sem þurfa eða kjósa að halda vel um krónumar sínar geta líka hæglega nýtt sér hagstæðar útsölur. Dæmið hér að neðan er ekki tilbúið. Móðirin vill ekki eyða of miklu í fatnað en kýs engu síður að hafa hann frekar vandaðan. Drenginn vantaði neðangreindar vörur til að vera vel búinn undir veturinn. Keypt var þykk, bómull- arfóðruð úlpa á útsölumarkaði í eru í sósunni er hún ekki hollari en sósa úr mjöli og smjöri. Þegar mjölsósa er gerð er best að byija á að hita saman smjör og mjöl. Gæta þarf þess að vökvinn sem notaður er í sósuna sé bragðgóður svo sósan verði hvorki vatnskennd né mjöl- kennd. Léttar sósur úr mjöli geta verið bæði hollar og bragðgóðar ef þess er gætt að hafa hlutföllin í uppskriftinni rétt. Morgunblaðið/Þorkell NÍU ára stúlka í skólafötum frá Englabörnum: úlpa 11.790 krónur bómullarpeysa 3.790 krónur bómullarbolur 1.590 krónur bómullarbuxur 4.690 krónur fóðraðir leðurlakkskór 5.980 krónur bómullartrefill 870 krónur hattur 1.980 krónur íslenskt hárskraut 980 krónur Morgunblaðið/Þorkell OPNA veskið kostar 1.677 krónur og var dýrasta penna- veskið sem fékkst í Pennanum þegar við litum þar við. Hins vegar var líka hægt að fá Barbie-veski á 182 krónur úr plasti og annað á 1.248 krónur sem þá var hart en úr plasti og með ýmsum hlutum, blý- öntum og svo framvegis. Morgunblaðið/Þorkell í HAGKAUP athuguðum við með föt á tíu ára dreng og sex ára stelpu. Strákurinn úlpa 4.995 krónur buxur 2.295 krónur peysa 1.695 krónur skór 2.995 krónur 3 pör af bómullarsokkum á 359 krónur Stúlkan úlpa 4.996 kr. buxur 1.295 kr. peysa 1.995 kr. skór 2.495 kr. Englabörnum á 3.500 krónur, úlpa sem síðastliðinn vetur kostaði um 9.000 krónur. Þá voru keyptar tvennar buxur á útsölu í Hagkaup sem kostuðu 398 krónur og 989 krónur. Skórnir voru keyptir á út- sölu hjá Steinari Waage á 1.495 krónur. Niðurstaðan eftir könnunina er að foreldrar geti fengið það sem þarf á mjög hagstæðu verði en þeir geta líka eytt tugum þúsunda ef því er að skipta í að fata eitt barn upp fyrir skólann og kaupa nauðsyniegt skóladót. Sósur með mjöli og án Morgunblaðið/Ámi Sæberg GESTUM verður að sjálfsögðu boðið Gvendarbrunnavatn á morgun. Á myndinni er það Guðmundur Þóroddsson, vatnsveitu- sljóri, sem dælir vatni upp úr gamla Gvendarbrunninum, fyrir Hólmstein Sigurðsson, skrifstofusljóra Vatnsveitu Reykjavíkur. Dagnr kalda vatns ins á morgnn Á HVERJUM sólarhring streyma 75 milljónir lítra af „heimsins besta drykkjarvatni" ofan úr Heiðmörk til Reykjavíkur og þeirra ná- grannakaupstaða, sem kaupa vatn frá Vatnsveitu Reykjavíkur. Þar er nægt vatn til viðbótar þótt byggð aukist mikið á þessu svæði og ekki vafi á að það mun endast langt fram á næstu öld. Guðmundur Þóroddsson, vatns- veitustjóri, gerir þó ráð fyrir að loka þurfi viðkvæmustu vatnsból- unum á komandi fimm til tíu árum. Síðan feli langtímamarkmið í sér flutning vatnsbólanna upp í Strípa- hraun, sem er fyrir ofan Heið- mörk, fjarri byggð. Á því svæði væri minni hætta á mengun og borholumar yrðu auk þess dýpri. „Dagur kalda vatns- ins“ verður haldinn á morgun, fjórða árið í röð, og er búist við fjöl- menni. Vatnsveita Reykjavíkur býður almenningi í heimsókn að Gvendarbrunnum milli kl. 10 og 16. Gestum gefst kostur á að skoða mannvirki og fræðast um þessa miklu náttúruauðlind við bæjar- dyrnar, skoða líkön og teikningar af sex vatnslistaverkum, hönnun vatnsveitumannvirkja í tölvum og tölvukort af dreifikerfi vatns- veitunnar. Við Rauðhóla verða næg bíla- stæði fyrir alla, sem koma, og þaðan verða skipulagðar strætis- vagnaferðir hringinn um svæðið. Fólk getur farið úr þeim og í þá á nokkrum stöðum, þar sem leið- sögumenn sýna fólki mannvirki og fræða það. Umferð einkabíla verð- ur ekki leyfð um svæðið vegna þrengsla og hættu á mengun. Svæði það í Heiðmörk, sem neyslu- vatn höfuðborgarinnar kemur frá, er vandlega afgirt og um það og nágrenni þess gilda strangar regl- ur til að koma í veg fyrir að hin dýrmætu vatnsból spillist. í skoðunarferð um svæðið verð- ur fyrst staðnæmst við aðaldælu- stöð vatnsveitunnar hjá sjálfun Gvendarbrunnum, þar sem margt ber fyrir augu. í Gvendarbrunnasal virða gestir fyrir sér mannvirki gamla tímans og nútímans. Þar er gamall vatnspóstur, sem bæj- arbúar notuðu til að dæla vatni úr vatnsbólum bæjarins, og þar eru hinar stórvirku vatnsdælur vatns- veitunnar, sem nú dæla vatni úr Gvendarbrunnum til borgarinnar. Þar geta gestir einnig séð hvernig vatnsveitumannvirki nútímans eru hönnuð í tölvum og skoðað land- upplýsingakerfi borgarinna'r, þar sem á augabragði má kalla fram allar lagnir vatnsveitunnar á ein- stökum svæðumm og jafnvel lóð- um. í aðaldælustöðinni er safn margs konar muna er tengjast vatnsveitunni og sögu hennar. M.a. er þar brunahani og lagnir að honum, en á svæði Vatnsveitu Reykjavíkur eru 1.100 brunahanar. Vatnsveitan verður að gera betur en að fullnægja venjulegri neyslu- vatnsþörf og þörfum iðnaðar því tryggja verður að slökkviliðið hafi ætíð nægilegt vatn í baráttu við eldsvoða. Til þess að það sé öruggt eru varastöðvar í Jaðarhúsinu og í dælustöðinni í Hraunbæ, nyrst í Víðidal við Elliðaár, sem fara í gang um leið og rafmagn fer af borginni. Þessar stöðvar eru neðan vatnstökusvæðisins og að auki svo vel varðar að engin hætta er á mengun vegna eldsneytistanka þeirra_ þótt stór jarðskjálfti dyndi yfir. Á efri hæð aðalstöðvarinnar er einnig rúmgóður salur þar sem sýnd verða myndbönd og ljósmynd- ir af svæðinu. Þegar farið er úr aðaldælustöð- inni liggur leiðin til dælustöðvar á Jaðarsvæðinu og þaðan að einu af „forðabúrum" vatnsveitunnar, þar sem gestir sjá inn í vatnstank í gegnum rúðu. Síðasti viðkomu- staður er svo Jaðar, en þar verður gestum boðið kaffi og meðlæti í húsi er templarar reistu á sínum tíma sem sumarhótel fyrir Reyk- víkinga, en er nú að hluta notað sem starfsmannahús. Búist við fjölmenni i i I i I i i i i i i i i i i i HÚN Helga Gunnarsdóttir, hús- móðir á Seltjarnarnesi, hafði sam- band við neytendasíðuna til þess að gefa holl ráð varðandi uppskrift af blábeijapæi sem birtist á neyt- endasíðu sl. fimmtudag. Hún sagði að það væri allt of mikið að setja 400 grömm af rjóma- osti í fyllinguna, eins og uppskriftin hljóðaði upp á. 250 grömm dygðu fyllilega. Helga segist hafa brúkað þessa uppskrift í nokkur ár og ný- lega væri hún búin að baka ein sextán pæ til að eiga í frystikist- unni. Það væri afar hentugt að grípa til þeirra þegar gesti bæri að garði enda geymast þau mjög vel í frysti. Hún notar aftur á móti tvo bolla af krækibeijum í uppskriftina í stað blábeija og hakkaða val- hnetukjarna í botninn og í marengs- inn. Baka á marengsinn við 200 gráður á C í tíu mín. og í fylling- una notar Helga ekki heilan bolla af sykri heldur tvo þriðju, en auðvit- að er það smekksatriði. Of mikill rjómaostur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.