Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ. W* \ Breiðvangur Broadway- stgörnur í teikni- myndum ÞAÐ er einhver huggun þá Íslendinga sem geta ekki horft á sýningar á Broadway í New York, má heyra sífellt fleiri og fieiri stórar Broadway-stjörnur tala inn á teiknimyndir. Howard McGillin, sem leikur aðalhlutverkið í söngleikn- um „Kiss of the Spider Woman“, talar inn á fyrir prinsinn í teiknimyndinni „The Swan Princess". I söngleiknum „Kiss of the Spider Woman“ leikur hann á móti Vanessu Williams. 'm Samningur hennar var í I fyrstu til þriggja mánaða, en hefur nú verið fram- lengdur út árið. Auk McGillian tala Sandy Duncan, Jack Pal- ance og Liz Callaway inn á teiknimyndina, en Callaway leikur aðalhlutverkið í söng- leiknum Cats, sem hefur verið sýndur á Broadway í ellefu ár. Callaway syngur líka fyrir Jasmine prinsessu teiknimynd frá Disney sem nefnist „The Return of Jafar", sem er framhald myndarinnar „Aladd- in“. Hún er líka ein af „kjánalegu stúlkunum" í Disney-teiknimynd- inni „Beauty and the Beast“. Nathan Lane sem leikur í leik- riti Neil Simons „Laughter on the 23rd Fioor", leikur „Timon" í hinni vinsælu teiknimynd Disneys „The Lion King“. Judy Kuhn sem átti að leika í söngleik Andrews Lloyds Webbers „Sunset Boulevard," get- ur það ekki vegna þess að hún á von á barni. Það hindrar hana á hinn bóginn ekki í að leika Poco- hontas í samnefndri teiknimynd Disneys. Stundum er krefjandi munur á hlutverkum leikaranna á Broad- way og í teiknimyndunum, eins og McGiilin gamnast með: „Bæði í Kiss of the Spider Woman og í The Swan Princess leik ég aðal- hlutverkið. Munurinn er sá að í The Swan Princess næ ég í stúlk- una í lokin, en í Kiss of the Spider Woman næ ég í manninn!" Streep berst við stórfljót ►ÞAÐ krefst mikils undir- búnings að leika konu sem er í essinu sínu á fleka úti í straumhörðu stórfljóti, og því lagði Meryl Streep mikið á sig þegar hún var að und- irbúa sig undir að leika í spennumyndinni The River Wild sem frumsýna á í lok september. Aður en mynda- tökur hófust fór leikkonan í sex daga siglingu á fleka niður eftir Rogue River í Oregon og þar lærði hún allt það helsta sem slíkum siglingum viðkemur. Einn leiðbeinenda hennar segir að í byrjun hafi hún ekki sýnt mikil tilþrif og menn hefðu efast um að henni tækist að ná tökum á við- fangsefninu. En leikkonan kom öllum á óvart með hæfni sinni og síðasta dag- inn reri hún fleka sinum skammlaust um 35 km leið eftir fljótinu í gegnum að minnsta kosti 30 straum- harðar flúðir. Leiksljóri myndarinnar, Curtis Han- son, var jafnhrifínn af frammistöðu Streep, en hann hélt í byrjun að beita þyrfti brellum við gerð myndarinnar. Það hafi hins vegar reynst vera óþarfi þar sem leikkonan hefði orðið sifellt færari í að kljást við straumhart fljótið. FÓLK í FRÉTTUM Vanessa Williams fyrrum fegurðar- drottning Bandaríkjanna hefur komið sér vel fyrir á Broadway. Áhorfendur voru vel með á nót- unum. Steines bað Cornett. í Bandaríkjunum er allt hægt og það má líka reiða sig á að það gerist. Það fékk Leanza Cornett, fyrrum fegurðardrottning, að reyna þegar hún kom fram á góðgerðarsamkundu í Hollywood til að draga út vinnings- hafa í happdrætti. Hún bjóst við að finna nafn einhvers heppins verð- launahafa þegar hún seildist ofan í bréfpoka, en í stað- inn dró hún upp miða með svohljóð- andi skilaboðum: „Giftum okkur. Ertu til í það? Við- eigandi svar er annað hvort já eða já.“ Cornett snar- brá og varla hafði hún jafnað sig þeg- ar Mark Steines unnusti hennar kom til hennar, kraup á kné og bað hennar. Í sömu mund lyftu áhorfendur blöðum sem á stóð: „Segðu já“, en Steines hafði dreift þeim fyrir uppákomuna. Með bónorðinu fylgdi eins og hálfs karata gullhringur, sem fegurðardrottningin dró á fingur sér um leið og hún svar- aði: „Já“. Leanza Cor- nett er fyrr- um fegurð- ardrottning Bandaríkj- anna. Ekki stóð á svari. CORNETT seilist í pokann ... les á miðann... og verður stjörf af undrun. FOLK Óvænt bónorð ★★★ Eintak il „Enn ein mynd frá Almodóvar og ekki hænufeti frá fyrri myndum hans. Gaman." ★★★ Eintak ■ndiy yvNNa/aons mpris^iiai liSVÐ3inil3/H VdVA NV M3 avApaomv Heillaósk- ir til ís- lendinga ►,,UM MIÐBIK júní fyrir fimm- tíu árum var ég hermaður í ykk- ar fallega landi og fagnaði með íslendingum á Austurvöllum.“ Þannig hefst bréf sem Morgun- blaðinu barst frá G. Alexander Miller, en það er dagsett 17. ág- úst. Miller var hermaður hér á landi frá séptember 1942 til júlí 1945 og stutt viðtal við hann birt- ist í Morgunblaðinu 12. ágúst árið 1973. í bréfinu segir meðal annars: „Ég eyddi fríi mínu seinnipart júlí fram í byxjun ágúst 1944 í að hjóla frá Reykjavík til Akur- eyrar! Mig minnir að þá hafi aðeins um tíu kílómetrar leiðar- innar verið malbikaðir og lausa- mölin var oft mjög erfið yfirferð- ar. Ég skrifaði síðan um ferða- lagið í litla vasabók sem ég held mikið upp á. Ég verð að viður- kenna að ég húkkaði far tvisvar sinnum á leiðinni með vörubíl, en þrátt fyrir það var þetta mik- ið ævintýri sem ég er stoltur af. Ég keypti reiðhjólið meðan ég bjó um fimmtán kílómetra frá Akurejri I hinum fallega Eyja- firði. Eg hef alltaf skírt reiðhjól- in mín svo ég skírði reiðhjólið Ragnar. Við Ragnar ferðuðumst svo aftur til höfuðborgarinnar um borð í skipinu MS Esju - það var yndisleg ferð.“ Miller er orðinn áttræður og segir að hrifning sín á íslending- um hafi aldrei horfið. Eitt af því sem hann meti mest í eigu sinni séu heillaóskir frá forseta ís- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, sem þeim hjónum bárust í tilefni af fimmtíu ára brúðkaupsafmæli sínu. Miller lýkur bréfínu á því að ávarpa Islendinga: „Ég sendi ykkur öllum hjartanlegar ham- ingjuóskir. Guð blessi ykkur og gangi ykkur allt í haginn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.