Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Rúmlega 13% sölu- aukning á Toyota Sjóklæðagerðin hf. auglýsir eftir fólki vegna aukins útflutnings Meira en helming ur sjófatnaðar á erlenda markaði Iðnaður Minni fram- leiðsla á áli hefur áhrif Briissel. Reuter. FRUMFRAMLEIÐSLA á áli minnkaði um 7-8% í maí og júní vegna samkomulags nokkurra landa um að draga úr afköstum að sögn evrópska álsambandsins, EAA. Samdrátturinn samsvarar tæp- um 8% miðað við heilt ár og getur orðið meiri á næstu mánuðum sam- kvæmt ársfjórðungsskýrslu EAA. Framleiðslan var 247,917 tonn í júní og hafði minnkað um 7.1% frá því ári áður, 258,075 tonn í maí og hafði dregizt saman um 7.7% og 260,095 tonn í apríl eða 3.2% minni en 1993. Frumframleiðsla á áli í Evrópu minnkaði um 4.1% í 1.56 milljónir tonna á fyrra misseri 1994 miðað við sma tíma í fyrra. Helztu ál- framleiðendur heims samþykktu í marz að minnka framleiðsluna um 10% eða 1.5 til 2.0 milljónir lesta á 18 mánuði til þess að draga úr offramboði. Upplýsingarnar eiga við 12 evrópska álframleiðendur og Tyrkland. Verslun Vero Moda til Akureyrar ÞRIÐJA Vero Moda verslunin verður opnuð á Akureyri nk. fimmtudag þann 1. september. Samkvæmt upp- lýsingum Margrétar Jónsdóttur eig- anda Vero Moda verður boðið upp á sama vöruúrval og sama verð og í Reykjavík, en allar vörur eru þó sérpantaðar og koma sendingar beint frá framleiðandanum til Akur- eyrar á hveijum fimmtudegi. Vero Moda rekur sínar eigin verk- smiðjur víða um heim, en flestar þeirra eru þó á Italíu og eru Vero Moda verslanirnar orðnar hátt á fjórða hundrað talsins. Verslunin á Akureyri verður rekin sem sjálfstæð eining undir stjórn Ingunnar Sigurgeirsdóttur og Jón- asínu Arnbjömsdóttur. NÝLEGA fengu hjónin Oddur Þ. Hermannsson og Þóra Þórar- insdóttir afhentan eittþúsund- asta nýja bílinn sem Toyota um- boðið selur á þessu ári. Sam- kvæmt upplýsingum frá Toyota- umboðinu hefur orðið rúmlega 13% söluaukning Toyota á milli ára, en á sama tíma hefur heild- arsala á bílum dregist saman um tæp 10% hérlendis. Toyota- umboðið hermir, að tæplega 400 fleiri Toyota-bílar hafi verið seldir á árinu en afnokkurri annarri tegund. Árgerðir 1995 af Toyota verða kynntar fyrri hluta septembermánaðar en um leið verður haldin forsýning á nýjum bíl frá fyrirtækinu. Mynd- in var tekin þegar Erna Sigurð- ardóttir sölumaður hjá Toyota afhenti Oddi og Þóru nýja bílinn. „ÚTFLUTNINGUR hefur gengið vel hjá okkur undanfarið, og nú er svo komið í fyrsta sinn að stærri hluti sjófatnaðarframleiðslu okkar fer á erlenda markaði en innanlandsmark- að,“ sagði Þórarinn Elmar Jensen, framkvæmdastjóri Sjóklæðagerðar- innar í samtali við Morgunblaðið. „Við erum nú að auglýsa eftir starfs- fólki meðal annars vegna þessa.“ Þórarinn sagði, að á þessu ári hefði Sjóklæðagerðin hafið útflutn- ing til Englands í fyrsta sinn, og hefði það verkefni skilað góðum árangri. „Þessi markaður hefur tek- ið mjög vel við sér. Við höfum af- greitt vörur nokkuð títt þangað, og sendingarnar fara stækkandi." Þór- arinn sagði, að markaður á austur- strönd Kanada hefði einnig tekið nokkuð við sér á ný, eftir að hafa verið í lægð undanfarin misseri. Ennfremur hefði fyrirtækið eftir sem áður afgerandi stöðu á innanlands- markaði, þrátt fyrir aukna sam- keppni frá vöru sem framleidd er í láglaunalöndum. „Við vitum að við erum með gæðavöru, sem hefur þró- ast á þeim kröfuharða markaði sem hér er.“ Að sögn Þórarins er fyrirtækið nú að leitast við að fullmanna verk- smiðjur fyrirtækisins á Selfossi og á Akranesi. Fyrirtækið framleiðir vinnu- og skjólfatnað á Akranesi, og nýja vöru sem nefnd er Sixtex á Selfossi, jafnframt því sem þar er framleiddur svonefndur Flís-fatnað- ur. Þegar mest er starfa þrjátíu manns við verksmiðjuna á Selfossi, og er stefnt að því að hún nái fullum afköstum fljótlega. Olíufélagið hf. rúmlega þrefaldar hagnaðinn frá því í fyrra Hagnaður 167 milljónir fyrstu sex mánuði ársins REKSTUR Olíufélags Islands hf. skilaði 167 millj- ón króna hagnaði fyrstu sex mánuði þessa árs, samanborið við 51 milljón í fyrra og 135 milljónir 1992. Forráðamenn félagsins benda á, að árið í fyrra sé slæmt til samanburðar þar sem gengisfell- ing í júní 1993 olli verulega lakari afkomu fyrir- tækisins á fyrri hluta ársins. Rekstrartekjur Olíufélagsins námu um 4 millj- örðum króna á fyrri hluta ársins, og er það svipuð upphæð og á sama tímabili í fyrra. Eigið fé þess hinn 30. júní var rúmir 3,4 milljarðar. Þá jók félag- ið sölu sína á bílabensíni, gasolíu, flotaolíu og þotueldsneyti um 1% á tímabilinu. Hækkunin ekki óþörf Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins sagðist í samtali við Morgunblaðið búast við að afkoma ársins í heild yrði í ætt við afkomu síðustu ára, en í fyrra nam hagnaðurinn 198 milljónum króna. „Olíuviðskipti hafa reynst afskaplega stöðug, og taka litlum breytingum hvað sem hagsveiflum líð- ur,“ sagði hann. „Eg reikna með að yfir árið allt verði hagnaðurinn öðru hvoru megin við 200 millj- ónir.“ Aðspurður hvort hækkanir á bensínverði hefðu ekki verið óþarfar í ljósi þessarar afkomu, sagði Geir svo ekki vera. „Það verður að taka til- lit til þess að miðað við heimsmarkaðsverð var hækkunarþörfin á fjórðu krónu. Við ákváðum að hækka um tvær, með von um að heimsmarkaðs- verð lækki með haustinu eins og raunin hefur oft verið. Þannig þyrftum við ekki að elta heimsmark- aðsverð í hæsta punktinn, heldur sigla í gegnum hann. Ég vona að þessi hækkun dugi til að dekka uppsveiflu sem verið hefur á heimsmarkaðsverði, en það verður að segja til um hvað er mögulegt." STUÐNINGSMENN REYKJAVÍKURLISTANS Stoínfundur Samtaka um Reykjavíkurlista veröur haldinn í dag, laugardaginn 27. ágúst, í Súlnasal Hótels Sögu Kl. 14:00 Allir stuðningsmenn Reykj avíkurlistans eru hvattir til að mæta REYKJAVÍKUR LISTINN Tryggingar Versnandi gengi hjá Storebrand Ósló. Reuter. VERULEGA dró úr hagnaði UNI Storebrand A/S, stærsta trygg- ingafélags Noregs, fyrstu sex mánuði ársins vegna lækkunar á verði skuldabréfa og hlutabréfa. Hagnaður minnkaði í 36 millj- ónir norskra króna úr 689 milljón- um, en fjármunatekjur í 2,629 milljarða króna úr 4,102 milljörð- um, og tap á skuldabréfum nam 452 milljónum n. króna. Tekjur líftryggingadeildar juk- ust um 49% í 3,34 milljarða n. króna og markaðshlutdeild UNI jókst um tæp 2% frá júní í fyrra í 30,7%. Methagnaður1993 í júlí í fyrra var UNI leyst und- an ríkiseftirliti, sem fyrirtækið var sett undir í 1992. Markmiðið var að koma í veg fyrir gjaldþrot eftir misheppnaða tilraun til þess að ná yfirráðum yfír sænska keppi- nautnum AB Skandia. Ágóði af skuldabréfum tryggði beztu afkomu UNI frá upphafí 1993 - 1,397 milljarða n. króna hagnað miðað við 3,38 milljarða króna tap ári áður. Veikari fjár- málamarkaðir hafa komið hart niður á UNI á þessu ári. Óinnleystur söluhagnaður af hlutabréfum rýrnaði um 3,54 millj- arða króna í árslok 1993 í 980 milljónir króna í júnílok 1994. Arður á hlutabréf minnkaði í 14 aura úr 2,74 n.kr. og rekstrartekj- ur fyrirtækisins rýmuðu í 962 milljónir norskia króna úr 2,31 milljörðum n.kr. fyrri hluta árs 1993. Alþjóðaumsvifum hætt Að sögn UNI er haldið áfram viðræðum við bandaríska kaup- endur um sölu á alþjóðlegum tryggingaumsvifum fyrirtækisins. Kunnur fjárfestingabanki í New York annast viðskiptin og býst við að ganga frá kaupum fyrir árslok. Tilkynnt var í marz að ákveðið hefði verið að leggja niður alþjóða- deildina UNI Storebrand Intemat- ional Insurance, sem var rekið með 225 milljóna (n.) króna tapi fyrstu sex mánuði ársins miðað við 17 milljóna króna hagnað fyrir ári. Fjárfesiing- ar Eimskips um 930 milljónir GERT er ráð fýrir að fjárfestingar Eimskips á þessu ári verði um 930 milljónir króna, samkvæmt endur- skoðaðri fjárfestingaráætlun fé- lagsins. Þar af nema fjárfestingar í gámum um 300 milljónum og áætlað er að veija um 350 milljón- um til framkvæmda við Sundahöfn sem miða að aukinni hagræðingu. Þá er auk þess gert ráð fýrir að veija 75 milljónum til fjárfestinga í upplýsingavinnslu. Fram kemur í upplýsingariti Eimskips um rekstur og afkomu fyrstu sex mánuði ársins að fjárfest var fyrir 306 milljónir á fyrri hluta ársins og var þar einkum um að ræða kaup á 300 þurrgámum og 50 frystigámum. í júní samþykkti stjórn Eimskips byggingu nýrrar þjónustustöðvar fyrir frystivöru í Sundahöfn og gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki vorið 1995. „Við erum jafnframt að velta fyrir okkur breytingum á skipakostinum þó það liggi engar ákvarðanir fyrir í því sambandi og það er ekki lík- legt að þetta komi til framkvæmda á þessu ári,“ sagði Hörður Sigur- gestsson, forstjóri, í samtali við Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.