Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 41 KNATTSPYRNA Bikarúrslitaleikur KR og UMFG á morgun Mikil spenna í Grindavík ogVesturbæ GRINDAVÍK og KR leika til úrslita íbikarkeppni karla íknatt- spyrnu á Laugardalsvelli á morgun og að sögn formanna viðkom- andi knattspyrnudeilda hefur spenna stuðningsmanna aukist með hverjum deginum, en á báðum vígstöðvum hefur verið reynt að halda leikmönnum við efnið. Formennirnir eru ánægðir með forsöluna og segja hana benda til fjölmennis á morgun, en félög- in selja miða fram að leik auk þess sem miðasala í Laugardal opnar kl. 11 í fyrramálið. Svavar Sigurðsson, formaður knattspymudeildar UMFG, sagði það mikla lyftistöng fyrir Grindavík að leika til úrslita og það sem væri í vændum hefði ekki farið fram hjá neinum í bænum. „Við höfum gert það sem við höf- um getað til að vekja athygli á leiknum og ég held að það hafi tekist bærilega. Okkur hefur tek- ist að vekja fólkið til lífsins og taka þátt í þessu með okkur, en það var tilgangurinn. Við höfum selt vel í forsölunni og það skemmtilega er að fólk, sem aldr- ei í sínu lífi hefur farið á völlinn, hefur keypt miða.“ Lúðvík S. Georgsson, formaður knattspyrnudeildar KR, tók í ámóta streng. „Það hefur verið straumur í forsöluna hjá okkur og ég veit að Vesturbæingar og aðrir KR-ingar koma til með að standa með okkur í þessari baráttu. Það vita allir að það er geysilega mik- ið í húfí fyrir félagið og öllu skipt- ir að bijóta ísinn. Reyndar hafa stjómarmenn ekki haft tíma til að hugsa um leikinn sjálfan því í nógu er að snúast og helsta vanda- mál okkar er hvað stutt er á milli undanúrslita og úrslita. Ekki gefst ráðrúm til að gera allt sem þyrfti, en við höfum nýtt tímann vel.“ 30 til 40% mæting íbúar Grindavíkur eru um 2.100 og sagðist Svavar gera sér vonir um að 700 til 800 þeirra kæmu á leikinn. „Það er ekki alltaf mikið um að vera á svona fámennum stöðum, en við reynum að hafa gaman af og gera okkur glaðan dag, þegar eitthvað gerist. Við fengum um 500 manns með okkur á leikinn gegn Stjömunni í Garðabæ og ég vona að við fáum 800 núna.“ Stuðningsmenn Grindvíkinga hittast í Ölveri í Reykjavík fyrir leik, en KR-ingar ætla að fjöl- menna á Eiðistorg. „Þar getur fjöl- skyldan komið saman og borðað ef vill og þeir sem vilja geta vænt- anlega fengið aðstoð við að mála sig í réttum litum,“ sagði Lúðvík. Eidur Sman með varaliði PSV Morgunblaðið/Kristinn Allir tilbúnir í SÍÐUSTU leikjum hafa þjálfarar Grindavíkur og KR ekki getað stillt upp sterkustu liðum, en eftir sjúkrameðferð að undanförnu eru allir, sem voru eitthvað meiddir, tilbúnir í slaginn og enginn verður í leikbanni. A efri myndinni, sem tekin var ð hádegi í gær, útskrifar Ragnar Hermanns- son, sjúkraþjálfari KR, Tryggva Guðmundsson og Ja- mes Bett. Þeir áttu við smð- vægileg meiðsl að stríða, en Ragnar sagði að sérstakar þrýstikæliumbúðir, eins og Bett er með, hefðu haft mikið að segja enda væri um að ræða það besta sem völ væri ð. Á myndinni til hliðar er Grindvíkingurinn Pðll Valur Björnsson í sjúkranuddi hjá Brynjari Péturssyni og Svan- hildi Káradóttur, en hann sagði áð hann væri orðinn góður eins og aðrir samherjar, sem hefðu verið tæpir. Morgu nblaðið/FVímann Hefði kosið Linfield - sagði Hörður Helgason, þjálfari ÍA, um dráttinn í Evrópukeppninni Eiður Smári Guðjohnsen, leik- maður Vals, fór til Hollands í gær og lék með varaliði PSV Eindhofen skömmu síðar, en leikurinn var liður í æfíngamóti, sem fram fer um helgina. Eiður Smári og móðir hans fóru utan í boði hollenskaféiags- ins, sem vildi líta á hann nánar, en hann vakti athygli þess með U-16 ára landsliðinu á Möltu í vor. Eiður Smári lék allan leikinn og stóð sig vel gegn Be Tref- fers, sem varð Hollandsmeistari áhugamannaliða 1991, og lagði upp fyrsta markið, en að venju- legum leiktíma loknum var stað- an jöfn, 2:2. Reyndar fékk hann mjög gott færi til að gera út um leikinn undir lokin, en skaut framhjá. í vítakeppni lét hann vetja frá sér og PSV tókst ekki að skora úr öðru víti, en móther- jarnir klikkuðu aðeins á einu og sigruðu. Um er að ræða afmælismót og eru varalið PSV, Ajax og Feyenoord á meðal keppnisliða. Skagamenn lentu á móti þýska liðinu Kaiserslautem í fyrstu umferð UEFA keppninnar en dregið var í gær. íslands- og bikarmeist- ararnir hefðu getað verið heppnari en á móti kemur að þýska liðið er þekkt og hefur innan sinna raða góða og þekkta einstaklinga. Samkvæmt drættinum átti Akra- nes fyrri leikinn í Þýskalandi en að sögn Harðar hefur því verið snúið við, „sjálfsagt af peningasjónarmið- um,“ sagði hann og benti einnig á að veðursfarslega væri tryggara að leika ekki hér heima um mánaðar- mótin seþtember/október. „Ég hefði kosið að fá Linfíeld, það er það lið í okkar grúbbu sem við hefðum helst átt möguleika i, en það þýðir ekkert annað en að vera ánægður með þetta. Það er alltaf gaman að spila á móti stómm og sterkum félögum en ég held að við eigum ekki mikla möguleika. Við munum samt sem áður reyna eins og við getum og það hafa oft orðið óvænt úrslit í Evrópukeppninni,“ sagði Hörður. Fram lenti á móti Kaiserslautern í UEFA keppninni árið 1992 og tapaði hér heima 0:3 og 4:0 úti. „Eigum við ekki að segja að við stefnum að því fyrst og fremst að ná betri úrslitum en Fram,“ sagði Hörður. í liði Kaiserslautem eru nokkrir þekktir kappar og má þar fyrsta telja landsliðsmennina Wagner, Andreas Brehme og Stefan Kuntz. Olav Marschell leikur á miðjunni ásamt Tékkanum Peter Nowak. Þá krækti félagið í svissneska landsliðsmanninn Ciriaco Sforza sem Lazio á Italíu hafði í hyggju að kaupa en hætti við á síðustu stundu. Hann varð í sjö- unda sæti í vali á besta erlenda leik- manninum fyrir tímabilið. í 11. sæti varð Tékkinn Pavel Kuka sem einnig leikur með félaginu. Úrslitaleikur mjólkurbiliarsins sunnuaaginn 28. ágúst M. M KR og CrintíauíK fljúga með Flugleiðum innanlantís FLUGLEIÐIR jfjjjf INNANLANDS Reykjavíkurflugvelli - 101 Reykjavík - Sími 690 200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.