Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bændur krefjast svara um framkvæmd GATT-samningsins Oánægja með óvissuna um framkvæmd GATT Flúðum. Morgunblaðið ÓÁNÆGJA kom fram á aðalfundi Stéttarsambands bænda með að ekk- ert liggur fyrir um hvemig staðið verður að framkvæmd GATT-samn- ingsins hér á landi. Guðmundur Stef- ánsson, bóndi í Hraungerði í Ámes- sýslu, sagði að bændur væru nú að leggja drög að framleiðslu afurða sem færu á markað eftir að GATT- samningamir hefðu tekið gildi. Það væri því mjög aðkallandi að stjóm- völd gerðu bændum grein fyrir því rekstrarumhverfi sem framundan væri. „Enn er of snemmt að segja til um hvaða áhrif hið nýja samkomulag um GATT mun hafa á íslenskan land- búnað, en það fer eftir því hvemig staðið verður að nánari útfærslu samningsins. Sem dæmi má nefna að enn liggur ekki fýrir á hvaða hátt væntanleg tollvemd muni verða framkvæmd, né heldur hvemig stað- ið verður að útfærslu hins svokallaða lágmarks markaðsaðgangs, en fram hefur komið hjá sérfræðingum GATT í Genf að visst svigrúm sé fyrir hendi hjá aðildarríkjum í þessum efnum. Nú er unnið að endanlegri útfærslu þessara mála á vegum ríkisstjómar- innar,“ sagði Halldór Blöndal land- búnaðarráðherra á fundinum. Ræðst af framkvæmd Almennt virðast menn vera sam- mála um að framkvæmd íslenskra stjómvalda á GATT-samningnum muni ráða miklu um hvemig bænd- um gangi að aðlagast þeim nýju aðstæðum sem GATT kveður á um. Viðurkennt er að svigrúmið við fram- kvæmd samningsins sé vemlegt. Haukur Halldórsson, formaður Stétt- arsambandsins, hefur sagt að bænd- ur geti vel við GATT-samninginn unað ef íslensk stjómvöld standi að framkvæmd hans af víðsýni. í máli Guðmundar Stefánssonar og fleiri fulltrúa á stéttarsambandsfundinum kom fram ótti við að ríkisstjómin komi sér ekki saman um skynsam- lega framkvæmd. Guðmundur sagði að reynslan kenndi mönnum að ríkis- stjómin væri ófær um að ná sam- komulagi um eitt eða neitt sem varð- aði landbúnaðinn. Guðmundur vitnaði til orða land- búnaðarráðherra um að nauðsynlegt vaeri fyrir bændur að geta horft fram í tímann, en ráðherra var þar að vísa til þess að nauðsynlegt væri að huga að gerð nýs búvörusamnings. Guð- mundur sagði að núverandi samning- ur gilti til ársins 1998 þannig að menn hefðu tímann fyrir sér. Menn væru hins vegar að falla á tíma varð- andi GATT. Landbúnaðarráðherra hefur ítrek- að boðið bændum til viðræðna um endurskoðun búvörusamningsins. Skiptar skoðanir eru meðal bænda um hvort þeir eigi að taka þessu til- boði. Margir bændur telja að þeir eigi ekki kost á betri samningi. Al- þýðuflokksmenn í ríkisstjórn muni sjá til þess. Halldór Gunnarsson, for- maður hrossabænda, hvatti bændur eindregið til að taka tilboði um end- urskoðun og sagði að núgildandi búvörusamningur fæli dauðann í sér. Tekjusamdráttur sauðfjárbænda væri orðinn slíkur að það yrði að breyta um stefnu. Arnór Karlsson, formaður sauðfjárbænda, vili hins vegar halda í gamla samninginn og það skipulag sem hann byggist á. Birgðastaða afurðastöðva er mismunandi Hafa tæplega bolmagn til að hefja haustslátrun SIGURÐUR Þórólfsson, bóndi í Innri-Fagradal í Dalasýslu, telur að staða einstakra afurðarsölufyrir- tækja sé þannig að þau geti ekki tekið á móti sláturfé í haust. Ástæð- an sé sú að þau eigi svo mikið til af birgðum af kindakjöti frá síðasta hausti. Birgðastaða afurðastöðva er mjög Mokveiði í Smugunni MJÖG góð veiði hefur verið í Smugunni síðari hluta vikunn- ar. Veiði glæddist á ný á mið- vikudag. Mest veiðist í flotvörp- ur en minna í önnur botntroil. Að sögn Péturs Amar Sverris- sonar hjá LÍÚ heyrðist af því að einhveijir hefðu sprengt vörpur og fengið allt að 30 tonn á sólarhring. Fjögur skip voru á heimleið í gær, Stakfell með fullfermi eða líklega nálægt 200 tonn af afurðum, Múlaberg með innan við 100 tonn og Stálvík með eitthvað minna en bæði skipin eru með ísfisk og einnig eru Rauðinúpur og Hólmanes á heimleið. mismunandi. Sumum hefur tekist að selja mestallt kjöt frá síðasta hausti en aðrar eiga miklar birgðar eftir. Sigurður sagði að afurðarstöðin í Dölum ætti t.d. um 25% af kjöti frá síðasta hausti óseld. Hann sagði þetta alvarlega stöðu sem gæti riðið fyrirtækjunum að fullu. „Afurðarlán síðasta haust gjald- falla í nóvember. Hvemig eiga afurð- arsölufyrirtækin að borga þau? Með nýjum afurðarlánum? Hvað er þá eftir til að borga bændum," spurði Sigurður. Gjald til sölumála Tekið er 5% gjald af sauðfjárfram- leiðslunni, sem varið er til sölumála. Sigurður sagði að í þessu fælist að taka ætti sameiginlega á birgðavand- anum og væri það staðfest í búvöru- lögum. Hann sagðist vera ósáttur við hvemig fjármunum af þessu gjaldi hefði verið varið. Það virðast koma þeim fyrirtækjum fyrst og fremst til góða sem næst markaðin- um standi. Mikil umræða varð um þessi mál á aðalfundi stéttarsambandsins. Hjá mörgum kom fram það viðhorf að taka yrði á þessu vandamáli með samstilltum kröfum bænda og afurð- arstöðva, en jafnframt var á það bent að samábyrgðin á birgðum mætti ekki vera það mikil að tekinn yrði í burtu hvatinn til að selja kjötið. Margir fulltrúar á fundinum gagn- rýndu bankana fyrir að vera trega til að veita afurðarsölufyrirtækjunum afurðalán. Bankamir neita að lána meira en 66% af birgðum, en bænd- ur telja að þetta hlutfall þyrfti að vera 80%. Margir fulltrúar töldu að fyrirkomulag afurðalána geri fyrir- tækjunum mjög erfitt fyrir að gera upp við bændur. Þá kom fram það sjónarmið að rétt væri að bændur, sem það geti, láni afurðarstöðvunum. Þeir geti hugsanlega boðið betri láns- kjör en bankarnir. Ringulreið á markaði Mikið var rætt um markaðsmálin á aðalfundi stéttarsambandsins, en það er mál manna að algjör ringul- reið ríki á kjötmarkaðinum. Sumir fulltrúar á fundinum töldu sig sjá þess merki að ringulreiðin væri að aukast. Samkeppnin milli afurða- stöðva væri að aukast og það leiddi til lægri tekna bænda. Þórólfur Sveinsson, varaformaður Stéttar- sambands bænda, sagði að við mark- aðsmálin verði ekki ráðið nema að stofnað verði eitt fyrirtæki sem ann- ist alla kjötsölu fyrir bændur. Þess væri ekki að vænta að bændur ráði við að keppa sundraðir á markaði við innfluttar kjötvörur. Morgunblaðiö/Halldór Vegagerðin við slátt NÝSTÁRLEG sláttutækni Vega- gerðarinnar í ReyHjanesumdæmi hefur vakið athygli vegfarenda í sumar. Stór dráttarvél með krana hefur verið notuð til að slá gras í vegköntum. Eyvindur Jónasson, hjá Vegagerðarinni lætur vel af vélinni og segir hana vinna prýði- lega á grófum köntum. Hún tætir grasið enda mun óráðlegt að ala skepnur á því. Grasspretta hefur verið með ólíkindum góð í sumar og fyrir vikið hefur vélin ekki komist yfir að slá nærri því allt það sem þarf að slá. ÞÓTT merkin á æðarfuglinum séu stór eiga þau ekki að há honum, að sögn fuglafræðinga. Merktur æðarfugl lenti í hrakningum NOKKUR hundruð æðarfuglar hafa verið merktir í nágrenni höfuðborgarinnar í fyrra og í ár og nú nýlega stóðu merking- ar yfír tvo daga í röð, úti á Álftanesi og við Reykjavík, meðan fuglinn var í fjaðrafelli. Þá fellir hann allar flugfjaðrirn- ar í einu og er algjörlega ófleyg- ur í nokkrar vikur. Einn þessara æðarfugla villt- ist upp á land og fannst hálf vankaður hjá Umferðarmið- stöðinni sl. fimmtudag. Það vakti athygli þeirra sem fundu fuglinn hve stór merkin eru og var jafnvel talið að þau háðu fuglinum verulega. Ævar Pet- ersen fuglafræðingur segir að slík merki hafi verið notuð við fuglarannsóknir nijög lengi; séu úr plasti, mjög létt, og hái fugl- inum ekkert. Hægt er að lesa á merkin úr allt að þrjú hundruð. metra fjarlægð með góðum kíki að sögn Ævars og þannig er ekki þörf á því að ná í hann. Æðarfuglinn var fluttur í Húsdýragarðinn í Laugardal þar sem hann dvaldi um nóttina en í gærmorgun amaði ekkert að fuglinum og sleppti Ævar honum út á sundin. Flaug hann því fijáls ferða sinna til að hitta vini og kunningja sem flestir halda til við landið; á Akurey, í Viðey og á Bessastöðum svo dæmi séu tekin. Umgengnisréttur Sophiu Hansen og dætra hennar ítrekað brotinn Fann fyrir nær- veru stelpnanna „ÉG VEIT að hörmungar stelpn- anna eru miklar. En ég vildi held- ur ekki horfa upp á neitt foreldri, móður eða föður, upplifa það sem ég hef upplifað. Sársaukinn og niðurlægingin er svo mikil. Fólkið í götunni hjá Halim fylgist með mér og vorkennir mér í hvert sinn sem ég kem þangað. Ég hefði löngu gefist upp ef ekki væri fyr- ir trúna á almættið og að réttlæt- ið sigri að lokum,“ segir Sophia Hansen. Hún hefur án árangurs reynt að neyta umgengnisréttar síns og dætra sinna frá því í júní. íslensk stjórnvöld hafa farið fram á að tyrknesk stjómvöld aðstoði hana við að ná fram þessum rétti. En ekkert hefur að Sophiu sögn verið gert til þess hingað til. Hún lét síðast reyna á löglegan umgengnisrétt sinn í gær. „Hurðin var læst og engin viðbrögð að inn- an fremur en endranær. Hins veg- ar fann ég mjög sterkt fyrir nær- veru stelpnanna. Annaðhvort voru þær inni eða nýfarnar. Mér fannst eins og þær hrópuðu á mig. Ég veit ekki hvort það er óskhyggja en ég hef aldrei upplifað svona sterka tilfinningu fyrir nærveru þeirra," sagði Sophia. Hún sagðist ekki hafa aðrar fréttir af dætrum sínum en að þær gengju í nýjan skóla. Námsefnið vaéri reyndar það sama og í hinum skólanum, einvörðungu trúar- brögð. Nemendur byggju í skólan- um og fengju skólafrí samkvæmt vilja foreldra sinna. Náminu Iyki við 15 ára aldur. Dætur Sophiu, Rúna og Dagbjört, eru á tólfta og þrettánda ári. Staðan „Hæstiréttur hefur ógilt dóm undirréttar og skipaði svo fyrir að dæmt verði eftir íslenskum lögum. Við séum öll íslenskir ríkisborgar- ar, þær fæddar á ísland, við gift og skilin samkvæmt íslenskum lögum. Dómari í undirrétti áttý að dæma samkvæmt þessu 23. júní. En gögnin bárust ekki í tæka tíð og ég fékk aðeins umgengnisrétt á meðan, hveija einustu helgi, frá föstudegi fram á sunnudag, þang- að til málið yrði tekið upp að nýju. Ég hef samt aldrei fengið að sjá þær. Halim hefur aðeins talað við Hasíp og komið með tilboð sem ég hef hafnað. Ég fer ekki að valda þeim meiri þjáningu með því að hitta þær heima hjá honum, á veitingastað eða í vinnunni hjá honum í klukkutíma,“ sagði Sop- hia. Hún hefur búið í Istanbúl í sumar til að freista þess að hitta dætur sínar. Hún segist vera orðin bæði þreytt og mjög peningalítil. Hún eigi nú aðeins 10 dollara (tæpar 700 kr.) og miklar skuldir bíði hennar á Islandi. Eftir réttarhlé 15. september kemur í ljós hvenær undirréttur tekur forræðismálið fyrir að nýju. i i i I I I ( ( <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.