Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Qupperneq 158

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Qupperneq 158
tónlistarmanna fyrir þeim. Og eins og falskur söngur sker í eyru þeirra sem hafa tóneyra, sker það strax í eyru þeirra sem hafa brageyra ef ein- hver er að reyna að setja saman vísu að hefðbundnum hætti en „setur […] stuðla og höfuðstafi alveg út í bláinn“ eins og Sig. Sig. orðar það í (7) hér framar. En þegar þeir sem hafa brageyra hlusta á skáldskap sem ekki er ætlað að lúta neinum hefðum bundins máls verkar það ekki truflandi á þá, ekki frekar en rapptónlist sem fylgir ekki tilteknum laglínum sker í eyru þeirra sem hafa tóneyra. Það eru því ákveðin líkindi milli þess að hafa brag eyra og tóneyra, enda hafa sumir látið sér detta í hug að þarna séu tengsl á milli: (10) Gestur hefir verið ósöngvinn maður og gætir þess víða […] Þessi ósöngvi er einkennileg um Gest, sem var Íslendingur; þeir eru færri, sem finna það ekki „á sér“ þ.e.a.s. heyra það á hljómnum, hvort rétt er kveðið (Sigurður Sigurðsson 1905:50). Hér kemur aftur fram sú hugmynd að meirihluti Íslendinga hafi brageyra en jafnframt að einhver tengsl hljóti að vera á milli brageyra og tóneyra. Það er þó ekki augljóst mál. Hér framar var því haldið fram, og sú staðhæfing studd tilvísunum í rannsóknir, að sumir væru raunverulega laglausir. Það merkir þá að þótt áreiti af réttu tagi (og á réttum tíma) sé nauðsynlegt skilyrði fyrir því að menn komi sér upp tóneyra virðist það ekki vera nægjanlegt skilyrði, ólíkt því sem yfirleitt er haldið fram um máleyra eða máltilfinningu (í þröngum skilningi) og mállegt áreiti á máltökuskeiði. Spurningin er þá sú hvort einhverjir eru í raun braglausir í þeim skilningi að þeim dugi ekki að alast upp við hefðbundinn kveðskap til þess að þeir öðlist brag eyra.13 Ýmislegt bendir til þess að svo sé, t.d. eftirfarandi játningar: (11) a. Ég er því miður ekki svo heppinn að hafa þennan næmleika fyrir kveðskap, því ég þarf helst að setjast niður með reglustiku og blýant til að átta mig á því hvort eitthvað er rétt stuðlað eða ekki. En þeir menn og konur eru til sem hafa þetta í blóðinu, að því er virðist, og heyra það um leið hvort vísa eða kvæði er rétt stuðlað og rímað (Kristján Árnason 2003:103). b. Þessi hæfileiki til að heyra hvort vísa er rétt kveðin er leyndardómur Höskuldur Þráinsson158 13 Ég ímyndaði mér um tíma að ég hefði fyrstur manna gripið til þess að nota orðið braglaus til samræmis við orðið laglaus og fannst það talsvert snjallt hjá mér. Svo rakst ég á það að Þórarinn Eldjárn hafði einmitt notað orðið í þessari merkingu fyrir svo sem þrjátíu árum (1987). Ekki þurfti það að koma á óvart.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.