Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 10

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 10
Í tilteknum afbrigðum nútímamáls ber við að í staðinn fyrir leppinn það birtist orðið hann (2), sem er samhljóða fornafni þriðju persónu eintölu í karlkyni og hegðar sér eins og það með tilliti til setningarstöðu (sbr. Jóhannes Gísli Jónsson 2005:352–353 og Höskuldur Þráinsson 2005: 339). (2) a. Hann rignir í dag. b. Í dag rignir hann. Í eldri málfræðibókum eru það og hann með veðurfarssögnum stundum kölluð „mállæg“ frumlög (Jakob Jóh. Smári 1920:21–22). Í nýrri ritum eru þessi fyrirbæri aftur á móti aðgreind og það ýmist kallað leppur eða gervifrumlag en hann gjarna fornafn eða veður-hann. Þótt skilgreiningar á leppnum það og veður-hann séu allnokkuð á reiki virðist ríkjandi skoð - un vera sú að hvorugt sé rökliður (t.d. Jóhannes Gísli Jónsson 2005:352– 353 og Höskuldur Þráinsson 2007:267). Við kjósum að nota hugtakið leppur um það og gervifrumlag um veður-hann. Í þessari grein er rökliðagerð veðurfarssagna tekin til endurskoðunar á grundvelli viðamikillar könnunar á notkun slíkra sagna í íslensku máli að fornu og nýju. Sérstök áhersla er lögð á notkun nafnliða með veður- farssögnum en þeir hafa hingað til hlotið litla athygli fræðimanna (sjá þó fáeinar athugasemdir og dæmi hjá Andrews 1982:461, Halldóri Ármanni Sigurðssyni 1989:285, Maling 2002:69 og Wood væntanlegt). Sú stað- reynd að veðurfarssagnir geta tekið með sér nafnliði, ýmist í nefnifalli, þolfalli eða þágufalli, er til marks um að þær eru ekki alltaf rökliða lausar. Með setningafræðilegum prófum sýnum við fram á að nafnliðirnir eru frumlög í nútímamáli. Auk frumlagseiginleika nafnliða fjöllum við einnig um stakar veðurfarssagnir, merkingu þeirra, setningarstöðu og notk un leppsins það og gervifrumlagsins hann með þeim. Efnisskipan greinarinnar er sem hér segir. Í 2. kafla er fjallað um veður - farssagnir í nútímamáli. Þar er rætt um uppkomu leppsins það, dreif ingu hans og setningafræðilegt hlutverk (2.2), gervifrumlagið hann í íslensku og öðrum norrænum málum (2.3) og loks um nafnliði með veður fars sögn - um (2.4). Í 3. kafla er sjónum beint að veðurfarssögnum í fornmáli. Þar er bæði gerð grein fyrir veðurfarssögnum með og án nafn liða (3.2) og setn- ingarstöðu sagnanna (3.3). Í 4. kafla er skýrt frá fallanotkun og frumlags- einkennum nafnliðanna og helstu breytingar á fallmörkun þeirra raktar (4.2); enn fremur er sýnt fram á að nafnliðirnir eru rökliðir sem gegna frumlagshlutverki. Í 5. kafla eru niðurstöður greinarinnar dregn ar saman. Áður en lengra er haldið munum við fyrst gera stutta grein fyrir þeim Sigríður Sæunn Sigurðardóttir og Þórhallur Eyþórsson10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.