Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 152

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 152
Hér mætti eins segja samkvæmt minni máltilfinningu eða samkvæmt máltil- finningu þeirra/sumra — eða þá nota orðið máleyra í þeirri merkingu sem kemur fram í dæmi (2i). Ef grannt er að gáð kemur nefnilega í ljós að orðið máltilfinning hefur a.m.k. tvenns konar merkingu.7 Annars vegar merkir það þá tilfinningu fyrir málinu sem síast inn í meðvitund barna á máltökuskeiði (þ.e. á því tímabili sem börnin eru að tileinka sér málið) og gerir þeim kleift að skilja málið og nota það „eins og innfæddir“. Þessa tilfinningu, eða kunnáttu, öðlast börn af því að heyra málið í kringum sig, fá mállegt áreiti eins og það er kallað, og þetta gera þau að mestu leyti án tilsagnar. Öll eðlileg börn hafa hæfileikann til að tileinka sér mannlegt mál á þennan hátt og þetta gera þau við eðlilegar aðstæður á svonefndu máltökuskeiði eða næmi - skeiði (e. critical period) (sjá t.d. umræðu hjá Sigríði Sigurjónsdóttur 2005 og 2013 og í ritum sem þar er vísað til). Það merkir hins vegar ekki að sú máltilfinning sem börn tileinka sér með þessu móti sé eins hjá þeim öllum og þess vegna getum við sagt samkvæmt minni máltilfinningu eða í mínu máli og gerum þá ekki endilega ráð fyrir að allir deili þessari tilfinningu í smáatriðum. Þessa tilfinningu mætti kannski kalla grunntilfinningu og það er hún sem gerir okkur kleift að tala málið og skilja það, jafnvel þótt hún geti verið svolítið breytileg frá einum einstaklingi til annars. Þetta samsvarar þá merkingunni í máleyra í (2i) hér fyrir ofan. Það er mikilvægt að staldra aðeins við þetta og gefa fáein dæmi til skýringar. Í eftirfarandi setningum á skástrikið að sýna að sumir myndu velja annan kostinn en aðrir hinn: (4)a. Ég þori það/því vel. b. Hann nennir því/þess ekki. c. Leigjendurnir höfðu rústað íbúðina/íbúðinni. d. Fuglarnir verptu/urpu seint. e. Það voru tvær síldar/síldir í matinn. f. Guðmund/Guðmundi langar í bjór. g. Það var skammað hana fyrir þetta/Hún var skömmuð fyrir þetta. Þessi tilbrigði eru áreiðanlega misalgeng og tíðni sumra þeirra hefur reyndar verið könnuð (sjá Höskuld Þráinsson, Ásgrím Angantýsson og Einar Frey Sigurðsson (ritstj.) 2015). Í þeirri könnun kom m.a. fram að í sumum tilvikum getur sami málnotandinn sætt sig við hvorn kostinn sem Höskuldur Þráinsson152 7 Annars staðar hef ég reyndar talað um þrenns konar máltilfinningu (Höskuldur Þráinsson 2000), en tvær duga okkur hér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.