Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 100

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 100
um rím é : e sem líklega eru frá lokum 14. aldar. Hins vegar gengur Björn jafnframt út frá því að á þessum tíma hafi forn hljóðdvöl enn þá verið í gildi (sbr. 1929b:35) og að í öllum þessum sérhljóðapörum hafi verið lengdar munur. Spurningin er því af hverju tíðkaðist að ríma é : e þrátt fyrir að lengd væri ólík. Hugmynd Björns er að þegar orðið var almennt að munur á hljóðdvöl fór saman við mun á hljóðgildi hafi þótt í lagi að ríma saman e og seinni hluta é vegna þess að þar munaði einungis lengd (sjá 1929a:238–40). Nauðsynlegt er að greina á milli þess hvernig Björn skýrir rímið é : e og þess hvaða ályktun hann dregur af því. Að mínu mati er rétt að fallast á að rímið bendi til tvíhljóðunar ó og á. Aftur á móti er skýring Björns á ríminu ekki sannfærandi. Nærtækara væri að líta á það sem vísbendingu um að samfall lengdar hafi hafist þegar á 14. öld.36 Samkvæmt því tóku e og (seinni hluti) é að ríma vegna þess að þau féllu saman. Hvarf lengdar- munar leiddi hins vegar ekki til samfalls sérhljóðapara á borð við ó ~ o og á ~ a; þar hafði þegar orðið tvíhljóðun. Síðar hefur komið fram önnur heimild frá 14. öld um tvíhljóðun á. Ný túlkun Hreins Benediktssonar á sögu rununnar vá felur í sér að rit hátt ar - breytingin „va“ (fyrir vá) > „vo“ stafaði af tvíhljóðun á, sem varð alls staðar nema á eftir v (2002 [1979]:233). Elstu dæmi um hana sem Hreinn getur um eru „suo“ svá í frumbréfi frá 1311 og „hafnarvodum“ -váðum í bréfi frá 1341 (sjá Stefán Karlsson 1963:7, 17 og Hrein Benediktsson 2002 [1979]:231). Ég hef ekki rekist á eldri dæmi. Hreinn skýrir breytinguna þannig að í stöðu á eftir v hafi á [ɔː] (< á + ) ekki sætt tvíhljóðun heldur haldist óbreytt, ef til vill vegna frálíkingaráhrifa v (2002 [1979]:232). Enn fremur hafi tvíhljóðun á > [a] haft í för með sér breyt ingu á gildi bókstafsins „a“ sem táknaði nú á [a] (og a [ɐ]) í stað á [ɔː] (og a [ɑ]) áður. Upp frá því hentaði „a“ ekki til ritunar (v)á [ɔː], sem að hljóð - gildi stóð nú næst o [ɔ] og ó [o], en þessi hljóð voru rituð með „o“. Þess vegna var tekið að rita „vo“ fyrir vá í stað „va“ (Hreinn Benediktsson 2002 [1979]: 233). Aðalsteinn Hákonarson100 36 Venjulega er gert ráð fyrir að hljóðdvalarbreytingin hafi ekki hafist fyrr en um miðja 16. öld. Þetta byggist á heimildum sem sýna að lenging stuttra sérhljóða í opnum atkvæð - um hófst líklega ekki fyrr en um það leyti (sjá Björn K. Þórólfsson 1929b og Kristján Árnason 1980:127 o.áfr.). Munur á skipan hljóðdvalar nú og til forna sýnir hins vegar að stutt sérhljóð hafa einnig lengst í lokuðum atkvæðum í einkvæðum stuttstofna orðum og að löng sérhljóð í lokuðum atkvæðum hafa styst. Hugsanlegt er að þessar breyt ingar hafi gerst fyrr en sú lenging stuttra sérhljóða í opnum atkvæðum sem hljóð dvalar breyt ingin er venjulega tímasett út frá. Vitnisburður kveðskapar um rímið é : e virðist sam ræmast slíkri niðurstöðu. Ekki er rúm til þess að fara nánar í saumana á þessu hér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.