Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 155

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 155
(5) Einn gimsteinn, sem vér einir eigum fram yfir allar heimsþjóðir, er stuðlagáfan, kendin á setning þess ríms, sem á útlendu máli er kallað bókstafarím. Eg leyfi mér að kalla þessa rímvísi þjóðar vorrar brag - eyra og skal skýra nánar, með nokkrum orðum, hvað þetta nafn á hér að merkja (Einar Benediktsson 1916:2). Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er þetta elsta dæmið um orðið bra- geyra. Á Tímarit.is má hins vegar finna tvö eldri dæmi sem vert er að birta til fróðleiks (feitletrun mín): (6)a. Og hverjar eru svo þessar stóru kröfur? Helzta krafan er um yztu skurn formsins, r í m i ð. Íslendingar hafa opið brageyra, finna það á sér, hvort rétt er kveðið eptir „receptinu“ — en hvort málið er sam- stætt, stíll og bragarháttur hæfir efninu o. s. frv. þykir minna um vert. Því er það, að tilfinningarlaust og hugmyndasnautt bull, flotast á höfuðstöfum og stuðlum (Juvenis 1904:134). b. Gest skorti brageyra og brýtur því bág við alla smekkvísi í þeim efnum. Honum er ekki aðeins átakanlega örðugt um stuðla og höfuðstafi, sem hreimurinn í öllum íslenzkum kveðskap styðst við, heldur er málið, sjálft orðavalið hið lakasta, mjög ósamkvæmilegt því efni, sem hann yrkir um […] (Sigurður Sigurðsson 1905:50). Ég veit ekki fyrir víst hver þessi Sigurður Sigurðsson er, en þetta gæti vel verið skáldið Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti (1879‒1939) því hann var byrjaður að yrkja á þessum árum og gaf út sína fyrstu ljóðabók 1906 (með Jónasi Guðlaugssyni). Þá gæti Juvenis sem skrifaði fyrri pistilinn (frá 1904) reyndar líka verið sami maður því sá pistill ber yfirheitið „Frá Höfn“ og vitað er að Sigurður stundaði lyfjafræðinám og lyfjafræðistörf í Kaupmannahöfn um þetta leyti. Andinn í þessum pistlum báðum er líka mjög í samræmi við það sem finna má í skrifum hans um skáldskap, því hann gerði miklar kröfur um mál og form ljóða (sjá Hannes Pétursson 1957:XIV). Í annarri umsögn um ljóðabók má lesa athugasemdir af svipuðum toga og þær sem tilgreindar voru hér framar og höfundurinn gæti verið hinn sami Sigurður Sigurðsson (feitletrun mín): (7) En eitt verður höf. aldrei fyrirgefið, hvorki þessa heims né annars, og það er hroðvirknin. Frágangurinn á máli og rími verður að teljast óframbærilegur fyrir þjóð, sem er fædd með brageyra […] Það er leitt að þurfa að segja um ljóðskáld, að það vanti brageyra; en hér verður ekki hjá því komist. Ekki nóg með það, að höf. virðist ekki hafa grun Þrjú eyru 155
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.