Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 101

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 101
3.4 Gildi heimildanna Fram hefur komið að tvíhljóðun löngu miðlægu og fjarlægu sérhljóðanna é, æ, ó og á er venjulega ekki talin eldri en frá því í kringum 1300. Björn K. Þórólfsson og Hreinn Benediktsson töldu elstu dæmi um ritun „ei“ fyrir é vera að finna í handritinu AM 291 4to frá síðasta fjórðungi 13. aldar. Að mati Hreins breyttust é, æ, ó og á öll í hnígandi tvíhljóð um þetta leyti. Sumir kjósa „varfærnislegri“ nálgun og miða aldur breytingar hvers sér hljóðs um sig við elstu heimildir í hverju tilviki. Fram kom að Oskar Bandle gerði ráð fyrir að tvíhljóðun æ hefði byrjað í seinasta lagi á 14. öld en tvíhljóðun ó og á ekki síðar en á 15. öld. Í yngri ritum þar sem tekin er afstaða til tímasetningar tvíhljóðunar virðist frekar hallast að niðurstöðum Bandles (sbr. Küspert 1988:185 og Schulte 2002:888).37 Nú hefur hins vegar verið bent á heimildir um að löngu frammæltu hljóðin, é og æ, hafi tvíhljóðast þegar um eða fyrir 1200. Í kafla 3.3.1 voru sýnd dæmi um æ ritað með táknum fyrir tvíhljóð. Í mjög fornum hand rit - um er þetta ekki algengt en þó reyndust vera að minnsta kosti sextán dæmi í handritum sem talin eru frá fyrsta fjórðungi 13. aldar eða fyrr. Í kafla 3.3.2 voru sýnd dæmi um tvíhljóðstákn fyrir é. Ekki hafa fundist mörg dæmi í handritum sem gætu verið eldri en AM 291 4to (um 1275– 1300) en þó kom fram að tvö dæmi eru í AM 655 XXVII 4to (um 1250– 1300), eitt í AM 677 B 4to (um 1200–1220) og tvö í AM 645 A 4to (um 1220). Loks voru í kafla 3.3.3 sýnd dæmi um gamla tvíhljóðið ei ritað með táknum fyrir einhljóð, oftast „e“ en einnig t.d. „æ“. Líkt og tafla 3 sýnir eru mörg dæmi um þetta í handritum frá fyrri hluta 13. aldar og síðar en einnig eru dæmi sem gætu verið frá lokum 12. aldar. Því er varla nokkur vafi á því að tvíhljóðun é og æ hófst einhvers staðar á landinu um eða fyrir 1200.38 Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 101 37 Skomedal gerir ráð fyrir tvíhljóðun á 14. öld en getur ekki um heimildir (1969:138). 38 Mögulegt er að sum dæmanna endurspegli ekki breytingu framburðar heldur séu á ferð misritanir. Ónafngreindur ritrýnir telur þetta sennilega skýringu á því að í Hóm ilíu - bókinni er ritað „þær“ og „tvǽr“ fyrir karlkynsmyndirnar þeir og tveir (sjá kafla 3.3.1) vegna þess að við hlið þeirra eru til kvenkynsmyndirnar þær og tvær. Ég leyfi mér að vitna í orð ritrýnis: Við þær aðstæður er ekki óhugsandi að skrifari geri ritvillur þannig að röng orðmynd renni úr pennanum, svona eins og fólk á okkar dögum skrifar kannski óvart og í stað of eða the í stað they á ensku eða det í stað den á dönsku. Vitaskuld er óráðlegt að hafna slíkum möguleikum. Í þessu sambandi mætti einnig nefna að í AM 674 a 4to (Elucidarius) frá síðari hluta 12. aldar er dæmi um „ei“ fyrir é, „fvrleit“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.