Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 13

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 13
2.2 Uppkoma leppsins með veðurfarssögnum, dreifing hans og hlutverk Ótvíræð dæmi um leppinn það birtast fyrst í heimildum frá því um 1500 en elstu dæmin með veðurfarssögnum koma fyrir í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar frá 1540 (Eiríkur Rögnvaldsson 2002:21–22, 32). Þegar í elstu textum er dreifing leppsins eins og á síðari tímum, þ.e. hann kemur einungis fyrir á undan persónubeygðri sögn (8). (8) Elías var maður líka svo sem vér, og hann bað bænar að það skyldi eigi rigna, og það rigndi ekki yfir jörðina í þrjú ár og sex mánaði. (Nýja testamenti Odds, Eiríkur Rögnvaldsson 2002:32) Þar sem elstu dæmin um leppinn eru úr þýðingum er líklegt að hann hafi komið inn í íslensku fyrir erlend áhrif. Þó kann að vera að innri aðstæður í málinu hafi greitt götu hans því að til eru forn dæmi sem minna á lepp- setningar (Eiríkur Rögnvaldsson 2002:21, 23). Í norrænum málum er vitnis burður frá 15. öld um samsvarandi fyrirbæri (Falk 1993, Larsson 2014) og enn eldri heimildir í öðrum germönskum málum (sjá t.d. Light 2015). Notkun leppsins í íslensku var orðin útbreidd á 19. öld, eins og í dæm- inu í (9). (9) Í Kína hefir verið harður vetur í fyrra, því á þorranum (8 Febr.) snjóaði í Kantónarborg (Kanton) í fyrsta sinn í næstliðin 80 ár; héldu landsmenn fyrst að það rigndi viðarull, en síðan að það væri sikur [svo]. (Skírnir 1837:17) Ef miðað er við hefðbundna dreifingu það í dæmunum hér að framan er ljóst að það er ekki gervifrumlag samkvæmt skilgreiningu okkar í (7) heldur leppur eða fylliorð (e. placeholder), sbr. (6). Í þessu samhengi er fróðlegt að huga að þremur setningagerðum sem gegna ólíku málnotkun- arhlutverki þar sem leppurinn það kemur ekki fyrir. Í fyrsta lagi kemur leppur ekki fyrir í já/nei-spurningum (10) þar sem sögnin er alltaf í fyrsta sæti.5 (10) Rignir á Mars og er eitthvað vatn þar? (Sótt á netið, yfirfarið 04.10.2016) Í öðru lagi eru setningar sem minna á frásagnarumröðun þar sem per- Þegar veðrið kólnar og vindinn hvessir — þá snjóar hann 13 5 Í dæmum eins og (10) er getið um að þau séu fengin af netinu. Ekki er getið um vefslóð en dagsetning yfirferðar tilgreind. Skjáskot af öllum dæmum af netinu eru til í fórum höfunda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.