Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 156

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 156
um hreim, hljóðblæ eða áherzlu […] heldur setur hann stuðla og höfuðstafi alveg út í bláinn (Sig.Sig. 1917:2). Hvort sem þessi dæmi eru eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti eða ekki má af þeim ráða að orðið brageyra vísi þar ekki aðeins til ljóðstafasetningar heldur líka fleiri þátta bragsins, svo sem hrynjandi og ríms. Einar Bene - diktsson virðist aftur á móti fyrst og fremst eða eingöngu eiga við ljóð - stafa setninguna í huga (stuðla og höfuðstafi) með orðinu brageyra eins og hann skilgreinir það (1916) og líklega er orðið oftast notað í þeirri þrengri merkingu eins og Kristján Árnason hefur bent á (2013:176‒177). Á sama hátt virðast menn oftast nota orðasambandið rétt kveðinn til að vísa til þess að ljóðstafir séu settir á réttan hátt þótt þeir séu auðvitað ekki það eina sem skiptir máli í formföstum og hefðbundnum kveðskap.11 4.2 Brageyra og bragleysi Ýmsir þeirra sem hafa fjallað um brageyra hafa látið í ljós þá skoðun að það sé í einhverjum skilningi meðfætt. Í tilvitnuðum ummælum hér framar segir Sig. Sig. til dæmis að þjóðin sé „fædd með brageyra“. Svipuð um mæli má finna víðar og þar er m.a.s. látið að því liggja, eða sagt beinlínis, að flestir Íslendingar „hafi brageyra“, þ.e. heyri hvort vísa er rétt kveðin eða ekki, m.a. í áðurnefndri grein Einars Benediktssonar (leturbreytingar mínar): (8) Allur meginþorri Íslendinga á brageyra sitt ennþá ófalsað og hreint. En á síðustu tímum ber allmikið á því, einkum í Reykjavík, að þessi gáfa er að glatast hjá þjóðinni og eru til skáld hjá oss, sem ekki hafa átt tryggt brageyra. Er kunnastur þeirra allra Grímur Thomsen, sem var þó að flestu leyti svo ágætlega vandur að öllu bundnu máli og feg- urðarnæmur (Einar Benediktsson 1916:2). Nú veit ég ekki til þess að gerð hafi verið nein könnun á því hve stór hluti þjóðarinnar hafi eða hafi haft brageyra. En það liggur í hlutarins eðli að Höskuldur Þráinsson156 11 Ég held að flestir eða allir geti heyrt hvort tiltekin orð eða orðhlutar ríma saman eða ekki, þótt ég viti svo sem ekki til þess að það hafi verið rannsakað. Þeir eru greinilega mun færri sem heyra hvort ljóðstafasetning er eðlileg eða ekki, þ.e. hafa brageyra í þessum þrengri og algenga skilningi á því orði. Næmleiki fyrir hrynjandi er áreiðanlega líka mis- mikill, en hér verður það ekki rætt frekar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.