Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 109

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 109
Tvennt ræður úrslitum um skýringu Hreins. Annars vegar breyting lím ings ins „ꜵ“ í „ꜹ“46 og hins vegar áhrifsbreytingin sem leiddi til þess að farið var að rita „ev“ fyrir ø. Hreinn bendir ekki á önnur dæmi um grafem íska áhrifsbreytingu af því tagi sem hann lýsir og mér þykir hún heldur lang sótt. Breytingin „ꜵ“ > „ꜹ“ er ef til vill ekki útilokuð en þó ekki nauðsynleg enda dugir þróun úr „au“ (eða „av“) til að skýra tilurð límings- ins „ꜹ“. Tilgáta sú, sem ég setti fram hér að ofan, skýrir hvers vegna farið er að nota „ꜹ“ (ásamt „au“ og „av“) fyrir ǫ og hvers vegna farið er að rita „ey“ og „ev“ fyrir ø. Þessi skýring gerir ráð fyrir áhrifum af tvíhljóðun (sem ótvírætt er að átti sér stað) en skýring Hreins er ad hoc, þ.e.a.s. hún styðst við hugmynd um grafemískar breytingar sem virðast hafa þann til- gang einan að skýra ritun „ꜹ“, „au“ og „av“ fyrir ǫ og „ey“ og „ev“ fyrir ø. Enn fremur nær skýring mín til ritunar au og ey með táknum fyrir einhljóð (sem einkum koma fyrir í AM 645 A 4to og AM 677 B 4to) en það á ekki við um skýringar Hreins. Til að skýra slíka rithætti gerði hann ráð fyrir „the possibility of a transitory monophthongization […], at least for certain varieties of Icelandic“ (1965:70). Tvíhljóðun skýrir einnig ritun „e“ og „æ“ fyrir ei í handritum frá öndverðri 13. öld en um það fjallaði Hreinn ekki svo að ég viti til. 5. Rím é : æ 5.1 Inngangur Í kveðskap frá 14. til 16. aldar rímar é stundum við æ (Björn K. Þórólfsson 1929a:235), sbr. eftirfarandi vísu í (6).47 (6) Skáldið gaf henni skæran motur og skikkju harla væna; ekki hafði öldin snotur aðra slíka séna. (Skáldhelgarímur 2.39, Rs 1:119) Talið hefur verið að í máli skálda er þannig ríma hafi æ enn verið einhljóð. Björn K. Þórólfsson dró auk þess þá ályktun af ríminu að útbreiðsla tví - hljóðunar æ > [a] hefði verið lítil fyrir miðja 16. öld. Hvort tveggja er vafa samt líkt og rætt verður í þessum kafla. Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 109 46 Vert er að benda á að Hreinn taldi ekki að breytingin „ꜵ“ > „ꜹ“ hefði falið í sér ein- hvers konar veiklun („carelessness or negligence“) heldur hafi það ráðið úrslitum að formið „ꜹ“ var betur fallið til aðgreiningar frá „a“ og „o“ en „ꜵ“ (1965:71). 47 Stafsetning vísunnar er samræmd eftir nútímavenju.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.