Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 Yirðing íslendinga fyrir lífinu lofsverð Frá Rick Ray: UNDIRRITAÐUR hefur dvalið á íslandi í nokkra mánuði með aðstoð Flugleiða, Ferðamálaráðs og fleiri aðila við gerð heimildamyndar um ísland sem dreifa á í Bandaríkjun- um og Kanada. Ég tek myndir af villtri náttúru og dýralífi og veiti meðferð dýra og umgengni við náttúruna sér- staka athygli í þeim löndum sem ég heimsæki. I Bandaríkjunum er yfirvöldum látið eftir að hafa áhyggjur af gæludýrum sem týnast og flökkudýrum og þar eru dýraat- hvörf oft líkust fangelsum, niður- drepandi og skítug. Fyrir skömmu fékk ég tækifæri til að heimsækja Kattaholt í Reykja- vík. Um leið og ég kom þar inn fyrir dyr fann ég fyrir friðsæld og hreinleika. Augljóst var að allir kettirnir á Kattholti voru ánægðir og vel um þá hugsað. Lofsvert er að eigendur Kattholts hafa lagt á sig mikið starf eingöngu af eigin hvötum og ást á skjólstæðingum sínum, köttunum. Mín skoðun er sú að viðleitni VELVAKANDI AÐGETAÞESS SEM VEL ERGERT KONA hringdi og sagðist hafa verið á ferð um Snæfellsnes í ágústmánuði. Hún vildi geta þess að er hún kom að kvöldi til til Ólafsvíkur, hafi hún gist á Ver- sölum sem hefur 25 tveggja manna herbergi. Þar hafí öll þjón- usta verið til fýrirmyndar og maturinn frábær á hóflegu verði. Salir voru skreyttir málverkum, blómum og vönduðum húsgögn- um, öllu smekklega komið fyrir og þar var einnig bar. Fyrir allt þetta vill hún þakka. TAKKFYRIRAÐ BJARGA HUNDINUM SÓLEY Möller hringdi og vildi koma á framfæri þakklæti til unga mannsins sem bjargaði hundinum hennar á þriðjudags- kvöldið á Kringlumýrarbraut- inni. Þannig var að það var keyrt á hundinn sem er enskur Sett- er, hvítur með svörtum doppum, um áttaleytið um kvöldið á Kringlumýrarbrautinni og sá sem keyrði á hann ók bara í burtu, en ungur maður sem þarna var á ferðinni hljóp á eft- ir hundinum og fann hann ofan í skurði á Sléttuvegi. Ef hann hefði ekki hlaupið á eftir honum hefði ég aldrei fundið hann sjálf, en þar sem ég var í sjokki og allt gerðist svo hratt, þá hafði ég ekki tíma til að þakka mann- inum fyrir. Kærar þakkir. TAPAÐ/FUNDIÐ Gullarmband tapaðist GULLARMBAND tapaðist 14. ágúst sl. Ef einhver veit um armbandið þá vinsamlega hring- ið í síma 75754. Skjöl töpuðust FYRIR um það bil viku tapaðist glært plastumslag með skjölum (samanbrotin A-3, ljósrit). Upp- lýsingar í síma 25143. Útilegu- og veiðidót tapaðist FIMMTUDAGINN 12. ágúst sl. tapaðist veiðitaska, svefnpoki, dýna, skíðagalli og klofstígvél á leið yfir Amarvatnsheiði. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 676470. Gleraugu fundust SILFURSPANGAR gleraugu fundust á bílastæðinu við Gróttu á Seltjamarnesi fimmtudaginn 2. september sl. Eigandinn getur vitjað þeirra í síma 611911. Ullarjakki tapaðist BLÁR karlmannsullarjakki var tekinn í misgripum á skemmti- staðnum „Tveir vinir og annar í fríi“_ föstudagskvöldið 27. ág- úst. í honum var lyklakippa ásamt veski, engir seðlar, en ökuskirteini og annað sem eig- andinn saknar sárlega. Sá sem hefur hann undir höndum er vinsamlega beðinn að skila hon- um, lyklunum og veskinu á fýrr- nefndan skemmtistað eða hringja í síma 615945 eða 677647. Seðlaveski tapaðist SVART seðlaveski tapaðist sl. þriðjudag á BSR í Skógarhlíð 18.1 veskinu eru persónuskilríki og fleira. Finnandi vinsamlegast beðinn að hringja í síma 74595 eða í afgreiðslu BSR, sími 611720. Gullarmband tapaðist í vikunni fyrir verslunar- mannahelgi á leiðinni frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Vinsamlega hringið í síma 79517. Fundarlaun. Myndavél tapaðist CANON-myndavél, sjálfvirk, í svörtu hulstri, tapaðist í Esjunni sunnudaginn 22. ágúst sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 652274. Hálsmen tapaðist GULLHÁLSMEN með tópas- steini tapaðist seinnipart ágúst- mánaðar, líklega í Kópavogi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 40820. GÆLUDÝR Týndur högni BRÖNDÓTTUR og hvítur högni hvarf frá heimili sínu, Tungu- seli, fímmtudaginn 19. ágúst sl. Hann er ólarlaus en eyma- merktur R-2211. Ef einhver hefur séð hann eða getur gefíð upplýsingar um afdrif hans er hann vinsamlega beðinn um að hringja í síma 71960. íslensk kanína HÉRALITUÐ (grá) karlkyns kanína, þriggja mánaða, fæst gefíns á góðan stað. Upplýs- ingar í síma 18821. Fallegir kettlingar ÞRÍR fallegir tæplega 8 vikna kettlingar fást gefins á gott heimili. Kassavanir. Upplýs- ingar í síma 45744. Hvolpar fást gefins FALLEGIR og góðir hvolpar átta vikna, fást gefins til dýra- vina. Þeir sem hafa áhuga hringi í síma 685693 árla dags eða eftir klukkan 19. þessi eigi skilið mikinn stuðning, bæði einstaklinga og opinberra að- ila og ég vona að Islendingar geri sér ljóst mikilvægi slíkrar mannúð- arstofnunar. Ein besta hlið íslands í augum útlendings er hin mikla virðing sem íslendingar bera fyrir lífínu og ná- unganum sem birtist í öllum hliðum samfélagsins. Þetta er svo sannar- lega land þar sem fólk hjálpar hvert. öðru af hjartagæsku einni saman. Það sem ég gerði mér ekki grein fyrir, fyrr en ég heimsótti Kattholt, var að þessi hjartagæska nær til allra lifandi vera, þ.á m. katta. Umhyggja þessi ber því vitni að í landinu er borin djúp virðing fyrir öllu lífí. íslendingar eiga mikið hrós skilið af þessum sökum. Ég vona að þjóðin haldi áfram að styðja starfsemi eins og Katt- holt um ókomna framtíð. RICK RAY kvikmyndaframleiðandi Sóuní heilbrigð- iskerfinu Frá Þorsteini Hannessyni: HINN 28. júlí sl. fór ég í skoðun á Landspítalanum. Við skoðunina var notað tæki sem heita mun seguló- munartæki. Þetta er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Hitt er aftur á móti í frásögur færandi að eftir þessari skoðun hafði ég þurft að bíða í 55 daga. Ég lagði inn til- vísun frá sérfræðingi 3. júní og þegar ég spurði hvenær rannsóknin mundu fara fram var mér sagt að það yrði „einhvemtímann í júlí eða ágúst". Ég tók þessari bið að sjálf- sögðu sem hverju öðru hundsbiti, en þar sem óþægindi þau sem or- sökuðu það að ég var sendur í skoð- unina jukust frekar en hitt og sér- fræðingurinn hafði sagt mér að nauðsynlegt væri að rannsóknin færi fram áður en hægt væri að taka ákvörðun um hvað ætti að gera til að losa mig við þessi óþæg- indi fór ég að athuga hvernig á þessari löngu bið gæti staðið. Ég komst þá að því sem hér segir: Tækið er notað 5 daga í viku og er hægt að rannsaka 6-8 sjúklinga á dag. Þeir hafa þvi verið nokkur hundruð sjúklingarnir sem biðu eft- ir skoðun þegar ég lagði inn mína skoðunarbeiðni. Ekki veit ég hve mikið þetta áður umtalaða tæki kostaði, en sennilegt þykir mér að það hafi verið nokkrar milljónir. Tækið er staðsett í rúmgóðu herbergi á neðstu hæð Landspítalans. Eitthvað hefur sú aðstaða kostað. Og nú er mér spurn: Hverskonar nýting á fjármunum er það að hafa tækið ekki í notkun nema aðeins 5 daga vikunnar og aðeins í u.þ.b. 8 tíma á dag þegar hundruð manna bíða eftir skoðun? Mér er ómögu- legt að koma því inn í minn ferkant- aða haus að það sé hægt að flokka það undir „sparnað í heilbrigðis- kerfínu". Frekar mætti kalla þetta „sóun í heilbrigðiskerfínu". ÞORSTEINN HANNESSON, Þverbrekku 4, Kópavogi Pennavinir ÞRETTÁN ára pólskur piltur sem safnar póstkortum, frímerkjum, mynt og ferðamannabæklingum. Getur skrifað á esperanto auk ensku: Przemek Myszakowski, P.O. Box 26, PL 56-400 Olesnica, Poland. FIMMTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á kvikmyndum, tónlist, bóka- lestri o.fl.: Fumiko Yanagi, 7161 Genna Nishinoomote-shi, Kagoshima-ken, 891-31 Japan. LffTt Vinn ngstöiur r------------ miðvikudaginn: 8- sept. 1993 Aöaltölur: 3)(s)&8' 29)(38)(40 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING [1 6af6 1/0á ísl. 37.900.000,- CV 5 af 6 LaJ+bónus 0 446.743,- 5 af 6 4 87.753,- | 4 af 6 303 1.843,- jna 3 a< 6 lEUS+bórtus 1.117 217,- BÓNUSTÖLUR 26 32 36 Heildampphæb þessa viku: 39.498.573,- áíst: 1-598.573,- UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI61- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Frábærír skór á fínu verði. Dömu og herrastærðir. 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. iiiianhnsskór Hffl UTILIFP E0ES GLÆSIBÆ. SÍMI 812922 Aujnfarðahieinsun með Nivea! Mildogfrískandihreinsun Nlvea augfarðahreinsigel: Fjarlægir mjúklega allan augnfarða, jafnvel þann sem er vatnsþolinn. Gelið er bætt með vítamíninu B5. Áferðin er létt og fitusnauð og notkun þess veldur svalandi tilfinningu. NIVEA J. S. Helgason hf Draghálsi 4 sími 91- 68 51 52

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.