Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 31 trjij^ dijv'jMtíiríi iMiui Starf hafið í sex grunn- skólum í Strandasýslu Laugarhóli. VIKUNA frá 30. ágúst til 3. september hófst starf í sex grunnskólum í Strandasýslu, en þeir eru Borðeyrarskóli, Broddanesskóli, Grunn- skóli Hólmavíkur, Klúkuskóli, Grunnskólinn á Drangsnesi og Finn- borgarstaðaskóli. í þessum grunnskólum eru 174 nemendur við nám í vetur, en auk þeirra eru nokkrir nemendur í efstu bekkjum grunn- skólans við nám annars staðar á landinu. Fyrstu skólarnir hófu vetr- arstarfið 30. ágúst, en starf í öllum skólunum var komið í gang í lok vikunnar. Þá hefst sundnámskeið fyrir böm í Kaldrananeshreppi í Gvendarlaug hins góða við Klúkuskóla, þann 6. september. Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Aftur í skólanum ÞAÐ er oft mikið buslað í Gvendarlaug við Klúkuskóla. Svo verður víst enn á þessum haustdögum. Allir skólarnir, nema Grunnskól- inn á Hólmavík, heyra til þeirri skólagerð sem kölluð er „Fámennir skóiar". Grunnskólinn á Hólmavík Persónuskil- ríki fyrir fólk með flogaveiki LANDSSAMTÖK áhugafólks um flogaveiki (LAUF) gáfu nýverið út persónuskilríki fyrir fólk með flogaveiki á íslandi sem ætluð era þeim félagsmönnum LAUF sem eru með flogaveiki. í skilríkinu koma fram ýsmar upplýsingar s.s. nafn, heimilisfang svo og nafn nánasta aðstandenda eða þess aðila sem nauðsynlegt er að hafa samband við ef um alvar- legt krampaflog er að ræða. Einnig er gert ráð fyrir að þeir sem bera skilríkin munu tilgreina hvaða lyf þeir taka hveiju sinni svo og þau viðbrögð sem flogaveiki þeirra út- heimtir. Almenn viðbrögð við krampaflogum eru síðan tilgreind á baksíðu. Ef óskað er eftir frekari upplýs- ingum um persónuskilríki þá er fólki bent á að hafa samband við skrif- stofu LAUF, Ármúla 5,108 Reykja- vík. A IAUF PERSÓNUSKILRÍKI fyrir fólk með FLOGAVEIKI á ÍSLANDI Skemmti- kvöld í Súlnasal SÉRSTAKT skemmtikvöld verð- ur á Hótel Sögu í kvöld í tilefni af ári aldraðra. Dans og skemmtidagskrá verður frá klukkan 20-01 og er aðgangseyr- ir 600 krónur. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur fyrir dansi, en í henni eru Carl Möller, Þórir Baldursson, Árni Scheving, Jón Björgvinsson, André Bachmann og Ellý Vilhjálms. Flosi Olafsson kemur í heimsókn og verð- ur með hugvekju „eins og honum einum er lagið“. Kór eldri borgara í Reykjavík og Kvennakór Kópa- vogs taka lagið undir stjórn Kristín- ar Pétursdóttuh Eldri borgarar verða með tískusýningu. Ferða- skrifstofah Úrval-Útsýn kynnir ferðir og happdrætti þar sem fyrsti vinningur er ferð til Álgarve í Port- úgal að verðmæti 50 þúsund krón- ur. Næstu tveir vinningar eru kvöld- verður og sýningin „Er það satt sem þeir segja um landann“. Kynnir á skemmtikvöldinu í kvöld verður Rósa Ingólfsdóttir. er langfjölmennastur þessara skóla með 113 nemendur. Þar er nú í fyrsta skipti samfelldur skóladagur fyrir alla nemendur og einsetinn skóli. Þá hefir nú sá hluti Félags- heimilisins á Hólmavík, sem nota á til leikfimikennslu, verið tekinn í notkun og fellur því öll leikfimi- kennsla eðlilega inn í stundaskrá nemenda. Töldu þeir Skarphéðinn Jónsson skólatjóri og Victor Örn Victorsson yfirkennari að hér væri um mikla framför að ræða, er fréttamaður ræddi við þá í vikunni. Nú væri allt húsrými bæði í skóla- byggingunni og Félagsheimilinu, er notað yrði til kennslu, komið í gagn- ið. í Borðeyrarskóla eru í vetur 9 nemendur. Þar er Matthías Krist- insson skólastjóri. í Broddanesskóla eru eru 6 nemendur í vetur en skóla- stjóri þar er Erlingur E. Halldórs- son. í Klúkuskóla eru 4 nemendur, en skólastjóri þar er Sigurður H. Þorsteinsson. I Grunnskólanum á Drangsnesi eru 28 nemendur, en skólastjóri þar er Einar Ólafsson. í Finnbogastaðaskóla eru svo 14 nemendur, en skólastjóri þar er í forföllum, Vilmundur Hansen, en Ragnhildur Birgisdóttir tekur aftur við störfum nokkru eftir áramót. - S.H.Þ. Verkamannafélagið Hlíf ASÍ og BSRB taki upp ná- ið samstarf Verkamannafélagið Hlíf hefur samþykkt ályktun þar sem skor- að er á miðstjórn Alþýðusam- bands íslands að beita sér fyrir nánu samstarfi við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja um leiðir til að bæta hag launafólks í landinu. í ályktuninni segir að þessi tvö stærstu samtök launafólks verði að stilla betur saman strengi sína en hingað til hafi verið gert, ef nokkur von eigi að vera til þess að árangur náist. Ekkert annað en einhuga samstaða þessara aðila megni að bijóta á bak aftur blindu fijáls- hyggjustefnu sem nú ríði húsum í landinu. „Stjórn Hlífar álítur að strax í haust verði að hefja þessa baráttu ella muni stjórnvöld nota tækifærið og ganga enn lengra á réttindi lág- launafólks en nú þegar hefur verið gert, og er þá langt til jafnað," segir að lokum í ályktuninni. Vorgrm Þjoöleikhussms! V J 1 ’ HYÐINf. orsiw I r:■ I IKM Jfc h'lUN 'HŒÍll tóRLSÍOJi ' LRIKWlffi ilijí WÓÐLEIKHIÍSIÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.