Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ-FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 Fulltrúaráð foreldrafélaga í grunnskólum OPNUNARTÍMI félagsmiðstöðva á Akureyri var ræddur á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í fyrradag, en tilefnið var bréf frá Fulltrúaráði foreldrafélaga í grunnskólum bæjarins til íþrótta- og tómstundaráðs, þar sem m.a. var farið fram á að félagsmið- stöðvum verði lokað hálftíma fyrr en venja hefur verið til, eða kl. 22 í stað 22.30. íþrótta- og tómstundaráð sá ekki ástæðu til að breyta lokunartíma félagsmiðstöðvanna. Fulltrúaráð foreldrafélaganna hefur beint þeim tilmælum til stjórna foreldrafélaga í bænum að á komandi vetri verði útivistar- tími unglinga í bænum samræmd- ur, þannig að þegar skóli er að morgni verði útivistartími til kl. 22 hjá nemendum í 8., 9. og 10. bekkjum og um helgar ljúki úti- vistartíma kl. 23.30 hjá nemend- um í 8. bekk, kl. 24.00 hjá nem- endum í 9. bekk og kl. 00.30 hjá nemendum í 10. bekk. íþrótta- og tómstundaráð sá ekki ástæðu til að breyta lokunar- tíma félagsmiðstöðvanna, sem er kl. 22.30 á kvöldin. Samþykkt var á fundi ráðsins að láta gera könn- un á því hvernig unglingar á Akureyri veiji frí- og hvíldartíma sínum og mun það beita sér fyrir því máli á næstunni. Undrandi og ósátt Sigrlður Stefánsdóttir formað- ur bæjarráðs sagðist undrandi yfir svörum ráðsins. Valgerður Hrólfsdóttir (D) sagði foreldra vilja halda uppi ákveðnum reglum varðandi útivistartíma og það væri forkastanlegt að koma ekki til móts við þá. Björn Jósef Arn- viðarson (D) benti á að sparnaður yrði í rekstri félagsmiðstöðvanna yrði þeim lokað hálftíma fyrr. Bæjarstjórn samþykkti að vísa erindinu aftur til íþrótta- og tóm- stundaráðs. Jaðarsvöllur Coca Cola-mót um heigina OPNA Coca Cola-mótið í golfi verður haldið á Jaðarsvelli við Akureyri um helgina, dagana 11. og 12. september næstkomandi. Keppt verður í karla-, kvennar og unglingaflokkum. Margvísleg verðlaun eru í boði, t.d. bretti af Coca Cola fyrir að fara holu í Ijöggi og eins verða aukaverðlaun 1 éllum par þijú holunum. j • / Þórhallur Pálsson móráfetjóri sagði að von væru á yfir huádrað þátttakendum alls staðar af land- inu. Hann sagði mót þetta öflugt, enda væri þetta elsta Coca Cola- mótið á landinu. Einar Helga- son sýnir í Deiglunni EINAR Helgason opnar sýningu á olíu- og vatnslitamyndum í Deigl- unni á morgun, laugardaginn 11. september. Einar Helgason hefur haldið fjöl- margar málverkasýningar víða um land, en hann sýndi fyrst á Akureyri árið 1976, en sú síðasta í heimabæ hans, Eskifirði var fyrir 7 árum. Ein- ar sýndi myndir sínar síðast á Akur- eyri fyrir 13 árum. Einar lét af störfum við Gagn- fræðaskólann á Akureyri síðasta vor, en þá hafði hann kennt myndlist í nákvæmlega 40 ár. Ekki verða send út boðskort en allir Akureyringar og aðkomumenn eru boðnir jafn velkomnir. Sýning Einars í Deiglunni stendur frá 11. til 19. september og er opin alla daga frá ki. 14 til 22. Haustuppskera Morgunblaðið/Golli Félagarnir Maggi og Siggi vinna hjá Öngli í Eyjafjarðarsveit við að taka upp kartöflur. Þeir hjá Öngli hafa verið að taka upp smá slatta á hveijum degi síðustu þijár vikur, en byija af fullum krafti við upptökuna í næstu viku. Bæjarstjórn Akureyrar um sameiningarmálin Akureyri verði meðal reynslusveitarfélaga BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi í gær að sækja um að Akureyri verði eitt af fimm svokölluðum reynslusveitarfélög- um. Sækja þarf um fyrir 1. október næstkomandi. Lögð hefur verið fram tillaga um að öll sveitarfélög í Eyjafirði verði að einu. Sigríður Stefánsdóttir formaður tillögunni þyrfti að kynna málið bæjarráðs sagði að í framhaldi af vel og bæjarstjórn yrði að stuðla Fagleg umfjöHtm um skólamál að umræðum um það meðal bæj- arbúa. Hún sagði sameiningarmál- ið vissulega umdeilanlegt, það hefði sína kosti og galla, en hún væri sannfærð um að um væri að ræða fágætt tækifæri til að gera breytingar á sveitarstjórnarstig- mu. Stórt skref Á AÐALFUNDI Bandalags kenn- ara á Norðurlandi eystra sem haldinn var að Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu nýlega var sam- þykkt ályktun þar sem skorað var á sveitarstjórnamenn að. tryggja faglega umfjöllun um skólamál, þegar sameiningarmál sveitarfélaga verða tekin til af- greiðslu. Fundurinn heitir á íbúa dreifbýlla byggðarlaga að tryggja umþóttun- artíma við sameiningu sveitarfélaga og skóla og telur að fagleg rök skorti til tafarlauss flutnings grunnskólarekstrar til sveitarfé- laga, segir í ályktun fundarins. Þá lýsti fundurinn einnig yfir megnri óánægju með launamál kennara og skorar á ráðamenn þjóðarinnar að ganga strax til samninga við kennara um mann- sæmandi laun. Jakob Björnsson (B) sagði að mikil ábyrgð hvíldi á herðum sveit- arstjórnarmanna og þeim sem stæðu að kynningu tillagna um sameiningu sveitarfélaga. Það togaðist á í mörgum hvort stíga ætti svo stórt skref og því væri afar mikilvægt að kynning málsins tækist vel svo fólk vissi, um hvað málið snerist. Opnimartíma félags- miðstöðva verði breytt ENN fregnast af góðri veiði víðast hvar og fer nú hver að verða síðastur til að skreppa út úr bænum og næla sér í lax. Þá eru þeir stóru farnir að gefa sig í ríkari mæli, t.d. í Stóru Laxá þar sem veiði hefur glæðst verulega að undan- förnu. Stefnir í met í Svartá... Enn er allt við það sama í Svartá, tveggja daga hollin eru að fá 15 til 25 laxa á þijár stangir og heild- arveiðin er komin í um 460 laxa og er talsvert af vænum laxi í bland við góðan smálax. Fyrir skömmu slapp sá stóri, sleit hjá veiðimanni eftir hart nær fimm stunda glímu. Þar fór heil vakt og lá laxinn mikinn hluta hennar og hreyfði sig lítt. En er menn tóku að ókyrrast í rökkurbyijun og köstuðu grjóti að höfðingjan- um, var honum svo gróflega mis- boðið, að hann skók hausinn til og sleit!. Enn skal veitt, eða til 19. september og er ljóst að veið- in fer á sjötta hundrað laxa. Stóra Laxá gíæðist... Stóra Laxá í Hreppum hefur tek- ið vel við sér að undanförnu. Þar var góð veiði framan af sumri, en dofnaði er á leið. Nú hefur hún tekið við sér og veiði hefur verið nokkuð góð, sérstaklega neðri svæðin og hafa verið að fást upp í 16 laxar á dag. Fyrir skömmu kom sá stærsti á land, 21 punda hængur sem Sigurður Jensson veiddi. Eru komnir hátt í 400 lax- ar úr ánni sem er afburðagott miðað við það sem gengur og gerist í þessari verstöð. Mikil veiði á Iðunni Mikil veiði hefur verið á Iðunni að undanförnu og hæst bar er það komu tæplega 40 laxar á land einn daginn, en þar af fregnaðist að fluguhnýtarinn kunni Kristján Gíslason hefði veitt um 20 stykki og marga stóra. Þennan dag veiddust nokkrir um og yfir 20 pund og margir 14 til 18 pund. Verður Hofsá efst? Hofsá er komin með um 1820 laxa og er veitt til 20. september. Mikill lax er í ánni og hefur geng- ið mjög vel að undanförnu. Nú eru uppi vangaveltur um að áin gæti hugsanlega náð Norðurá, sem er komin með um 2.100 laxa, að vísu með hjálp 10 daga fram- lengingar sem lýkur 15. septem- ber. Fyrir stuttu veiddist 20 punda lax í Hofsá, sá annar á sumrinu. Eyþór Sigmundsson með fal- legan boltalax úr Miðfjarðará fyrir nokkru. Vegagerð í Eyjum Lægsta til- boðið 60% af kostnað- aráætlun Ræktunarsamband Flóa og Skeiða átti langlægsta tilboðið í endurbyggingu þjóðbrauta í Vest- mannaeyjum. Ræktunarsamband- ið bauð 21 milljón króna í verkið, sem er 60% af kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins. Um er að ræða endurbyggingu Stórhöfðavegar og Eldfellsvegar og slitlag á vegina, alls 7,5 kílómetra, og á verkinu að vera lokið um miðjan júlí á næsta ári. Alls bárust 13 tilboð og var það hæsta upp á tæpar 49 milljónir en það lægsta var 21 milljón eins og áður sagði. Næstlægsta tilboðið átti Vikur hf., 29,7 milljónir, og Borgar- verk hf. bauð 30,8 milljónir. Kostnað- aráætlun var 35 milljónir króna. h » j I I I Í i Í > i i i h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.