Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUlt 10. SEPTÉMBER 1993 19 hiúknmardeildarstjórar um bréf vegna uppsagna á Borgarspítala Rætnar fullyrðingar um starfsaðferðir og siðgæði NÍTJÁN hjúkrunardeildarstjórar á Borgarspítalanum hafa sent frá sér ályktun, þar sem þeir harma efni bréfsins, sem starfsfólk skurð- lækningadeilda spítalans sendi heilbrigðisráðherra. Þar hafi verið settar fram rætnar fullyrðingar um starfsaðferðir og siðgæði hjúkrun- arstjórnar. í bréfi starfsfólks til ráðherra er krafist opinberrar rann- sóknar á brottvikningu fjögurra deildarsljóra af deildum. Þá harmar stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar að fjölmiðlar skuli taka til umfjöllunar einstök ráðningarmál í stofnuninni á þann hátt sem gert hefur verið. Jón H. Karlsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra sagð- ist ekki hafa séð erindi starfsfólks skurðlækningadeildanna. Ráðherra er erlendis en er væntanlegur á mánudag. í ályktun hjúkrunardeildarstjór- anna nítján segir, að í bréfi starfs- fólksins séu settar. fram rætnar full- yrðingar um starfsaðferðir og sið- gæði hjúkrunarstjómar, í nafni starfsfólks Borgarspítalans, án þess að efni bréfsins væri borið undir aðra en starfsfólk áðumefndra deilda. Lýsa þær fullum stuðningi við störf hjúkrunarstjómar spítálans. Einn deildarstjóri I frétt frá stjórn sjúkrastofnana segir að nauðsynlegt sé að fram komi að eðlilega hafi verið staðið að ráðningu tveggja yfirmanna á skurðlækningadeildum spítalans þann 3. þessa mánaðar. Lengi hafi verið stefnt að því að einn deildar- stjóri yrði á hverri deild í stað tveggja. Þá hafí verið búið að gera öllum sem hlut áttu að máli ljóst hvert stefndi og viðkomandi aðilum var gefmn kostur á að leysa málið sín á milli. Þá segir: „Ekki tókst að leysa máli „innanhúss" á skurðlækn- ingadeildum. Það var því Ijóst að auglýsa þyrfti stöðurnar og fjalla um málið og meðhöndla umsóknir sem bærust á venjulegan hátt. Sjö umsækjendur voru um 2 stöður. Allir umsækjendur vom metnir hæf- ir.“ Umsóknir metnar Fram kemur, að umsóknir hafi verið metnar í hjúkrunarstjórn og var samdóma álit fengið. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar, sem í sitja meðal annars tveir fulltrú- ar starfsmanna, samþykkti sam- hljóða að ráða þá sem hjúkrunar- stjórn mælti einróma með. Hefur öllum fyrrverandi deildarstjórum verið boðin vinna áfram við stofnun- ina á óbreyttum kjömm í heilt ár. Stjóm sjúkrastofnana lýsir fyllsta trausti á hjúkmnarforstjóra og hjúkmnarstjóm og telur að starfsað- ferðir sem viðhafðar voru hafi verið fullkomlega eðlilegar. Ákvarðanir hafi verið teknar að undangenginni ítarlegri kynningu og umfjöllun um málið. VEÐUR VEÐURHORFURIDAG, 10. SEPTEMBER YFIRLIT: Á vestanverðu Grænlandshafi er 998 mb. lægð sem grynnist en 989 mb. lægð yfír Bretlandseyjum þokast norð-norðvestur. Heldur vaxandi lægðardrag liggur milli lægðanna yfir suðvestanvert ísland. SPÁ: Austlæg átt um mestallt landið, víðast kaldi en líklega stinning- skaldi við suðausturströndina. Rigning víða um land, einkum þó um sunnanvert landið þegar líður á daginn, en sums staðar norðanlands og á Vestfjörðum gæti orðið þurrt að mestu. Hiti 8-13 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Austan- og suðaustanátt. Súld eða rigning með Suðaustur- og Austurströndinní, en skúrir f öðrum landshlutum. Hiti 9 til 15 stig. HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Austlæg átt. Þokusúld með austur- og suðausturströndinni en víða bjart veður um norðan- og vest- anvert landið. Hiti á bilinu 7 til 14 stig, hlýjast vestanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22. 30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o a Heiðskírt Léttskýjað r r r * r * f f *. f r r r r * r Rigning Siydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma & Skýjað Alskýjað V $ $ Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig y súid = Þoka rtig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 í gær) Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomuiagi og greiðfærir. Víða er f>ó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabílum, Gæsavatna- leið fær til austur frá Sprengisandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91 -631500 og í graenni iír í grapnni línu 99-6315. Vegagerðin. I/EÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 11 8kýj8» Reykjavík 10 rigning Bergen 16 léttskýjað Helslnki vantar Kaupmarmahöfn 13 rlgning Narssarssuaq 6 skýjað Nuuk 3 súld á sfð. kist Osló 16 léttskýjað Stokkhólmur 17 téttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 24 léttskýjað Amsterdam 19 skýjað Barcelono 27 léttskýjað Berlín 22 hélfskýjað Chicago 14 léttskýjað Feneyjar 21 þokumóða Frankfurt 16 skýjað Glasgow 16 mistur Hamborg 17 þokumóða London 20 skúrásið. klst. LosAngeles 18 þokumóða Lúxemborg 16 rigning Madríd 23 skýjað Malaga 27 lémkýjað Mallorca 26 skýjað Montreal 15 skýjað NewYork 21 þokumóða Orlando 23 léttskýjað París 20 skýjað Madelra 24 skýjað Róm 28 skýjað Vín 26 skýjað Washlngton 21 þokumóða Wlnnlpeg 11 skýjað IDAG kl. 12.00 , HeimiW: Veöurstofa íslands r\^> (ByðÖ*ó vedurspó kl. 16.15 í gær) VaðlÖ krefst varúðar • M«mt « t*t • ***t «u« *W«M * tr vélín . FytaUt m«ð Mr”' • KwtnJð tjitf vaðlð. * Nðttft ðryggltlfnu. - Ktnðtí* htýjum fðtum I áberwtdl W. Crosslng requires cautlon . Whero I* tb* «Kt*vf« • Hr* %***k« 4o *4t lett ■ * youf ,nglnt bten « U íotneBody wttcWng whlt* tou tnttl . Prebt tht cietttoq y9W»t*t * Ute * «nt. . Wetr wton .4Uth»»» In í>rt«ht -Sig.Að. Til viðvörunar VIÐVÖRUNARSKILTIÐ hefur verið fjarlægt af staurnum og þar er upphrópunarmerkið eitt eftir. Eins og sjá má á myndinni til hægri er minnt á gagnleg örygK'satriði á skiltum sem þessu. Óprúttnir vegfar- endur á ferðinni Vaðbrekku, Jökuldal. ÓPRÚTTNIR vegfarendur sem leið hafa átt um Snæfellsnesið úr Hrafnkelsdal í Snæfell nú síðsumars hafa haft á brott með sér aðvör- unarskilti við fremsta vað á Hölkná. Hafði nokkrum tíma verið var- ið til þess að skrúfa skiltið niður um sem voru hirtar líka og eftir Eins og sjá má af myndunum eru á skiltinu hagnýtar leiðbeiningar um vaðið á ánni og hvernig á að umgangast það með nokkru ör- yggi. Getur því verið mjög bagalegt og jafnvel hættulegt þegar skiltið er vanþörf á að hafa þessi skilti eins og dæmin sanna. Sá sem tekið hefur skiltið ófrjálsri heldi hefur kannski ekki áttað sig á því að hann getur valdið slysum á vegfar- því það er fest með fjórum skrúf- standa aðeins festingarnar. endum með framferði sínu. Þegar fréttaritari fór að spyijast fyrir um þetta skilti hjá hlutaðeig- andi aðilum sem eru Slysavarnafé- lag og Vegagerðin frétti hann að áður hefði tveim skiltum verið stol- ið, við Þríhymingsá á Kverkfjalla- leið og af Öxi. Leiðir það enn frek- ar hugann að hugsunarleysi fólks í garð samborgara sinna. Rannsóknaleiðaiigur Hafrannsóknastofnunar Ýsu- og loðnuseiði um og yfír meðallagi FYRSTU vísbendingar um stærð 1993 árgangs ýsu benda til að hann gæti orðið í góðu meðallagi. Niðurstöður úr seiðarannsóknaleið- angri Hafrannsóknastofnunar í ágúst leiddu í Jjós að svokölluð seiða- vísitala ýsu var nálægt meðaltali síðustu 10 ára og miklu hærri en á árunum 1991-1992. Þá var seiðavísitala loðnu með því hæsta sem sést hefur síðan 1976, en stærð seiðanna var talsvert undir meðal- lagi. Hefur loðnuklakið því tekist vel á þessu ári að mati fiskifræð- inga. Karfaseiði fundust að venju á mest öllu rannsóknasvæðinu í Grænlandshafi en mun minna var um karfaseiði í_ár samanborið við árið 1992. Við ísland var einungis vart við karfaseiði vestur af landinu. f leiðangrinum kom í ljós að mik- ið var um sandsíli og voru þau þétt- ust út af Norðurlandi. Einnig var meira um hrognkelsi en í fyrra en mjög fá grálúðu- og blálönguseiði fengust í leiðangrinum. Sérfræðingar Hafrannsókna- stofnunar könnuðu einnig ástand sjávar. Óvenjumikill ís var við Vest- firði, í Grænlandssundi og suður með strönd austur Grænlands. Sjáv- arhiti var hár á Dohmbanka og Grænlandshafi og einkenndist ástand sjávar fyrir sunnan land einnig af háu hitastigi. Köld tunga frá Austur-Grænlandsstraumnum dró hins vegar úr flæði hlýsjávar norður fyrir land. Austar var hita- stigið einnig fremur lágt. Skákþing Islands Helgi vann Helga Áss ANNARRI umferð á Skákþingi íslands í húsi Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 lauk í gær. Urðu úrslit þau, að Helgi Ólafsson vann Helga Áss Grétarsson; Jóhann Hjartarson vann Jón Garðar Viðars- son og Hannes Hlífar Stefánsson vann Sævar Bjamason. Jafntefli gerðu Þröstur Þórhalls- son og Haukur Angantýsson; Tóm- as Bjömsson og Andri Áss Grétars- son og Guðmundur Gíslason og Björgvin Jónsson. Þriðja umferð verður tefld i dag. Þá tefla saman Haukur og Hannes Hlífar; Jóhann og Þröstur; Helgi Ólafsson og Jón Garðar _ Viðarsson; Björgvin og Helgi Áss; Andri og Guðmundur og Sævar og Tómas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.